Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.02.1991, Blaðsíða 33
,R5 HUOAHMAÖUAJ G1GA.18MUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1991 Minning: Lára Veturliða- dóttir, ísafirði Fædd 26. mars 1921 Dáin 14. febrúar 1991 Ástkær amma okkar er dáin. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé farin frá okkur því við áttum ekki von á því að hún yfirgæfi okk- ur svona fljótt. Alltaf þegar von var á ömmu og afa í heimsókn til Akraness hlökk- uðum við til því amma hafði alltaf frá svo mörgu að segja og oft var hún með frumortar vísur eða ljóð um ýmsa atburði sem höfðu gerst. í kringum ömmu var alltaf mikið af fólki og því leið vel í návist henn- ar. Öllum þeim sem tengst hafa fjölskyldunni tók hún opnum örm- um og fannst þeim frá fýrstu kynn- um sem þau hefðu þekkt hana alla tíð. Hvar sem hún kom var alltaf líf og íjör og það geislaði af henni lífsgleðin. Minningin um ömmu verður ætíð lifandi í hugum okkar. Guðrún, Jóhanna, Bjarni og Bylgja Lára amma, eins og við kölluðum hana, lést í Borgarspítalanum 14. febrúar 1991. Andlát hennar bar skjótt að og sár er missirinn. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Guð- mundur M. Ólafsson. Þau eignuðust sjö börn, eitt er látið. Barnabörnin eru tuttugu og barnabarnabörnin tólf talsins. Amma var einstök persóna, hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Hún var sérstaklega barngóð og naut þess að hafa börn í kringum sig. Hún tók þátt í allskonar skemmtunum, söng gamanvísur og fór með gamanmál sem hún samdi sjálf af sérstakri innlifun og henni veittist auðvelt að fá fullan sal af fólki til þess að veltast um af hlátri. Hún hugsaði vel um fjölskyldu sína og sá aldrei nema bjartar hliðar á öllu, sama hvað það var: Það var ætíð glatt á hjalla þar sem amma var og ógleymanleg eru jólaboðin sem þau afi hafa haldið undanfarin ár. Alltaf gátum við leitað til ömmu og margar voru stundirnar sem við systkinin eyddum hjá ömmu og afa í Fjarðarstrætinu. Amma ræktaði fallegan garð fyrir framan blokkina í Fjarðarstræti 6, og hafði yndi af því að vera þar og gladdist yfir því hversu vel gróðurinn dafnaði. Það má með sanni segja að hún var barnabörnunum betri en engin og þetta er mikill missir fyrir fjölskyld- una, en við minnumst okkar ást- Kristrún Franz- dóttír - Kveðjuorð Fædd 26. ágúst 1908 Dáin 27. desember 1990 Móðursystir mín, Kristrún, er látin. Hún lést á þriðja degi jóla og hafði þá notið þess að eiga ánægju- stundir á heimili sonar síns og tengdadóttur, Arnar og Fríðu, á aðfanga- og jóladag, en á annan í jólum var hún að búa sig undir að fara í matarboð til dótturdóttur sinnar og nöfnu, Kristrúnar, er snögg breyting varð á líðan hennar til hins verra. Daginn eftir var hún kölluð burt á vit nýrra heima. Frænka, eins og við systkinin kölluðum hana oftast, bjó síðustu árin í Austurbrún 1 í Reykjavík. Hún lifði öll systkini sín, sem voru fjögur. Alltaf var sama fallega brosið og þýða viðmótið sem mætti mér þegar ég kom í heimsókn til henn- ar. Sat hún þá oftast með bók í hönd eða réð krossgátur úr dönsk- um eða norskum blöðum, sem mér var óskiljanlegt því ekki var skóla- ganga hennar svo löng. Frænka var ekki mjög félagslynd, en tók mikinn þátt í starfi Guðspekifélagsins. Hún þótti einnig góð við að spila brids og naut hún þess í góðra vina hópi. Hún var falleg og skemmtileg kona og sakna ég nú þeirra stunda sem ég átti með henni — en ég veit að ég á eftir að hitta hana aftur, við trúðum bæði á það. Ég þakka henni fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Hólmar Finnbogason Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. - -............ kæru ömmu með þakklæti og hiýju í hjarta. Elsku afi, megi Guð styrkja þig í þessari miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V.Briem) Gummi, Árni, Stella og Didda í dag er gerð vestur á ísafirði útför Láru Veturliðadóttur. Hún var fædd þar í bæ enda má segja að ísafjörður hafí alla tíð verið bærinn hennar. . Foreldrar hennar voru Veturliði Guðbjartsson og Guðrún Halldórs- dóttir. Þau eignuðust 19 börn á árunum 1910-1936 og var Lára nærri miðju í þeim hópi. Þrettán þeirra systkina náðu fullorðinsaldri og eru nú 11 á lífi. Veturliði Guðbjartsson átti ættir víðsvegar um Vestfirði en ungur kom hann til ísafjarðar. Hann var lengi fastur starfsmaður ísafjarðar- bæjar og þótti trúr og dyggur í starfi og var ljúfur í dagfari. Guð- rún kona hans var dóttir Halldórs Halldórssonar frá Hóli á Hvilftar- strönd í Önundarfirði og Sigurlínu Guðmundsdóttur. Ekki efndu þau til hjúskapar enda ung að árum. Halldór varð ekki gamall en Sig- urlína giftist síðar Halldóri Ólafs- syni pósti og ólu þau upp eitt af börnum Guðrúnar og Veturliða, hið eina sem fór úr foreldrahúsum á barnsaldri. En Guðrún Halldórs- dóttir ólst upp hjá föðurfólki sínu á Hóli, frá 5 ára aldri. Lára Veturliðadóttir giftist 1942 Guðmundi M. Ólafssyni sjómanni frá Bolungarvík. Hann var lengi matsveinn á Djúpbátnum Fagra- nesinu. Þau Lára eignuðust 7 börn. Guðrún, Jóhann og Sverrir eru bú- sett á ísafirði, Sigurlína, Salóme og Lára eru giftar sjómönnum á Akranesi, skipstjórum og vélstjóra en yngsti sonurinn, Ólafur, er látinn fyrir fjórum árum. Auk þess að annast börn sín og uppeldi þeirra vann Lára utan heim- ilis svo sem venja er. Hún vann í fiski eða við matreiðslu eftir því sem á stóð. Á unglingsárunum vann húní eldhúsi sjúkrahússins. Eftir að menntskólinn hóf starf á ísafírði unnu þau hjónin við mötuneyti hans. Lára batt tryggðabönd við þessar stofnanir vegna þjónustu sinnar við þær. Á sumrum meðan Guðmundur var enn á Fagranesinu vann Lára stundum með honum þegar mest var um ferðamenn og eins leysti hún hann stundum af ferð og ferð ef svo bar undir. Eins og títt er á barnaheimilum vandist Lára því strax í bernsku að líta til með yngri systkinum. Svo tók við að annast eigin börn og á efri árum var vakað yfir barnabörn- um. Þannig ræktu þáu Lára og Guðtnundur frumskyldur þæt' sem ábyrgir menn gangast undir. Lára hafði yndi af því að skemmta öðrum. Stundum fór hún með gamanmál í samkvæmum er eftir því var leitað. Mér fannst hún búa yfir sérstökum hæfileikum til að vera gamanleikari. Hún var jafn- an létt í máli og glaðvær og entist æskufjörið lengi vel þó að heilsan væri ekki svo góð sem skyldi. Hún var hressandi gleðigjafi í umgengni við kunningja og samstarfsmenn svo að segja ntá að frá henni geisl- aði lífsgleði. Því var gott að njóta návistar hennar. Slíkrar konu er saknað þegar hún hverfur. En varla hefði hún unað því vel að eiga langa elli án þess að mega taka til hendi. Víst er það gott að henni var hlíft við slíku. Og þrátt fyrir söknuðinn munu þeir sem henni stóðu næst enn um sinn búa að gleðinni frá samfylgd henn- ar. Hennar er gott a minnast. H.Kr. Þegar þú ert sorgmæddur, skoða aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran)" Móðursystir mín, Lára Veturliða- dóttir, andaðist í Borgarspítalanum 14. þ.m. eftir stutta legu. Þungur harmur er kveðinn að öllu hennar fólki, því þó að Lára hafi átt við lasleika að stríða undanfarin ár, þá bjóst enginn við að umskiptin yrðu svo snögg sem þau urðu. Lára var fædd á ísafirði 26. mars 1921 og hefði því orðið sjötug í næsta mánuði. Á Isafirði bjó hún alla Líð. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Halldórsdóttur og Vetur- liða Guðbjartssonar. Þau hjón Guð- rún og Veturliði eignuðust 19 börn og komust 13 þeirra til fullorðins- ára og eru 11 þeirra á lífi. Afkom- endur þeirra munu nú vera hátt á þriðja hundrað. Lára giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Guðmundi M. Ólafs- syni matsveini frá Bolungarvík, árið 1942. Stigu þau þá sín mestu gæfu- spor. Þau eignuðust sjö börn og þau eru: Jóhann, fæddur 1942, hann á einn son. Guðrún, fædd 1943, giftV Hjalta Hjaltasyni skipstjóra á Isafirði og eiga þau fjögur börn. - Sigurlína, fædd 1945, gift Kristófer Bjarnasyni skipstjóra á Akranesii þeirra börn eru fjögur. Salóme, fædd 1946, gift Guðjóni Bergþórs- syni skipstjóra á Akranesi, eiga þau eina dóttur. Sverrir, fæddur 1947, verkstjóri á ísafirði, kvæntur Amalíu Pálsdóttur, eiga þau fimm börn. Ólafur, fæddur 1952, dáinn 1986, hann var kvæntur Katrínu Jonsdóttur og áttu þau tvær dætur. Yngst er Lára Kristín, fædd 1958, gift Frímanni Jónssyni vélstjóra á Akranesi og eiga þau þijú börn. 26. september 1986, urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að missa Ólaf son sinn eftir langvarandi veik- indi frá eiginkonu og tveimur ung- um dætrum. Þá sýndi Lára hvílíkan styrk hún átti, því aldrei lét hún bugast en veitti frekar öðrum af styrk sínum. Lára var á margan hátt mjög merkileg kona. Hún var falleg kona, og bar aldurinn sérlega vel. Henni var margt til lista lagt, hagmælt í betra lági, söngvin og með afbrigð- um skaplétt, ávallt með bjartsýni í fyrirrúmi. Á mannamótum var hún ævinlega hrókur alls fagnaðar, og • söng þá gjarnan gamanvísur sem hún orti sjálf. Eftir að börnin komust á legg fór hún að vinna utan heimilisins. Fyrstu sex árin sem Menntaskólinn á ísafirði starfaði var hún ráðskona þar. Hún var þar virt og elskuð bæði af kennurum og nemendum. í mörg ár vann hún á sumrin með manni sínum sem matsveinn á ms. Fagranesi en stundaði fiskvinnu á vetrum. Einnig vann hún á Sjúkra- húsi ísfjarðar. Alls staðar þar sem c Lára vann var hún sérlega vel liðin, þar sem hún var ákaflega dugleg með sína léttu lund og átti sérlega gott með að umgangast fólk. Ég veit að það mætti skrifa heila bók um hana Láru frænku mína, svo sérstæð kona var hún, en þessi fáu orð verða að nægja að sinnf. Ég votta eftirlifandi eiginmanni Láru, börnum hennar og fjölskyld- um þeirra, svo og öllum þeimj sem um sárt eiga að binda vegnalfrá- falls hennar mína dýpstu samuð. Sigrún Aradóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns mfns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS ÞORBERGS GÍSLASONAR, Hólsvegi 4b, Eskifirði. Jóhanna Þórólfsdóttir, Jóna Mekkin Jónsdóttir, Magnús Guðnason, Jónína Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörn Þór Óskarsson, Gísli Jónsson, Margrét Rósa Kristjánsdóttir, Sólveig Jónsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR STEFÁNSDÓTTUR, írafossi. Óli Haukur Sveinsson, Anna Marfa Óladóttir, Gylfi Þorkelsson, Elín Geira Óladóttir, Hafdís Óladóttir, Jóhannes Bjarnason og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og ómetanlegan stuðning við andlát og útför SVEINBJARGAR HALLVARÐSDÓTTUR, Reynisholti, Mýrdal. Sérstakar þakkir til forstöðukonu og starfsfólks Hjallatúns. Guð blessi ykkur öll. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.