Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 38
*38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 Minning: Ragnar Svavar Jónsson baðvörður Fæddur 12. ágúst 1912 Dáinn 19. apríl 1991 í dag verður Ragnar Svavar Jónsson fyrrverandi baðvörður í Austurbæjarskólanum til grafar borinn. Ragnar starfaði við Austurbæj- arskólann við bað- og dyravörslu í rúmlega hálfa öld. Hann kom til starfa við skólann láust fyrir heims- * styrjöldina síðari. Hann lét af því starfi liðlega sjötugur en hélt áfram starfí við skólann fram á síðasta dag. Kona hans, Björg Guðfinns- dóttir, annaðist ásamt honum ræst- ingu á íþróttaálmu skólans. Nokkru fyrir klukkan 11 föstudaginn þann 19. þ.m., daginn fyrir kjördag, hitti ég hann í skólanum. Hann hafði þá skroppið „upp eftir“ til að „renna yfir gangana" svo að allt væri í góðu lagi af hans hálfu þegar starfsmenn kosninganna mættu til starfa næsta dag. Sh'k var samvisk- usemin. Slík er samviskusemi þeirr- ar kynslóðar sem hann tilheyrði. Að loknu þessu verki fór hann heim *> og þar var hann kallaður í skyndi, því kalli sem enginn daufheyrist við. Ragnar var fæddur í Reykjavík 12. ágúst 1912 og ólst þar upp. Ungur að árum tók hann þátt í íþróttum og keppti með Fram í knattspyrnu árum saman. Mér hafa sagt, þeir sem þekktu hann á þess- um árum, að hann hafi verið góður leikmaður, fljótur og fylginn sér og haft mikið keppnisskap. Þessi íþróttagrein var honum mjög hug- leikin og fylgdist hann ávallt með >henni af lífí og sál og það fór ekki á milli mála hveija hann studdi. Ég kynntist Ragnari fyrst er ég var nemandi í Austurbæjarskólan- um en náið kynntist ég honum í áratugalöngu samstarfi eftir að ég hóf störf við skólann. Starf hans var erilsamt, einkum á þeim árum, þegar kennt var í leikfímisal og í sundlaug frá klukkan 8 á morgnana fram til 6 á kvöldin, en eftir það fengu íþróttahópar afnot af salnum. Auk dagvinnunnar tók hann einnig að sér að hafa umsjón með íþrótta- hópum á kvöldin. Hann var einstaklega lipur í sam- skiptum og ávallt reiðubúinn að greiða götu þeirra sem til hans leit- j^uðu. Það var gott að vita af Ragn- ari við gæslu og í eftirliti með nem- endum. Þá var öruggt að hlustað væri á bam sem þurfti aðstoð eða stuðning. Mig óraði ekki fyrir því, að þá við Ragnar buðum góða nótt þetta föstudagskvöld, að það yrði okkar hinsta kveðja. Huggun er harmi gegn að eiga góða heimvon. Eg sendi konu Ragnars, Björgu Guðfinnsdóttur, dætrum hans, Erlu, Guðfinnu og Ingveldi Ólöfu og einn- ig barnabörnum hans og öðrum ættingjum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Alfreð Eyjólfsson * Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Ragnar S. Jónsson var einn af íslandsmeisturum Fram í knatt- spymu 1939, en áður hafði henn leikið með yngri flokkum félagsins og var því í hópi þeirra manna, sem tóku þátt í endurreisn félagsins upp úr 1930. Jafnframt því að verða íslands- meistari 1939, tók Ragnar þátt í sögufrægri för félagsins til Dan- merkur sama ár. Sú för skilaði miklum árangri, ekki aðeins á knattspyrnuvellinum heldur varð hún undanfari þess að samið var um fyrsta landsleik íslands á knatt- spyrnusviðinu við Dani eftir stríðs- lok, en í tengslum við þann leik var Knattspyrnusamband Islands stofn- að. Aðalstjórn Fram bauð íslands- meisturum frá 1939 og