Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 Ast er... ... að glíma sameiginlega við vandamálin. TM R®g. U.S. Pat Off.—all righta raawved © 1990 Loa Angelos Tim®a Syndicato Er það heimþrá. - Ég held ekki. Rafhlaðan er tæmd! HÖGNI HREKKVISI Engiiin vandi leystur með stríði Kæru íslensku stríðsfylgjendur. Ég skrifa ykkur þetta bréf eftir að hafa lesið í DV (2. febr.) að sam- kvæmt skoðanakönnun blaðsins væru 65% íslensku þjóðarinnar fylgj- andi stríðinu í Persaflóa. „Mikill meirihluti landsmanna er þeirrar skoðunar að Iýðræðissinnar verði að fórna einhveiju til að knésetja Sadd- am Hussein" (DV). Þið eruð sem sagt sömu skoðunar og meirihluti Bandaríkjamanna og aðrir Evrópubúar (75-80%), sem telja að George Bush og stríðsfélagar séu að beijast fyrir frelsi, réttlæti og friði í heiminum og menn eins og Hitler þurfi því að stöðva. Með því að púsla saman frásögn- um fjölmiðla bendir lítið til þess. „Heimurinn vildi frið en Saddam Hussein stríð“ (George Bush. ABC News 16. jan.). Hvers vegan skyldi Hussein hafa haldið að hann kæmist upp með innrásina í Kúveit? George Bush vissi vel af landamæradeilu íraks við Kúveit og einnig af fleiri hundruð þúsund íröskum hermönn- um við landamærin stuttu fyrir inn- rásina. Þann 25. júlí 1990 barst sendiherra Bandaríkjanna í írak skrifleg beiðni frá James Baker ut- anríkisráðherra, undirrituð af George Bush forseta, um að koma eftirfar- andi skilaboðum til Saddams Hus- seins: „Við niunum ekki skipta okkur af landamæradeilu yðar við Kúveit og tökum enga afstöðu í þeim mál- um“ (Seattle Times, 16. 1990). Forseti Bandaríkjanna, vitandi þetta og hversu mikil ófreskja Huss- ein var, sem réðst inn í íran 1980 (þá var hann reyndar ekki kallaður Hitler enda góður vinur Banda- ríkjanna), hví skyldi hann hafa sent Hussein þessi vinsamlegu skilaboð, en nokkrum dögum síðar (2. ágúst 1990) kallað hann Hitler og unsvifa- laust sent fjögur hundruð þúsund manna her á svæðið. Samkvæmt ummælum fólks í könnun DV sagði karl á Suðurlandi: „Saddam Hussein er eins og Hitler. Slíka menn verður að stöðva, og því er ég fylgjandi þessum hernaðarað- gerðum." Væri ekki viturlegra að stöðva Hitler-framleiðendur eins og Ronald Reagan, George Bush o. fl. sem hafa matað þannig illmenni með vopnum og fjármagni til ofbeldis og manndrápa í áraraðir? Eða sölu íjóð- veija á eiturgasi eins og Hitler sjálf- ur notaði tii útrýmingar á þúsundum manna? George Bush er ekki friðarsinni frekar en Stalín, Hitler eða Hussein. Hann er forseti landsins, sem hann segir að heimurinn eigi að taka sér til fyrirmyndar. Landi frelsis og rétt- lætis. Þar höfum við hans hugmynd um frelsi og réttlæti. Fyrir þá sem ekki vita hafa Bandaríkin hæstu þjóðartekjur heims. Þrátt fyrir það deyja þúsundir barna árlega úr nær- ingarskorti og sjúkdómum sem auð- veldlega væri hægt að koma í veg fyrir á meðan aðrir baða sig upp úr peningum og olíu. Fátæktin á sumum svæðum Bandaríkjanna (t.d. með- fram Mississippifljóti) er sambærileg við mörg þriðjaheims lönd. „En úr því að ekki var hægt að semja er sjálfsagt að heija á íraka,“ sagði karl á Austurlandi. Karl á Austurlandi, hvað veist þú um það? Hvers vegna neitaði George Bush Hussein um friðarstefnu? Það átti að reyna viðskiptabannið í að minnsta kosti sex mánuði. Því var það ekki gert? Bannið var talið ár- angursríkara en búist var við í fyrstu. Nú (16.