Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 18

Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Morgunblaðið/Árni Heigason Margrét Þorvarðardóttir við eitt af verkunum á sýningunni. Stykkishólmur; Menningarfélag kvenna efndi til vorvöku vaka hefur verið haldin í þessu gamla og glæsilega húsi eftir end- urnýjun og byggingu þess. Á þessari vorvöku var margt til ánægju. Vigdís Grímsdóttir las úr bók sinni, Guðný Guðmundsdóttir konsertmeisari lék á fiðlu, þá fluttu félagar úr Emblu bókmennta- og skáldaþátt sem að þessu sinni var tileinkaður Sigurði Breiðíjörð, kvæð- um hans og ævi, en eins og þjóð veit var Sigurður Breiðfirðingur, fæddur í Rifgirðingum, eyjum skammt frá Öxney og Brokey. Og á tímum hans voru eyjarnar miklar menningarstöðvar og áttu margan andans manninn. Margrét Þorvarðardóttir stóð að málverkasýningu sem opnuð var þarna gestum til sýningar og mun verða eitthvað lengur opin. Síðan buðu Emblumar öllum viðstöddum veitingar. Þessi vorvaka var mjög góð og fjölbreytt og þeir sem við- staddir voru luku lofsorði á það sem fram fór og þá sérstaklega leik Guðnýjar sem á merkan feril að baki. - Árni FRAMHALDS- I NÁMSKEIÐ FYRIR SJÚKRA- FLUTNINGAMENN I Rauði kross íslands og Borgarspítalinn gangast fyrir framhaldsnámskeiðum fyrir sjúkraflutningamenn í samvinnu við heilsugæslustöðvar á eftirfarandi stöðum: Hafnarfirði 4. og 5. maí Akureyri 4. og 5. maí Egilsstöðum 11. og 12. maí Námskeiðin eru opin öllum þeim sem farið hafa á grunnnámskeið Rauða kross Islands og Borgarspítala fyrir sjúkraflutningamenn. Skráning og nánari upplýsingar um námskeið í Hafnarfirði og á Akureyri eru veittar í síma 91-26722. Skráning og upplýsingar um námskeið á Egilsstöðum eru veittar í síma 97-11386 og 97-11400 FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavik - sími: 91-26722 EMBLUR, menningarfélag kvenna í Stykkishólmi, efndi sein- asta vetrardag til annarrar vor- vöku sinnar og bauð bæjarbúum nú til menningarfagnaðar í Norska húsinu sem senn verður opnað sem minjasafn. Er þetta í fyrsta sinn sem slík ★ GBC-lnnbinding Fjórar mismunandi gerðir af efnl og tækjum til innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Infusoria fagnar sigri. Durkheim; tónlist af annarri sort. Lifandi dauðarokk NÍUNDU Músiktilraunum Tóna- bæjar og Stjörnunnar lauk með glæsibrag sl. föstudagskvöld. Sigraði í þessari hæfileika- keppni 21 hljómsveitar reykv- íska dauðarokksveitin Infusoria, í öðru sæti varð þungarokksveit- in Trassarnir og ruslrokksveitin Mortuary í þriðja sæti. í Tónabæ voru nálægt 600 manns þegar mest var og stemmn- ingin og spennan mikil. Fyrsta sveit á svið úrslitakvöldið, Strigaskór nr. 42, var líklega þyngsta tilrauna- sveitin að þessu sinni, en sveitin leikur geysiþétt og hægt dauða- rokk. Strigaskómir voru óöruggir á öðru tilraunakvöldinu, þó þeir hafi náð í úrslit, en mun þéttari úrslitakvöldið. Lagasmíðar eru þó ekki nógu sannfærandi, utan loka- lag sveitarinnar, sem hljómaði einkar vel. Möbelfacta, sem var önnur í röð- inni, leikur sérdeilis ófrumlegt rokk. í sjálfu sér er það ekki ókost- ur og ef sveitin hefði haft einhvem karakter hefði hún kanski náð ett- hvað lengra, enda þétt og