Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1991 NEYTENDAMAL Gerlarannsóknir á ís- lenskum matvælum sjúkrahúsi og borið þar fram og einnig á annarri sjúkrastofnun. Ástæða matareitrunar var talin vera ófullnægjandi hitastig við geymslu og flutning á kjötinu eft- ir að það hafði verið soðið. Salmonellusýkingar Á árinu 1987 voru rannsökuð 995 matvælasýni með tilliti til salmonellusýkla og fundust þeir í 111 af 332 alifuglasýnum og í 11 af 214 svínakjötssýnum, í 9 af 106 sýnum úr hráum kjötvörum (réttum úr alifugla- og svínakjöts- afurðum) og í 5 af 43 sýnum úr ýmsum tilbúnum matvælum. Stór hluti þessara jákvæðu sýna tengd- ist rannsóknum vegna matarsýk- inga og jafnframt öll jákvæð sýni af tilbúnum matvælum. Salmonella greindist í súrmat. Árið 1989 greindist Sýkillinn í kindahausum frá einum slátur- leyfishafa. Mest fannst af salmon- ellu í kjúklingum. Rannsökuð voru þurrkuð matvæli, aðallega krydd. Salmonella fannst í ijórum krydd- sýnum, þar af reyndust þrjú inni- halda salmonelluafbrigði sem ekki hafði áður fundist í matvælum hér á landi. Salmonellusýklar geta leynst víða. Á árinu 1987 var erlent súkkulaði og konfekt rannsakað vegna gruns um salmonellu, sam- kvæmt ábendingu að utan, segir í skýrslunni. I ljós kom að tölu- verður hluti súkkulaðsins var mengaður salmonellu. M. Þorv. í ársskýrslu Hollustuverndar ríksins, sem út kom í ágúst á síðasta ári, er m.a. greint frá niðurstöðum gerlarannsókna á matvælum . á árunum 1987- 1989. Niðurstöður sýna að á mörgum sviðum matvælafram- leiðslu hefur ástandið batnað en á öðrum má bæta um betur. Neytendum til fróðleiks verða birtar hér helstu niðurstöður. í skýrslunni er vakin athygli á að mismunandi tilefni hafi verið til sýnatöku og að sýnaijöldi í ein- staka matvælaflokkum hafi verið of takmarkaður til að_ segja til um ástandið almennt. Áhugaverður er einnig samanburður á milli ára. Söluhæf matvæli og ósöluhæf Af þeim matvælasýnum sem ( send voru Hollustuvernd til rann- sóknar reyndust aðsend sýni vera sem hér segir: 1987 1988 1989 Söluhæf 69,8% 67,0% 68,9% Gölluð 7,1% 6,4% 7,3% Ósöluhæf 23,1% 26,6% 23,6% Ósöluhæf matvælasýni skiptust síðan í eftirfarandi flokka: 1987 1988 1989 Hrá kjötvara 63,8% 55,9% 54,2% Hrátt fiskmeti Unnar soðnar 3,8 3,6 1,4 lyötvörur 3,8 4,8 2,6 Alegg Samlokur/ 7,1 11,8 11,5 smurt brauð 5,7 4,8 3,3 Tilbúinn matur 6,3 5,3 5,2 Súrmatur 4,1 3,8 6,3 Salöt 3,8 5,0 5,2 Þurrkuð matvæli 0 1,5 4,3 Ýmislegt 1,6 3,5 6,0 Kóligerlar og saurkóligerlar í matvælum í skýrslunni kemur fram, að algengustu aðfinnslur við hráar kjötvörur og hrátt fiskmeti hafi verið vegna of mikils gerla- og kóligerlafjölda, en einnig oft vegna fjölda saurkóligerla. Stærsti hluti ósöluhæfra sýna af hrárri kjötvöru var af kjötfarsi og kjöthakki. Fundið var að miklum gerlafjölda í soðnum kjötvörum, áleggi og salötum, miklum gerla- fjölda og kóligerlafjölda í tilbún- um mat og samlokum. Saurkóli- gerlar og staphylococcar voru einnig nokkuð algengir í -sýnum af soðnum kjötvörum, samlokum, tilbúnum mat og súrmat. Athug- semdir voru gerðar vegna gerla- ''•5 fjölda í skinku og staphylococca í kindakæfu. Með öðrum orðum, þarna hefur verið um að ræða skort á hrein- læti við framleiðslu og meðhöndl- un þessara matvæla. Athugasemdir vegna gerla í ósöluhæfum sýnum skiptist þann- ig: 1987 1988 1989 Ofmikill fjöldi gerla 56,8% 60,5% 49,3% Kóligerlar 50,8% 40,3% 41,5% Saurkóligerlar 17,1% 14,7% 16,6% Staphylococcar 4,9% 6,9% 4,0% Athygli vekur að árið 1989 virðist aukning á saurkóligerlum í rannsökuðum matvælum miðað við árið áður. Matareitranir, gerlamengun og þorramatur I skýrslunni er einnig saman- tekt á rannsóknum vegna mata- reitrana og matarsýkinga. Vert er að veita þessum kafla sérstaka athygli, þar sem um er að ræða algeng matvæli en viðkvæm, sem mikið eru höfð um hönd á heimil- um. Fram kemur í skýrslunni að árið 1988 eru auk aðfinnslna vegna saurkóli- og kóligerla gerð- ar athugasemdir vegna gersveppa í súrmat. Árið 1987 voru rannsökuð 136 matvælasýni vegna 28 