Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991
33
Minning:
Dieter M. Lucas
taimsmíðameistari
Fæddur 13. október 1941
Dáinn 14. apríl 1991
Það var daginn aftir vel heppn-
aða árshátíð tannsmíðafélaganna,
hinn 14. apríl sl., að ég frétti að
vinur minn Dieter Luckas hefði
andast þá um morguninn. Mig setti
hljóðan og lét hugann reika aftur
til ársins 1965 er leiðir okkar lágu
fyrst saman, en hann var tannsmið-
ur eins og ég og hafði verið ráðinn
til starfa hjá Ríkarði Pálssyni tann-
lækni sem ég var nemandi hjá.
Til að byrja með skildum við
ekki hvor annan, því enga þýsku-
kunnáttu hafði ég, en smátt og
smátt fórum við að reyna að gera
okkur skiljanlega og það merkilega
gerðist að þetta fór að ganga ágæt-
lega og út úr þessu kom eiginlega
alveg nýtt tungumál sem engir aðr-
ir en við skildum og höfðum mikið
gaman af.
Dieter M. Luckas var fæddur 13.
október 1941 og var því tæplega
fimmtugur. Hann kvæntist 1964
Anný Luckas og eignuðust þau þijú
börn. Udo sem er tannsmiður, Clád-
íu sem er við nám í viðskiptafræði
í Þýskalandi og Frank sem er tann-
smiður.
Föður sinn missti Dieter á unga
aldri en móður sína fyrir nokkrum
árum. Þekkti ég mæta vel þá sóma-
konu, sem kom hingað nokkrum
sinnum.
Heimili þeirra hjóna var ávallt
opið vinum og vandamönnum og
var gestrisni einstök, því slík hús-
móðir og móðir var konan hans hún
Anný mín eins og ég ávallt kallaði
hana, því ég var hálfgerður heima-
gangur þar.
Ófáar voru veiðiferðirnar sem við
fórum norður heiða og ávallt skildu
þær eftir góðar minningar. Það kom
ekki sjaldan fyrir þegar Dieter
staldraði við einhvern hylinn að ég
sagði: „hér er enginn fiskur", ávallt
var svarið hið sama sem ég fékk:
„láttu karlinn prufa, því nefið mitt
segir að hér sé fiskur", og ávallt
stóð það heima, hann setti í lax
með sínum rólegheitum. Svona var
Dieter.
Þegar ég lærði tannsmíðar 1966
voru tannsmíðar ekki til mikillar
fyrirmyndar hér á landi, en með
tilkomu Dieters gjörbreyttust þær
og einnig tannsmíðanámið sem
hann hóf til vegs og virðingar og
á hann miklar þakkir skildar.
Glæsilegasta tannsmíðaverk-
stæði landsins rekur Anný með Udo
og Frank ásamt heildsölu og er það
rekið með glæsibrag eins og þeirra
er von og vísa.
Með þessum fátæklegu orðum
votta ég Anný Luckas og fjölskyldu
mína dýpstu samúð.
Hvíl vinur minn í friði.
Ásgeir Þorvaldsson
Það er ekki auðvelt að lýsa þeirri
tilfinningu, sem gegntekur mann,
þegar maður fréttir af andláti vin-
ar. Á þeirri stundu verður manni
ljóst hve stutt er milli lífs og dauða.
En þegar almættið er annars vegar
höfum við ekki mikið að segja.
Dieter Maximilian Luckas var
fæddur 13. október 1941 í Bamberg
í Þýzkalandi. Hann var sonur Karls
Luckas, hóteleiganda og konu hans
Annie. Hann lærði tannsmíði í sín-
um heimabæ. Dieter kvæntist eftir-
lifandi konu sinni Onnu Luckas
(fædd Muller) þann 12. október
1964. Þeim varð þriggja bama auð-
ið en þau eru Udo, tannsmiður
fæddur 12.5.1965, Claudia, við-
skiptafræðinemi fædd 23.9.1966 og
Frank, tannsmiður fæddur
9.1.1968.
