Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991 Kosningastefna Alþýðuflokksins: Útiloka ekki aðild að EB * Island í A - flokk, er kjörorð kosningabaráttunnar „ÞETTA er vandaðasta kosningastcfnuskrá Alþýðuflokksins frá upp- liafi en flokkurinn verður 75 ára þann 12. mars næstkomandi. Þetta eru ítarleg og rökstudd stefnumarkmið sem við leggjum undir dóm kjósenda ásamt þeim árangri sem áunnist hefur af starfi flokksins í ríkisstjórn," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, þegar kynnt var kosningastefnuskrá flokksins á fimmtudag. Jón Baldvin sagði að flokkurinn hefði enga ákvörðun tekið um stjórnarsam- starf eftir kosningar. „Ef miðað er við niðurstöður skoðanakannana undanfarið, er ólíklegt að núverandi stjórnarflokkar haldi meirihluta sinum. Við leggjum áherslu á samstarf með flokkum sem eiga málefna- lega samstöðu um stærstu málin i stefnuskrá okkar,“ sagði Jón. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- núverandi kvótakerfi og telur nauð- herra, var formaður málefnanefndar synlegt að í áföngum verði í auknum sem vann að gerð stefnuskrárinnar. Hann sagði að stefnuskráin væri fijálslynd áætlun um hvernig efla mætti efnahags- og atvinnulíf á grundvelli markaðsbúskapar. Kjörorð Alþýðuflokksins í k.osn- ingunum eru: ísland í A - fiokk! Auðugra mannlíf. í stefnuskránni er lögð áhersla á að koma í veg fyrir samþjöppun valds í atvinnulífinu og afnema óþarfar hömlur á atvinnufrelsi. „Aflétta þarf lögbundinni einokun í útflutnings- verslun og setja lög gegn einokun og hringamyndun. Erlendum bönk- um verði heimilað að starfa hér á landi til að auka samkeppni á fjár- magnsmarkaði. Alþýðuflokkurinn telur það brýnasta verkefnið í kjara- málum að bæta kjör þeirra sem þyngstar byrðar hafa borið á yfir- stándándi samdráttarskeiði," segir m.a. í stefnuskránni. Telur flokkurinn nauðsynlegt að fram fari endurskoðun á launakerf- inu í landinu í kjölfar könnunar á því hver raunveruleg launakjör eru. Þá vili flokkurinn fækka lífeyrissjóð- um með samruna þeirra til að bæta reksturinn og rýmka heimildir ein- staklinga til að ráðstafa iðgjöldum í sjóði að eigin vali. í stefnuskránni er áhersla lögð á að efla áfram húsrtæðiskerfíð, auka framboð á félagslegu húsnæði og treysta fjárhagsstöðu Byggingar- sjóðs verkamanna. Þá er sagt að færa þurfi þjónustu Húsnæðisstofn- unar út í héruðin. Alþýðuflokkurinn vill gerbylta ■ INGIBJÖRG Guðjónsdóttir sópransöngkona heldur tónleika í Selfosskirkju á morgun kl. 15:30. Meðleikari Ingibjargar verður David Knowles píanó- leikari. Á efnis- skránni eru söng- lög og aríur eftir erlenda og innlenda höfunda. Ingibjörg var nemandi Snæ'- bjargar Snæbjarn- Guð- ardóttur við Tón- sópr- listarskóla Garða- bæjar og iauk búrt- fararprófi þaðan 1986. Nítján ára gömul vann Ingibjörg sér rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í Wales 1985. F’ramhaldsnám stundaði Ingibjörg í Bandaríkjunum og lauk hún s.l.vor. mæli tekið endurgjald fyrir veiðileyfi og að hluta veiðileyfagjalds mætti veija til að treysta byggð í landinu. Flokkurinn telur nauðsynlegt að gjörbreyta landbúnaðarstefnunni til að ná fram lækkun á verði innlendra matvæla. Alþýðuflokkurinn vill hagræða í opinberum rekstri til að hemja út- gjöld hins opinbera og vill selja at- vinnufyrirtæki í eigu ríkisins og taka upp afnotagjöld fyrir þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Þá segir að draga eigi úr stjórnmálaáhrifum á rekstur fjármálastofnana með því að breyta ríkisbönkum í almenningshlutafélög og með sameiningu og fækkun fjár- festingarlánasjóða, sem breytt verði í hlutafélög. Tekjustofnar sveitarfé- laga verði endurskoðaðir þannig að í stað aðstöðugjalds greiði fyrir- tæki launagjöld, fasteignagjöld og gjöld af umferð og megandi orku- notkun. Flokkurinn útilokar ekki aðild að Evrópubandalaginu, en ítrekar óskoruð yfirráð íslendinga yfir fiski- Morgunblaðið/Árni Sæberg Forystusveit Alþýðuflokksins kynnti stefnuskrá flokksins á frétta- mannafundi sem boðað var til á fimmtudag. miðunum og orkulindum landsins. í stefnuskránni segir að samræma þurfi skattlagningu eignatekna til samræmis við skattmeðferð ann- arrra tekna og