Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 Minning; Jóhanna G. Péturs- dóttir, Patreksfirði Fædd 26. mars 1929 Dáin 17. febrúar 1991 í dag verður kvödd hinstu kveðju í Patreksfjarðarkirkju mágkona okkar, Jóhanna Pétursdóttir. Enda þótt hún hafi átt við erfið veikindi að stríða að undanförnu, kom andl- át hennar nokkuð í opna skjöldu. En þannig er lífið, enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sínu. Jóhanna, eða Hanna eins og hún var alltaf kölluð, var fædd á Skriðn- afelli á Barðaströnd 26. mars 1929, dóttir hjónanna Valgerðar Jónsdótt- ur og Péturs Bjarnasonar, sem þar bjuggu. Þar ólst hún upp með bræð- rum sínum fjórum og fósturbróðir. Skólaganga hennar var eins og þá tíðkaðist nokkurra vetra bama- skólanám sem lauk fermingarárið. A hennar uppvaxtarárum var líf til sveita með allt öðrum hætti en nú er, vélvæðing víðast hvar engin, og þá síst í afskekktum sveitum, eins og Barðaströnd var þá. Börn fóru strax og þau gátu vettlingi valdið að hjálpa til við búskapinn og á unglingsárum að vinna við hann eins og þrek leyfði. Svo var einnig um Hönnu og lá hún ekki á liði sínu. Hanna var í foreldrahúsum fram á tvítugsárin. Um það leyti varð hún fyrir því óláni að veikjast af lömunarveiki. Hún átti lengi í þeim veikindum og náði sér raunar aldrei til fulls, hún fékk aldrei eftir þetta styrk í vinstri hönd. Hún var því lengi í skjóli foreldra sinna, sem studdu hana með ráðum og dáð. Á þessum árum dvaldi hún oft hjá móðursystur sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, og manni hennar, Hákoni Teitssyni, sem bjuggu hér syðra á þessum árum. Þau reyndust henni afar vel og varð samband þeirra eftir þetta eins og best gerist milli foreldra og barna. Þegar Hanna hafði náð sér svo eftir veikindin, að hún taldi sig geta farið að vinna, var ekki um marga kosti að velja. Störf, sem hæfðu fólki með skerta starfsorku, voru auðvitað engin í heimasveit. Það var því ekki um annað að ræða en að leita fyrir sér annars staðar. En þar var heldur ekki um auðugan garð að gresja fyrir alþýðustúlku með aðeins barnaskólapróf að baki. Það varð því þrautalendingin að fara í vist eins og kallað var. Þetta var eitt mesta láglaunastarf í þjóð- félaginu fyrr og síðar, en hafði þann kost að fæði og húsnæði fylgdi. Það var ekki lítils um vert fyrir stúlkur, sem réðu sig til slíkra starfa, að lenda hjá góðu fólki. Hanna var svo heppin að sú varð ávallt raunin á. Það var í einni slíkri vist á Pat- reksfirði, sem hún og Hannes bróð- ir okkar kynntust og felldu hugi saman. Þau giftu sig árið 1960 og hófu búskap í sambýli við móður okkar og móðursystur í húsi þeirrar síðarnefndu á Mikladalsvegi 7 á Patreksfirði. Það sambýli var ávallt eins og best varð á kosið. Þar bjuggu þau til ársins 1973, er þau fluttu í nýtt húsnæði að Bölum 4. Hannes og Hanna eignuðust tvö börn, þau Valgerði Láru, f. 1959, og Sigurð Pétur, f. 1961. Valgerður hefur um langt árabil búið og starf- að í Noregi. Sambýlismaður hennar er Rolf Tenden. Sigurður Pétur er sjómaður á Patreksfirði, ógiftur. Eftir að Hanna og Hannes hófu búskap helgaði Hanna heimilinu krafta sína. Og þótt starfsþrekið + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NILS ÍSAKSSON, Boðahlein 8, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Steinunn Stefánsdóttir, Gústav Nilsson, Þóra Ólafsdóttir, Ólafur Nilsson, Guðrún Ólafsdóttir, Bogi Nilsson, Elsa Petersen, Anna Nilsdóttir, Friðrik J. Hjartar, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON múrarameistari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Róbert Trausti Árnason, Klara Hilmarsdóttir, Anna Margrét Árnadóttir, Stefán Jón Sigurðsson, Sigríður Ólöf Árnadóttir, Ove Hansen og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og fósturbróðir, SIGURÐUR EGILL FRIÐRIKSSON frá Bolungarvík, Leirubakka 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð séra Páls Sigurðssonar eða hjúkrunarheimilið Skjól. Hólmfríður V. Hafliðadóttir, Friðrik P. Sigurðsson, Kristin Sigurðardóttir, Benedikt Guðbrandsson, Guðrún Inga Benediktsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Rósa Friðriksdóttir, Brynhildur Olgeirsdóttir, Ágúst Jasonarson. væri