Dieter kom til íslands 1965 þá
24 ára gamall til að starfa að tann-
smíði fyrir föður minn, Hæng Þor-
steinsson og Ríkarð Pálsson tann-
lækna. Hann var í fyrstu ráðinn til
eins árs og hélt að þeim tíma liðnum
aftur til Þýzkalands. Þegar samn-
ingstími eftirmanns hans var á enda
tæpu ári síðar hringdi faðir minn
til Dieters og bað hann að útvega
sér annan tannsmið. Honum hefur
eflaust líkað vel þetta ár, því að
hann bauðst samstundis til að koma
aftur og þá með fjölskylduna. 1972
stofnaði hann svo eigið fýrirtæki,
Tannsmíðaverkstæðið hf., sem
hann rak ásamt fjölskyldu sinni til
dauðadags. Það hefur frá upphafi
verið eitt stærsta fyrirtæki á sínu
sviði hér á landi.
Ég hef þekkt Dieter allt frá barn-
æsku en honum kynntist ég betur,
þegar ég hóf nám í tannsmíði hjá
honum árið 1979. Dieter gat verið
alveg með ólíkindum skemmtilegur.
Hann var stríðinn og hafði gaman
af að segja sögur af sjálfum sér
og öðrum. Hann átti það til að
ýkja svolítið, bæta aðeins við sög-
urnar en það var bara til að gera
þær skemmtilegri. Það var ekki
alltaf auðvelt að vera í læri hjá
Dieter. Hann var strangur húsbóndi
og kröfuharður. Hann var ófeiminn
við að láta mann heyra það, ef
honum líkaði ekki eitthvað, enda
var hann mjög metnaðarfullur í sínu
fagi og örugglega einn af færustu
tannsmiðum, sem hér hafa starfað.
Oft fannst mér hann á þeim tíma
alveg óþolandi. Þegar ég hafði lok-
ið einhveiju verkefni og hann lét
mig byija alveg upp á nýtt, ef hann
var ekki fullkomlega ánægður. En
þetta var hans aðferð við að kenna
pg ná því besta út úr nemandanum.
I dag þegar ég lít til baka þá efast
ég ekki um að þetta er sú besta
skólun, sem ég hefði getað fengið.
Ég á honum mikið að þakka.
Dieter var alveg einstaklega
gestrisinn og hjálpsamur maður.
Ef einhver átti í erfiðleikum, sama
hvað það var, var hann strax boð-
inn og búinn til að rétta hjálpar-
hönd. Mér fannst Dieter oft vera
leitandi maður. Hann var hugmynd-
aríkur og hrinti hugmyndum sínum
oftar en ekki í framkvæmd en það
tekst víst fæstum. Hann var gleði-
maður og naut lífsins og fór þar
stundum geyst. Lífsgleði hans gat
oft verið beinlínis smitandi. Slíkir
menn eiga gott. Með þessum fáum
orðum kveð ég góðan vin.
Elsku Anni, Udo, Claudia og
Frank! Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð á þessum erfiða tíma.
Carola Ida Köhler
Fædd 10. nóvember 1902
Dáin 19. apríl 1991
Þegar amma, Inga Sigurrós Guð-
mundsdóttir, var 17 ára, flutti hún
sig frá Reykjavík þar sem hún var
fædd, norður til Akureyrar. Hún
hafði ráðið sig sem barnfóstru hjá
hjónunum Steinþóri Einarssyni yfir-
kennara og Ingibjörgu Benedikts-
dóttur. Skömmu síðar hitti hún afa
minn, Gunnar Snorrason, sem varð
„óskaplega skotinn í henni“. Hann
var sonur Snorra Jónssonar, þekkts
athafnamanns á Akureyri og Lovísu
Loftsdóttur, konu hans. Amma var
ekki alveg viss um að hann væri
sá rétti og lét hann ganga lengi á
eftir sér. Afi hafði árangur sem
erfiði og þau giftu sig 11. nóvem-
ber 1922.
Amma þreyttist aldrei á að segja
sögur frá því þegar hún var ung.