draga eigi úr vægi tekjuskatts á almennar launatekjur og gera tekjujöfnunaráhrif skattsins markvissari með beitingu persónuaf- sláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá telur flokkurinn að nú hafi skap- ast skilyrði til að taka upp stefnu stöðugs gengis sem fáist staðist til lengdar. Vill Alþýðuflokkurinn að kannað verði að tengja gengi krón- unnar við evrópska gjaldmiðla í tengslum við samninga um Evrópska efnahagssvæðið. Fjárframlög til umferðarmála: Umferðaröryggi í Keykjavík hefur aukist - segir Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar MINNIHLUTAFLOKKARNIR í borgarstjórn lögðu fram nokkrar tillögur um umferðarmál við umræður um fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar á fimmtudag. Haraldur Blöndal, formaður umferðar- nefndar, lagði til að flestum þeirra yrði vísað frá, enda væru þær sýndartillögur. Hins vegar kæmi fram í þeim stuðningur við þau sjónarmið, sem ríkt hefðu í umferðarnefnd á undanförnum árum og leitt hefðu til þess að umferðaröryggi í borginn hefði aukist. Ingibjörg jónsdóttir ansöngkona. Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags, lagði til að borg- arstjórn byði foreldrum ungra barna upp á umferðarfræðslu enda væru slys á börnum hér mun algengari en meðal nágrannaþjóðanna. Jafn- framt lagði hann fram tillögu um átak til að auka umferðaröryggi til að fækka slysum, meðal annars með gerð undirganga fyrir gangandi veg- farendur undir Miklubraut. Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, lagði til að iátin yrði fara fram könnun á arðsemi fram- kvæiwia, annars vegar vegna lagn- ingar Ósabrautar meðfram strönd- inni og hins vegar vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Hún lagði jafn- framt fram tillögur um að gerð verði undirgöng undir Miklubraut við Rauðagerði og hitalagnir í Bústaða- veg við Öskjuhlíð og við Höfða- bakka. Sigrún lagði að lokum til að varið yrði 10 milljónpm króna til að leggja reiðvegi í borginni. Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista, lagði fram tillögu um að veija 47 milljónum til sérstakra aðgerða til að auka umferðaröryggi barna og Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vett- vangi, flutti tillögu um aðgerðir til að auka öryggi bæða gangandi og akandi vegfarenda í Reykjavík. Haraldur Blöndal, formaður um- ferðarnefndar, lagði til að öllum til- lögum minnihlutans um umferð- armál yrði vísað frá, að undanskildri tillögu Siguijóns Péturssonar um umferðarfræðslu fyrir foreldra. Lagði hann til að henni yrði vísað til umferðarnefndar. Hann sagði til- lögur um tvenn undirgöng undir Miklubraut væru yfirboðstillögur, raunhæfara væri að gera brú fyrir gangandi fólk eins og stæði til að gera á næsta ári. Haraldur sagði tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur um könnun á hag-. kvæmni vegagerðar óþarfa, enda hefði slík könnun þegar farið fram hvað Ósabraut varðaði og að ekki væri ástæða til að rífa upp götur til að leggja hitalagnir. Það ætti aðeins að gera þegar verið væri að leggja götur eða endurleggja. Tillögu Sigr- únar um reiðvegi sagði hann vera sýndartillögu og sömu sögu væri að segja um tillögur Kvennalista um aukin fjárframlög til umferðarmála. Haraldur sagði að lokum, að til- Iaga Nýs vettvangs um umferðarör- yggi væri óþörf og dæmigerð fyrir vinnubrögð óábyrgra stjórnmálask- úma. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn: Ekkí þörf fyrir ungl- ingahús í miðbænum FULLTRÚAR Kvennalista og Nýs vettvangs lögðu til við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, að komið yrði upp félagsað- stöðu fyrir börn og unglinga í Seljahverfi og miðbænum. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks töldu þessar tillögur óraunhæfar og óþarfar og lögðu til að þeim yrði vísað frá. Atkvæðagreiðsla um fjárhagsáætlunina og breytingartillögur við hana fer fram næst- komandi þriðjudag. Borgarfulltrúar minnihlutaflokk- anna fluttu nokkrar tillögur um íþrótta-, tómstunda- og æskulýsmál við umræður um fjárhagsáætlunina, sem lauk á föstudagsmorgun. Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, lagði til að 35 milljónum yrði varið til úrbóta á aðalleikvangi í Laugard- al og að stofnuð yrði sérstök nefnd til að samhæfa forvarnastarf gegn vímuefnum. Elín G. Ólafsdóttir, Kvennalista, lagði til að keypt yrði færanlegt hús til að bæta félagsað- stöðu barna og unglinga í Selja- hverfi og að Vonarstræti 4 yrði breytt í félagsaðstöðu fyrir unglinga. Kristín Á. Ölafsdóttir, Nýjum vett- vangi, lagði einnig til að komið yrði upp félagsaðstöðu fyrir unglinga í miðbænum og í Seljahverfi. Siguijón Pétursson, Alþýðubandalagi, lagði að lokum til, að borgaryfirvöld könn- uðu í samráði við skíðafélögin hvern- ig mætti bæta aðstöðu gönguskíða- fólks í Reykjavík og nágrenni. Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, lagði til að tillögu Siguijóns Péturssonar yrði vísað til ráðsins en öðrum tillögum minni- hlutans yrði vísað frá. Hann sagði að margt í tillögu Sigrúnar Magnús- dóttur um Laugardalsvöll bæri vott um þekkingarskort og í raun væru efnisatriði hennar þegar til athugun- ar hjá íþrótta- og tómstundaráði. Eins hefði nýlega verið komist að þeirri niðurstöðu í ráðum og nefnd- um borgarinnar, að vímuvarnar- nefnd, eins og Sigrún stakk upp á, væri óþörf. Varðandi tillögur um félagsað- stöðu í Seljahverfi sagði Júlíus, að skynsamlegast væri að bíða um sinn þangað til hægt yrði að breyta félag- sálmu Seljaskóla í félagsmiðstöð og enn fremur að ekki væri þörf fyrir unglingahús í miðbænum, eins og bæði Kvennalisti og Nýr vettvangur lögðu til. Benti hann á, að enginn hefði orðið var við óskir ungs fólks um slíkt hús. Hnífstungnliðin í Sjálfstæðisflokknum eftir Leif Sveinsson Fyrra hnífstunguliðið Dagana 2. og 3. desember 1979 fóru fram alþingiskosningar á ís- landi. Varýmsum flokksformönn- um falin stjórnarmyndun, meðal annars fór Geir Hallgrímsson með umboð til stjórnarmyndunar dag- ana 21. desember 1979 til 14. janúar 1980. Geir reyndi stjómarmyndun í þeirri góðu trú, að þingflokkur hans fylgdi honum einhuga, en svo reyndist ekki. Fjórir þingmenn áttu samtímis í leyniviðræðum við framsókn og Alþýðubandalag um stjórnarmyndun, sem lauk með myndun ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen 8. febrúar 1980. Auk Gunnars sviku Geir þessir þingmenn: Albert Guðmundsson, Friðjón Þórðarson og Pálmi Jóns- son„ en utanflokksmaðurinn Eg- gert Haukdal stökk um borð í óheillaskútu Gunnars síðar á kjör- tímabilinu gegn vænum bitlingi. Geir Hallgrímsson reyndi það, sem fáum hefur tekist, að vera heiðarlegur drengskaparmaður í stjórnmálum. Við lok stjórnarmyndunartil- rauna hans vaknaði hann hins vegar upp við það, að fjögur spjót stóðu í baki honum og þau öll frá hans eigin flokksmönnum. Aðeins einn þeirra fimmmenn- inganna er nú í líklegu sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ihs, en það er Pálmi Jónsson. Síðara hnífstung-uliðið Þegar riíjað er upp þetta harm- sögutímabil í sögu Sjálfstæðis- flokksins, sem að framan getur, þá er það með ódæmum, að kom- ið sé fram á vígvöllinn nýtt hnífst- „Ég skora því á alla sanna sjálfstæðismenn að sameinast umað gera kosningu Þor- steins Pálssonar sem glæsilegasta á lands- fundi flokksins og minni hina nýju hnífst- ungumenn á örlög hinna fyrri.“ ungulið og því nú einnig beitt að formanni flokksins, Þorsteini Pálssyni. Þótt ýmsir efuðust um forystu- hæfileika Þorsteins Pálssonar, þá hefur hann nú tekið af öll tví- mæli um forystuhæfileika sína með afskiptum sínum af málefn- um Lithaugalands, þannig að nú hefur hann öðlast virðingu allra landsmanna, hvar í flokki sem þeir standa. Sá er vinur, _sem í raun reynist og þar hafa íslend- ingar vakið á sér verðskuldaða athygli í afstöðu sinni til málefna Eystrasaltsríkjanna og láta hótan- ir Sovétmanna sem vind um eyrun þjóta. Við seljum ekki sál okkar fyrir fáeina ullartrefla og nokkur þúsund síldartunnur. Enginn Is- lendingur myndi sakna þess, þótt eitthvað fækkaði í njósnaliði Sovétmanna við Túngötu. Kalda stríðið er búið. Eg skora því á alla sanna sjálf- stæðismenn að sameinast um að gera kosningu Þorsteins Pálsson- ar sem glæsilegasta á landsfundi flokksins og minni hina nýju hnífstungumenn á örlög hinna fyrri. Ilör'undur er lögfræðingur í Reykja vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.