Danmerkur- förum til kaffihófs fyrir 2 árum til að minnast þess, að 50 ár voru lið- in frá þessum atburðum. Var glatt á hjalla þegar gömlu meistararnir hittust og rifjuðu upp liðna tíð. Þar var Ragnar hrókur alis fagnaðar. Alla tíð sýndi Ragnar sínu gamla félagi sérstaka tryggð og fylgdist grannt með úrslitum. Og það var honum óblandið ánægjuefni, þegar Fram varð íslandsmeistari á síðasta ári. Hann hafði orð á því að ytra umhverfi íþróttanna væri mikið breytt frá því að hann ólst upp, en keppnisandinn væri sá sami og áður og það skipti mestu máli. Nú er þessi góði félagi okkar horfinn yfir móðuna miklu. Hlýjar kveðjur fylgja honum frá Fram um leið og fjölskyldu hans eru sendar samúðarkveðjur. Alfreð Þorsteinsson Þegar góður vinur og samferða- maður flytur yfir á annað tilveru- svið gerist hugurinn dapur og fyll- ist söknuði yfir liðinni tíð. I skamm- sýni okkar eigum við oftast erfitt að átta okkur á rökum tilverunnar og sætta okkur við sorgaratburði, sem óumflýjanlegir eru og við sjald- an tilbúin að mæta. En á vegamót- um lífs og dauða skiljast leiðir og eðlilega stöldrum við ögn við og lít- um yfir farinn veg. Þá skilst okkur best hvert lífslán það er að eiga góða samferðamenn. Ragnar Jóns- son var einn þeirra. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu að kvöldi 19. apríl sl. Þegar hann gekk til hvílu þetta kvöld hefur hann efa- laust haft í huga annir næsta dags, kosningadagsins, þar sem hann hafði um árabil gegnt því trúnaðar- starfi að gæta kjörgagna fyrir Reykvíkinga í Austurbæjarbama- skólanum, sem var vinnustaður hans til fjölda ára. „En nóg er að starfa Guðs um geim“ og þar hafa Ragnars beðið önnur og meiri störf. „Yfir litlu varst trúr, yfir mikið mun ég setja þig“. Þessi ritningargrein bendir á mikilvægi trúmennskunnar og var hún Ragnari í blóð borin eins og mörgum af eldri kynslóð- inni. Okkar samleið er orðin nokkuð löng, þar sem við höfum ásamt fjöl- skyldum okkar búið í sama húsi um það bil þijátíu ár og hefur sambýlið verið með ágætum og átti Ragnar sinn þátt í að gera það gott. Hann var mörgum góðum kostum búinn. Hann studdi við bakið á þeim sem minna máttu sín og hlynnti að þeim á margan hátt. Hann hafði það aðalsmerki hvers góðs manns að vera bæði barna- og dýravinur. Því var gott að ala upp böm í nágrenni við hann. Þau fundu að í honum áttu þau sér góðan málsvara. Mik- ill hluti af ævistarfi Ragnars var að vinna með skólabörnum og hafa þau margt gott getað af honum lært. Hann var íþróttamaður á fyrri árum og náði langt í knattspyrnu á þeirra tíma vísu. Áhugamaður um íþróttir var hann til æviloka, enda hélt hann sér vel og var léttur í spori og lipur í hreyfingum til hinstu stundar. Ragnar hafði létta lund og var oft fundvís á það spaugilega í lífinu. Hann var félagslyndur maður og hafði gaman af að spá og spjalla um mál sem efst voru á baugi í hvert skipti og fylgdist vel með dægur- og þjóðmálum til ævi- loka. Ragnar var mikill fjölskyldu- maður og má segja að gæfu sína hafi hann fundið í fjölskyldulífinu í hópi þriggja dætra, þriggja barna- barna og sinnar mikilhæfu konu, Bjargar Guðfinnsdóttur. Heimili þeirra er afar gestkvæmt og oft hefur fólk dvalið þar um lengri eða skemmri tíma af ýmsum ástæðum og notið bæði gestrisni og hjálpsemi hjónanna. Ég minnist margra ánægjustunda