Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Staðfesting á fullveldis- viðurkenningu Litháens Eramkvæmd þeirrar ákvörðunar ríkisstjómarinnar að taka upp nmálasamband við Litháen hefur tekið lengri tíma, en menn ætluðu í upphafi. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur gefið þær skýringar á því, að undirbúnings- vinna af hálfu Litháa hafi ekki geng- ið jafn hratt fyrir sig og búizt var við. Síðustu daga hefur komið í ljós við hvað utanríkisráðherra hefur átt. Forsendan fyrir ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinnar hafí verið sú, að gengið yrði frá samningum milli Lit- háen og rússneska lýðveldisins, sem m.a. fæli í sér viðurkenningu Rúss- lands á fullveldi Litháens. Þessi samningur sé enn ófrágenginn. Þá má spyija hver sé ástæðan fyrir því, að þetta hafí verið forsenda fyrir ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinnar og svarið er, að ríkisstjórnin hafi tal- ið vígstöðu Islands sterkari á alþjóða- vettvangi í hugsanlegum deilum við Sovétstjómina, ef hægt væri að vísa til viðurkenningar stærsta lýðveldis- ins innan Sovétríkjanna. I frétt í Morgunblaðinu í gær, kom í ljós, að Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur haft meiri efasemdir um málið, en áður hefur komið fram. í samtali við Morgun- blaðið taldi hann, að hugsanlega hefðu tilfinningar ráðið of mikið ferð- inni af okkar hálfu og jafnframt, að við veittum Litháen beztan stuðning með því að tala máli þeirra á alþjóða- vettvangi. Ummæli forsætisráðherra benda til þess, að meiri skoðanamun- ur hafí verið innan ríkisstjómarinnar um málið en vitað hefur verið fram að þessu. Auðvitað er sjálfsagt að ræða efn- islega allar hliðar þessa máls. Rökin fyrir því, að við íslendingar veitum Litháum viðurkenningu eru þau, að við getum með þeim hætti veitt kúg- aðri smáþjóð siðferðilegan og pólitískan stuðning í erfiðri sjálfstæð- isbaráttu. Hvers vegna við fremur en aðrar og stærri þjóðir? Vegna þess, að við höfum engra pólitískra hagsmuna að gæta gagnvart Sov- étríkjunum, sem takmarka athafna- frelsi okkar í þessu máli. Bandaríkin hafa slíkra pólitískra hagsmuna að gæta vegna samstöðu risaveldanna tveggja í Persaflóastríðinu, vegna þróunar mála í Evrópu, vegna samn- inga um samdrátt í herafla þessara þjóða og af fleiri ástæðum. Þjóðverjar hafa pólitískra hagsmuna að gæta vegna mikilvægis samskipta þeirra við Sovétríkin, sem óþarft er að fjöl- yrða um og hið sama má segja um ýmsar aðrar Evrópuþjóðir. Að þessu leyti erum við Islendingar frjálsari en ýmsar aðrar þjóðir. Rökin gegn því, að veita Litháen viðurkenningu eru þau, að viðbrögð Sovétstjórnarinnar geti valdið okkur óþægindum. Hún kunni að slíta stjómmálasambandi við ísland. Hún kunni að hætta viðskiptum við okk- ur, hætta að kaupa af okkur sjávaraf- urðir og aðrar vörur og hætta að selja okkur olíu. Ennfremur er spurt, hvort viðurkenning á Litháen fæli I sér brot á einhveijum alþjóðasamn- ingum, sem við höfum undirritað, því að fátt skiptir meira máli fyrir smá- þjóð en að standa við gerða samninga. Svörin við þessum efnislegu at- hugasemdum, sem fram hafa komið gegn því, að við tökum upp stjórn- málasamband við Litháen, eru þessi: Það hefur alltaf legið fyrir, að