vel spil- andi. Galli var þó afskaplega aula- legir enskir textar og einkennilega ómelódískur gítarleikari, en ein- leikskaflar hans voru eins og út úr kú. Infusoria leikur dauðarokk líkt og Strigaskómir, en ekki eins þungt. Sveitin hefur spilað víða undanfamar vikur og aflað sér mikillar reynslu, sem nýttist vel. Lög sveitarinnar eru sterk, skemmtileg og full af lífi. Ein efni- legasta sveit síðustu missera. Trassamir, fjórða sveit, tóku nú þátt í sínum þriðju Músíktilraunum, en undanfamar tvennar tilraunir náði sveitin í úrslit, þó herslumun- inn hefði vantað upp á verðlauna- sæti. Trassamir státa nú af söngv- ara og markvissari lögum, en geysiþéttir sem fyrr. Athygli vakti, eins og áður, gítarleikarar sveitar- innar og framúrskarandi skemmti- legur trymbill. Besta lag Trassanna var án efa Natas og Ferilús, með skemmtilegum texta. Eftir stutt hlé kom á svið Skaga- sveitin Durkheim, sem lék tónlist af annarri sort. Sveitin leikur ný- bylgjulegt gítarpopp með traustum rokkgrunni og lofar góðu. Söngv- ari sveitarinnar, sem átti sinn þátt í því að hún náði í úrslit, var full hlédrægur að þessu sinni. Hafnfirska rokksveitin Nirvana, sem var sjötta sveit á svið, leikur rokk sömu ættar og Möbelfacta, en hefur karakter til að gera það skemmtilegt. Söngvari sveitarinnar er efnilegur í meira lagi og gít- arparið lyftir sveitinni. I lögum sveitarinnar brá fyrir mörgum góð- um sprettum, sérstaklega í þriðja laginu. Með íslenskum textum og þéttari útsetningum myndi sveitin Exit; bráðskemmtileg sveit. Möbelfacta; vantar karakter. Mortuary; ótrúleg framför. ná að skapa sér sérstöðu og hefði þá væntanlega náð lengra. Sjöunda sveitin.var Akureyrar- sveitin Exit. í undanúrslitum heyrðist varla í gítarleikara sveitar- innar, en allt var í lagi að þessu sinni, sem skilaði sér margfalt. Exit var með skemmtilegri sveitum þessara Músíktilrauna og hefði ein- hvemtímann náð á verðlaunapall. Lokasveitin var ruslarokksveitin Mortuary. Annað tilraunakvöldið náði Mortuary í úrslit, en var þó ekki sannfærandi. Menn bjuggust því ekki við miklu og því var undr- unin mikil þegar sveitin hóf leik sinn með miklum látum. Þegar mátti greina að sveitin hafði tekið ótrúlegum framförum á viku og lék eins og hún ætti lífið að leysa. Mortuary er fráleitt fullmótuð sveit, en sýndi það þetta kvöld að á góðum degi standast fáar sveitir Strigaskór; of þungir? Trassarnir; það hafðist í þriðju atrennu. henni snúning. Úrslit kvöldsins komu ekki ýkja á óvart; Infusoria var örugg í fyrsta sæti og Trassamir traustir í annað, þó Mortuary hafi ekki verið langt undan. Til viðbótar við hljóðvers- tímana í fyrstu og önnur verðlaun gaf Skífan gjafabréf í þriðju verð- lau, en Skífan bauð einnig sigur- sveitinni að eiga lag á safnplötu sem kemur út í næsta mánuði. Ekki má svo gleyma því að Tón- skóli Eddu Borg og Nýi tónlistar- skólinn gáfu verðlaun efnilegasta hljómborðsleikaranum og gítarleik- aranum. Efnilegasti hljómborðs- leikarinn var sá fjölhæfi tónlistar- maður Hlynur Aðils Vilmarsson úr Strigaskóm nr. 42 og No Com- ment, en efnilegasti gítarleikarinn var talinn Ólafur Þór Ólafsson úr Jónatan. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.