Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 46
46 MORéÍJNBLXÖÍÐ FlMMTUDAGlJR ÍJPÉBRÚA'R 1991 tteis/i/vim ©1989 Universal Press Syndicate // þaS eroréinvL of- m 'iloLL aag/ijstoga- OragurcL þessct. * Ást er... 1-19 .. .að taka sömu lyfiuna. TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserwed ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaf&nu Hér stendur ekki nema einn í einu á vigtinni. HOGNI HREKKVISI }. i fi ‘1 £ ) *flf í m 4 4 8% if \ [ Merking drauma Til Velvakanda. í Velvakanda 23. og 24. janúar sl. var umfjöllun um drauma und- ir fyrirsögninni „Draumar og merking þeirra“, eftir Richard Ryel. Um drauma getum við rætt án þess að setja okkur í spor him- infræðinga og stjörnuskoðara. Draumar eru ættgengur hæfi- leiki. Til er fólk sem dreymir mjög merkilega, flesta dreymir þó eitt- hvað, en það er misjafnt hvernig fólk tjáir sig um það. í bernsku, um það leyti sem mig fór að dreyma, gengu draumarnir út á það á ég var að hrapa, og ég hrap- aði þangað til að mig fór að kitla í magann og við það vaknaði ég oftast. Eftir að ég var farinn að sitja hjá og smala sauðkindum, þá voru draumar mínir farnir að snúast meira um veruleikann. Ef mig vantaði í hópinn, þá var oft í draumi búið að vísa mér á hvar ég ætti að leita og það brást ekki. Draumfarir mínar áttu eftir að sanna mér að ég var enginn ætt- leri, í móðurætt minni var fólk sem dreymdi merkilega drauma. Ef ég væri beðinn um að flokka drauma, þá segi ég þá vera lík- ingadrauma, draumvitranir og dagdrauma. Ef þeir eru flokkaðir undir ástand, þá eru þeir draumar í svefni, draumar milli svefns og vöku og draumar í vöku. A þessum nótum hefur mig dreymt, og draum Snorra, sem Richard nefndi, flokka ég undir vitranir. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfii, nafunúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafh- leyndar. Ekki verða birt nafhlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafhgreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Ekki er hægt að tala um drauma án þess að nefna nafn Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum. Her- mann var fæddur 22. október 1858, dáinn 6. desember 1923. Hann gaf út Draumar og dulrún- ir, þar má finna allan fróðleik um hann. Ég efa að margir íslending- ar hafi náð með tæmar þangað, sem Hermann hafði hælana, svo mikill og nákvæmur var draum- hæfileiki hans, í vöku jafnt sem svefni. Það má nefna drauminn um Kolu, drauminn, sem hann dreymdi áður en þeir bræður Hall- grímur og hann lögðu upp í ferða- lagið að Hólum í Hjaltadal á bún- aðarskólann, og Njáludrauminn. Það er margt hægt að læra af draumum. Það er vafalítið að Snorri símritari Lárusson hefur í draumi séð sálir frönsku sjómann- anna af skútunni sem fórst þá sömu nótt, sem hann dreymdi drauminn. I draumnum er því sleg- ið föstu að til er andlegur og jarð- neskur líkami, eða að sáð er jarð- neskum líkama, en upp rís andleg- ur líkami. Snorri er ekki einn um að hafa séð sálina í draumi, það er til grúi af slíkum mönnum. Við getum sagt að við höfum séð sál- ina í draumi, vitum hvemig hún lítur út, og að hún er til. Við þekkj- um marga hugræna innviði henn- ar, eins og kærleikann og reiðina ásamt fleiru, það orsakar það að við getum greint milli holds og anda. En við þekkjum ekki sam- band sálar og líkama, og því síður efnið sem sálin saman stendur af. Þegar Hermann Jónasson var átta ára veiktist hann svo að honum var ekki hugað líf. Þessum veik- indum sínum lýsir hann í kaflanum Sjúkdómsfyrirbrigði höfundar. Þá fínnst honum hann hafa séð sam- band sálar og líkama. Það eina sem gerir hann tortryggilegan fyr- ir mig, er að á efri ámm er hann í sambandi við spíritista, bókin ber keim af því. Eitt af því sem er sálrænt, er að til er fólk sem virðist geta heyrt, séð, fundið til, fundið bragð, fund- ið lykt, án þess að aðrir í hópi manna greini það. Var ég samtíða manni í fjögur ár, hann fann alltaf vindlalykt á undan komu forstjór- ans, þó var vitað um mann