Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 25 Hulda Hákon við eitt af verkum sínum. Hulda Hákon í Gallerí II HULDA Hákon opnar laugardag- inn 23. febrúar kl. 15.00 sýningu í Gallerí II, Skólavörðustíg 4a. Hulda er fædd 1956 og lauk myndlistarnámi 1983. Á síðasta ári hlaut hún 12 mánaða starfslaun frá íslenska ríkinu, var með einkasýn- ingu í Svíþjóð og tók þátt í samsýn- ingum í Svíþjóð, Þýskalandi, Sov- étríkjunum, Bandaríkjunum og Ástralíu. Seltjarnarneskirkja Konudagur- inn í Seltjarn- arneskirkju Seltjarnarneskirkja hyggst á næstu mánuðum efla tengsl við félög í sókninni með því að þau, eitt eða fleiri í senn, gegni hlut- verkum við ákveðnar messur. Get- ur það verið með þeim hætti, sem félögin óska í samráði við sóknar- prest. Að messu lokinni gefst fé- lögunum tækifæri til að kynna starfsemi sina og efla tengslin sín á milli. Seltjarnameskirkja hefur ákveðið að bjóða kvenfélaginu Seltjörn að ríða á vaðið og taka þátt í messunni á konudaginn 24. febrúar nk. Kvenfé- lagskonur munu lesa ritningarlestra og sjá um léttan hádegisverð að messu lokinni, sem söfnuðinum gefst kostur á að kaupa á vægu verði. „Vona allir, sem hlut eiga að máli, þar með taldar kvenfélagskonur mæti vel í kirkju þennan dag með fjölskyldum sínum og vitanlega eru allir velkomnir til þátttöku, en messan hefst að venju kl. 11.00 og er barna- starf á sama tíma, þannig að allir aldursflokkar fjölskyldunnar ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfí,“ segir í frétt frá Seltjarnarneskirkju. Póstganga um bæinn í tilefni af þátttöku Útivistar í Umhverfisdögum í Kringlunni verður aukapóstganga í dag og hefst hún kl. 13:00. Safnast verður saman í Miðbænum við gamla pósthúsið og byrjað á því að ganga einn hring á „gamla rúntinum." Þá verður gengið með Tjörninni, um Hjjómskálagarð, Vatnsmýri, Seljamýri og Öskjuhlíð, með Foss- vogi í Skógræktina og þaðan upp í Kringlu. Pósthúsið í Kringlunni verður opnað af þessu tilefni og verða göngukortin stimpluð þar í lok göngunnar. Ferðin endar við sýning- arbás Útivistar í Kringlunni. Hægt er að bætast í ferðina hvar sem er á leiðinni. Göngumenn munu fá frímerkt göngukort sem viðurkenn- ingu fyrir þátttöku. Gangan tekur um tvær og hálfa klst. Ekkert þátt- tökugjald er í ferðinni. H MEGAS - hættuleg Iiljóni- sveit og glæpakvendið Stella & Björk Guðmundsdóttir verða með tónleika á Púlsinum á sunnudags- kvöld. Þar verða kynnt 15 ný lög sem ekki hafa heyrst opinberlega áður, auk þess sem gamlar og góð- ar perlur frá Megasi verða leiknar. ■ DR. HARTMUT Mittelstadt frá háskólanum í Greifswald í Þýskalandi flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Há- skóla íslands þriðjudaginn 26. febr- úar kl. 17.15 í stofu 103 i Lög- bergi. Fyrirlesturinn nefnist „Deutsch vor, wáhrend und nach dem Herbst 1989“ og verður fluttur á þýsku, en umræður á eftir geta farið fram bæði á íslensku og þýsku. Dr. Harmut Mittelstádt er fæddur árið 1953 og er nú sem stendur að vinna að rannsóknum hérlendis. Hann er málvísindamaður og kenn- ir m.a. íslensku við háskólann í Greifswald. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Tónlistarfélagið í Garði verður með tónleika nk. sunnudag kl. 17 í Sæborgu, húsi verkalýðsfélags- ins. Þar mun Uwe G. Eschner gítarleikari flytja verk eftir J.S. Bach, L. Brouwer, M. Giuliani, A. Lauro, F. Martin og M.M. Ponce. Uwe G. Eschner fæddist í Ham- borg og ólst upp í borginni Rein- bek í nágrenni Hamborgar. Hann byijaði að leika á gítar 11 ár gamall en fór ekki í kennsl- ,lwc G- E®chllcr utíma fyrr en að Kitarleikari' loknu stúdentsprófi. Á þessum fýrstu árum öðlaðist liann nokkra reynslu í iðkun tónlistar utan klassíska sviðsins sem kemur hon- um ávallt að gagni í eigin kennslu. Klassíska gítarnámið hófst svo í tónlistarskólanum „Hamburger