viður- kenning af okkar hálfu gæti kallað yfír okkur slit á stjórnmálasambandi af hálfu Sovétstjórnarinnar. Sá möguleiki hlýtur að hafa verið rædd- ur á þeim fundi ríkisstjómarinnar, sem fyrr var að vikið. Slík aðgerð af hálfu Sovétmanna getur hins veg- ar ekki skaðað hagsmuni okkar á nokkurn hátt á þann veg, að máli skipti. Það eru einfaldlega engir þeir snertipunktar í samskiptum okkar og Sovétmanna, sem geta valdið því, að slit á stjörnmálasambandi af þeirra hálfu yllu okkar umtalsverðum erfið- leikum. Hitt fer ekki á milli mála, að við viljum eiga góð samskipti við Sovétríkin, eins og önnur ríki og að það er ekki okkar markmið með við- urkenningu á Litháen, að framkalla slit á stjómmálasambandi við Sovét- menn. Um viðskiptin við Sovétríkin erþað að segja, að það hefur árum saman verið fullt tilefni til þess að beina olíukaupum í aðrar áttir. Neiti þau að selja okkur olíu skiptir það engu höfuðmáli fyrir okkur vegna þess, að við eigum auðveidlega að geta fengið þá vöm annars staðar. Það vantar físk bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um, þannig að við eigum auðveldlega að geta beint því fiskmagni, sem Sovétmenn kynnu að hætta að kaupa, inn á aðra markaði. Einu umtalsverðu vandamálin, sem upp kynnu að koma, varða saltsíldina, en allir vita, að stór- lega hefur dregið úr þeim kaupum hvort sem er og fullkomin óvissa um, hvort nokkurt framhald verður á þeim kaupum næstu árin. Það hefur ekki verið sýnt fram á það með nokkmm rökum, að viður- kenning á Litháen fæli í sér þrot á alþjóðasamningum, sem við íslend- ingar höfum undirritað. Helsinkisátt- málinn hefur verið nefndur í þessu sambandi, en ljóst er, að þeir fyrirvar- ar hafa verið gerðir við undirritun hans, að útilokað er að halda því fram, að við gerðumst brotlegir við einhveijar greinar hans með viður- kenningu á Litháen. Það má vel vera, að tilfinningar ráði ferðinni hjá íslendingum í þessu máli enda eðlilegt. Engir þekkja það betur en íslendingar, að sjálfstæðis- barátta smáþjóða vekur sterkar til- fínningar. Við höfum í áratugi fylgzt með örlögum smáþjóðanna við Eystrasalt og borið sérstakar tilfínn- ingar í bijósti til þeirra og þær hafa brotizt fram síðustu vikur og mán- uði. Það er ljóst, að yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar vill veita þessu fólki þann stuðning, sem við getum,i Með tilvísun til þessara efnislegu röksemda er Morgunblaðið þeirrar skoðunar, að við eigum óhikað að ljúka þessu máli með því að taka upp stjórnmálasamband við Litháen og vænta þess, að Sovétmenn virði þá afstöðu okkar með tilliti til þess, að við höfum alltaf virt fullveldi Eystra- saltsríkjanna á hveiju', sem hefur gengið. Vel má vera, að það sé bæði æskilegt og nauðsynlegt, að sú ákvörðun verði tekin formlega af Alþingi sjálfu til þess, að ekki fari á milli mála hvílík samstaða ríkir um þessa afstöðu hér á landi. Litháar standa nú á sínum Kópavogsfundi miðjum. Þeir eru ekki einir. Janúarmánuður: Ferðamönnum fjölgar ÁHRIFA Persaflóastríðsins á ferðalög fólks virðist ekki gæta hér á landi, að minnsta kosti enn sem komið er. I mánaðaryfirliti Utlendingaeftirlitsins fyrir jan- úar kemur fram að komum út- lendinga til íslands fjölgaði að- eins miðað við sama mánuð i fyrra. Fjöldi íslendinga sem kom til landsins var hins vegar mjög svipaður og í fyrra. Alls heim- sóttu ísland .10.784 ferðamenn af 60 mismunandi þjóðernum í janúar. í síðasta mánuði komu 6.368 íslendingar til landsins með skipum og flugvélum miðað við 6.357 í jan- úar í fyrra. Erlendir ferðamenn sem hingað komu voru hins vegar 4.416 samanborið við 4.170 í fyrra. Af erlendum ferðamönnum voru Bandaríkjamenn að venju fjölmenn- astir. 