á heimili þeirra og þaðan kom hver gestur ríkari af gleði og bjartsýni. Ég vil að leiðar- lokum þakka Ragnari samfylgdina fyrir hönd okkar á neðri hæðinni og óska honum guðs blessunar á ódáins vegum. Við vottum þér, Björg mín, dætr- um og barnabörnum, dýpstu samúð. Guðrún I. Jónsdóttir Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn af bemskuglöðum hlátri strætið ómar, því vorið kemur sunnan yfir sæinn. Sjá sólskinið á gangstéttunum ljómar. Já, sólskinið ljómaði svo sannar- lega í Reykjavíkinni hans pabba míns, líkt og hjá Tómasi Guðmunds- syni forðum. Og bernskuglaðir hlátrar fylgdu honum lífið út. Hann var gæfumaður og Reykjavík var borgin hans og í yfir 40 ár var hann umvafinn bernskuglöðum hlátri barnanna í Austurbæjarbam- askólanum þar sem hann eyddi löngum og farsælum starfsdegi. Og vorið kemur aftur sunnan yfír sæinn þótt hann sé nú horfinn yfir móðuna miklu. Það skynjaði hann pabbi minn sem eyddi ævidögum í borg forfeðranna, áttundi ættliður- inn Reykvíkingur. Hann skynjaði æðaslátt fortíðarinnar og fann ræt- urnar hvert sem sporin lágu. Á Arnarhóli bjuggu forfeðurnir um 1700 og Oddur Hjaltalín, langafí Rannveigar ömmu hans, var síðasti ábúandinn á jörðinni Reykjavík. Langafinn Eyríkur Hjörtsson bjó á Rauðará við Reykjavík og afi hans og amma, Rannveig Eiríksdóttir og Kristján Jónsson á Vegamótum við Vegamótastíg. Úr Klapparvörinni ýttu afi hans og faðir bát sínum úr vör og í Þvottalaugunum bogr- aði hún mamma hans löngum stundum meðan hann lítill snáði hljóp um tún og móa Laugardals- ins. Það skyldi því engan undra þótt ræturnar hans föður míns stæðu djúpt í reykvískri mold. Reykjavík var borgin hans, með henni óx hann og í henni lifði hann löngu og farsælu lífi. Hann fæddist á Bergi við Ingólfs- stræti 12. ágúst 1912. Foreldrar hans voru Ingveldur Rut Ásbjörns- dóttir, fædd 12. desember 1872 að Ási í Hafnarfirði, dáin 14. janúar 1964 í Reykjavík og Jón Kristjáns- son fæddur 28. september 1860 að Vegamótum í Reykjavík, dáinn 4. október 1925 í Reykjavík. I móður- ættina var pabbi kominn af Bergs- ætt og Reykjakotsætt sem kennd er við Guðna Jónsson í Reykjakoti í Ölfusi. Móðuramma föður míns var Svanhildur Illugadóttir frá Sval- barða á Álftanesi, af Bergsætt, og móðurafí hans var Ásbjörn Ólafsson bóndi. Þau bjuggu á Leiðólfsstöðum í Flóa og Skógtjörn á Álftanesi. Foreldrar pabba giftust ekki en áttu saman tvö börn, hann og Þór- dísi fædda 18. september 1914. Þórdís bjó lengst af í Hveragerði ásamt eiginmanni sínum, Eyþóri Ingibergssyni, múrarameistara, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þau áttu fimm börn. Þórdís býr nú í Reykjavík. Var alla tíð mikil vin- átta milli þeirra systkina. Einn hálf- bróður átti pabbi, Elías Kristin Guðmundsson, fæddan 5. mars 1909 í Reykjavík, dáinn 21. mars 1935. Syrgði faðir minn hann mjög er hann féll frá svo ungur að aldri. Ingveldur amma var um og yfir fertugt er hún átti börnin sín og það var erfítt hlutskipti sem beið hennar með börnin sín þijú, enda fór það svo að hún varð að láta tvö þeirra frá sér frostaveturinn mikla 1918. Elías fór að Hömrum í Gríms- nesi þá 9 ára gamall og Þórdís að Kolviðarhóli aðeins 4 ára. Pabbi varð eftir hjá mömmu sinni og fýlgdi henni alla tíð síðan. Hann varð henni allt í senn elskaður son- ur og stóð og