Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
Orðstír og- fjölmæli
Fáein orð í tilefni af ummælum Olafs Ragnars Grímson-
ar fjármálaráðherra og viðbrögðum læknafélaganna
eftir Þorgeir
Þorgeirson
Fult málfrelsi
Málfrelsi er talið með grundvall-
arréttindum einstaklingsins í heil,-
brigðu lýðræðissamfélagi. Því mætti
líkja við andardrátt þjóðfélagsins því
sannleikurinn er vissulega súrefnið í
blóði þess. Heftu málfrelsi má því
vel líkja við lungnakrabba. Enda
hætt við meinvörpum um allan þjóð-
félagskroppinn frá þvílíkri sýkingu.
Og enginn hluti þjóðlífsins undanskil-
inn þeim háska.
En þetta samhengi verður ekki
ljóst nema að því sé hugað.
Skoðum fyrst heilbrigt ástand.
Málfrelsi er skilgreint svo: það er
rétturinn tilað segja sannleikann
af góðum hvötum og í réttmætum
tilgangi. Víðasthvar í vestanverðri
Evrópu er þetta góða prinsíp í heiðri
haft og þar á ekki að vera hægt að
dæma neinn fyrir að segja sannleik-
ann í réttmætum tilgangi.
Þar er fyrgreint málfrelsi haft
bæði í stjórnarskrá og í lögum.
Og súrefni sannleikans fær
óhindrað að flæða um æðar þjóðfé-
lagsins.
Heft málfrelsi
Málfrelsisákvæði er hérlendis að
finna í 72. grein stjórnarskrárinnar
og sumstaðar í lögum. Einnig má
þó, illu heilli, finna hið gagnstæða,
þ.e.a.s. heftingu málfrelsis, í íslensk-
um lögum. Og þá á ég við heftingu,
ekki takmörkun. Enda takmörkun
ærin í sjálfri skilgreiningu hugtaks:
ins sem feitletruð er hér að ofan. í
108. grein almennra hegningarlaga
stendur tilaðmynda þetta: „Hver sem
hefur í frammi skammaryrði, aðrar
móðganir í orðum eða athöfnum eða
ærumeiðandi aðdróttanir við opin-
beran starfsmann . .. skal sæta
sektum, varðhaldi eða fangelsi allt
að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð
sé, varðar sektum, ef hún er borin
fram á ótilhlýðilegan hátt.“ (Leturbr.
höf.)
Gleggsta dæmið um spillingar-
áhrif þessa ákvæðis laganna er vita-
skuld það að dómarar, sem eru sjálf-
ir opinberir starfsmenn, hafa undan-
tekningarlítið túlkað lagaákvæðið í
108. greininni sem æðra boð en
gagnstætt ákvæði stjórnarskrárinn-
ar um sama efni.
Þannig birtist meinvarpið í dóms-
kerfinu.
Undanfarin ár hefi ég verið að
benda áhrifamönnum hérlendis á
þetta misræmi: hin forneskjulega
vemd 108. greinar hegningarlag-
anna á opinberum starfsmönnum
stangast á við sjálfa grundvallarskil-
greiningu hugtaksins málfrelsi,
(hvorutveggja feitletrað hér að
ofan), og þarf ekki æðri gráður í
rökfræði tilað sjá það.
Á meðan 108. grein almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 er
óbreytt í gildi virðist tómt mál að
tala um tjáningar- eða ritfrelsi á ís-
landi.
Þetta er að vísu bara grundvall-
aratriði.
Sagt er að spilt stjórnarfar megi
þekkja á því að valdsmenn eru treg-
ir tilað ræða grundvallaratriði, enda
hefur ráðafólk hér orðið þögult eins-
og kalkaðar grafir þegar til þess er
leitað um slík mál.
Engu líkara en því finnist grund-
vallaráhrifin bara einkamál þeirra
„Niðurstaða væntan-
legra málferla verður
því áfall fyrir báða að-
ila, sem hvorugur má
þó við öllu meiru. En
hvernig má þá vekja
trúnaðartraustið til lífs-
ins aftur?“
sem lent hafa í því að missa þau.
Manni líður einsog klámhundi í kirkju
hvenær sem maður ber slík erindi
upp. Enda hver réttleysingi bara með
eitt atkvæði en opinberir starfsmenn
hafa 30 þúsund atkvæði og því ekki
til þess ætlast að „lýðræðislega sinn-
aður“ stjórnmálamaður haggi mikið
miðað við sérréttindum als þess hóps.