1.437 af því þjóðerni stigu hér fæti á land í janúar, en þeir voru öllu færri á sama tíma í fyrra eða 1225. Tæplega 700 danskir ferðamenn komu til Islands í janúar og Bretar voru rúmlega 600. Bretum fjölgaði mikið frá því í janúar í fyrra, voru þá 417, en danskir ferðamenn voru í fyrra 771 og fækkaði því nokkuð. Meðalhiti í Reykjavík var 1,1 gráða og er það 1,6 gráða yfír meðallagi áranna 1961-1990. Á Akureyri varð meðalhitinn 1,4 gráð- ur og er það 3,6 gráður yfír meðal- lagi. Á Hveravöllum var meðalhit- inn -r4,4 gráður og 2,2 gráður í Hjarðamesi. Úrkoma í Reykjavík mældist 131 mm og er það um 70% umfram Svíar, Norðmenn ogÞjóðveijar voru næstir í flokki erlendra ferðamanna til landsins í janúar. Svíar voru 494, Norðmenn 321 og Þjóðverjar 212. í janúar í fyrra komu 517 Svíar til íslands, 363 Norðmenn og 162 Þjóðveijar. meðallag. Á Akureyri mældist úr- koma 98 mm og er það 80% um- fram meðallag. I Hjarðamesi mæld- ust 186 mm og 103 á Hveravöllum. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 19 og er það 9 stundum færra en í meðaljanúar. Á Akur- eyri mældust 9 stundir og 10 á Hveravöllum. Janúar hlýr og úrkomusamur NÝLIÐINN janúarmánuður var hlýr og úrkomusamur. Nokkuð skorti þó á að jafn hlýtt yrði nú og í janúar 1987. Talsverðar sveiflur voru nú i hitafari og mjög breytilegt veður. Morgunblaðið/Þorkell Þórir Einarsson sljórnarformaður og Friðbert Pálsson framkvæmdastjóri i bíósal, sem jafnframt er fyrir- lestrasalur. Lokaáfangi Háskólabíós í notkun LOKAÁFANGI nýbyggingar Háskólabíós hefur verið tekinn í notkun. Með þessum áfanga er lokið byggingarframkvæmdum sem hófust 27. ágúst 1987 með því að rektor Háskóla íslands, Sigmundur Guðbjarna- son, tók fyrstu skóflustunguna. í heild rúmar húsið um 1.800 I óvenjulegt við samkomuhús á ís- manns í sæti í 5 sölum og bfla- landi. stæði við Háskólabíó hafa verið Með byggingu þessari hefur ver- malbikuð og upplýst. Samtals eru ið leyst úr brýnni húsnæðisþörf um 350-400 bílastæði sem er I Háskóla íslands, en nálægt 1.000 nemendur stunda nám daglega í Háskólabíói. Þá hefur verið sett upp sé hljóðkerfi sem ætlað er heyrnar- skertum. Með byggingu þessari er komin stærsta ogfullkomnasta ráð- stefnuaðstaða á íslandi og er hún næstum fullbókuð næstu tvö árin. Stöð 2 eykur íslenskt efni þegar færi gefst - segir Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri „ÍSLENSKT dagskrárefni er allt of lítið hlutfall af efni Stöðvar 2, en það stendur til bóta þegar og ef fyrirtækið hefur burði til þess að framleiða meira af eigin efni,“ sagði Baldvin Jónsson, framkvæmdasljóri markaðssviðs Stöðvar 2, í samtali við Morgun- blaðið í gær, aðspurður um hlutfall innlends efnis í dagskránni nú þegar sent er út allan sólarhringinn. Þegar venjulegri dagskrá er lokið er sent