Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 4
'MOÍRGtíNBIAÐIÐ ÞRIÐJÍÍÐÁGUR 30. APRÍL 1991
4
Morgunblaðið/Sverrir
Homsteinn lagður að Ráðhúsi Reykjavíkur
Davíð Oddsson borgarstjóri lagði homstein að Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag, að viðstöddu fjölmenni.
„Þetta er mikill gleði- og hátíðisdagur fyrir borgarbúa og alla þá sem hér hafa unnið að mótun Ráðhúss-
ins,“ sagði Davíð og þakkaði þeim sérstaklega, sem staðið hafa að framkvæmdum um leið og hann benti á
að allar tímaáætlanir hafa staðist. Á myndinni bendir Davíð á hvar skrifstofa borgarstjóra verður í Ráðhús-
inu, áður en hann brýtur bita af kökuhúsinu, sem gestum var boðið upp á við athöfnina.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 30. APRÍL
YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er 1.025 mb hæft, en dálítið lægftar-
drag skammt fyrir austan land. Um 900 km suður af Hornafirði
er 1.002 mb lægft sem þokast austsuðaustur.
SPÁ: Hæg norðlæg eða norftvestlæg átt og skýjað með köflum
sunnanlands og vestan, skýjað að mestu og smáél á annesjum
norðanlands en léttskýjað á Austurlandi. Austan og norðaustan
gola, skýjað og sums staðar súld á Austfjöröum í nótt. Hiti breyt-
ist litið.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg vestlæg eða
breytileg átt og fremur svalt. Skýjað og sums staðar dálítil súld
við suðvesturströndina, en annars þurrt. Víða léttskýjað um austan-
vert landið.
TÁKN:
•Q ► Heiðskirt
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
f f f f Rigning
/ / /
* / *
f * f * Slydda
f * f
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■JO' Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl, tíma
Akureyri Reykjavik hitl 6 4 veður skýjað skýjað
Bergen 13 léttskýjað
Helsinki 9 skýjað
Kaupmannahöfn 3 skúr
Narssarssuaq B skýjað
Nuuk +4 skýjað
Osió 13 skýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Þórshöfn 9 léttskýjað
Algarve 20 léttskýjað
Amsterdam 8 alskýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Berlín 10 skýjað
Chlcago 17 þokumóða
Feneyjar 17 þokumóða
Frankfurt 14 léttskýjað
Glasgow 10 rigning
Hamborg 9 skúrásfð.klst.
Las Palmas vantar
London 15 rignlng
Los Angeles 28 heiðskfrt
Lúxemborg 12 skýjað
Madríd 18 hálfskýjað
Malaga 20 léttskýjað
Mallorca 18 skýjað
Montreal 16 skýjað
NewYork 19 skýjað
Orlando 33 skýjað
Parls 14 skýjað
Róm 16 skýjað
Vín 17 léttskýjað
Washington 25 rigning
Winnipeg 12 léttskýjað
Efast um lagalega
heimild Stefáns
- segir Benedikt Árnason um upp-
sagnir þj óðleikhússtj óra
STARFSFÓLK Þjóðleikhússins, sem sagt var upp í byrjun ársins,
efast um að Stefán Baldursson, nýr þjóðleikhússljóri, hafi haft laga-
lega heimild til að ráðskast með starfslið Þjóðleikhússins fyrr en
I. september þegar hann tekur formlega við starfinu. Stefán segir
að nýr þjóðleikhússtjóri beri ábyrgð á rekstri leikhússins og því sé
eðlilegt að hann ráði hveijir starfa við stofnunina.
„Það eru margir virtir lögfræð-
ingar þeirrar skoðunar að Stefán
Baldursson hafi ekki haft lagalega
heimild til að segja okkur upp. í
lögum um Þjóðleikhúsið segir að
nýr þjóðleikhússtjóri eigi að kynna
sér störf stofnunarinnar frá 1. jan-
úar til 1. september þegar hann
tekur við starfinu. Það er tekið fram
að hann hafi aðeins atkvæðisrétt
þjóðleikhússtjóra við fjárhagsáætl-
un næsta árs,“ sagði Benedikt Árn-
ason leikari í gær, en hann ásamt
fleirum sem sagt var upp störfum
hafa leitað álits lögfræðinga á lög-
mæti uppsagnanna.
Hann sagðí að fyrst nýr þjóðleik-
hússtjóri hefði aðeins atkvæðisrétt
varðandi fjárhagsáætlun þá hafí
hann engin völd til að ráðskast með
starfsliðið því það sé ráðið til starfa
af öðrum, að minnsta kosti til 1.
september.
„Við fengum lögfræðilegt álit á
þessum aðgerðum áður en við grip-
um til þeirra og þeir aðilar sem við
leituðum til töldu rétt að þessu stað-
ið. Eftir að efasemdir komu fram
höfum við leitað til lögmannsstofu
og niðurstaðan er að uppsagnirnar
hafí verið fullkomlega lögmætar og
umrætt starfsfólk eigi engan bóta-
rétt,“ sagði Stefán Baldursson,
þjóðleikhússtjóri er hann var inntur
álits á málinu.
