Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 9 Kvennakvöld - Spánnrkvöld Hið árlega kvennakvöld hestamannafélagsins Fáks verður haldið laugardaginn 2. mars nk. í félagsheimil- inu. Kvöldið verður í spænskum anda og spænskir rétt- ir á matseðlinum. Sala á aðgöngumiðum fer eingöngu fram á skrifstofu Fáks miðvikudaginn 27.2., fimmtudaginn 28.2. og föstu- daginn 1.3. frá kl. 16.00-20.00. Tekið er á móti pöntunum á skrifstofunni í síma 672166 frá kl. 13.00. Kvennadeildin. A laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF BANDAUQ ISLENSKRA SKÁTA <3t; LANDSSAMBAND HJÁIPARSVEITA sxAta Dósakúlur um allan bæ. Ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt „Ef þeim sem koma til Islands [erlendum ferða- mönnum] fjölgar jafn- hratt og undanfarin tíu ár verða þeir um alda- mótin orðnir um 250 þús- und á ári.“ Þannig er komizt að orði í grein í nýrri Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnáhags- mál. Árið 1950 komu hingað til lands 4.000 erlendir ferðamenn, árið 1973 75.000 og árið 1990 140.000. Fjöldi erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldaðist á sl. áratug. A þeirri fjölgun er sú spá byggð, sem hér að ofan getur. Vísbending segir: „Ætla má að um 3,5% landsmanna vimii við þjónustu við ferðamenn,- innlenda og erlenda. Árið 1988 voru ársverk í ferðaþjónustu 4.500 og. hafði þeim fjölgað um meira en 50% frá 1980. Hlutur ferðaþjónustu í' útflutningi vöru og þjón- ustu er mun meiri en í mannafla [laudsmenn á vinnualdri], eða upp und- ir 9% og hefur hlutfallið vaxið úr 4% árið 1980. Gjaldeyristekjur af ferðamönnum hafa aukizt hraðar en fjöldi fólks sem hingað kemur. Undanfarinn áratug jukuzt þær um 160% á föstu verðlagi. Að meðal- tali eru . þær rúmar 80 þúsund krónur og eru þá bæði taldar fargjalda- tekjur Flugleiða og það, sem eytt er hér á landi...“ Yandi ferða- þjónustunnar Þrátt fyrir mikla fjölg- un erlendra ferðamaima hefur íslenzk ferðaþjón- usta átt við nokkurn rekstrarvanda að glima, eins og raunar allur at-. vinnurekstur hér á landi. Vandi ferðaþjónustunn- ar, auk almenns vanda íslcnzks atviimurekstrar, er, að langflestir ferða- 140 þúsund erlendir ferðamenn 1990 Á síðastliðnu ári komu hingað til lands nálægt 140 þúsund erlendir ferðamenn. Ársverk í ferðaþjón- ustu hér á landi eru talin 4.500-5.000. Gjaldeyris- tekjur af hverjum ferðamanni eru áætlaðar um 80 þúsund krónur (fargjaldatekjur Flugleiða og eyðsla hér á landi). Ferðaþjónusta er þegar orðin mikil- vægur og gjöfull þáttur í þjóðarbúskap okkar. menn koma hingað á tíu vikna tímabili, það er á liásumri. „Dýrt er,“ segir Vísbending, „að lialda úti þeirri fjárfestingu, sem nauðsynleg er, ef hún nýtizt aðeins að fullu svo stuttan tíma. Reynt er að auka nýtingu hótela á öðrum hluta árs með ráð- stefnuhaldi. Ferðir út- lendinga hingað dreifast nú heldur jafnar á árið en áður.