Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
23
Lög um grunnskóla
eftir Jón Á.
Gissurarson
íslendingar ganga að kjörborði
ei sjaldnar en á fjögurra ára fresti
og kjósa sér fulltrúa til setu á Al-
þingi. Alþingsmenn skulu öllum
óháðir og einungis standa eigin
samvisku reikningsskap gjörða
sinna á þingi.
A síðustu dögum nýlokins þings
brá þó svo við að gangar og bakher-
bergi Alþingis fylltust innrásarlýð
sem hugðist taka sér völd' sem
hann engin hafði, og ráða máhim
þar til lykta.
Ólafur Þ. Þórðarson alþingismað-
ur lét krók koma móti bragði, taldi
flotgalla sjómanna engu síður verða
skattfríðinda en hljómplötur, gilti
þá einu hvort í hlut ættu ljúfustu
orgeltónleikar eða groddalegasta
graðhestamúsik.
Sporgöngulýð grunnskólalaga
varð betur ágengt, enda valkyijur
í fararbroddi. í óðagoti þingloka
tókst honum að véla svo um fyrir
þingmönnum að samþykkt voru lög
frá Alþingi um grunnskóla þrátt
fyrir minnihlutafylgi áður.
Síðustu dagar alþingis 1991
munu lengi í minnum manna og
að endemum. Alþingi þyrfti að
bregðast hart við slikum usla, t.d.
loka fundum þegar innrás er í
vændum.
Lög um grunnskóla eru mikill
bálkur, þéttprentaðar átján síður
stórar í 86 greinum. Þau skulu taka
gildi á næstu þremur til tíu árum.
Miðstýring er algjör, valkostir svo
tii engir, enda í upphafi allflestra
greina „skal“ eða „er skylt“. Allir
skólar skulu steyptir í sama mót,
gildir einu hvort í þréttbýli eru eða
í sveitum. Grunnskólar bæja þurfa
í auknum mæli að sinna barna-
gæslu. Þar eru báðir foreldrar oft-
ast að heiman langan vinnudag en
í sveitum heima. I sveitum er því
gæsluþörf varla til staðar. Nú vita
allir kennarar að námsárangur
eykst ekki í hlutfalli við aukinn
kennslutíma, jafnvel dettur niður
þegar vissu hámarki er náð. Mætti
ekki heimila skólanefndum og skól-
astjórum að stytta skóla sína í sveit-
um svo sem um einn til tvo mán-
uði? Er þessum heimamönnum síður
treystandi að meta heill og hag
barna þeirra sem eru í þeirra umsjá
en einhveijum boðum og bönnum
úr fjarska? Kennarar yrðu og fús-
ari til starfa í sveitum, ef þeir hlytu
sömu laun og starfsfélagar þeirra
í bænum fyrir styttri vinnuskyldu.
I lögum um grunnskóla eru fimm
ráð og nefndir sett til höfuðs hveij-
um skóla. Fjölmennasta ráðið skipa
tólf manns, einum fleiri en allir
ráðherrar á íslandi nú um stundir
og þykir mörgum fjöldi þeirra þó í
hærra lagi. Við þetta bætast fræðsl-
ustjóri og fræðsluskrifstofa. Ekki
situr fræðslustjóri einn í skrifstofu
sinni, fræðingar í bak og fyrir.
Gæti þessi margslungna fjarstýr-
ing ekki orðið eðlilegu skólastarfi
fremur fjötur um fót en lyftistöng?
Hugkvæmur skólastjóri með sam-
stilltu kennaraliði skapar góðan
skóla en ekki nefndir og ráð í
fjarska.
Fækkun nemenda í deildum og
aukin þjónusta krefst fleiri kennara
og aukins húsakosts. Ríkið greiðir
laun en sveitarfélög húsnæði. Rík-
inu verður engin skotaskuld með
Jón Á. Gissurarson
sinn hlut. Það gefur bara út fleiri
skuldabréf. Erfiðara kynni ýmsum
sveitarfélögum reynast að full-
nægja öllum kvöðum, enda sum
þegar á heljarþröm. Engin kostnað-
aráætlun liggur fyrir. Þingmenn
hafa því bundið ríki og sveitafélög-
um fjárhagsbagga sem enginn veit
hve þungir reynast, gætu orðið
sumum drápsklyfjar.
í 49. grein eru meginviðfangsefni
grunnskóla tilgreind sem setja skal
á aðalnámsskrá. Þau eru flokkuð
eftir vægi en ekki í réttri stafrófs-
röð. Næst neðst á blaði stendur:
Kristin trú og siður, önnur trúar-
brögð og almenn lífsgildi. Ekki eru
nú þessi atriði metin til margra
fiska, að líkindum skotið inn á síð-
ustu stundu til málamiðlunar, enda
að engu getið í 48. grein, en í henni
er almennt rætt um námsskrá og
kennsluskipan.
Rauður þráður í lögum þessum
er forsjárhyggja og miðstýring sem
landlæg var austantjalds áður en
Berlínarmúrinn hrundi, enda mun
stefna þeirra hafa verið mörkuð
áður en til þess kæmi. Þau eru því
tímaskekkja.
Verði Sjálfstæðisflokkur í forystu
nýrrar ríkisstjórnar, hlýtur hann án
tafar að endurskoða ný grunnskóla-
lög, enda þau í andstöðu við megin
markmið hans. Völd og ábyrgð yrði
færð heim í héruð, yfirstjórn ein-
földuð og nefndum og ráðum fækk-
að. Þetta yrði rammlöggjöf sem
fylla mætti út í á ýmsa vegu, enda
aðstæður og þarfir sinn með hveij-
um hætti í borgum, þorpum og
sveitum.
Landsmönnum er annt um skóla
sína, ekki síst í litlum byggðarlög-
um. Glæðum þessa tilfinningu en
drepum hana ekki í dróma fjarstýr-
ingar.
í nýjum lögum mætti höfða meir
en nú til ábyrgðar foreldra á upp-
eldi barna sinna. Þar getur skóli
aldrei hlaupið í skarðið, einungis
veitt dýrmæta aðstoð, ef vel tekst
til.
Höfundur er fyrrvertuidi
skólastjóri Gagnfræðaskóla
Austurbæjar.
Wterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamióill!
pliQtrgniuMahi^
QIQ/ii
ALVORU
FJALLAHJÓL
iasg&^aaiaæasa
1 >?; - c: æ s m *?: w
MONGOOSE fjallahjólin eru sérstaklega sterkbyggð og traust.
MONGOOSE hefur unnið fleiri torfærukeppnir í Bandaríkjunum
en nokkurt annaó hjól.
Ef þú vilt fjallahjól sem byggir ó hótækni og er þaulreynt í
erfióustu torfærukeppnum í veröldinni
- þó er MONGOOSE hjól fyrir þig.
Regluleg skoðun og stilling ón endurgjalds.
Raðgrelðslur
GAP
G.Á. Pétursson hf
FJALLAHJOL
EKKI BARA TIL FJALLA
OPIÐ LAUGARDAGA 1000 - 1 600
Nútíðinni Faxateni 14, sími 68 55 80
AXIS HÚSGÖGN HF.
SMIÐJUVEGI 9, KÓPAVOGI
SÍMI: 43500
Opkin/sIa 1045-27