frá fréttastöðinni CNN. „Regluleg dagskrá Stöðvar 2 hefst á virkum dögum yfírleitt um klukkan 16 og stendur til 1 að nóttu, en þar fyrir utan er sent út efni CNN,“ sagði Baldvin. „Um helgar stendur venjuleg dag- skrá Stöðvar 2 frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 3 að nóttu. Af þessari venjulegu dagskrá er hlutfall íslensks efnis vissulega allt of lítið. Ein ástæða þess er sú, að á samdráttartímum reynist æ erfiðara að fá fyrirtæki til að kosta gerð þátta, enda er ínn- heimtur virðisaukaskattur af því. Fjárhagsstaða Stöðvar 2 er lands- þekkt, en auðvitað höfum við hug á að auka hlut íslensks efnis. Eg vil benda á, að í Kanada og Ástr- alíu er hafður sá háttur á, að fyrir- tæki, sem kosta gerð innlends efnis, fá þann kostnað tvöfaldan til baka með skattaívilnunum." í dagskrárblaði Morgunblaðs- ins fyrir vikuna 2.-8. febrúar kem- ur fram að íslenskt efni þá vikuna er rúmar 16 klukkustundir. Þá er talinn fréttaþátturinn 19:19, þættir eins og Inn við beinið, Sjón- aukinn og þáttur um Þjóðarbók- hlöðuna, auk þess sem taldir eru sem innlent efni þættir á borð við talsett barnaefni með íslenskri kynningu og tónlistarþættir, þar sem innlendir dagskrárgerðar- menn sjá um að kynna efni, sem að mestu leyti er erlent. Af þéss- um 16 klukkustundum er 19:19 í tæpar sex klukkstundir og barna- þátturinn Með afa, sem er hálfrar annarrar stundar langur, er tvítal- inn, þar sem hann er sýndur tvi- svar í vikunni. Syningar á 19:19 og Með afa taka því um 9 klukku- stundir. Baldvin sagði að Stöð 2 hefði heimild frá CNN til að senda efni stöðvarinnar út í einn mánuð, eða til 15. febrúar. Óvíst væri hvort framhald yrði á þeim útsending- um að þeim tíma liðnum. AFLEIÐINGAR OVEÐURSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1991 27 Morgunblaðið/Davíð Pétursson Það eina sem hægt er að gera við þessi útihús á Krossi í Lundareykjadal er að jafna þau endanlega við jörðu með ýtu, svo illa eru þau farin eftir fárviðrið á sunnudag. Metúrkoma í Borgarfirði: 257 mm á sex dögum Sjöfalt meiri úrkoma en þegar mest hefur rignt í febrúarmánuði öllum Grund, Skorradal. ENN er lítið lát á óveðrinu sem hóft að marki 31. janúar síðast- liðinn. Þótt janúarmánuður hafi verið óvenju úrkomusamur, 341,4 millimetrar samkvæmt úrkomumælingum í Andakílsárvirkjun, ætlar febrúar að slá öll met. Fyrstu sex sólarhringa mánaðarins hefur rignt samtals 256,9 mm sem er 18,5% af úrkomu á heilu meðalári. Úrkoman þessa daga er sjö sinnum meiri en mesta úrkoma sem mælst hefur í febrúarmánuði öllum. Samkvæmt úrkomumælingum í Andakílsárvirkjun voru fjórir sólarhringar í janúar með yfír 50 mm úrkoma og sá drýgsti með 59,4 mm. Em með febrúar hefur þó keyrt um þverbak, því á þeim sex sólarhringum sem liðnir eru hefur úrkoman verið 256,9 mm, og þar af rigndi 114 mm frá há- degi í fyrradag til hádegis í gær og 65,9 mm sólarhringinn þar á undan. Þessa tvo sólarhringa var úrkoman því 179,9 mm. Meðalárs- úrkoma í Andakílsárvirkjun er 1.390 mm og var úrkoman þessa tvo sólarhringa því 12,5% af heils- ársúrkomu í meðalári. Mesta ársúrkoma til þessa var 1979 en þá rigndi alls 1.681 mm. Mesta febrúarúrkoma, sem mælst hefur, er 37 mm en fyrstu sex daga þessa febrúár er úrkoman 256,9 mm