Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 19
tsgfe spurningunni um afskipti hins opin- bera. Það þarf sem sagt að finna rök, — grundvallarrök, fyrir tilvist Rásar 2. Að hluta til hefur Rás 2 sinnt íslenskri dægurmenningu meira en aðrar stöðvar. Hún hefur lagt meiri áherslu á íslenskar rætur þeirra hugðarefna sem leita á almenning dags daglega. Hún hefur sinnt pæl- ingum unglinga og lagt meiri rækt við íslenska dægurtóniist en aðrar stöðvar. Hún hefur reynt að fjalla um hvunndagslífið og síðast en ekki síst hefur hún skerpt íslenska hugs- un með meitluðum pistlum og hvöss- um skoðanaskiptum. Með öðrum orðum þá er Rás 2 öðrum þræði íslensk dægurmenningarútvarps- stöð. Á tímum þjóðlegra ljósvakamiðla er brýn nauðsyn á að sinna ís- lenskri dægurmenningu, — hún mótar mál og hugsun, einkum hinna uppvaxandi kynslóða. Sjónarhóll dægurmála þarf að vera íslenskur eigi sýn okkar ekki að vera alþjóð- leg flatneskja. Hið opinbera hefur skyldur gagnvart íslenskri menn- ingu. Sé skilningur á mikilvægi dægurmenningar í fjölmiðlasamfé- lagi nútímans fyrir hendi, liggur- í augum uppi að opinberum aðilum ber að styrkja og styðja við íslenska dægurmenningu og fáar leiðir' eru heppilegri til þess en einmitt að reka útvarpsstöð. En Rás 2 er í dag einn- ig hefðbundin tónlistarútvarpsstöð en engin ástæða er til þess að opin- berir aðilar komi nálægt slíku. Því er einungis hægt að réttlæta opin- ber afskipti af Ras 2 sé hún fyrst og síðast íslensk dægurmenningar- stöð. Hafí sjálfstæðismenn í huga að selja þá Rás 2 sem einungis sinnti íslenskri dægurmenningu þá eru þeir um leið að draga úr þeirri ábyrgð sem hingað til hefur verið talið sjálfsagt að hið opinbera beri gagnvart íslenskri menningu. Sé það raunin nú þegar henni er ógnað alvarlegar en oftast áður, þá er bleik brugðið. Rítzau frétta- stof an rek- in með halla Halli varð á rekstri dönsku fréttastofunnar Ritzau í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins nemur nú 186.000 dönskum krónum og hefur minnkað úr 1,1 milljón á einu ári. Staða fyrirtækisins er þó betri en þessar tölur segja til um, því að eignir þess eru skráðar á 10 milljóna króna lægri upphæð en verðmæti þeirra er metið á samkvæmt opinberu mati. Sala á efni frá fréttastofunni til blaða og útvarps jókst um sjö af hundraði í fyrra í 66 milljónir danskra króna. Starfsmenn frétta- stofunnar eru 143 og meðalárslaun hækkuðu um aðeins 5% í 283.000 danskar krónur. Aðeins ein deild fréttastofunnar var rekin með halla: sú sem sendir frá sér frétta- ágnp úr dönskum blöðum á ensku. Árið 1989 var Ritzau rekin með 100.000 króna hagnaði. Helstu ástæðurnar fyrir því að fréttastof- an var rekin með 884.000 króna halla í árslok 1990 voru vaxtagjöld og auknar afskriftir. Ástæðan fyr- ir þeim er tölvuvæðing, sem er metin á um 15 millljónir danskra króna. Til þess að mæta hallanum fær Ritzau 725.000 krónur úr sam- eiginlegum sjóði danskra blaða. Aðalritsjóri Ritzau er Per Winth- er og stjórnarformaður er Hans Dam, aðalritsjóri Berlingske Tid- ende. Fyrirtækið er ekki skattskylt og greiðir ekki arð. Þrátt fyrir hallann ver^a 738.000 krónur lagðar til hliðar, meðal annars til þess að minnast 125 ára afmælis fréttastofunnar og til þess að fylgj- ast með væntanlegum kosningum og næstu Ólympíuleikum. MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991 Evrósport í hættu Óvissa ríkir um framtíðar- hlutverk Evrósports, sem marg- ir þekkja vegna gervlhnatta- sendinga Sky-sjónvarps fjöl- miðlakóngsins Ruperts Murdochs. Evrósport er sameig- inlegt fyrirtæki Skys og nok- kurra evrópskra ríkissjónvarps- stöðva, þeirra á meðal BBC í Bretlandi. Nú er reynt að endurskipuleggja fyrirtækið og laða að því nýja hluthafa. Ástæðan er sú að stjórn- arnefnd Evrópubandalagsins komst að þeirri niðurstöðu í febrú- ar að samkomulag um sameiginleg fyrirtæki, sem tilvera Evrósports grundvallast á, væri brot á Rómar- sáttmálanum, það er stofnskrá bandalagsins. Evrósport leggur annan skilning í úrskurðinn en Fi-ancis Baron framkvæmdastjóri fyrirtækis íþróttarása í gervihnattastöðvum (The European Sports Network) í Lundúnum, sem lagði málið fyrir stjórn Evrópubandalagsins. Baron heldur því fram að íþrótta- rásin Sereensport, sem hann stjórn- ar, eigi að geta. keppt við aðrar rásir í Bretlandi á jafnréttisgrund- velli. Hann hefur hótað að fara í mál við nýtt fyrirtæki, sem kunni að verða stofnað á grundvelli Evró- sports og muni grundvallast sem fyrrum á einkarétti frá Evrópusam- bandi útvarps- og sjónvarpsstöðva (EBU). „Úrskurðurinn eyðir öllum vafa um þetta,“ sagði hann við Financial Times. Alan Hart, stjórnarformaður Evrópsport, kveðst hins vegar mjög bjartsýrin á framtíð fyrirtækisins að sögn blaðsins. Helsti styrkur Evrósports er sá að að rásinni standa allir 17 aðilar EBU og að hún hefur rétt til sjón- varpssendinga frá íþróttaviðburð- um, sem EBU semur um og Evró- visjón dreifir. Stjórnarnefnd EB kannar nú kærur þess efnis að kaup EBU á einkarétti til sjónvarpssendinga frá Francis Baron: vill heiðarlega samkeppni. íþróttaviðburðum fyrir alla aðila sambandsins séu einnig brot á sam- keppnisreglum. Þu ætlar þó ekkiað sitja heima! Ef þú kemur í verslanir Eymundsson bíður þín landsins mesta úrval af ferðahandbókum og vegakortum. Með hjálp Eymundsson geturðu notið þess að ferðast um allar heimsins jarðir. Feroabokamarkaourinn er í Eymundsson - Austurstræti ; V I V EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTIVIDHLEMMMJÓDDKRINGLUNNIEIÐISTORGI 91-18880 91-29311 91-76650 91-687858 91-611700 PÓSTHÓLF 850 • 121 REYKJAVÍK • SÍMAR 14255 OG 13522 • FAX 15078

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.