Það var gaman að hlusta á hana
og þótt ég kynni sögur hennar utan
að þá bað ég hana oft að segja
þær. Hún sagði t.d. frá því þegar
hún fór til Danmerkur og var einn
vetur í húsmæðraskólanum í Holte.
Þá leigði afi sér herbergi heilan
vetur í Kaupmannahöfn til að geta
Það er alltaf erfitt að horfast í
augu við dauðann. Hann virðist
ávallt koma fólki á óvart og því er
illmögulegt að búa sig undir að fá
frétt um lát vinar eða ættingja.
Þannig var mér afar bmgðið
þegar ég frétti lát Dieters, þó nokk-
uð sé nú liðið síðan ég sá hann síð-
ast. En ég get ekki látið hjá líða
að minnast hans í nokkrum orðum,
því undanfarna daga hafa minning-
arnar bókstaflega hrannast upp.
Fyrstu árin á Tannsmíðaverk-
stæðinu í Ármúla voru einhver þau
lærdómsríkustu sem ég hef lifað.
Dieter var lærifaðir minn í tann-
smíðum og betri meistara var ekki
hægt að fá. Þessi frábæri fagmað-
ur, miðlaði okkur af þekkingu sinni
en það tók oft á, því hann gerði
miklar kröfur. Hann var vinnusam-
ur og-kenndi okkur nemendum sín-
um þá tækni líka. Stundum gekk
mikið á. Verkefnin hrönnuðust upp
og allt átti að vera tilbúið á skömm-
um tíma. En þrátt fyrir annríkið
var oft gaman og mikið hlegið því
húmorinn var sjaldnast langt undan
hjá Dieter. Og skemmtilegast þótti
honum að gera grín að sjálfum sér.
Hann hló aldrei innilegar en þá.
Annie og Dieter reyndust mér
afar vel þann tíma sem ég vann
hjá þeim og ég á þeim margt að
þakka. Ég votta Annie, Udo, Claud-
iu og Frank mína dýpstu samúð.
Vilborg Gunnarsdóttir,
Akureyri.
Það veit ég að vinur minn Dieter
Lúkas eða Lúkas Karlsson eins og
hann nefndi sig hér, brosir og hrist-
ir höfuðið þegar hann lítur til mín
frá sínu sviði, þar sem ég sit við
eldhúsborðið og skrifa minningar-
grein um hann, lausan við höft og
hömlur jarðlífsins.
Við grátum gjarnan horfna vini,
en ættum í raun að gleðjast með
þeim og biðja fyrir sálu þeirra.
Dieter var tannsmíðameistari, og
kom hingað frá Þýskalandi ásamt
Önnu konu sinni og ungum börnum
þeirra. Hann setti upp tannsmíða-
verkstæði árið 1972, fyrst í sam-
vinnu við Steinunni Stephensen
tannsmið, en síðan með Önnu konu
sinni. Síðar gengu synirnir tveir,
Udo og Frank til samstarfs við for-
eldra sína.
Tannsmíðaverkstæði Dieters og
Önnu var hið fyrsta sinnar tegund-
ar hér á landi, með fjölda starfs-
manna, og þar fengum við hin að
kynnast hvernig unnið er og staðið
að rekstri slíkra verkstæða erlend-
is. Þetta var nýtt fyrir flestum tann-
smiðum hér. Tókum við feginshendi
móti þessum fersku straumum, og
var Dieter óþreytandi við að miðla
okkur af sinni kunnáttu. Hann fékk
verið nálægt henni því hann var svo
„óskaplega skotinn" eins og amma
sagði alltaf. Hún sagði líka frá því
þegar hún fór með afa á David
Harrison-mótorhjólinu frá Reykja-
vík til Akureyrar árið 1930. Hún
sat í hliðarvagni sem var festur við
mótorhjólið og var í marga daga
að jafna sig eftir ferðina.
Þegar ég var barn fannst mér
eins og amma væri að segja frá
einhveiju fólki í ævintýrum. Þau
bjuggu í höll og höfðu stofustúlkur
og afi hafði ferðast út um allan
heim áður en hann hitti ömmu. En
svo fór að þau fluttu allslaus frá
Akureyri til Reykjavíkur árið 1928.