eða sjö sinnum meiri en mesta úrkoma í febrúarmánuði öllum sem mælst hefur. Það væri sök sér að fá allt þetta vatn ef hægt væri að sleppa við storminn sem sífellt gnauðar og kemur í veg fyrir að hægt sé að styrkja og gera við þær byggingar sem uppi standa eftir fárviðrið á sunnudaginn. D.P. Bjargráðasjóður: Rafmagn alls staðar komið á RAFMAGN var komið á til allra notenda í gær. Tengingu bæja á Ingjaldssandi og í Onundafirði var þá lokið, en þeir höfðu ver- ið rafmagnslausir frá því á sunnudag, og einnig var lokið tengingu bæja í Austur-Eyja- fjallahreppi og á Rangárvöllum. Búist var við að viðgerð á Búr- fellslínu lyki í gærkvöldi, en starfs- menn Landsvirkjunar luku við við- gerð á Brennimelslínu í fyrra- kvöld, og að sögn Guðmundar Helgasonar, rekstrarstjóra Lands- virkjunar, var þá öllum takmörk- unum á afhendingu rafmagns af- létt. Síðdegis í gær höfðu fundist tvær smávægilegar bilanir á Dynj- andisheiði á vesturlínu úr Geiradal í Mjólkárvirkjun. Viðgerðarmenn voru þá að komast á staðinn, og var ekki vitað hve langan tíma viðgerð myndi taka. Búið var að koma rafmagni á til allra notenda á veitusvæði Orkúbús Vestfjarða í gær, en þá hafði rafmagni verið komið til Ingjaldssands og í Ön- undarfjörð. Að sögn Jakobs Ólafs- sonar, deildarstjóra, var þá búið að gera við aðra línuna til Bolung- arvíkur og viðgerð stóð yfir á línunni til Súðavíkur. Þá var búið að gera við línuna um Klofning til Súgandafjarðar, en viðgerð á varalínunni frá ísafirði til Bolung- arvíkur hefur verið frestað. Tjón á fasteignum verður ekki bætt BJARGRÁÐASJÓÐUR kemur að öllum líkindum ekki til með að bæta neitt tjón á fasteignum sem orðið hefur vegna foks, þar sem hægt er að tryggja gegn því, að sögn Þórðar Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bjarg- ráðsjóðs. Hann sagði ljóst að sjóðnum bæri að bæta uppskeru- brest og búpening sem hefði orð- ið fyrir skakkaföllum, en skilyrði fyrir slikum bótum væri þó að tjónþoli hefði greitt í sjóðinn. Hann sagði að það veitti hins veg- ar ekki sjálfkrafa rétt til bóta. Bjargráðasjóður er nánast tómur, og af þeim sökum hefur verið Ieitað til ríkisvaldsins eftir fjár- framlagi. Heildarskerðing á lögbundnum framlögum ríkisins til Bjargráða- sjóðs frá 1985 til ársloka 1990 nem- ur 230 milljónum króna, og sam- kvæmt óafgi'eiddu lánsfjárfrumvarpi átti skerðingin í ár að vera 67 millj- ónir. Að sögn Þórðar Skúlasonar hefur sjóðurinn af þessum sökum ekki getað sinnt hlutverki sínu fylli- lega í venjulegu árferði. „Mér sýnist því að það sé ákaflega lítil geta hjá sjóðnum til að bregðast við eins og þyrfti að gera í sam- bandi við afleiðingar óveðursins. Því hefur verið frestað að taka hér á verulegum áföllum í landbúnaði vegna þessararar bágbornu fjár- hagsstöðu, bæði í sambandi við kart- öflurækt og loðdýrarækt, og raun- verulega má segja að sjóðurinn sé tómur miðað við það sem safnast hefur upp vegna fyrirliggjandi um- sókna og þeirra afgreiðslna sem hefur verið frestað,“ sagði hann. Þórður sagði að ljóst væri að þau miklu áföll, sem orðið hefðu í óveðr- inu hjá garðyrkjubændum víða um land, myndu leiða til uppskeru- brests, en ennþá væri ekki vitað um umfang þessara tjóna. „Það eru líkur til þess að um stórauknar