“ Spurning er hvort hægt er að nýta vaxandi áhuga fólks, beggja meg- in Atlantsála, á vetrar- íþróttum, til að beina ferðamöimum hingað til landsins. Ferðaþjónusta bænda vex og trúlega enn, sem og ferðaþjón- usta í sjávarútvegspláss- um, m.a. við stangveiði- meim sem áhuga hafa á að veiða sjávarfiska. „Frá 1984-1989 fjölg- aði heilsársgistirúmum um rúm 60%,“ segir Vísbending, „en sumar- gistirúmum um þriðj- ung.“ Þá hefur veitinga- húsum fjölgað ört hin allra síðustu árin. Rekst- ur gisti- og veitingaliúsa hefur sætt halla, á heild- ina Iitið, bæði 1988 og 1989, samkvæmt úrtaks- könnun Þjóðhagsstofn- unar. Fjárfestingar, með tilheyrandi kostnaði, hafa trúlega vegið þyngra en vöxtur þessar- ar atvinnugreinar. Kapp er bezt með forsjá í þess- uni efnum sem öðrum. Ihugunarefni varðandi ferða- þjónustu Stöðugt verðlag skipt- ir miklu fyrir framtíðar- vöxt feröaþjónustu. Vís- bending segir orðrétt: „Hátt verðlag hér á landi er það sem ferða- menn kvarta einna mest yfir. I könnun verðlags- stofnunar fyrir hálfu öðru ári kom fram að innlendar búvörur eru helmingi dýrari hér en í Svíþjóð. Sumir ferða- menn bregða á það ráð að hafa vistir með sér að heiman. Einfaldasta leið- in til þess að sporna gegn þessu er að lækka verð á iimlcndum matvörum." Vísbending segir og: „Fjárfestingar í ferða- þjónustu hafa ehikemist af of mikilli bjartsýni. Of algengt er hér á landi að menn líti á uppgang í ehini grein og miði áætlanir sínar við að hann hakli áfram með sama hraða um alla framtíð ...“ Kapp er af hinu góða, meðan menn fara ekki langt fram úr veruleikanum. Þá er óhjákvæmilegt að efla hvers konai' um- hverfis- og náttúruvernd, samhliða vaxandi streymi erlendra ferða- manna. Við eigum hik- laust að nýta okkur þann möguleika, sem ferða- þjónustan gefur, en fyrir- byggja jafnframt sem kostur er hinar neikvæðu hliðar hennar. Þetta tveimt er hægt að sam- ræma, ef hyggilega er að verki staðið. En hvað um framtíð ferðaþjónustu hér á landi? Vísbending segir: „Enda þótt vafasamt sé að treysta neinu um þrómiina á næstu árum, bendir flest til að ferða- þjónusta eflizt mikið. Þeim mun fjölga sem hafa atvinnu af þjónustu við ferðamenn. Nú koma um 9% gjaldeyristekna frá þessari grein, en það er sjöttungur þess sem sjávarútvegur aflar. Ef ferðamönnum fjölgai- með sama hraða og verið hefur síðustu tíu árin kæmi ckki á óvart að þetta hlutfall yrði um 15% um aldamótin." ELSTA TEPPAVERSLUN LANDSINS Á VÖNDUÐUM TEPPUM FYRIR STIGAHÚS 0G SKRIFST0FUR FRIÐRIKS BERTELSEN FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266 KAUPMANNAHOFN■LONDON Okkar eigið leiguflug alla miðvikudaga frá 1. maí til 25. september. Leiguflugið okkar gerir öllum kieift að komast til útlanda. Sannkölluð kjarabót í anda þjóðarsáttar. verö frá fcr. .. báöar leiðir. ;.;.;.v.;.y.v.y.;.v. verð frá kr. báðar leiðir. Fjölbreytt ferðaþjónusta á áfangastöðum. Ferðir með dönskum og enskum ferðasknfstofum. Margvíslegir gistimöguleikar. Sumarhús - bflaleigur - o.fl. Dæmi um okkar verð: TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI Á ÞESSUM ÓTRÚLEGU VERÐUM. FIUGFERÐIR SGLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066 og 22100 Ofangreind verö miðast við staðgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.