stytta í erfiðri lífsbar- áttu. Amma þvoði þvotta og sam- hliða því vann hún við fiskbreiðslu vor og sumur. Pabbi var ekki hár í loftinu þegar hann fór að bjarga sér sjálfur. Átta ára bar hann út blöð og seldi og níu ára réði hann sig sjálfur eftir blaðaauglýsingu í sveit. í átta sumur var hann í sveit að Hömrum í Grímsnesi hjá þeim góðu hjónum Sigríði Bjarnadóttur, sem nýlátin er í hárri elli og Jóhann- esi Jónssyni, sem þá bjuggu í aust- urbænum á Hömrum. Hamraheim- ilið varð sem annað heimili föður míns og var hann og síðar fjöl- skylda hans öll tengd því órjúfandi vináttuböndum. Húsnæðisskortur var mikill á þessum tíma og flestar bjargir bannaðar einstæðri, fátækri móður. Þau mæðginin fengu íbúð í Suður- pól þar sem fleiri fátækir áttu at- hvarf, en alla tíð leið hann pabbi minn fyrir Pólastimpilinn. Fordómar umhverfisins gagnvart þeim sem minna máttu sín mörkuðu djúp spor í litla barnssál. En einn var sá staður þar sem hann átti alltaf athvarf en það var Njarðar- gata 27, hjá þeim hjónunum Ingi- björgu og Jóni Oddi og bömum þeirra. Oft minntist faðir minn á hversu vel þau höfðu reynst sér. „Þangað,“ sagði hann, „var ég allt- af velkominn". En „æskuhryggð er eins og mjöll á apríldegi" og ærsl og leikir með félögunum færðu með sér gleði og góðar minningar. Fundir í KFUM og barnastúkunni Verðandi lífguðu upp á tilveruna og snemma byijaði faðir minn að leika knattspyrnu með Fram. Fram og knattspyrnan urðu hans lífsakkeri og oft dásam- aði hann áhrif þessa félagsskapar á líf sitt. Þar fékk hann útrás fyrir athafnaþrá sína, bæði við almenn félagsstörf og síðar sem keppnis- maður í meistaraflokki félagsins. Og oft minntist hann ársins 1939 þegar Fram var boðið í höfðinglega keppnisferð til Danmerkur og að Framarar urðu Islandsmeistarar sama ár. Það varð honum því mik- ill heiður og gleði er hann fyrir nokkrum árum var sæmdur gull- merki félagsins og aldrei fór hann svo á mannamót að hann bæri ekki merkið í barminum. Fram var félag- ið hans til hinstu stundar. Árin liðu og kreppan skall á með öllum sínum þunga. Hvergi var at- vinnu að fá og möguleikarnir til lífs- afkomu fáir fátækum unglingi. En æskan er bjartsýn og sterk og á þessum árum kom inn í líf föður míns sá sólargeisli sem átti eftir að lýsa veginn hans um langa ævi, en það var ung stúlka, Björg Guð- finnsdóttir, móðir mín, ættuð frá Litla-Galtardal á Fellsströnd. í 57 ár gengu þau saman sinn æviveg, í blíðu og stríðu, og síðasta athöfn- in hans áður en hann lagðist til hinstu hvílu var að kyssa hana góða nótt. Atvinnuleysið og húsnæðishrakið t Bróðir minn og mágur, ARENT HAFSTEINN ARNKELSSON, Bugðlungu, Grindavík, lést aðfaranótt 28. apríl. Ingey Arnkelsdóttir, Kristján Sigurðsson. setti svip sinn á fyrstu búskaparár- in. Hvergi var fasta vinnu að fá en tekið allt sem til féll; vinnu á eyr- inni eða við hitaveitulögnina, versl- unarstörf, síld og sem bílstjóri í „öskunni". í átta ár leigðu þau litla steinbæinn á Skólavörðustíg 11, sem þá var í eigu hjónanna Bene- dikts Sveinssonar og Guðrúnar Pét- ursdóttur, en þau og börn þeirra reyndust foreldrum mínum styrk stoðj bæði á þessum árum og síð- ar. I litla bænum leið þeim vel og þar bjuggu hjá þeim í tvö ár tvö systkini Bjargar og Sigurbjörg móðir hennar, þá nýorðin ekkja. 