„Ef það er tilfellið að lögfræðing-
ar hafí komist að öðru, og mér er
ekki kunnugt um það, þá stendur
þar meining gegn meiningu. í lög-
um um Þjóðleikhús segir að nýr
leikhússtjóri beri ábyrgð á því leik-
ári sem í hönd fari og að hann eigi
að semja starfs- og fjárhagsáætlun
fyrir leikhúsið og fara með atkvæði
þegar þau mál eru tekin fyrir.
Þetta felur í sér að ákveða hvað
eigi að sýna og hvaða starfsfólk
leikhúsið þurfi að hafa til að fram-
fylgja þeirri starfsemi. Ef nýr leik-
hússtjóri bæri ekki ábyrgð á leikár-
inu þá yrði fýrrverandi leikhússtjóri
að gera það og áhrifa nýs manns
færi þá ekki að gæta fyrr en eftir
tæp tvö ár og það er ankannalegt
þegar haft er í huga að leikhús-
stjóri er aðeins ráðinn til fjögurra
ára,“ sagði Stefán.
Hann sagði ennfremur að upp-
sagnirnar hefðu verið gerðar í fullu
samráði við sitjandi þjóðleikhús-
stjóra og Þjóðleikhúsráð. „Þó svo
ég hafí sagt fólkinu upp og ákveðið í
hverjum yrði sagt upp þá var það
gert í fullu samráði við Gísla Al-
freðsson þjóðleikhússtjóra og Þjóð-
leikhúsráð. Gísli hafði aidrei neitt
við þetta að athuga og mótmælti
þessu aldrei, fyrr en eftir að allt
var afstaðið," sagði Stefán.
„Ég hef kosið að ræða þetta ekki
við fjölmiðla," sagði Gísli Alfreðs-
son þjóðleikhússtjóri þegar hann
var inntur álits á málinu.
Uppsagnir við Þjóðleikhúsið:
Leikarar vilja bætur
ÞRÍR leikarar, sem sagt var upp störfum við Þjóðleikhúsið fyrir
skömmu, hafa sent menntamálaráðherra bréf þar sem þeir fara fram
á að fá samsvarandi bætur og fræðslustjóri, sem vikið var úr starfi
fyrir nokkrum árum.
Leikaramir sem sendu mennta-
málaráðherra umrætt bréf eru
Brynja Benediktsdóttir, Benedikt
Ámason og Agnes Löve. „Við send-
um menntamálaráðherra bréf þar
sem við förum fram á samsvarandi
bætur og fræðslustjóri nokkur fékk
fyrir nokkmm ámm þegar honum
var vikið úr starfí,“ sagði Benedikt
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Benedikt sagði að bætur þær sem
fræðslustjórinn fékk á sínum tíma
hefðu verið byggðar á því að honum
hefði verið ranglega sagt upp.
„Fræðslustjórinn hafði fengið að-
varanir áður en honum var sagt
upp, en við fengum engar slíkar.
Við gerum þetta til að vekja á því
athygli að það er til fordæmi og
einnig til að benda á að menn ættu
ekki að leika sér að því að fleygja
fólki til og frá í starfí án þess að
einhver ástæða sé fyrir því,“ sagði
Benedikt.
Hann sagði að ekkert svar hefði
enn borist frá ráðuneytinu en von-
aðist til að það bærist fljótlega.
Svavar Gestsson, menntamálaráð- .
herra, sagði í gær að hann hefði
sent þremenningunum lögfræðilegt
álit á þessu máli og vildi ekki tjá
sig um það að öðm leyti.
Friðrik Guðjónsson
útgerðarmaður látínn
FRIÐRIK Guðjónsson, útgerðar-
maður og síldarsaltandi, lézt í
Landspítalanum 28. apríl sl. á ní-
tugasta aldursári. Hann var um
áratugaskeið útgerðarmaður og
sildarsaltandi norður í Siglufirði,
meðan bærinn var miðstöð síld-
veiða og síldariðnaðar.
Friðrik fæddist 9. október 1901.
Hann varð stúdent frá MR 1927 og
lauk kennaraprófí ári síðar. Hann
fluttist til Siglufjarðar um svipað
leyti, stundaði kennslu fáein ár, sam-
hliða atvinnurekstri, en stóð lengst
af starfsævi sinnar fyrir útgerð og
sfldarsöltun í Siglufirði, unz hann
flutti til Reykjavíkur árið 1955.
Eftirlifandi kona hans er Ástríður
Guðmundsdóttir, sem nú dvelur á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau héldu
heimili í Siglufirði frá 1928 til 1955,
að undanskildum tveimúr árum,
1935-37, er Friðrik var oddviti og
skólastjóri á Hellissandi.