skert varð þess ekki vart á heimilinu, myndarskapur og dugn- aður húsmóðurinnar var slíkur. Hún var mjög fyrir allar hannyrðir og var alveg ótrúlegt hvað hún gat gert miðað við að önnur hendin var lömuð. Hun var einstaklega gestris- in og glaðlynd og ávallt stutt í húm- orinn hjá henni, jafnvel undir það síðasta. Það er ekki ofsagt, að Hanna hafi verið mjög barngóð, og var hún dagmamma í nokkur ár. Það var starf, sem átti mjög vel við hana. Þau börn, sem voru í pössun hjá henni, hændust sérstak- lega að henni, enda kölluðu þau öll hana ömmu sína, bæði meðan þau voru hjá henni og eftir það. Eftir að Hanna flutti til Patreks- fjarðar hélt hún miklum og sterkum tengslum við fjölskyldu sína á Skriðnafelli, en þar bjuggu móðir hennar og yngsti bróðir lengi tvö ein. Þau fluttu til Patreksfjarðar um 1980. Það átti þó ekki fyrir þeim tveim að liggja að búa þar lengi, þau fórust bæði í snjóflóðinu, sem féll á bæinn 22. janúar 1983. Braut flóðið hús þeirra, sem var gamalt timburhús. Einn bróðir Hönnu, sem var staddur í risi húss- ins, barst með því til sjávar og bjargaðist á undraverðan hátt frá bráðum bana. Þetta slys varð Hönnu mikið áfall, en hún sigraðist á þeim erfiðleikum sem öðrum í líf- inu. Hanna veiktist af illkynja sjúk- dómi á árinu 1975. Lengi vel tókst að halda sjúkdómnum niðri fyrir atbeina góðra lækna, en nú síðustu árin fór að halla undan fæti. Með aðstoð og umhyggju eiginmannsins gat hún þó verið heima allt til síð- ustu áramóta, að ekki var lengur stætt. Lagðist hún þá á sjúkrahús Patreksfjarðar. Það varð henni þó mikill styrkur, að fá að sjá dóttur- ina Valgerði um síðustu jól, en þá kom hún hingað í heimsókn til for- eldra sinna. Hanna kom hingað til Reykjavík-' ur til rannsókna í byrjun febrúar. Hún var ferðbúin til heimferðar, þegar skyndileg hjartabilun gerði vart við sig. Órlögin urðu ekki umflúin og lést hún í Borgarspítal- anum 17. febrúar sl. Við viljum færa Hönnu þakkir fyrir samvistirnar, sem varað hafa yfir 30 ár og hafa verið eins og best verður á kosið. Við erum þess fullviss að hennar bíði góð heim- koma á þeim slóðum sem hún er nú á. Agga, Dísa, Haukur og Stella Mig langar til að kveðja hana Jóhannu Guðbjörgu Pétursdóttur, Hönnu, og þakka fyrir mig. Það var alltaf svo gaman að heimsækja Hannes og Hönnu á Patró og eftir að ég flutti frá Patreksfirði átti ég ætíð vísan stað hjá þeim. Þar var tekið á móti manni með opnum örmum og breiðu brosi. Ég á margar góðar minningar þar sem við sátum saman í eldhús- inu, ég og Hanna. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla og skildi svo vel hvað ég, unglingurinn, var að hugsa. Við gátum talað tímunum saman um heima og geima og allt- af var Hanna brosandi og stutt í skemmtilega hláturinn. Og eitt er víst að það fór enginn út úr eldhús- inu hennar Hönnu án þess að hafa borðað ósköpin öll af kökum. Ég kveð þessa góðu vinkonu mína með miklum söknuði og vil með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir allar samverustundirn- ar. Hannes, Valla Lára og Siggi Pétur, Guð veri með ykkur og styrki. Elin Jóhannesdóttir Vordagar á miðjum þorra. Kátir berhöfða krakkar komnir í útileiki, laukar stinga feimnislega upp koll- inum. Á meðan liggur vetur kon- ungur í dvala, bröltir þó endrum og eins. Aldnir tala urri hret. Vor- þeyrinn umvafði sunnudagsmorg- uninn 17. þ.m. mánaðar líkt og hann viidi kveðja sem ljúfast eilífð- ar smáblómið sem þá yfirgaf okk- ur. Og skyndilega viku töfrar morg- unsins fyrir dimmum skuggum, loppin í hretinu störðum við orðvana hvert á annað. Hanna var hún jafnan kölluð. Smágerð kona en stórbrotin, svart- hærð og dökkeygð með há kinn- bein, nef lá hátt. Lundin einstaklega ljúf og létt, hláturkrókar í augum, hláturhrukkur. Sannkallað ljóssins + Irmilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, bróður, föður, fóstra, tengdaföður og afa, RUNÓLFS JÓNSSONAR, Gerði, Mosfellsbæ. Steinunn Júlíusdóttir, Sigurður Jónsson, Erla Runólfsdóttir, Atli Jónsson, Sveinn Eríing Sigurðsson, Kolbrún Hafliðadóttir og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför séra ÞORSTEINS BJÖRNSSONAR fyrrverandi Fríkirkjuprests. Sérstakar þakkir færum við safnaðarstjórn og