Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 4
MORGtJNRLAdlí) FIMMTUDAGUR 7. FEIRRÚÁR lðgÍ I- Austurstræti: Hellulögiiin þolir ekki bílaumferð Borgarverkfræðmgur telur að hellulagnir í Austurstræti þoli ekki umferð þungra bíla um götuna, en embættið sendi borgar- ráði umsögn um tillögu Þróunarfélags Reykjavíkur um opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð. Stefán Hermannsson aðstoðar- borgarverkfræðingur telur að plastlagnir hitakerfis undir götunni myndu springa ef umferð þungrá bíla yrði leyfð og umferð lítilla bíla gæti valdið vandræðum. í umsögn sinni segir aðstoðar- borgarverkfræðingur að þyki opn- un Austurstrætis tímabundið til bóta verði að gera ráð fyrir að það verði opið fyrir umferð áfram. Það þýði í raun breytingu á Kvosar- skipulaginu sem var staðfest 1987. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að um tvo kosti sé að ræða. Ann- ars vegar að opna Austurstræti ekki fyrir umferð og gera ráð fyr- ir að það umferðarskipulag sem samþykkt var 1987, þar með talin bílastæðahús og stöðumælastæði, haldist í stórum dráttum. Hins vegar að Austurstræti verði opnað fyrir umferð og deili- skipulag miðborgarinnar verði tekið til endurskoðunar og hönnun gatna verði miðuð við umferð bíla. Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri, tók undir umsögn aðstoðar- borgarverkfræðings og taldi ein- sýnt að hellulögn í Austurstræti þyldi ekki bílaumferð. Hann kvaðst vera mótfallinn opnun göt- unnar fyrir bílaumferð. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Veginum yfir Síkisbrýrnar var lokað vegna flóða í Hvítá. Hér sést yfir síkin til Ferjukots. /DAG kl. 12.00 Mikíl flóð í Borgarfirði Borgarnesi. J Borgarnesi. MIKIL FLÓÐ gerði í uppsveit- um Borgarfjarðar sl. þriðjudag eftir látlausar rigningar á annan sólarhring. Á nokkrum stöðum þurfti að loka vegum um tíma fyrir fólksbílum og á öðrum stöðum var kolófært og verður þar til viðgerð hefur lokið. Eftir mikið vatnsveður undan- farna daga flæddi Hvítá yfir bakka sína og rann yfir Hvítárvallaveg vestan við Síkisbrýrnar og á þrem- ur stöðum austan við Hvítárvalla- skála. Var veginum lokað fyrir umferð á þriðjudagskvöld og var hann enn lokaður í gærkvöldi. Þá flæddi yfir veginn heim að gamla bænum á Hvítárbakka og ræsi fór í sundur á veginum að Þingnési. Mestu vegarskemmdirnar eru tald- ar hafa orðið er tveggja metra víð- ur ræsishólkur grófst í burtu úr vegi neðan við bæinn Kross í Lund- arreykjadal og flaut um 200 metra niður fyrir veginn. Að sögn bón- dans á Krossi, Oskars Halldórsson- ar, liggja aðdns nokkrir túnskurð- ir og sytrur að þessu ræsi en í leys- ingum flæði oft á þessum slóðum. Búið hafi verið að endurbæta þetta ræsi nokkrum sinnum og nú hafi verið komið það stórt ræsi þama að hann hafi „gengið þar stundum uppréttur í gegn“. Þá þurfti einnig að loka Borgarfjarðarbraut er Skorradalsvatn flæddi yfir veginn þar sem Andakílsá rennur úr vatn- inu. Að sögn starfsmanna Vega- gerðar ríkisins verður vatnið látið sjatna eitthvað áður en viðgerð hefst. Skemmdir í þessum flóðum eru taldar hafa orðið meiri vegna þess að jörð er nú frostlaus með öllu. T.K.Þ. Sjá einnig frétt um úrkom- una á miðopnu. Hagamús komið til síns heima LÖGREGLAN í Reykjavík kom á dögunum hagamús til síns heima, en hún hafði villst inn í kjallara húss á Melun- um. Húsmóðirin, sem leitaði til lögreglunnar, sá sér ekki fært að aðstoða músina við að kom- ast út. Lögreglan leysti vanda þeirra beggja og hagamúsin, sem um stund lék húsamús, er komin í sitt eðlilega umhverfi. Skemmdarverk og VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 7. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandinavíu er víðáttumikil 1050 mb hæð en hægfara lægðardrag skammt fyrir vestan land. Við Hvarf er 993 mb lægð sem þokast austur. SPÁ: Sunnan stinníngskaldi eða allhvasst um mikinn hluta lands- ins. Hiti veröur 5 til 10 stig. Dálítil súld eða rigning sunnan og vestanlands en þurrt norðaustanlands VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan átt, strekkingur vestanlands, en hægari austan til. Slydda eða rigning með suður- og vestur- ströndinni, en þurrt að mestu norðanlands og austan. Kólnandi veður. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Smáél og hiti um frostmark á annesjum vestanlands en vægt frost og þurrt annars staðar. TÁKN: Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * » * * * Snjókoma # * * •J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Suld OO Mistur —Skafrenningur [~~<^ Þrumuveður þjófnaður í MH VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veflur Akureyri 8 alskýjaö Reykjavik 7 þokumóða Cergen 1 léttskýjað Helsinkl +7 léttskýjað Kaupmannahöfn +2 snjóél ó s. klst. Narssarssuaq +5 alskýjað Nuuk +7 snjókoma Osló +7 snjókoma Stokkhdlmur +1 skýjað Þórshöfn 5 skýjað Algarve 15 aiskýjað Amsterdam 8 mistur Barcelona 11 þokumóða Berlfn +10 snjókoma Chlcago vantar Feneyjar + alskýjað Frankfurt +10 mistur Glasgow 2 skýjað Hamborg +10 snjókoma Las Palmas 18 héHskýjað london 1 snjóél LosAngeles vantar Lúxemborg +11 hélfskýjað Madríd 8 þokumóða Melaga 16 skýjað Mallorca 13 ióttskýjað Montreal +1 alskýjað NewYork vantar Orlando 18 alskýjað París +6 skýjað Róm 8 skýjað Vín +10 mistur Washington vantar Winnipeg 3 alskýjað BROTIST var inn í Menntaskól- ann í Hamrahlíð í fyrrinótt. Töluverðar skemmdir voru unn- ar á hurðum, auk þess sem fjór- ir peningakassar voru brotnir upp. Óvíst var í gær hve miklu var stolið, að sögn RLR, en sam- Unglings- pilti ógnað með hnífi ÞRÍR unglingspiltar réðust að 13 ára pilti og ógnuðu honum með hníf þegar hann var á leið í skólann á þriðjudagsmorgun. Pilturinn var á gangi á Vitastíg um klukkan níu um morguninn þegar þrír piltar komu skyndilega út úr porti og réðust að honum. Þeir felldu hann og spörkuðu eða börðu í hann. Einn þeirra dró upp hníf og lét hnífseggina renna oft yfir annað handarbak piltsins, svo margar grunnar rispur mynduðust. Piltamir hurfu síðan aftur jafn snögglega og þeir höfðu birst. Þeir hafa ekki fundist. kvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ekki talið að þjó- farnir hefðu haft mikið upp úr krafsinu. Þetta er sjöunda inn- brotið í MH á nokkrum mánuð- um. Vaktmaður frá Securitas kom að skólanum um klukkan 1 og voru nemendur þá enn að störfum þar og allt með felldu. Þegar hann kom aftur að húsinu, um klukkan 3.30 um nóttina, kom í ljós að hurð á vesturhlið skólans, inn í sal, var ólæst. Vaktmaðurinn kall- aði á húsvörðinn og þegar hann kom á vettvang kom í ljós að þjó- far höfðu farið skipulega um hú- sið. í matsölu nemenda hafði pen- ingakassi verið brotinn upp. Gluggi að sælgætissölu hafði verið spenntur upp, peningakassi þar stóð opinn og allt var á rúi og stúi. Hurðir fyrir skrifstofum á annarri hæð voru brotnar upp og þar voru peningakassar einnig skemmdir. Avísanir voru á víð og dreif, en þjófarnir höfðu lítið upp úr krafsinu í peningum. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til meðferðar og hafði enginn verið handtekinn vegna þess í gær. RLR óskar eftir því að þeir sem geta gefið upplýsingar um mannaferðir við Menntaskól- ann í Hamrahlíð í fyrrinótt hafi við sig samband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.