Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 ÞIIMGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Kosningar og stj órnarmyndun Alþingiskosningar fara væntanlega fram í aprílmánuði næst- komandi. Þá „hanna“ landsmenn stjórnmálaþróun og þjóðfélags- þróun hér á landi næstu árin. Það er á hinn bóginn galli á gjöf Njarðar, þjóðskipulagi lýðræð- is og þingræðis eins og það blasir við okkur Islendingum, að meirihlutinn hefur takmörkuð áhrif á það með atkvæði sinu, hvers konar samsteypustjórn sezt að í Stjórnarráðinu að kosning- um loknum. Um slíkt hefur verið samið eftir á, stundum þvert á niðurstöð- ur kosninga. I Framsóknarflokkurinn hefur setið samfellt í ríkisstjórnum síðan 1971, í tæpa tvo áratugi, ef undan er skilin fárra mánaða minnihluta- stjórn Benedikts Gröndals 1979/ 1980. Einu gilti hvort flokkurinn saup súrt eða sætt í kosningum, það er hvaða dóm kjósendur kváðu upp yfir honum við kjör- borðið. Hann samdi sig inn í ríkis- stjórnir, til vinstri eða hægri eftir atvikum, hvað sem kjörfylgi hans leið. Dæmi: Arið 1956 féll kjörfylgi Framsóknarfiokksins úr 21,9% (1953) í 15,6%. Ekki er beinlínis hægt að segja að kjósendur hafi verið að útfylia farseðil fyrir flokkinn inn í nýja ríkisstjórn. Engu að síður varð til enn ein vinstri stjórnin undir forystu Framsóknarflokksins (sú fél! á ASÍ-þingi 1958). Annað dæmi: Framsóknar- flokkurinn hefur haft tæplega fimmtung atkvæða — að meðal- tali — í alþingiskosningum frá 1971 talið. Samt sem áður hefur hann setið samfellt í ríkisstjórnum síðan, sem fyrr segir, í nær tvo áratugi. Flokkurinn hefur átt að- ild að hvorki fleiri né færri en átta „meirihlutastjórnum“ síðan 1971 og farið með forsæti í fimm þeirra. Þannig hefur Framsóknar- flokknum tekizt að tryggja sér völd í samfélaginu la.ngt umfram kjörfylgi. Þingstyrkur flokksins byggist þar ofan í kaupið að hluta til á misvægi atkvæða eftir bú- setu. II Forystumenn núverandi stjórn- arflokka fara ekki dult með það að þeir stefna að „framhaldslífi“ núverandi ríkisstjórnar næsta kjörtímabilið. Það er þeirra keppi- Kjörfylgi stjórnmálaflokkal978-1987 1978 1979 1983 1987 feb. 1991* Alþýðuflokkur ...22,0 17,5 11,7 15,2 14,7 Alþýðubandalag ...22,9 19,7 17,3 13,4 8,9 Framsóknarflokkur ... 16,9 24,9 19,0 18,9 20,9 Sjálfstæðisflokkur ...32,7 35,4 38,7 27,2 46,2 Borgaraflokkur - - - 10,9 0,5 Kvennalisti - - 5,5 10,1 7,8 Bandalag jafnaðarm... - - 7,3 0,2 - Frjálslyndir vinstrim.... 3,3 - - - - Aðrir 2,2 2,5 0,5 4,0 0,9 ' Skoðanakonnun Félagsvisindastotnunar fyrir Morgunblaðió 17. feb. 1991. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fengu núverandi stjórnarflokkar samtals 45,0% fylgi þeirra sem afstöðu tóku en Sjálfstæðisflokkurinn 46,2%. Kvennalistinn hefur 7,8% fylgi og önnur hugsanleg framboð innan við 1%. Taflan sýnir og kjörfylgi flokkanna 1978-1987. Þar stingur helzt í augu fylgishrap Alþýðubandalagsins. kefli að halda Sjálfstæðisflokkn- um utan ríkisstjórnar og áhrifa í samfélaginu næstu fjögur árin. Þeir gera trúlega hosur sínar grænar fyrir Kvennalistanum þegar Borgaraflokkurinn verður allur. Það liggur að minnsta kosti skýrar fyrir en oftast áður, hvern- ig landið iiggur að þessu leyti. Kjósertdur geta því betur áttað sig á stöðu mála. Það er út af fyrir sig af hinu góða. Það er stundum sagt að al- menningsáiitið sé jafn óstöðugt og veðurfarið. Það er því