með sama næmi í hópnum. Rómantík er heillandi hæfileiki. Enginn getur lýst henni betur. Hún er straúmur sem liggur til hjartans frá því sem maður sér, heyrir eða fær inn á tilfinninguna. Þessi notalegi straumur virðist bijóta sér leið óra djúpt inní sálar- líf manns, og enda með því að koma fólki í stemmningu. Róman- tíkin er einn af þessum huglægu innviðum sálarinnar sem. við þekkjum ekki, svo heillandi og al- geng í ástarlífí fólks. Rómantíkin gerir meira en að spanna yfir tíma- bil í skáldskap, hún er hæfileiki í fari manna, ávallt tiltæk fyrir þá sem kunna að beita henni. Ég hef ásamt minni kynslóð gengið í gegnum mikla draugaöld, með spíritista karl og konu í broddi fylkingar. Bæði voru gædd þeim hæfileika að vera skyggn, að hafa ófreskigáfu, og bæði þóttust falla í trans. Þegar sól konunnar var hæst á lofti og hróður hennar barst milli landa, þá kölluðu Eng- lendingar hana út til sín, en sendu hana síðan til baka með það í far- teskinu, að hún talaði ekki nógu vel enskuna þegar hún væri fallin í trans. Ég þekkti þetta fólk og var vel kunnugur því að þetta fólk notaði skyggnihæfileikann til að blekkja fólk, transinn var aldrei fyrir hendi. Éf svo hefði verið, þá værum við orðin fróðari um sálar- lífið. Ekki fleiri orð um það. Gamla testamentið spáir komu Krists. Nýja testamentið segir hann fæddan. Aldrei hefur fæðst annar eins vísindamaður, enda heilagur sonur Guðs. Þó draumar séu trúverðugir ásamt öðrum hæf- ileikum, þá mega þeir ekki verða til þess, að við missum sjónar á því, sem frelsarinn leið fyrir okkur með pínu sinni og dauða á krossin- um. Með upprisu hans fékk lífið sigrað dauðann. Það er gott að oma sér við þann eld heilagleik- ans. Bjarni G. Tómasson, málarameistari. Víkverji skrifar Alveg er Víkveiji furðu lostinn á því að fólk skuli hafa lagt upp í hálendisferðir á jeppum um síðustu helgi eins slæm og veð- urspáin var. Víkverja er sérstaklega minnisstætt að Magnús Jónsson veðurfræðingur, sem kom fram í sjónvarpinu sl. fimmtudagskvöld, sagðist aldrei hafa séð jafn djúpar lægðir á veðurkortinu öll þau ár sem hann hefði unnið á Veðurstofunni. Reyndar sá Veðurstofan ekki lægð- ina sem olli ofsaveðrinu á sunnudag fyrr en á síðustu stundu en menn gátu vitað að allra veðra var von vegna mikils þrýstingsmunar í há- loftunum yfir landinu. Engu að síður leggur fólk af stað upp á hálendið. Og það sem meira er. Fjarskiptabúnaður er algerlega ófullnægjandi. Víkveiji hélt að eng- ir ferðaiangar leggðu af stað upp á hálendið lengur án fullkomins fjarskiptabúnaðar. Um þetta atriði var rækilega fjallað fyrir síðustu jól þegar mikil leit var gerð að fólki frá Neskaupstað. Björgunarsveitar- menn vinna mjög gott starf í tilfell- um sem þessum en einhvemtíma hlýtur mælirinn að verða fullur hjá þeim góðu mönnum. menn stríði hver öðmm með smá- vegis lygi en þess er jafnan gætt þegar heiðvirðir menn eiga í hlut að segja hið sanna áður en skaði er skeður. I þessu tilfelli var það ekki gert og því varð þessi litla lygi að mjög svo gráu gamni fyrir fjölda aðila. Svona vinnubrögð em fyrir neðan allar hellur og verst fyrir þá sem þau viðhöfðu. Morgunblaðið lenti í þeim hremmningum í síðustu viku að flytja ranga frétt um togara frá Vestmannaeyjum, sem átti að hafa togað yfir háhitasvæði eða eldvirkt svæði og trollið bráðnað. Fréttin vakti að vonum athygli því ekki var vitað um eldvirkni á þessum stað áður. Síðan hefur komið í Ijós að það vom samantekin ráð skipveija að ljúga að skipstjóra sínum, sem síðan svaraði spurningum blaðamanna eftir beztu samvisku. Það er al- þekkt til sjós sem annars staðar að Lýsing er ófullnægjandi sunnan- megin í Austurstræti. Þeir fáu götuvitar sem em í vesturhluta strætisins ná ekki að lýsa það nægi- lega mikið upp. Lýsing í verzlunar- gluggum hjálpa uppá en þegar allt er slökkt í hinu stóra verzlunar- húsi, sem Penninn var sjðast í, er Austurstræti eins og draugagata. Þessu þarf að kippa í liðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.