Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Réttlæti og veiðiréttur eftirJón Steinar Gunnlaugsson Um þessar mundir ræða menn mikið um fískveiðistefnu, m.a. spurningu um eignarrétt að físki- stofnum og hvort réttlæti felist í því að útgerðarmenn teljist „eiga“ veiðiréttindi. Þeim sem fínnst þetta ranglátt telja jafnvel verst af öllu, að eigendur þessir skuli geta selt þessi réttindi sín fyrir peninga. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins fjallaði sem oftar um málið sl. sunnudag, 28. apríl. Þar var tekinn upp orðréttur athyglisverður hluti úr ræðu Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns Granda hf.; á aðalfundi félagsins, þar sem Árni m.a. benti á að núverandi eigendur Granda hf., hluthafarnir, hefðu greitt fé fyrir að eignast þau veiði- réttindi sem félagið hefur. Það væri ranglátt gagnvart hluthöfun- um ef þeir þyrftu að greiða aftur fyrir þessi réttindi, svo sem verða myndi af tekin yrði upp sú skipan, að útgerðarmenn þyrftu að greiða gjald til ríkisins fyrir réttinn til veiða. Morgunblaðið hefur í skrifum sínum gagnrýnt núverandi kvóta- kerfí með því að þjóðin öll ætti físki- stofnana. Sé ranglæti fólgið í „til- færslu á eignum frá þjóðinni allri til tiltölulega fámenns hóps manna". Hefur blaðið talið, að þeir sem öðlist réttinn til að veiða físk- inn eigi að greiða gjald fyrir, sem renni í ríkissjóð. Þessar umræður um eignarrétt og réttlæti eru bæði áhugaverðar og þýðingarmiklar. Ég vil reyna að auka svolitlu við þær. Þegar fyrst er tekin ákvörðun um að takmarka aðganginn að fiskimiðunum, stendur svo á að útgerðarmenn sem þá starfa eiga framleiðslutæki, þ.e. skip, sem hafa verðgildi vegna þess að þau henta til að draga fisk úr sjó. Fram að þessum tíma hefur aðgangurinn að miðunum verið fijáls. Þegar skip útgerðarmannsins A kostaði 100 milljónir kr. var það vegna þess að það hentaði til fískveiða og hafði aðgang að miðunum. Hugsum okk- ur svo að skyndilega séu sett lög um fiskveiðar, sem takmarka þenn- an aðgang og kveða jafnframt svo á, að ríkið (þjóðin öll) eigi veiðirétt- indin. Útgerðarmaðurinn A á nú bara skipsbúk en engan rétt til að nota skipið til veiða. Slíkan rétt verður hann að kaupa hjá ríkinu. Ætli skipið hans, sem kostaði 100 milljónir króna, hafi ekki eitthvað lækkað í verði við þetta? Svarið er augljóst. Skipsbúkurinn verður lítils virði ef ekki fylgir honum aðgangur að veiðum. Ef þessi útgerðarmaður er ekki talinn eiga veiðiréttindi er verið að skerða eignarréttindi hans og láta hann með beinhörðum pen- ingalegum verðmætum greiða kostnaðinn af því að koma þurfti á takmörkun á veiðum. Sérstakar greiðslur frá honum í ríkissjóð fyrir réttinn til að veiða eru hins vegar beinn viðauki við tekjur ríkisins (þjóðarinnar allrar) frá því sem ver- Breytingar á leiðum SVR Strætisvagnar á leiðum 1, 2, 3, 4 og 6 á vesturleið frá mið- borg munu aka um Skólabrú og Kirkjustræti í stað Vonarstrætis frá og með deginum í dag. Þess- ar leiðabreytingar eru vegna lok- unar Vonarstrætis. Nýr viðkomustaður ofangreindra vagna verður í Kirkjustræti, vestan Pósts og síma. Þá munu vagnar á leiðum 13, 14, 100 og 115 aka suður Fríkirkjuveg í stað Vonar- strætis og hafa viðkomu sunnan Vonarstrætis, við gamla Iðnskól- ann. ið hefði ef ekki hefði þurft að tak- marka aðganginn að veiðunum. Af þessu má draga þá ályktun að rétt- læti felist í því að útgerðin eignist réttinn til að veiða. Miklu minna er gefandi fyrir það réttlæti að maður, eins og t.d. sá sem þetta skrifar og aldrei hefur dregið físk úr sjó eða lagt fé í fjár- festingar í útgerð, fái hlutdeild í verðmæti því sem felst í veiðirétt- indum. Önnur hlið á málinu er svo sú, að við lögleiðingu takmarkana á aðganginum að fiskimiðunum, skerðast möguleikar þeirra, sem hefja vilja atvinnu á þessu sviði. En þegar nánar er að gætt verður aðstaða þeirra að þessu leyti hin sama, hvort sem þeir þurfa að kaupa sér aðgang að ríkinu eða þeim sem þann aðgang hafa fyrir. Niðurstaðan af þessum hugleið- ingum um eignarrétt og réttlæti er sú, að réttlætinu verði ekkert náð með því að telja ríkið eiga fískimið- in og að þeir sem útgerð hafa stund- að þurfi að kaupa sér aðgang að þeim af ríkinu. Höfundur er hæstaréttnrlögmaður. „Niðurstaðan af þess- um hugleiðingum um eignarrétt og réttlæti er sú, að réttlætinu verði ekkert náð með því að telja ríkið eiga f iskimiðin og að þeir sem útgerð hafa stund- að þurfi að kaupa sér aðgang að þeim af rík- inu.“ Jón Steinar Gunnlaugsson PRAK ODYR SENDIBILL Praktik er lipur sendibíll 1 minni stærðarflokki, sérstaklega gerður fyrirhverskonar atvinnurekstur. Hann hentart.d.iðnaðarmönnum, heildsölum, verslunum, matsölu- stöðum og öðrum sem leita að hagkvæmri lausn. ★ Lítil fjárbinding ★ Ódýrírekstri ★ Burðarmikill ★ Auðveld hleðsla frá 3 hliðum NIÐURSTAÐAN ER: HAGNÝTUR BÍLL FYRIR HAGSÝNA KAUPENDUR! I<r. 385.450 án Hafðu samband við sölumenn strax í dag. Söludeildin er opin alla virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 13-17. Síminn er: 42600. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, sími 42600 fBwtmwnfiBu EfmyyiwywiBMarmwc tfttiMimHnt: :imro r i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.