Síldin hafði brugðist og afi sem
hafði lifað eins og ungur prins,
þurftu nú í fyrsta skipti að ráða sig
í vinnu til að sjá fyrir sér og fjöl-
skyldu sinni. Þá höfðu þau eignast
tvo syni, Snorra sem er látinn og
Sverri, föður minn. Seinna eignuð-
ust þau Svanhildi, Gunnar og Ingu
Kristínu, og smám saman lagaðist
fjárhagurinn. Afi setti á fót lampa-
verkstæði og amma, sem var mikil
hagleikskona, málaði blómamyndir
á lampana. Ég held að það hafi
verið amma sem átti frumkvæðið
oft til landsins menn framarlega í
faginu til fyrirlestra- og námskeiða-
halds, og oftast ef ekki alltaf, fór
þetta fram á tannsmíðaverkstæði
hans, sem þó var í fullum rekstri.
Allt var lagt til, og ekki hugsað um
að ef til vill kunnum við hin ekki
of vel á öll þau efni, tól og tæki
sem þar voru, því þróunin hafði
verið afar ör í faginu á þessum
árum ekki síður en nú. Það er áreið-
anlegt að ef Dieters hefði ekki not-
ið við, stæðu tannsmiðir á íslandi
ekki jafnfætis erlendum starfs-
bræðrum sínum í dag.
Árið 1977 var stofnað Samband
íslenskra tannsmíðaverkstæða. Var
Dieter einn af frumkvöðlum þess,
og gjaldkeri fyrstu 6 árin. Sem fyrr
var hann óþreytandi, nú í barátt-
unni fyrir bættum kjörum og betri
menntun stétt sinni til handa.
Ég vil minnast starfsbróður míns
og félaga til margra ára, sem ska-
príks ákafamanns, sem kunni að
gleðjast með glöðum, og sem þátt-
takanda í starfi og striti samferða-
manna sinna.
Anny mín, Udo, Frank, Kládía
og barnabömin, fyrir hönd Sam-
bands íslenskra tannsmíðaverk-
stæða sendi ég okkar samúðar-
kveðjur.
Þóra Bjarnadóttir
14. apríl rann upp sem og hver
annar dagur ársins. Árla reis ég
úr rekkju, gáði til veðurs og velti
því fyrir mér hvort vorið næði því
á næstu dögum að leysa okkur
Frónbúa endanlega úr fjötmm vetr-
ar. Sunnudagurinn 14. apríl leið
eins og aðrir frídagar við lestur
blaða, smá bíltúr og að líta inn hjá
vinum og ættingjum. Er leið að
kvöldi hringdi síminn sem er varla
orð á gerandi. Þar sem ég er kom-
að flestu sem þau komu í fram-
kvæmd og hún taldi það ekki eftir
sér að leggja á sig erfiði þegar á
þurfti að halda.
Ég man fyrst eftir ömmu þegar
hún og afi áttu heima á Karfavogin-
um. Þegar ég kom og gisti, sem
var oft, þá var afi að vinna á verk-
stæðinu og amma að búa til listi-
garð í kringum húsið. Hún átti fal-
legasta garð sem ég viss um. Stund-
um var hún að mála á postulín og
oft var hún að baka eða elda veislu-
inn á miðjan aldur fæ ég oft beyg
í mig þegar síminn hringiij hann
getur boðað slæm tíðindi. I þetta
sinn var mér tjáð að vinur minn
Dieter hefði látist þá fyrr um dag-
inn langt um aldur fram, aðeins 49
ára að aldri og var hann þá staddur
erlendis. '■
Það var dapur maður sem reyndi
að fylgjast með sjónvarpinu um
kvöldið. Gegnum huga minn runnu
þeir rúmlega tveir tugir ára frá því
að fundum okkar Dieters bar sam-
an. Þó við skildum ekki hvor annan
fyrst í stað vegna ólíkrar tungu þá
var hlegið allt kvöldið. Dieter Luck-
as fluttist til landsins 1965, fyrst
einn, en svo fylgdi fjölskyldan í kjöl-
farið. Hann kvagntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Önnu, 12. október
1964, fæddri 16. mars 1940, hún
er líka af þýskum uppruna. Þau s
eignuðustu þrjú mannvænlég börn.