Konservatorium" undir leiðsögn Peter McAven. Eftir tvö' ár flutti Uwe suður til Freiborgar og stund- aði nám við tónlistarháskólann þar. Kennari hans var prófessor Sonja Pnmnbauer og árið 1989 útskrifað- ist hann þaðan með lokapróf í gítar- leik og kennslu. Uwe hefur sótt námskeið hjá ýmsum þekktum gítarsnillingum okkar tíma, þ. á m. hjá David Russ- el, Roberto Aussel og Frank Bun- garten. Árið 1989 flutti Uwe til íslands og starfar nú aðallega við kennslu en hefur haldið þó nokkra tónleika, m.a. í Listasafni Siguijóns, Nor- ræna húsinu, í Hallgrímskirkju, á Selfossi, Akureyri og Austfjörðum. Uwe er starfandi kennari við Tónlistarskólann í Garði. ■ DAGUR Harmonikkunnar verður haldinn í Tónabæ v/Skaftahlíð sunnudaginn 24. febrúar kl. 15-17. Stórhljómsveit Harmonikkufélags Reykjavíkur spilar ásamt minni hópum og ein- leikurum. Heiðursgestur dagsins, Örvar Kristjánsson, leikur nokkur lög. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ■ OPIÐ HÚS verður í dag, laugar- daginn 23. febrúar, kl. 14 í Fella- helli og gefst gestum og gangandi þá tækifæri til að skoða staðinn og þær listskreytingar sem komið var upp í tilefni hátíðarinnar og fá sér kaffi og með því. Þá mun brúðuleikhúsið Dúkkukerran flytja leikritið Bangsi og önnur sýning verður á sjónleiknum Hans og Gréta. Einnig munu nemend- ur í Jazzballettskóla Báru og Dans- skóla Heiðars Ástvaldssonar sýna dans. Hátíðinni lýkur svo á rokktón- leikum sem hefjast kl. 18.00 á laugar- dagskvöld. Þar leika efnilegar ungl- ingahljómsveitir m.a. Infusioria, Mortuary, Afródíta, Strigaskór nr. 42, Yo mama, Sýra Blús og Hand- ryðið, Si svona, Sinadrættir og Bjarni trúbadúr. Listaútva,rpið Fru- man sendir út á FM 105,9 á meðan á hátíðinni stendur. Brjálæðislega góðar plötur, diskar og kass. PHIL COLLINS Fái£riCÖLÍ«ÍKB Sé’rious Hits Live Do You Remember, In The Air Tonight, Against All Odds, One More Night, Another Day In Paradise, You Can't Hurry Love, Groovy Klnd Of Love og flr. KENNY ROGERS Very Best Of Oll lögin voru endurunnin frá grunni, Ruby, Dont Take Your Love To Town, Coward Of The County, Love Is Strange, You Decorated My Live, Island In The Stream, The Gambler o.fl. MADONNA Immaculate Collection Allt ný "REMIX": Like A Virgin, Borderline, Into The Groove, Live To Tell, Like A Prayer,- öll hennar bestu lög ásamttveim nýjum: Rescue Me og topplagið Justify My Love N.K.O.T.B. NEW KIDS ON THE BLOCK No More Games Step By Step, Hangin' Tough, Cover Girl, Right Stuff, Please Don't Go Girl. Allt nýjar hörkugóðar "REMIX" útgáfur, má bjóða þér upp í dans? CURE Mixed Up Close To You, Lullaby, Lovesong, Hot, Hot, Hot, Why Can't I Be You, The Caterpillar og fleiri. Allt breyttar - ferskar útgáfur Austurstræti 22 Glæsibæ Laugavegi 24 Strandgötu 37 Htj. Álfabakka 14 Mjódd Laugavegi 91 sími 28319 sími33528 sími 18670 sími 53762 sími74848 sími29290 Þar sem músíkin fæst! U-S-l-K 15% afsláttur RIGHTEOUS BROTHERS Very Best Of Unchained Melody, You've Lost That Loving Feeling, The White Cliffs Of Dover, Ebb Tide og fleiri sígræn lög. ELTON JOHN Very Best Of Crocodile Rock, Goodbye Yellow Brick Road, Candle In The Wind, Lucy In The Sky With Diamonds, Don't Go Breaking My Heart, Bennie And The Jets, Song For A Guy. LED ZEPPELIN Remasters Lögin eru öll endurhljóðblönduð af Jimmy Page: Stairway To Heaven, Whole Lotta Love, Immigrant Song, D'yer Mak'er, Good Times Bad Times, Black Dog og 17 önnur lög. LADDI Bestu vinir aðal Þú verður tannlæknir, Austurstræti, Jón spæjó, I vesturbænum, James Bond, og 12 önnur lög PLACIDO DOMINGO Greatest Love Songs Perhaps Love, Yesterday, Bésame Mucho, Autumn Leaves, Blue Moon, Maria Póstkröfusími hljómplötuverslanir Grænt númer: 996620 t„„„/ Rauðarárstígur 16 • sími 628316

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.