1946 fékk faðir minn loks fasta vinnu sem baðvörður við Austur- bæjarbarnaskólann í Reykjavík og þeim stað helgaði hann krafta sína þar til yfir lauk. í þau 45 ár sem hann vann við skólann vantaði hann nánast aldrei og aldrei þurfti að fá aðra til þess að ganga í hans störf. Væri hann frá vinnu, sem nær ein- stakt var, hljóp móðir mín í skarðið eða Ásta Jónsdóttir, samstarfskona hans og vinur í böðunum um ára- tuga skeið. Slík trúmennska í starfi er vandfundin nú á dögum en hon- um var hún bæði eðlislæg og sjálf- sögð. Og það var bæði fagurt og táknrænt fyrir lífsstarfið hans föður míns að hann var að koma heim úr Austurbæjarskólanum frá því að undirbúa alþingiskosningarnar kvöldið sem hann lést. Þótt sorgin sé yfirþyrmandi getum við ekki annað en glaðst yfir að hann skyldi fá að yfírgefa jarðlífið með slíkri reisn, mitt í amstri hversdagslífs- ins, þótt aldurinn í árum reiknaður nálgaðist 80 ár. Stríðið færði með sér vinnu og peninga og nú fóru í hönd betri ár hjá foreldrum minum. Með einstakri eljusemi, sparsemi og samviskusemi tókst þeim að koma undir sig fótunum. 1944 gengu þau í byggingasamvinnufé- lagið Hofgarð sem þá hóf byggingu íbúða í Laugarneshverfi. Saman unnu þau hjónin öllum stundum að sínu nýja húsnæði og 1947 rann upp langþráð stund: Þau fluttu í sína eigin íbúð á Hofteigi 4 þar sem heimili þeirra hefur staðið síðan. Foreldrar mínir eignuðust þijár dætur. Þær eru: Erla Hólmfríður, fædd 1935, lengst af skrifstofu- stúlka á Borgarskrifstofunum • í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hilmar Guðmundsson, bifreiða- stjóri. Þau eiga eina dóttur, Hrönn, f. 1966, BA í íslensku. Sambýlis- maður hennar er Þorgeir Adamsson garðyrkjufræðingur; Guðfinna Sig- urbjörg, fædd 1943, jarðfræðingur og kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Eiginmaður hennar var Jan-Érik Juto, læknir í Svíþjóð. Þeirra börn eru Björg Soffía, fædd 1972, nemi við Menntaskólann í Reykjavík, og Ragnar Karl Gunnar, fæddur 1979; Yngst er Ingveldur Ólöf, fædd 1948, vistmaður í Bjark- arási, sem alla tíð hefur búið hjá foreldrum sínum. Já, það er vissulega oft hlýtt og bjart um bæinn í lífi okkar. Pabbi eignaðist snemma bíl og þau mamma notuðu hvert tækifæri til þess að fara út úr bænúm og njóta náttúrunnar með fjölskyldunni. Ef ekki er farið austur að Hömrum eða til Dísu frænku í Hveragerði var rennt á Þingvöll og þar undi pabbi sér við silungsveiði. Hann elskaði náttúruna og var margfróður um örnefni og staðhætti. Hann var stöðugt að fræða og skýra. Fugl- arnir áttu líka hug hans allan og hann þekkti hveija tegund, hljóð hennar og hætti. Og marga góða stund áttu þau mamma með góðum félögum í Ferðaféiagi íslands, ekki síst Gesti Guðfinnssyni, bróður mömmu, og frágangsferðimar í Þórsmörk voru ætíð tilhlökkunar- efni. Mikil og náin vinátta var alla tíð milli hans og Jan-Eriks, fyrrver- andi eiginmanns míns og hélst hún til hinstu stundar. Nutu þeir báðir vel samverustundanna þótt færri yrðu hin síðari ár. Svíþjóðarferðirn- ar urðu ófáar meðan ég bjó í Stokk- hólmi svo þar varð hann hagvanur enda með afbrigðum glöggur og fljótur að átta sig og rata hvort sem það var uppi á íslenskum öræfum eða í erlendum stórborgum. Málið var honum aldrei Þrándur í Götu. Hann bjargaði sér ágætlega bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.