Elstur er Udo, en sambýliskona
hans er Rósa Linda Tborarensen,
þá Claudia, gift Þórði Backmann
og eiga þau tvo drengi, þau búa
erlendis. Yngstur er Frank, en hann
er enn í foreldrahúsum.
Synirnir hafa rekið með foreldr-
um sínum tannsmíðaverkstæðið í
Síðumúla 29 hér í bæ. Þeir fetuðu
í fótspor föður síns og lærðu tann-
smíðar. Því láni átti ég að fagna
að fara með Dieter í nokkrar veiði-
ferðir og eru þær ógleymanlegar.
Bæði var, að hann var slunginn
veiðimaður og húmoristi hinn mesti.
Á undanförnum árum hef ég unnið
þó nokkuð fyrir þau hjón bæði við T
uppbyggingu verkstæðisins í Síð-
umúla og við heimili þeirra í Ásbúð
96 í Garðabæ. Öll okkar samskipti
voru með ágætum og var það ekki
síst að þakka hinni glæsilegu konu
hans, Önnu. Það var sama hvenær
maður heimsótti þau hjónin alltaf
var sama hlýjan og skemmtilega
viðmótið.
Það er undarlegt að maður skuli
fæðast til þessa lífs og þurfa að
upplifa það að einn af öðrum sam-
ferðamönnum skuli verða burt kall- s
aðir á öllum aldursskeiðum, uns
komið er að manni sjálfum, en
svona er lífið. Um ætt og uppruna
Dieters verða aðrir að skrá, ég er
þeim hnútum ekki nógu kunnugur.
Við þessar línur get ég ekki lokið
án þess að ítreka góð samskipti við
Önnu. Hún er einhver sú dugleg-
asta kona sem ég hef kynnst, að
öðrum konum ólöstuðum.
Elsku Anna mín, börn og barna-
börn, við hjónin biðjum guð að
styrkja ykkur á þessum sorgartím-
um. Megi Dieter ganga jafn glaður
um lendur eilífðar eins og hann var
hér í heimi. Blessuð sé minning
hans.
Þráinn Þorvaldsson
mat. Hún bakaði fallegustu kökur
sem ég hef séð. Ekki venjulegar
kökur heldur kökur skreyttar með
marsípanblómum eða einhveiju
öðru punti. Hún bjó alla ævi að því
sem hún lærði í húsmæðraskólanum
í Holte.
Afi dó árið 1974 og áttu þau þá
hús í Básendanum. Amma treysti
sér ekki til að búa þar ein með
Gunnari, syni sínum, sem er þroska-
heftur, og þau tvö fluttu stuttu
seinna í Efstaland í Fossvoginum.
Gunnar bjó heima hjá ömmu þar
til fyrir nokkrum árum að hann'
flutti í sambýli fyrir þroskahefta.
Hann heimsótti þó ömmu lengst af
um hveija helgi.
Það var ótrúlegt hvað amma var
alltaf dugleg. Hún var ekki heilsu-
hraust en hún hafði alltaf þrek til
að baka og hún átti alltaf heima-
bakaðar kökur í skápunum sínum.
Hún hugsaði mikið um útlit sitt og
á hveijum degi setti hún á sig vara-
lit og skartgripi. Hún fór alltaf regl-
ulega í hárgreiðslu og endurnýjaði
fötin sín öðru hveiju. Hún bar allt-
af með sér hvað hún var mikil dama.
Síðastliðið haust fór amma á elli-'
heimilið Grund. Hún ætlaði sér allt-
af heim aftur en heilsu hennar hrak-
aði svo hratt svo ekkert varð úr
því. Það er sorglegt að sjá á eftir
ömmu en ég er þakklát fyrir að hún
skyldi fá að halda reisn sinni alla
ævi og vera ekki ósjálfbjarga í lang-
an tíma.
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir
Inga S. Guðmunds-
dóttir - Minning