Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR 1991 Reuter Margot Fonteyn látín Breska ballerínan Margot Fonteyn lést á fimmtudag, 71 árs að aldri, og var hennar minnst með nokkurra mínútna þögn fyrir balletsýn- ingu í Covent Garden í Lundúnum, þar sem hún dansaði í mörgum frægustu hlutverkum sínum. Hún er talin á meðal bestu balletdönsur- um sögunnar. Myndin var tekin árið 1962 er hún æfði „La Corsaire“ í Konunglegu óperunni í Lundúnum. Israel: Hugsanlegur arftaki Peres ljær máls á Palestínuríki Jerúsalem. Reuter. ÉINN af helstu frambjóðendunum í fyrirhuguðu leiðtogakjöri ísra- elska Verkamánnaflokksins, Moshe Shahal, kvaðst í gær hlynntur stofnun ríkis Palestínumanna sem tengdist Jórdaníu. Shahal er fyrrverandi orkumála- ráðherra og tilkynnti nýlega að hann hygðist gefa kost á sér í leið- togakjörinu gegn Shimon Peres. Hann sagði að Palestínumenn gætu stofnað ríki í ríkjasambandi við Jórdaníu ef þeir viðurkenndu tilverurétt ísraels og féllu frá ýms- um kröfum sínum, svo sem þeirri að Palestínumenn gætu snúið aftur til svæða innan Israels sem þeir bjuggu á áður en gyðingaríkið var stofnað. Ummæli Shahals komu mörgum flokksmönnum hans á óvart og sættu gagnrýni margra innan Verkamannaflokksins. SVSLUO OPNUNARTÍMI BAR NATÍf IAAR E3 Mónud. 10-12 I>ri6jud. 10-12 Miövikud. 10-12 Fimmtud. 10-12 Föstud. 10-12 laugard. Sunnud. A LMEI INIR' rÍMAR m 13-22 13-18 13-22 13-18 13-22 13-18 13-18 Æ FING/ 1R g 18-22 18-22 10-13 18-20 10-13 18-20 NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 685533 Pavlov segir gjaldeyris- bröskurum stríð á hendur Moskvu. Reuter. VALENTÍN Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sagði gjald- eyrisbröskurum stríð á hendur I gær en hann segir að þeir hafi ráðgert að vinna efnahagsleg skemmdarverk og koma þannig Mík- haíl Gorbatsjov forseta frá völdum. „Að undanförnu hefur orðið vart við ýmis konar samtök sem minna á kólumbísku mafíuna og hafa hreiðrað um sig í neðanjarðarhag- kerfinu, einkum á svarta gjaldeyr- ismarkaðinum," sagði Pavlov. Hann sakaði vestræna bankamenn nýlega um að eiga aðild að sam- særi um að dæla milljörðum af rúblum, sem smygla átti til lands- ins, inn rsovéska hagkerfið. Ætl- unin hefði verið að auka eftirspurn og þar með verðbólgu. Fulltrúar svissneskra, austur- rískra og kanadískra banka sem Pavlov bendlaði við þetta ráða- brugg vísuðu ásökunum hans á bug og dróu í efa að nóg væri til af rúblum á Vesturlöndum til þess að þær hefðu áhrif á sovéskan efnahag væri þeim komið í umferð þar í landi. Pavlov sagðist hafa undir hönd- um skjöl sem sönnuðu samsæfis- kenninguna en hins vegar hefur hann ekki lagt neitt fram er bend- ir til þess að fullyrðingar hans eigi við rök að styðjast. Sagði hann í gær að skjölin gætu út af fyrir sig verið fölsuð og sagðist út af fýrir sig ánægður með að bankar á Vesturlöndum hefðu svarið af sér aðild að ráðbruggi um að valda efnahagsspjöllum í Sovétríkjunum. „Mér þykir miður að ummæli mín skildu hafa verið tekin sem árás á vestræn fyrirtæki og vest- Það voru nágrannar gömlu kon- unnar sem höfðu samband við lög- regluna, og eftir að fylgst hafði verið með húsi hennar um tíma var ráðist til inngöngu. Ekki þótti fara á milli mála hvers konar starf- semi færi þar fram. Fólk í Monte- varchi, sem er iðnaðarbær með nokkur þúsund íbúa, var þrumu lostið. Kona þessi fæddist árið 1901. Hún er sögð hafa unnið fyrir sér sem dansmær á tímabili, þar til hún kynntist eiginmanni sínum, ræna kaupsýslumenn. Við viljum eiga samstarf við þá,“ sagði for- sætisráðherrann. Hann gagnrýndi sovésk útflutningsfyrirtæki fyrir að leggja tekjur sínar inn á erlenda banka í stað sovéskra. Gaf hann til kynna að unnið væri að laga- setningu er skyldaði fyrirtækin til að flytja gjaldeyristekjur heim. erlendum aðalsmanni, á nætur- klúbbi þar sem hún vann. Eftir að hún giftist honum lifði hún kyrrlátu lífi þar til hann lést og hún stóð uppi fjárvana. Þá setti hún sig í samband við aðrar konur í Montevarchi sem áttu við svipuð vandamál að stríða og ákvað að hefja rekstur vænd- ishúss. Meðan stúlkurnar henn- ar sinntu viðskiptavinunum í svefnherbergjunum stjórnaði hún fyrirtækinu í gegnum síma og tók niður pantanir. Níræð frú rak vænd- ishús fyrir aldraða Róm. Daily Telegraph. NÍRÆÐ kona frá bænum Montevarchi á Mið-Ítalíu hefur verið