Kvenfélagi Frikirkjunnar i Reykjavík. Sigurrós Torfadóttir, Björn Þorsteinsson, Torfi Þorsteinsson, Páll Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ingigerður Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Þorsteinsson, Þorgeir Þorsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. Edda Svavarsdóttir, Sigriður Kristinsdóttir, Guðrún K. Þórsdóttir, Hildigunnur Þórsdóttir, Hilmar F. Thorarensen, Ingibjörg Ó. Hafberg, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, barn, sérhver andlitsdráttur meitl- aður ánægju þess sem tekst á við líf sitt með heilum hug og hjarta þannig að snertir samferðamenn. Þó gekk hún aldrei heil til skógar. Önnur hönd hennar var visin en aldrei lét hún þessa fötlun skerða atorku sína, hvort sem hún bisaði við smábörn, sinnti heimilisverkum, saumaði út eða tók sér pensil í hönd. Með geislandi brosi sínu og smit- andi áhuga á öllum sem í kringum hana voru málaði hún líf margra björtum og svo undur hlýjum litum. Þennan eiginleika kunni smáfólkið svo sannarlega að meta að verðleik- um. Skærar barnsraddir, krímóttir súkkulaðimunnar og blikandi stjörnur sem í fölskvalausri ein- lægni trúðu vinkonu sinni, Hönnu, fyrir hugðarefnum og bollalögðu stórmál gærdagsins hafa misst mik- ið, vin sem alltaf átti tíma aflögu að hlusta og hugga og kom fram við þessa vini sína eins og alla aðra, af virðingu og heilindum. Barna- börnin eru ekki enn komin en samt er hann orðinn stór barnahópurinn, og á öllum aldri, sem nú situr hníp- inn og syrgir vinkonu sína kæru, hana sem tókst að varðveita barnið í sér til síðasta dags. Æðruleysi, kjarkur og umhyggja fyrir öðrum voru dyggðir. Að kvarta eða barma sér var óþekkt. Vinir í fjarlægð sem fylgdust ekki grannt með daglegri baráttu hennar fyrir lífinu gátu aldrei raunverulega gert sér grein fyrir því hversu þjáð hún var orðin og búin að vera óralengi. Spaugsyrði á vörum, góðlátlegt grín að sjálfri sér væri hún innt um heilsufár og samtali síðan beint inn á brautir þess sem hinum megin á línunni var. Þær komu líka erfiðu stundirnar. Sorgin. Hún var svipt því kærasta, móður og augasteininum, litla bróð- ur, þegar hrammur snjóflóða hrifs- aði til sín ijóra Patreksfirðinga fyr- ir 8 árum. Hún stóð við gluggann og horfði á, varnarlaus í þeim hild- arleik sem aðrir. En hún var aldrei ein. Öll árin, i gegnum alla sjúkdómserfiðleika beggja stóð hann við hlið hennar traustur og óhagganlegur. Askur- inn hennar ægifagri. Samhentir félagar, góðir uppalendur óska- barnanna sinna tveggja og alltaf eins og nýtrúlofuð, alveg til hinstu stundar. Glettnislegt blik, stríðni og hamingjan streymdi um ijóða skólastelpu. Ást, trúnaður og virð- ing í augnatilliti hvors annars og fullorðin kona fann sömu gléðina hríslast um sig eins og forðum. Hanna og Hannes, ekki hægt að nefna nafn annars án þess að hitt fylgdi með. Við erum ennþá orðvana. Samt þakklát að helstríð er á enda. Og ævinlega þakklát henni sem í ör- læti sínu og innilegri vináttu kenndi okkur að elska lífið. Kæri Hannes, Siggi Pétur, Valla Lára, Rolf og aðrir aðstandendur, innilegar samúðarkveðjur frá fjöl- skyldu minni. Hallfríður Ingimundardóttir Nú er elsku Hanna dáin. Tengsl okkar systkinanna við Hönnu voru þau, að hún var eiginkona móður- bróður okkar, Hannesar. Þau bjuggu á Patreksfirði, þangað sem við komum oft ásamt foreldrum okkar. Alltaf þegar við komum þangað í heimsókn til þeirra fengum við hjartanlegar og höfðinglegar móttökur og við systkinin hlökkuð- um alltaf til þess að koma til Pat- reksfjarðar. Hanna var alltaf að baka og elda eitthvað, sem litlum munnum þótti svo óumræðilega gott eða þá að hún spjallaði eða spilaði við okkur. Hún kom oft hingað til Reykja- víkur í rannsóknir í sambandi við veikindi sín og bjó þá hjá okkur hérna i Álfheimunum. Þá röbbuðum við saman um heima og geima, spiluðum á spil eða þá að hún lagði kabal og við fylgdumst með. Alltaf var Hanna glöð þrátt fyrir veikind- in, sem svo erfitt var að beijast- við. Við munum alltaf muna hvað hún var okkur góð og í huga okkar munum við alltaf sjá hana með bros á vör. Hafi Hanna okkar þökk fyrir allt. Ingibjörg og Óli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.