umsóknir Morgunblaðið/Alfons Finnsson í Ólafsvík sökk trilla í höfninni. Myndin var tekin þegar reynt var að halda í trilluna með vörubílskrana. Miklar skemmd- ir á Snæ- fellsnesi í óveðrinu sem reið yfir landið á sunnudag urðu miklar skemmdir á mannvirkjum á Snæfellsnesi eins og víðar. Á meðfylgjandi myndum úr Eyrarsveit og Ól- aévíjt sppýjjluti skemmdanhEbig, verði að ræða í búnaðardeild sjóðs- ins, en í sumum tilfellum er það þó þannig að menn eru tryggðir fyrir þessu, til dæmis með rekstrarstöðv- unartryggingu. Maður veit því ekki um hve háar upphæðir er að ræða, sem hugsanlega kæmu til kasta Bjargráðasjóðs. Þá sýnist manni að hingað eigi eftir að koma ýmis álita- mál, sem skoða verður sérstaklega í hverju tilviki fyrir sig.“ Bjargráðasjóður fær tekjur sínar með þrennum hætti. í fyrsta lagi er um að ræða íbúaframlög frá sveit- arfélögunum, en á móti því á að koma jafnhátt framlag frá ríkis- sjóði. í búnaðardeild sjóðsins greið- ast síðan 0,6% af sölu landbúnaðar- afurða, en á móti því á ríkið að greiða 0,35% af sama stofni. Þessi ríkisframlög í heild hafa alls ekki verið greidd síðan 1984, en hitt hef- ur skilað sér. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Mestu skemmdirnar í Eyrarsveit urðu á Kverná og Skallabúðum. Á Kverná eyðilagðist meðal annars bogaskemma sem leifarnar sjást héb áf. v'“ c i o’ ,.3,;,,,, ,, i 91 nigis ts linöiliim öcíÖA 3lls ib i -nioiis Isósm ii>in isus’ijnsv j'iu Um tvö þús- und manns biðu flugs MIKIÐ annriki var í innan- landsflugi í gær enda hafði ekkert verið flogið síðan á laugardag vegna veðurs. Ágætlega gekk að fljúga og voru hátt á annað þúsund manns fluttir á milli staða. Hvorki var hægt að fljúga til Vestfjarða né Vestmanneyja. Flugleiðir fóru þrettán ferðir til fímmtán áfangastaða og sögðust reikna með að koma flestum til áfangastaðar sem beðið hafa eftir flugi síðan á laugardag. Það voru vel á ann- að þúsund farþegar sem biðu flugs hjá Flugleiðum. Ófært var til ísafjarðar, en á þeirri leið eru 220 farþegar sem bíða, og til Vestmanneyja en það eru 190 sem bíða flugs., á þeirri leið. Hjá íslandsflugi fengust þær upplýsingar að um 200 farþeg- ar hefðu beðið eftir því að kom- ast til síns heima. Ekki hafði verið unnt að fljúga síðan á laugardag þegar flogið var til Vestmanneyja, Bíldudals og Patreksfjarðar. Ófært var til Eyja í gær og óvíst um flug til Bíldudals. Veðurtepptir í Ameshreppi Laugarhóli, Bjarnarfirði. SÍMASAMBANDSLAUST var í marga sólarhringa við Árnes- hrepp eftir óveðrið um lielgina. 20 manns voru þar veðurtepptir þar til í gær. Það voru um 20 manns veður- tepptir í Árneshreppi á Ströndum síðustu helgi og fram á miðvikudag- inn 6. febrúar. Hafði fólk þetta verið við jarðarför í Árnesi á laugar- daginn. Aætlunarbifreið frá Guðmundi Jónassyni kom svo á Hólmavík á þriðjudag og ákvað fólkið þá að reyna að ná í hana suður á miðviku- dagsmorgun. Var því lagt af stað á fjórum jeppurh kl. 7 á miðviku- dagsmorgun. Mættust svo áætlun- arbíllinn og jepparnir norður á Döl- um hér rétt norðan við Laugarhól um kl. 11 á miðvikudagsmorgun. Á mörgum bæjum hér næst ekki útvarp nema endrum og sinnum og sjónvarp sést og heyrist stopult. - S.H.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.