sökuð um að hafa rekið vændishús fyrir eftirlaunaþega og aðra „fullþroska" einstaklinga. Hún vildi að „stúlkurnar" sem unnu hjá henni væru komnar af léttasta skeið; hinar elstu voru um fimmtugt. Forystugrein í þýska dagblaðinu Die Welt um sjálfstæðisbaráttu Litháa: Viðurkenning fyr- ir tilstilli Islendinga ÞÝSKA dagblaðið Die Welt fjallaði um ályktun Alþingis íslend- inga um sjálfstæði Litháens í forystugrein þann 14. þessa mánaðar. Þá birti blaðið ítarlega fréttaskýringu mánudaginn 18. febrúar þar sem m.a. er vikið að viðbrögðum Sovétsljórnar- innar og þeim ólíku sjónarmiðum sem fram hafi komið á Norð- urlöndum um hvernig bregðast beri við sjálfstæðiskröfum Eystrasaltsríkjanna þriggja. í forystugreininni sem birtist undir fyrirsögninni „Viðurkenn- ing fyrir tilstilli íslendinga" (An- erkennung durch Island) segir að nú liggi fyrir að íslendingar muni fyrstir ríkja heims taka upp stjórnmálasamband við Litháen. Önnur ríki hafi hins vegar enn sem komið er forðast að taka afdráttarlausa afstöðu í deilu Eystrasaltsríkjanna og Sovét- stjórnarinnar. Vikið er að því að yfirvöld í Þýskalandi hafi lýst yfir því að sjálfstæði verði ekki tryggt með einhliða yfirlýsingum og frá Lundúnum hafi þau boð borist að Eystrasaltsríkin verði sjálf að ná fram kröfum sínum með samningaviðræðum við so- vésk yfirvöld. Svipaðar yfirlýs- ingar hafi borist frá Bandaríkjun- um og Frakklandi. Svo virðist sem ríki þessi hafi sameinast um að að leiða sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna hjá sér. Er látið að því liggja að með þessu vilji forysturíki Vesturlanda ekki sfyggja Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Höfundur leiðarans, Enno V. Loewenstern, víkur að röksemd- um Eystrasaltsríkjanna í sjálf- stæðisbaráttu sinni og segir að það sjónarmið að hundsa beri kröfur „þessara erfiðu Balta“ fái tæpast staðist. Eystrasaltsríkin líti ekki á sig sem hluta af Sov- étríkjunum. Þjóðirnar við Eystra- salt líti svo á að um sé að ræða lögmætar kröfur þjóða sem hafi verið innlimaðar með hervaldi og eigi lagalegan rétt á að öðlast frelsi á ný. Bretar og Bandaríkja- menn hafi hins vegar aldrei viðurkennt innlimun Eystrasalts- rikjanna og hvetur leiðarahöf- undur til þess að ríki þessi opni, hið minnsta, skrifstofur í Eistl- andi, Lettlandi og Litháen. Höfundur víkur að griðasátt- málanum sem Hitler og Stalín gerðu með sér í ágústmánuði 1939 og segir Þjóðveija með þessu hafa rutt brautina fyrir Sovétmenn og gert innlimun ríkj- anna mögulega. Nú þurfi Þjóð- veijar að takast á við siðferðis- legar afleiðingar þessa og jafnvel vakni sú spurning hvort þeim beri ekki í raun lagaleg skylda til þess. Þjóðveijar geti ekki ávallt falið öðrum að hafa frum- kvæðið þegar um frelsi og mann- réttindi sé að ræða. Harkaleg viðbrögð Sovétmanna I fréttaskýringu blaðsins, sem rituð er af Alfred Zanker, segir að viðbrögð Sovétmanna við ályktun Alþingis hafi verið harð- ari en menn hefðu ætlað. Forsaga málsins er rakin og vikið að því að 19. desember hafi Alþingi, að frumkvæði Sjálfstæðsflokksins, samþykkt ályktun þess efnis að styðja bæri baráttu Eystrasalts- ríkjanna og vinna að viðurkenn- ingu á sjálfstæði þeirra á alþjóða- vettvangi. Hið sama gildi hins vegar ekki um hin Norðurlöndin og er það skoðun höfundar að þá staðreynd megi rekja til ólíkra hagsmuna þeirra á vettvangi ut- anríkis- og öryggismála. í Finn- landi segi menn að mál þetta teljist til sovéskra innanríkismála þar eð Finnar hafi á sínum tíma viðurkennt innlimun Eystrasalts- ríkjanna. Rifjuð eru upp ummæli utanríkisráðherra Finnlands, Pertti Paasio; „strönd Eistlands er mun nær Helsinki en Reykja- vík“. Norðmenn og Danir hafi á hinn bóginn aldrei lagt blessun sína yfír innlimun ríkjanna í Sov- étríkin. Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, hafi beitt sér fyrir því að opnaðar verði upplýsingaskrifstofur í Eystrasaltsríkjunum en hins veg- ar vilji hvorki dönsk né norsk stjórnvöld enn sem kómið er stíga skrefið til fulls með viðurkenn- ingu á sjálfstæði Litháens. I Sví- þjóð hafi hins vegar orðið ákveð- in áherslubreyting að undanf- jörnu. Svíar hafi fallist á inrilimun Litháens á sínum tíma en nú liggi fyrir að Litháen teljist fullvalda ríki þegar þjóðin hafi öðlast full yfirráð yfir landi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.