-17. febr.) þegar Sovétmenn eru í meiriháttar friðarumræðum við íraka, sem gætu leitt til friðsamlegr- ar lausnar, hvers vegna er þá ákveð- ið að helja landbardaga innan skamms sem annars áttu ekki að byija á næstunni? Góðu stríðsfylgjendur. Það er eng- inn vandi leystur með stríðinu við Persaflóa. Svo lengi sem það eru skepnur við völd sem fitna af ofbeldi og morðum í heimfnum verður eng- inn friður, heldur stríð og aftur stríð og aftur stríð. Því þannig þrífast skepnumar best. Að lokum, karl á Austurlandi og karl á Suðurlandi. Hvernig væri nú að mynda eigin skoðanir á málinu í stað þess að éta upp eftir Bush eins og þreyttar hermikrákur? Þórdís Sigurþórsdóttir Framför Til Velvakanda. Ég vil lýsa ánægju minni með útvarpsstöðina FM 95.7. Ég kemst alltaf í gott skap við að hlusta á dagskrá þeirra. Ágúst Héðinsson fær sérstakar þakkir frá mér fyrir skemmtilegar og frumlegar spurn- ingar í spurningakeppninni sem nú stendur yfir. Einnig fínnst mér söngakeppnin alveg sérstaklega skemmtileg. Ég vona bara að þið haldið áfram á sömu braut. K. Víkveiji Alltaf verður Víkverji jafn undr- andi á því fólki sem leggur í vana sinn að eyðileggja af skemmd- arfýsn einni saman. Víða um borg- ina eru t.d. ruslafötur, sem eru til þess ætlaðar að hægt sé að fleygja bréfarusli og öðru smálegu. Á gönguferðum sínum um Fossvog hefur Víkveiji komist að því að um það bil önnur hver fata eða fleiri eru ónýtar og virðist ekkert vera geit til að koma upp nýjum fötum eða laga þær skemmdu. Af þessu leiðir að rusl liggur víða meðfram göngustígum til mikillar óprýði. Víkveiji beinir þeim tilmælum til borgaryfii-valda að gefast ekki upp fyrir skemmdarvörgunum og koma þessu í lag. skrifar Góðar götumerkingar auðvelda okkur mjög að komast um götur borgarinnar. Hjns vegar er slíku ekki alls staðar til að dreifa í borginni; víða eru merkingar svo takmarkaðar að ókunnugir eiga í miklu basli með að rata. Kunningi Víkveija sem nýfluttur er til borgar- innar kvartar mjög undan þessu og segir nauðsynlegt að hafa kort ætíð til taks í bílnum vilji hann bregða eitthvað út af venjulegri leið til og frá vinnu sinni. Reyndar má telja það borgaryfirvöldum til hróss, að fyrir nokkru voru sett upp myndar- Jeg götuskilti ofan við helstu gatna- mót. Þetta var mikið framfaraspor, en betur má ef duga skal. Skil- merkilegir götuvísar eiga einnig að vera í íbúðarhverfum, að ekki sé talað um götunúmer á húsum. Merkingar útum land eru víðast hvar í góðu lagi og auðvelt að rata eftir skiltum sem við þjóð- veginn standa. Hins vegar þyrftu heimamenn á hveijum stað að gera meira af því að merkja örnefni, sem ekki komast inn á vegaskilti Vega- gerðarinnar. Sérstaklega er gaman að ferðast um þær sveitir, þar sem heimamenn hafa merkt helstu sögu- staði. Reykvíkingar gætu reyndar tekið sér þetta framtak til fyrir- myndar og látið merkja helstu ör- nefni í borgarlandinu með sérstök- um skiltum. i«i*(l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.