Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991 Oí 41 Þessir hringdu ... Athyglisverð sýning Einar Vilhjálmsson hingdi: „Ég var mjög hrifínn af sýningu sem ég skoðaði í Bogasal Þjóð- minjasafnsins fyrir nokkru. Þetta er þjóðháttasýning sem fjallar um verkhætti og vinnulag og er mjög fróðleg. Það ættu sem flestir að sjá þessa sýningu." Þakkir Ragna Ingibjörg Erlendsdóttir- hringdi: „Ég var á Asi í Hveragerði um tíma í vetur og vil færa Gisla Sig- urbjörnssyni forstöðumanni og frú Helgu alúðarþakkir. Eins vil ég koma alúðarþökkum til stárfs- fólksins. Þama hef ég aldrei mætt nema góðu.“ Hærri skattleysismörk Lesandi hringdi: „Ég vil þakka háttvirtum al- þingismanni Guðmundi H. Garð- arssyni fyrir fyrir tillögu hans um að skattleysismörk verði hækkuð verulega fyrir þá sem hafa lágar tekjur. Einnig þakka ég öðrum alþingismönnum sem tóku til máls og vildu ljá þessu réttlætis- máli lið. Vona ég að munað verði eftir þessu máli í kosningunurn." ' Læða Grá læða með hvíta bringu og hvítar loppur og hvíta hálsól tap-. aðist frá Kringlunni 37. Vinsam- legast hringið í síma 30993 ef þið getið gefið einhveijar upplýsingar um ferðir hennar. Frakki Dökkgráblár kvenfrakki með köflóttu fóðri tapaðist 12. febrúar á árshátíð Fjölbrautarskólans í Garðabæ á skemmtistaðnum Yfir strikið. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 41420. Góð þjónusta Kristín hringdi: „Ég vil þakka fyrir frábæra þjónustu í Kjallaranum við Lauga- veg sem ég hef orðið aðnjótandi þar í gegn um tíðina.“ Næla Lítil gullnæla með perlu tapað- ist á árshátíð Olíufélagsins á Hot- el Sögu föstudagskvöldið 15. fe- brúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigríði í síma 32619 eða 32690. Hundur Gulbrúnn og hvítur íslenskur hundur með liðaðan feld og ljós- brúna ól fór að heiman í Árbæjar- hverfi sl. Iaugardag. Vinsamleg- ast hringið í síma 674721 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Viðsjálir valdsmenn Til Velvakanda. Á stundum blöskrar manni svo gersamlega gagnvart því fólki sem á að fara með völdin í þessu landi, að spurningar vakna um, hvort betr- unarhúsin séu hætt að gegna hlut- verki sínu. Nú er á döfinni að selja „hólmann" okkar góða fyrir mörk, pund, dollara og svo framvegis, sam- anber „EFTA“-delluna alla saman. „Vér mótmælum allir,“ sagði Jón Sigurðsson forseti þegar íslendingar bundu skóþveng Dana og slettu í góm við öll hátíðleg tækifæri á niður- lægingartímabilinu annálaða. Síðan eiga bankar, útvarpsstöðvar, flugfé- lög, fiskverkunarhús og fyrirtæki öll, hvaða nafni sem þau nefnast, að fara sömu leiðina eftir nýjustu frétt- um að dæma. Máski Alþingishúsið og Bændahöllin renni í kjölfarið, ásamt skjölum og skilríkjum sem gleymdust við síðustu áramóta- brennu, illu heilli. Innflutningur landbúnaðarvara hefur lengi verið rödd hrópandans í eyðimörkinni þrátt fyrir næga fram- leiðslu innanlands og meira en það. Auðsjáanlega fráleitt skortur á gjald- eyri hjá skuldugustu þjóð veraldar, sem þarf að taka lán á lán ofan við hver einustu mánaðamót, árið út og árið inn. Það er víst of stórt orð að kalla þetta landráð, en hvað er þá hér á ferðinni annað? Ég veit það ekki. Óþokkaskapur var það talinn á landnámstíð að Vega þrisvar í sama knérunn, hvað þá fjórum sinnum eins og nú er títt varðandi dreifbýlið til lands og sjávar. Það er verið að leggja allt að fótskör eyðileggingar- innar af ráðnum hug með því að reisa nýja og fullkomnari gálga á hinum ólíklegustu slóðum, meira að segja úti í Grímsey, hvað þá annars staðar, líklega vegna þess að hið ágæta fólk sem þar býr hefur ekki nógu góð tæki undir höndum varð- andi rányrkju nútímans. Að sjálf- sögðu mætti hitt og annað betur fara í sambandi við dreifbýlið en það er víða pottur brotinn. Hvað um starfsmenn ríkis og bæja sem eru meira en helmingi fleiri en nokkurt vit er í, og fer sú tala hækkandi með hveiju árinu sem líður? Hið sama gildir um verslunarstétt- ina sem vekur furðu hvern dag með öllu sínu prangi og margvíslegu aug- lýsingabralli. Skyldi ekki mega spara þar? — einn „túkall" eða svo? Ég held það. Satt að segja eru þessi kvótamál öll komin. út í hreint bijálæði og þyrfti að koma þeim fyrir kattarnef í núverandi mynd sem allra fyrst. Trillukarlinn þarf að fela ýsukóð í brók sinni ef hann ætlar að gefa það kunningja sínum og bóndinn að fara með hangikjötslæri eins og þjófstol- inn hlut svo fremi að jólapósturinn eigi að koma því til skila eina bæjar- leið. Þetta er sko ekki hægt. Valtýr Guðmundsson BOSCH EGILSSTÖÐUM Með samningum við Bræðurna Ormsson hf., hefur Vélaverkstæðið Víkingur hf. tekið við umboði fyrir Robert Bosch GmbH. á Austurlandi. Robert Bosch GmbH., Þýskalandi, hefur framleitt varahluti í bíla, vélar og tæki frá árinu 1886 og selur til yfir 130 landa. Velgengni BOSCH er fyrst og fremst að þakka ströngu gæðaeftirliti og markvissri þróun og tilraunum. Með samningum hefur vöruverð lækkað verulega og þannig er hægt að bjóða góða vöru á betra verði. Við óskum Vélaverkstæðinu Víkingi hf. og Egilsstaðabúum til hamingju með nýtt umboð á Egilsstöðum. Með tilkomu þess er hægt að þjóna Austfirðingum enn betur. Til hamingjui BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 8 — 9 BOSCH Stuttgart — Þýskalandi «-r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.