Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 2

Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Endurgreiðsla skatta inn á bankareikning Fjármálaráðuneytið mun greiða vaxtabætur og endurgreiðslu vegna ofgreiddra skatta til starfsmanna ríkis og bæja, bankastarfs- manna og tryggingabótaþega beint inn á launareikninga viðkom- andi, nema annars sé óskað. Áður hefur verið frá því skýrt að það verði gert við bamabætur, húsnæðisbætur og barnabótaauka. Almennir launþegar geta einnig sótt um þessa fyrirgreiðslu hjá sínum viðskiptabönkum. Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér að þessar greiðslur berast fyrr til viðtakenda. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðu- neytinu hafa viðbrögð almennra launþega verið talsverð. Ráðu- neytið sendir 45.000 ávísanir vegna barnabóta, barnabótaauka og húsnæðisbóta til viðtakenda um mánaðamótin en 25.000 bótaþeg- ar fá sínar greiðslur sem innlegg á bankareikninga. Loðskinnauppboð í Kaupmannahöfn: 75% verðhækkun á blárefaskinnum VERÐ á blárefaskinnum hækkaði um 75% frá því í febrúar á loð- skinnauppboði sem hófst í Kaup- mannahöfn á sunnudaginn. Verð á silfurrefaskinnum hækkaði um 65%, bluefrostskinn hækkuðu um 62% og verð á skuggarefaskinn- um hækkaði um 43%. Alls voru boðin 252.437 skinn á uppboðinu, þar af 3.000 íslensk skinn, og seldust þau öll. Meðalverð á íslenskum blárefa- skinnum á uppboðinu var 2.945 kr., meðalverð silfurrefaskinna var 3.403 kr., og meðalverð bluefrost- skinna 3.046 kr. Skinn af hvítref seldust á 2.917 kr. meðalverði, og meðalverð skuggarefaskinna var 2.743 kr. Á uppboðinu voru skinn frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og íslandi, og var meðalverð þeirra í heild 3.110 kr., en meðalverð ís- lensku skinnanna var 2.743 kr. Landsvirkjun: Gjaldskráin þarf að hækka um minnst 7-8% á næstunni Morgunblaðið/RAX Yoko Ono gróðursetur tré Listakonan Yoko Ono hefur haft í mörgu að snúast hér á landi, en á laugardag var opnuð sýning á verkum hennar á Kjarvalsstöðum. Síðdegis á sunnu- dag gróðursetti hún átta tré í Vinaskóginum í Kára- staðalandi. Að loknu verkinu kyssti hún hvert tré. Sjá einnig bls. 25. Skák: Karl keppir í Budapest KARL Þorsteins er með 4‘h vinn- ing eftir 8 umferðir á skákmóti í Budapest í Ungverjalandi. Mótinu lýkur á föstudag. Þetta er lokað mót í 8. styrkleika- flokki með 13 þátttakendum, þar af þremur stórmeisturum og 10 alþjóð- legum meisturum. Efstur á mótinu er ungverski stórmeistarinn Lukacs með 5'A vinning en þrír skákmenn koma næstir með 5 vinninga. Karl sagði við Morgunblaðið að hann hefði vonast til að ná áfanga að stórmeistaratitli á mótinu en sú von væri að mestu úti. - segir Halldór Jónatansson forstjóri ÁÆTLAÐUR greiðsluhalli Landsvirkjunar í ár er tæpar 800 millj- ónir króna, en á síðasta ári var greiðsluhallinn 338 milljónir, eins og fram kom í máli Halldórs Jónatanssonar, forsljóra Landsvirkj- unar, á ársfundi fyrirtækisins síðastliðinn föstudag. Að sögn Hall- dórs eru viðræður Landsvirkjunar og Þjóðhagsstofnunar um þörf á hækkun gjaldskrár og langtímamarkmið í verðlagningu raforku frá Landsvirkjun til almenningsrafveitna nú í þann veginn að hefjast, en ljóst sé að til að ná greiðslujöfnuði í ár þurfi að hækka gjaldskrána meir en svo á einu ári að raunhæft geti talist, og því ekki um annað að ræða en leiðrétta gjaldskrána í áföngum. Telur Halldór að liður í slikri leiðréttingu þurfi að vera minnst 7-8% hækkun gjaldskrárinnar á næstunni. Á fyrsta ársfjórðungi í ár hefur eru meginástæðurnar fyrir því hve Landsvirkjun orðið fyrir gengi- stapi að fjárhæð 1.128 milljónir króna, og nemur rekstrarhalli á sama tíma 108 milljónum króna. Að sögn Halldórs Jónatanssonar afkomuhorfurnar eru slæmar óhagstæð gengisþróun það sem af er þessu ári, og meiri lækkun á raunverði rafmagns frá Lands- virkjun til almenningsrafveitna á undanförnum árum en langtímaá- ætlanir hefðu gert ráð fyrir. Hann sagði að stjórn Landsvirkjunar hefði verið gerð grein fyrir þessum vanda, og undirbúningi viðræðna Landsvirkjunar og Þjóðhagsstofn- unar um hækkunarþörf í ár og langtímamarkmið í verðlagningu raforku frá Landsvirkjun til al- menningsrafveitna væri lokið af hálfu Landsvirkjunar. Ekki væri um annað að ræða en leiðrétta gjaldskrána í áföngum, og teldi hann að liður í slíkri leiðréttingu þyrfti að vera að minnsta kosti 7-8% hækkun á næstunni. Til lengri tíma litið þyrfti siðan nokkra raunverðshækkun til við- bótar 1992 og 1993 að teknu til- liti til aukins rekstrarkostnaðar Lögreglan í Reykjavík: Ráðherra skipar í stöðu sem lögreglustjóri vill leggja