erfitt að spá um kjörfylgi fram í tímann, jafnvel fáar vikur fram í tímann. Skoðanakannanir, sem spegla stöðu mála þann dag eða þá daga sem þær eru unnar, segja hins vegar fátt um pólitískt veðurfar næstu vikna eða mánaða. Þær eru í bezta falli vísbending. Það er því óráðlegt að byggja um of slíkum talnaleik, þótt hann sé ekki verri dægrastytting er hver önnur í skammdegi vetrar. Hvað sem slíkur könnunum líður liggur það senn fyrir að verk ríkisstjórnarinnar verða lögð í dóm kjósenda. Verk hennar blasa m.a. við í rekstrarstöðu atvinnu- veganna, atvinnustöðu almenn- ings, hagvexti eða ekki hagvexti í þjóðarbúskapnum, kaupmætti og annarri kjarastöðu fólks og síðast en ekki sízt í stöðu ríkisljár- mála, þ.e. í þróun skatta, afkomu ríkissjóðs og skuldastöðu. Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg í þessum efnum? Eða þurfum við að rétta okkar hlut til að ná jafnstöðu við grannþjóðir? Þessum spurningum svara kjós- endur við kjörborðið. Kjósendur eiga jafnframt að varða veg að næsta stjórnarsam- starfi, eftir því sem slíkt er hægt. Stjórnmálaskýrendur freista þess að lesa vilja þeirra út úr þeim niðurstöðum, sem taldar verða upp úr kjörkössunum. Kjósendur, sem binda vilja enda á langa stjórnarforystu Framsóknar- flokksins og ofsköttunaráráttu Alþýðubándalagsins, eiga trúlega þann kost einan í stöðunni að efla Sjálfstæðisfiokkinn. Mótun fiskvinnslustefnu: Aukinn hagvöxtur - bætt lífskjör Tillaga fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokks Tveir aðalleikarar myndarinnar þau Jeremy Irons og Glenn Close. Háskólabíó sýnir mynd- ina „Sýknaður!!!?“ Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagl fram tillögu til þingsályktunar um mótun fiskvinnslustefnu. Tillagan gerir ráð fyrir því að milliþinganefnd skili tillögum að slíkri stefnu við upphaf næsta þings. Fiskvinnslu- stefnan skal hafa það markmið að vinna sjávarfang á sem hag- kvæmast hátt í sem verðmætasta vöru „og stuðla þannig að aukn- um hagvexti og bættum lífskjör- um á Islandi". Til þess að ná framangreindum markmiðum vilja flutningsmenn að stefnt verði að eftirfarandi: * 1) Að samkeppnisstaða fisk- vinnslu hér á landi verði éfld, þann veg að rekstrarstaða hennar verði ekki verri en fiskvinnslu innan Evr- ópubandalagsins. * 2) Að fullvinna sem flestar sjávarvörur hér á landi. * 3) Að allur ferskur fiskur veiddur á íslandsmiðum verði boð- inn íslenzkum fiskvinnslustöðvum til kaups eða seldur um innlenda fjarskipta- og umboðsmarkaði, áður en hann er fluttur óunninn úr landi. * 4) Að frjálsri verðmyndun í verðlagningu á ferskfiski. Fyrsti flutningsmaður er Kristinn Pétursson (S-Al). Meðflutnigsmenn eru Guðmundur H. Garðarsson (S- Rv), Ingi Björn Albertsson (S-Rv) og Matthías Á Mathiesen (S-Rn). Tillaga þeirra gerir ráð fyrir að Byggðastofnun verði faiið að rann- saka ýmis atriði, málið varðandi: 1) Áhrif tollastefnu og ríkisstyrkja Evrópubandalagsins á íslenzka fisk- vinnslu, 2) Markaðskönnun á sölu ferskflaka í Evrópu, 3) Áhrif núver- andi kvótakerfis á samkeppnisstöðu íslenzkrar fiskvinnslu og byggða- þróun, 4) Áhrif samdráttar, sem orðið hefur í fiskvinnsiu, á ýmsar greinar þjónustu og iðnaðar, 5) Margfeldisáhrif fiskvinnslunnar á aðrar atvinnugreinar í landinu, 6) Möguleika á auknum tækniframför- um í fiskvinnslu til að ná fram meiri framleiðni. SÝNING verður í fundarsal á kabarettinum „ Þeir héldu dálitla heiinsstyrjöld - lög og ljóð í stríði" sunnudaginn 24. febrúar kl. 16.00. Það eru leikararnir Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Back- man, Egiil Ólafsson, Jóhann Sig- urðsson og tónlistarmaðurinn Jó- hann G. Jóhannsson sem flytja. Kabarettinn var fyrst fluttur í maí sl. vor í Norræna húsinu og fékk mjög góðar viðtökur. Hópurinn flutti kabarettinn í Gautaborg, Malmö og Kaupmannahöfn í janúar sl. Leikhópurinn hefur leitað heim- ilda til Gunnars. M. Magnússonar, Steins Steinars, Elíasar Mar og HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „ Sýknað- ur!!!?“. Með aðalhlutverk fara Jeremy Iron og Glenn Close. Leiksljóri er Barbet Scroeder. Myndin íjallar um fræg mála- ferii gegn auðmanninum Claus von Óiafs Jóhanns Sigurðssonar, en sönglög eru m.a. gamlir amerískir slagarar og hefur Karl Ágúst Úlfs- son gert nýja texta við þá. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. ■ FRÁ NÝJA Tónlistarskólan- um á degi tónlistarskólanna sem er í dag, laugardaginn 23. febrúar, verða nemendatónleikar í skólan- um. Þar sem fram koma bæði hljóð- færa- og söngnemendur og aðallega lengra komnir nemendur sem tón- listina flytja. Skólinn hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Grensásveg 3, og eru allir vel- komnir á tónleikana, jafnt nemend- ur sem utanáðkóMándi. :' Bulow fyrir að hafa ætlað að ráða konu sinni bana með því að gefa henni insúlín í of stórum skammti. Claus greifi hafði gifst Sunny fimmtán árum áður og var hún af stórauðugu fólki og góðum ættum. Enda þótt Claus væri dável efnum búinn var hann samt snauður í sam- anburði við Sunny. Þannig var sam- ið um fjármál þeirra hjóna að Claus myndi erfa um fjórtán milljónir dala ef Sunny létist á undan hon- um. Þau Claus og Sunny áttu eina dóttur en Sunny átti tvö börn af fyrra hjónabandi. Það voru eidri börnin tvö ásamt ættingjum sem kærðu Claus fyrir undirrétti. Hon- um var sleppt lausum úr haldi gegn hárri tiyggingu og þannig stóðu málin þegar hann leitaði til Alans Dershowitz prófessors í lögum við Hai’var-háskóla og bað hann að taka að sér vörn sína fyrir Hæsta- rétti. Eftir nokkurt hik tók Alan að sér málið og hófst þegar handa ásamt nemendum sínum að undir- búna vörnina og afla frekari gagna í málinu. Claus von Bulow vár sýknaður af morðákærunni fyrir Hæstarétti og hefur síðan starfað á aðalskrif- stofu olíufélags í London. Sunny er enn á sjúkrahúsi í New York og hefur ekki komist til meðvitundar eftir að hún féll í dá um jólaleytið 1979. O III 0 0 III 0 0 HOTEL BORC GLÆSILEIKI GAMLATlMANS í kvöld SÚHGSIÆNNILHIN: HLAI IUWliUMHIN Undir hattinum eru: Egill Ólafsson, Edda Heidrún Backman, Jóhann Sigurðarson, Asa Hlín Svavarsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Matsedill: Forréttur: Brejttir twur; Sjávan-éttasúpa full af fultum Kafsins Aáalréttur: Baconfylltur lambainnanUrisvoAvi meA rauAvínssósu Eftirréttur: Borprdúett; tvær teg. af ísog ferskir ávextir i sykurkörfu Matargestum boðiá uppá fordrykk Haukur Morthens ásamt hljómsveit. Húsið opnað fyrir dansgesíi kl. 23.00 Félagar úr Operusmiðjunni leika fyrir kaffigesti laugardag og sunnudag Töktunaðokkur: Arsbátíðir, erfidrykkiur, y\ -Jú L \ afmaelisveislur ogonnurnunnamót. o III o 0=0=0= o p III q III o o III o 0 III o o Lög og ljóð í stríði í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.