tilvika þar sem grunur lék á matareitrun eða matarsýkingu. Staðfest voru 6 matareitrunar- eða matarsýking- artilvik þar sem a.m.k. 158 ein- staklingar veiktust. Orsakir voru sem hér segir: Sýkill Fjöldi tilvika Clostridium perfringens 2 Staphylococcus aureus 1 Salmonella typhimurium 1 Salmonella goaldcoast 1 Salmonella infantis 1 Sjúkdóms- Tegnnd tilfelli matvæla 39 Sviðasulta, pottréttui 1 Brún sósa 59 Kalt veisluborð 56 Svínakjöt 3 Grillkjúklingur Árið 1988 voru rannsökuð 75 matvælasýni vegna 29 tilvika þar sem grunur lék á matareitrun. Af þeim voru staðfestar 3 matareitranir og matarsýkingar með a.m.k. 40 sjúkdómstilfelli. Orsakir voru þessar: Sjúkdóms- tilfelli 30 Sýkili Clostridium perfringens Salmonella thypimurium/ Salmonella senftenberg Salmonella thompson Fjöldi tilvika 1 Tegund matvæla Pottréttur 1 4 Léttsteikt nautakjöt 1 6 Súrmatur Árið 1989 voru rannsökuð 97 matvælasýni í 23 tilvika þar sem grunur lék á matareitrun og voru 5 matareitranir og matarsýkingar staðfestar með a.m.k. 499 sjúkdómstilfella. Orsakir voru greindar á eftirfarandi hátt: Sýkill Fjöldi tilvika Sjúkdóms- tilfelli Tegund matvæla Clostridium perfringens 1 144 Soðið hangikjöt Staphylococcus aureus 1 4 Maiskorn (átekin niðursuðudós) Bacillus cereus 1 100 Sýrð sviðasulta Bacillus cereus 1 250 Soðið hangikjöt Bacillus cereus 1 1 Smurkæfa í skýrslunni segir að staðfest sé að sýkillinn bacillus cereus hafi orsakað matareitrun í tveim tilfellum með samtals 350 sjúk- dómstilfellum, vegna neyslu á þorramat; súrri sviðasultu og soðnu niðurskornu hangikjöti. I einu tilviki með 144 sjúkdómstil- felli hafi verið um að ræða mata- reitrun af völdum clostridium perfringens sem rakin var til soð- ins hangikjöts sem matreitt var á Umhverfismennt: Dagskrá námsgagnastofnunar DAGANA 4.-8. febrúar er í Kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar efnt til dagskrár um umhverfismennt og stendur hún í fimm daga. Að dagskránni standa auk Námsgagnastofnunar fræðslu- skrifstofurnar í Reykjavík, á Reykjanesi og á Vesturlandi, menntmálaráðuneytið og Norræna umhverfisárið. Kennarar úr fimm skólum kynna verkefni sin. Það eru Álfta- mýrarskóli en þar hafa kennarar samið og unnið með námsefni um Vatnsmýrina og Tjörnina í Reykjavík. Grunnskólinn í Sand- gerði, þar var í fyrra unnið athygli- svert verkefni um sögu og náttúru heimabyggðarinnar. í Grunnskó- lanum á Stykkishólmi er unnið þróunai-verkefni um umhverfi Breiðafjarðar þar sem mest áhersla er lögð á líffræði og sögu. í Selásskóla er unnið með mann- gert umhverfi í skóla og í Æfinga- skóla KHI nálgast menn náttúru- fræði fyrir yngstu börnin á nýstár- Iegan hátt. Einnig verða flutt stutt erindi um mikiivægi umhverfismenntun- ar. Náttúrufræði - mikilvægasta þekkingarsvið nýrrar aldar? kall- ast eitt erindið. Annað fjallar um Sameiginlega framtíð okkar. Um- hverfismennt, hvernig og hvers vegna? er spurt og fjallað er um Landgræðslustörf skólafólks og Umhverfisfræðslu og áhuga- mannasamtök. Fundirnir verða haldnir í Kennslumiðstöðinni, Laugavegi 166, Reykjavík, dagana 4.-8. febr- úar frá kl. 16-18 nema föstudag kl. 15-18. (Fróttatilkynning) Kristín Andrésdóttir Sýnir í FIM-salnum KRISTÍN Andrésdóttir heldur einkasýningu í FÍM-salnum, Garðastræti 6, dagana 7. febrúar til 26. febrúar nk. Stef um mannlega þjáningu er viðfangsefni Kristínar Ándrésdótt- ur á þessari fyrstu sýningu hennar. Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands 1987. Á sýningunni vinnur hún ónafn- greindar myndir með akríl á striga. §krif§tofutækninám Tölvuskóli Reykjavíkur gerir þér kleift að auka við þekkingu þína og atvinnumöguleika á skjótan og hagkvæman hátt. Þú lærir bæði á Macintosh- og PC-tölvur, auk al- mennrar skrifstofutækni, bókfærslu, tölvubókhalds, verslunarreiknings og toll- og verðútreikninga. Innritun stendur yfir. •Hringið og fáið sendan ókeypis bækling. Erum við til kl. 22 Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 tn'-rnTf'ýVJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.