niður ÓLI Þ. Guðbjartsson, dómsmálaráðherra, hefur skipað Hilmar Þorbjörnsson, lögregluvarðsljóra, í stöðu aðstoðaryfirlögreglu- þjóns við embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Böðvar Bragason lögreglusljóri hafði lagst gegn því að skipað yrði í stöðuna, sem hann segir óþarfa og falla utan gildandi starfsskipulags hjá emb- ættinu. Hann kvaðst í samtali Morgunblaðið einungis líta á þessa stöðuveitingu sem kauphækkun viðkomandi manns. Óli Þ. Guð- bjartsson dómsmálaráðherra segist hafa skipað í stöðuna þar sem sér hafi fundist óeðlilegt að fækka í verkstjóm lögreglunnar á sama tíma og 10% fjölgun hefði orðið í lögregluliði borgarinnar. „Það starfsskipulag, sem hér er unnið eftir í dag, gerir ekki ráð fyrir þessari stöðu,“ sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í samtali við Morgunblaðið. „Stefnan hefur verið sú hjá mér, eins og ég hef lýst fyrir ráðuneytinu, að reyna að gera yfirstjórn embættisins skilvirkari, boðleiðir greiðari og alla stjórnun auðveldari. í þessu felst meðal annars það langtíma- markmið að fækka eilítið í yfir- stjóm. Ég tel að það sé embættinu betra að fjölga þeim starfsmönn- um sem eru í sem beinustu sam- bandi við þá sem við vinnum fyr- ir. Það er af þessari ástæðu sem mér kemur þetta á óvart. Ég hef beðið um rök fyrir því hvers vegna ætti að senda mér menn sem ekki pössuðu inn í þessa rekstrarmynd. Þennan rökstuðning vantar enn. Hins vegar hefur mér verið sendur maðurinn," sagði Böðvar Braga- son. „í fyrra þegar staðan varð laus tilkynnti lögreglustjóri mér þann vilja sinn að ekki yrði ráðið í stöð- una og yfirlögregluþjónum í Reykjavík fækkað. Eg bað hann um rökstuðning fyrir því og hann afhenti mér skipurit sem hann byggði þetta á en annan rökstuðn- ing hef ég ekki fengið fyrir fækk- un af hans hálfu,“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra. „Ég athugaði þetta í ákveðinn tíma hér í ráðuneytinu og eftir þá athugun var ég ekki sammála þessu áliti lögreglustjóra,“ sagði ráðherra. Aðspurður hvort lög- reglustjóra hefði verið falið að breyta því skipuriti sem hann lagði fram sagði ráðherra það liggja í hlutarins eðli eftir þá ákvörðun sem tekin hefði verið í ráðuneytinu fyrr í vetur að fjöldi yfirlögreglu- þjóna yrði óbreyttur frá því sem verið hefði. Hilmar Þorbjömsson skipaði 3. sæti á framboðslista Fijálslyndra, flokks dómsmálaráðherra, í Reykjaneskjördæmi við síðustu alþingiskosningar en ráðherra sagði að pólitískar skoðanir Hilm- ars hefðu engin áhrif haft í þessu máli. Hann hefði að baki 33 ára starfsaldur við góðan orðstír í lög- reglunni, auk þess sem hann hefði áður hlotið meðmæli fyrrverandi lögreglustjóra í stöðu aðstoðaryfir- lögregluþjóns en öðrum hefði þá verið veitt staðan. „Allt um það finnst mér ekki eðlilegt að hann yrði látinn gjalda skoðana sinna í því efni fremur en lögreglustjóri sjálfur. Ef ég man rétt þá var hann varaþingmaður þess dóms- málaráðherra sem skipaði hann í embætti lögreglustjóra. Enda hef ég ekki orðið var við að lögreglu- stjóri hafi gagnrýnt þetta á neinn hátt,“ sagði Oli Þ. Guðbjartsson. vegna tilkomu Blönduvirkjunar, en síðan ætti raunverðið að geta farið lækkandi á ný fram yfir alda- mótin þar til það yrði látið stað- næmast við langtíma jaðarkostn- aðarverð. ------*-*-*---- Flugleiðir: Með stundvís- ustu flugfé- lögum Evrópu FLUGLEIÐIR hf. eru að sögn Péturs J. Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs, komnir í hóp stundvísustu flugfé- laga í Evrópu. „Við tókum þá ákvörðun fyrir ári að stefna að því að ná að minnsta kosti meðaltali í stundvísi miðað við önnur flugfélög í Evrópu á síðasta ári og það virðist hafa tekist. Síð- ustu mánuðina höfum við verið um og yfir meðaltali þeirra, í 14. til 4. sæti af félögum í Samtökum flugfé- laga í Evrópu síðustu mánuði," sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið og bætti við að félagið stefndi að sjálf- sögðu að enn meiri stundvísi í framt- íðinni. Hann sagði að Finnair hefði náð einna bestum árangri í stundvísi á síðastliðnu ári. Verð bíó- miða hækkar VERÐ á aðgöngumiðum kvik- myndahúsa hefur í nokkrum til- fellum verið hækkað úr 400 í 450 kr., en að sögn Árna Samú- elssonar eiganda Bíóhallarinnar á það við um miðaverð á mynd- ir sem dýrari eru en aðrar í innkaupum. Árni sagði að innkaupsverð á kvikmyndum hefði hækkað tals- vert undanfarið vegna hækkandi gengis Bandaríkjadollars. Hann sagðist telja að almennt verði að- göngumiðaverðið komið í 450 kr. eftir um það bil einn mánuð, en verðið hefur verið 400 kr. í tæp- lega tvö ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.