Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 Samstarf við Eystrasaltsríki og A-Evrópu rætt á Norðurlandaráðsþingi: 13 þingmamiatillögur lagðar fram mn málið Á Norðurlandaráðsþingi, sem haldið verður í Kaupmannahöfn 26. febrúar til 1. mars, verður sérstaklega fjallað um norrænt samstarf við Eystrasaltsríkin þrjú og Austur-Evrópu. Þrettán þingmannatillög- ur, sem allar tengjast þessu máli, hafa verið lagðar fyrir fastanefnd- ir þingsins, en þær verða lagðar fyrir í einu iagi á lokadegi þess. Sjö fulltrúar taka þátt í störfum þingsins fyrir Islands hönd en níu ráðherrar eru einnig skráðir til þingsins. Forsetar Eystrasaltsrílg- anna, Eistlands, Lettlands og Litháens, eru gestir þingsins. Á blaðamannafundi þar sem fjall- starf við Eystrasaltsríkin en í henni Morgunblaðið/KGA Fimm af fulltrúum Islendinga á Norðurlandaráðsþinginu í Kaup- mannahöfn. Frá vinstri: Hreggviður Jónsson, Sighvatur Björgvins- son, Páll Pétursson, Olafur G. Einarsson og Jón Kristjánsson. að var um störf þingsins sagði Olaf- ur G. Einarsson, formaður íslensku fulltrúanefndarinnar, að undirbún- ingsfundir hæfust á sunnudag en á þriðjudag yrði efnt til almennra umræðna. Föstudaginn 1. mars yrði sérstaklega fjallað um norrænt samstarf við Eystrasaltsríkin og Austur-Evrópu. í máli hans kom fram að meðal umræðuefna í fastanefndum þings- ins yrði samstarfsáætlun um Norð- urlöndin í Evrópu til ársins 1992 og norræn efnahagsmálaáætlun áranna 1989 til 1992. Einnig yrði fjallað um norræna áætlun um sam- VEÐUR fælist meðal annars að koma á fót nQrrænum upplýsingaskrifstofum í ríkjunum þremur, að styrkja nem- endur og kennara til náms og styrkja fulltrúa til þátttöku í norr- ænu samstarfi. Þá kom fram að fjallað yrði um drög að samstarfsá- ætlun í umhverfismálum til ársins 1997 og drög um æðri mennturí'a Norðurlöndunum þar sem gert er ráð fyrir að norrænir umsækjendur um háskóla á Norðurlöndunum hefðu sama rétt og heimamenn. Fulltrúamir munu einnig fjalla um breytingar á störfum þingsins. Páll Pétursson, sem lætur af störfum þingforseta á þinginu, minnti á almennar umræður á fyrsta degi þingsins sem hann sagð- ist búast við að yrðu í senn fjörug- ar og merkilegar. Hann kvað ekki ólíklegt að aukin afskipti ráðsins af ýmsu sem gerðist utan Norður- landanna yrðu rædd á fundinum og fram kom að afstaða til þessa máls væri nokkuð bundin einstök- um þjóðlöndum. Til dæmis væru íslendingar hlynntir þróuninni en Finnar vöruðu við henni. í Menning- armálanefnd en þar situr Jón Kristj- ánsson verður meðal annars fjallað um endurskoðun einstakra menn- ingarmálastofnana í sparnaðar- VEÐURHORFUR I DAG, 23. FEBRUAR YFIRLIT f GÆR: Fyrir norðan land er heldur minnkandi 1.003 mb hæðarhryggur en um 900 km suðsuðvestur í hafi er víðáttumikil og vaxandi lægð sem þokast norðnörðaustur. SPÁ: Norðaustlæg átt, stinningskaldi eða allhvasst við suður- og suðausturströndina en nokkru hægári annars staðar. Él austan- lands, skýjað en þurrt sunnanlands en víðast léttskýjað á Vestur- landi og í innsveitum norðanlands. Hiti breytist lítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Smáél við norður- og austurströndina en annars bjart veður að mestu á landinu. Talsvert frost. Fer að þykkna upp með vaxandi suðaustanátt suðvestanlands um kvöldið eða nóttina. HORFUR Á MÁNUDAG: Nokkuð hvöss suðaustan- og austanátt og hlýnandi veður. Snjókoma en síðar slydda eða rigning, fyrst um landið sunnanvert. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * ’•* * * * * Snjókoma *■ ■* * 1Q Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða Súld 5 5 OO Mistur —|- Skafrenningur [ / Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +4 skýjað Reykjavik 0 léttskýjað Bergen 6 skýjað Helsinki 1 boka Kaupmannahöfn 1 rigning Narssarssuaq 0 alskýjað Nuuk +11 skafrenningur Osló 1 rigning og súld Stokkholmur 3 þokumóða Þórshöfn vantar Algarve 14 súld Amsterdam 6 skúr Barcelðna 15 léttskýjað Berlín 5 mistur Chicago 3 léttskýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 7 léttskýjað Glasgow 4 skýjað Hamborg S léttskýjað Las Palmas vantar London 8 rigning LosAngeles 12 þokumóða Lúxemborg 4 léttskýjað Madríd 5 þokumóða Malaga 19 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal vantar NewYork 8 heiðskfrt Orlando 19 þoka Parls 9 hálfskýjað Róm 14 hálfskýjað Vln 3 mistur Washington 5 skýjað Winnipeg vantar skyni. Sighvatur Björgvinsson situr í laganefnd þar sem meðal annars verður fjallað um ýmis konar laga- breytingar. Þá verður fjallað um að leyfa fólki að taka þátt í þjóð- þingskosningum í því landi sem það hefur aðsetur þó.það hafi ríkisborg- ararétt í öðru landi. í laganefnd hefur verið ákveðið að halda kvenn- aráðstefnu „Nordisk Forum“ árið 1994. Hreggviður Jónsson situr í nefnd um samgöngur þar sem með- al annars verður fjallað um átak í umferðaröryggi á Norðurlöndunum 1992 til 1994. í efnahagsmálanefnd sitja fyrir íslands hönd Þorsteinn Pálsson og Hjörleifur Guttormsson. Eins og áður sagði eru forsetar Eystrasalts- ríkjanna sérstakir gestir þingsins en ekki er vitað hvort þeir munu taka til máls. Samstarfshópur um sölu lambakjöts: 600 tonn af lambakjöti á tilboðsverði NÝTT söluátak á lambakjöti á lágmarksverði hófst í verslunum um land allt í gær, og samkvæmt upplýsingum Samstarfshóps um sölu lambakjöts fylgir tilboðinu töluverð verðlækkun, sem kemur fram í stórauknum gæðum vör- unnar. Smásöluverð á lambakjöti á lágmarksverði verður það sama í öllum verslunum, eða 486 kr. kilóið, en boðin verða 600 tonn af kjöti á þessu verði fram til 31. maí næstkomandi. Tveir valkostir verða boðnir neyt- endum í þessu söluátaki Samstarfs- hóps um sölu lambakjöts, en það er annars vegar kjöt úr úrvalsflokki og hins vegar kjöt úr fyrsta flokki A. Einstökum skrokkhlutum er sér- pakkað í minni plastpoka, sem síðan eru settir í stóran sérmerktan poka, en þetta á að auðvelda meðhöndlun kjötsins og auka geymsluþol þess. Kjötið er snyrt með því að fjar- lægja um 22% af upphaflegri þyngd skrokka í A flokki og um 19% í úrvalsflokki. Eingöngu er um að ræða nýtt kjöt, þar sem allt eldra kjöt er búið hjá afurðasölum. Minni skattafsláttur vegna hlutabréfakaupa: Fimm ára binditími hlutafjár of langur . - segja stjórnendur verðbréfafyrirtækjanna FORRÁÐAMENN verðbréfafyrirtækja eru ekki á einu máli um hvort verðbréfamarkaðurinn hér á landi sé nógu þróaður til að réttlætan- legt sé að einstaklingar þurfi að eiga hlutabréf í fimm ár til að njóta skattafsláttar eins og fjármálaráðherra leggur til í drögum að frum- varpi sem er til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Allir telja þeir það draga verulega úr áhuga einstaklinga á að fjárfesta í atvinnurekstri, enda séu íslendingar ekki mikið fyrir að binda fé sitt til langs tíma. Lækkun skattafsláttar telja þeir eðlilegt skref, en hversu stórt það á að vera treysta þeir sér ekki til að segja til um. Ef væntan- legt frumvarp verður að lögum nær það ekki til kaupa á hlutabréfum síðasta árs. mest, og lítið tillit verið tekið til hagnaðar fyrirtækjanna. Hagnaður- inn er það sem á aðallega að ráða gengi bréfanna. Nú :öttu menn að horfa meira til þeirra fyrirtækja sem skila hagnaði og þannig á það að vera,“ sagði Pétur. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Fjár- festingafélagsins, sagði þetta líta illa út, sérstaklega að binditíminn verði fimm ár. „Það kom í ljós eftir áramótin að sárafáir seldu hlutabréf sem keypt voru skömmu fyrir áramót. Það kemur mér því á óvart hversu langt er gengið,“ 'sagði Friðrik. Hann sagði eðlilegt að lækka skattafsláttinn í þrepum eins og ver- ið væri að gera, en þriðjungslækkun þætti sér fullmikið. „Hlutabréfaeign getur aldrei orðið almenn nema með þeirri góðu skattahagræðingu sem verið hefur. Hún stuðlar að því að almenningur kaupi hlutabréf í litlum skömmtum og njóti ákveðins hag- ræðis. Þetta stuðlar að meiri dreif- ingu sem er af hinú góða,“ sagði Friðrik Gunnar Helgi Hálfdánarson, for- stjóri Landsbréfa, sagði þessar breytingar alls ekki tímabærar. Úti- standandi hlutabréf hér á landi væru þriðjungur þess sem lægst væri inn- an OECD landanna þannig að herða þyrfti róðurinn hér til að skapa at- vinnulífínu sömu eiginfjárstöðu og væri þar. „Það gefur auga leið að það er ekki tímabært að lækka heimildir til skattafsláttar, eða afnema þær í áföngum. Fimm ára binditími er líka allt of langur tími. Eitt til tvö ár væru nær lagi. Skattafrádráttur ein- staklinga er afgerandi hvati að kaupum þeirra á hlutabréfUm. Þetta spillir því verulega fyrir þróun þessa mikilvæga markaðar," sagði Gunnar Helgi. „Þessi lög eru búin að vera í sex ár og upphæðin var hækkuð árið 1989. Tilgangur laganna var að örva hlutabréfakaup hér á landi og það hefur tekist að einhverju marki. Þessi lög áttu ekki að vera til ei- lífðarnóns. Hvort þetta er rétta skrefið á réttum tíma á ég erfitt með að dæma um,“ segir Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka. Hann sagðist telja það ákveðið réttlætissjónarmið að fólk ætti hlutabréf í fimm ár til að fá skattaf- slátt, enda hefðu komið fram hug- myndir um misnotkun á þessu um áramótin. „Við höfum jafnan lagt áherlsu á það við fólk sem er að kaupa hlutabréf að um langtímafjár- festingu sé að ræða. Hlutabréf eru það í eðli sínu, nema þar sem mark- aðurinn er það þróaður að spákaup- mennska sé stunduð. íslendingar sem kaupa hlutabréf eru fjarri því að vera í hlutverki spákaupmanna," sagði hann. „Varðandi lækkun á fjárhæð þeirri sem fólk fær skattafslátt af þá er það í sjálfu sér aðejpp spurn- ing um hvað ríkisvaldið Wll' ganga langt í því að örva þessi kaup. Lækk- unin dregur eflaust úr áhuga fólks á hlutabréfum og seinkar um leið þróun markaðarins," sagði Sigurður. Pétur H. Blöndal, forstjóri Kaup- þings, sagðist hafa búist við ein- hverjum aðgerðum vegna eignahalds á hlutabréfum. Fimm ár væru mjög langur binditími enda vildu menn ógjaman binda fé sitt svo lengi. Hann sagði einnig mjög vandmeð- farið að hætta niðurgreiðslum á hlut- afjárkaupum og ef bremsað væri of harkalega þá væri hugsanlegt að verðfall yrði á hlutabréfum. „Það verður líklega breyting á gengi bréfanna. Hingað til hafa bréf þekktustu fyrirtækjanna hækkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.