Þannig birtist meinvarpið á Ál-
þingi.
Yfirvofandi sakamál
Læknar þykjast nú hafa ærna
ástæðu að hóta fjármálaráðherra
málsókn. Og trúlega standa þeir við
þá hótun. Þeir eru opinberir starfs-
menn og njóta því vemdar 108.
greinar almennra hegningarlaga.
Hvort sem litið verður á ummæli
Ólafs sem embættisverk, og hann
þá dreginn fyrir Landsdóm, eða þau
verða skilgreind sem persónuleg
ummæli hans, og hann þá dreginn
fyrir Sakadóm, hlýtur hann fyr eða
síðar að mæta 108. greininni. Og þar
lýkur málfrelsi hans, trúið mér. Gild-
ir þá einu hvernig hann réttlætir
þann sannleik sem hann • vafalaust
telur sig hafa sagt af góðum hvötum.
Þessi orð voru sögð um opinbera
starfsmenn og það er glæpur, hvað-
Þorgeir Þorgeirsson
sem Biblían og Stjórnarskráin segja.
Og hvaða skjöl sem Ólafur fær
Landsdómi eða Sakadómi til sönnun-
ar á máli sínu.
Hér er bannað að segja nokkuð
ótilhlýðilegt, satt eða logið, um þessi
rúmlega 12% þjóðarinnar sem opin-
berir starfsmenn eru.
Andspænis þeim sérréttindum
mun Ólafur Ragnar einnig standa
sem réttlaus sakamaður. Gagnvart
lagaákvæði sem bannar fijálsa tján-
ingu verða öll neikvæð ummæli
ómerk og mælandinn er fyrirfram
sekur. Það er þó ekki það versta
heldur hitt: að almenningur, sem
mest á undir málinu, hann lætur sér
fátt um finnast merkingu eða ómerk-
ingu þvílíkra dóma, veit það innra
með sér að þetta lagaákvæði er haft
til verndar spillingu. Kæra læknanna
er bara dánarvottorð trúnaðar-
traustsins.
Þannig birtist meinvarp 108.
greinarinnar í almenningsálitinu.
Niðurstaða væntanlegra málferla
verður því áfall fyrir báða aðila, sem
hvorugur má þó við öllu meiru. En
hvernig má þá vekja trúnaðartraust-
ið til lífsins aftur?
Kraftaverkið gæti að vísu verið
fólgið í því að afnema 108. greinina
19
eða gjörbreyta henni áðuren mála-
frelin hefjast.
Með bráðabirgðalögum, ef ekki
vill betur til.
Þannig mætti lögleiða glasnost
hérlendis með einu pennastriki. Þjóð-
inni, læknum og ráðherra í hag.
Eða skyldi málfrelsið kannski vera
sá lúxus að það rúmist ekki innan
Þjóðarsáttarinnar bráðnauðsynlegu?
Höfundur er rithöfundur
■ HIÐ ÁRLEGA síðdegiskaffi-
boð Félags Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík fyrir
eldra fólk og gesti þeirra verður
haldið í Félagsheimili Áskirkju
sunnudaginn 5. maí nk. kl. 15.00,
að aflokinni guðsþjónustu í kirkj-
unni. Prestur sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson. Auk þess sem
að framan greinir verður sýnd
kvikmynd af kaffiboðum félagsins
árin 1986 og 1987 og útdráttur
úr myndaflokki sem nefnist: Ekið
og gengið um Snæfellsnes 1987.
Myndirnar tók Heiðar S. Valdi-
marsson. Þá mun Snæfellinga-
kórinn syngja nokkur lög. Aðal-
fundur félagsins hefst síðan kl.
17.30. Þar verður rætt um hvort
félagið eigi að selja húseign sína
i Dugguvogi 15, annaðhvort að
hluta til eða alla. Þá hefur verið
ákveðið að efna til þriggja vikna
sólarlandaferðar næsta haust.
Farið verður til Portúgals. Hefst
ferðin 12. september nk. Nokkrum
sætum í þessa ferð er enn óráð-
stafað.
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
ÞEIR SIGRIIÐU Í PUMA
Tid kwityj'd
A
ÁGÚST ÁRMANN hf.