Morgunblaðið - 30.04.1991, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991
Minning:
Páll Sveinsson
á ensku og einhvers konar nor-
rænu. Faðir minn var alla tíð ein-
staklega heilsuhraustur og kenndi
sér varla nokkurn tíma meins. Hann
var léttur á fæti alla tíð svo til
þess var tekið, teinréttur og snögg-
ur í hreyfingum. Þar sá enginn
undir lokin að færi nær áttræður
maður. Hann minntist oft á gildi
hreyfingarinnar og eftir að hann
hætti formlega í knattspyrnunni
spiluðu þeir lengi badminton saman
vinirnir í Austurbæjarskólanum,
þeir Valgeir Pálsson, samstarfs-
maður hans um áratuga skeið, Ein-
ar Eyfells og Magnús Pálsson. Þá
var ákafinn stundum svo mikill að
halda mætti að þar væru unglingar
á ferð.iPabbi hafði alla tíð létta
lund, hann var bjartsýnn, hress,
ræðinn og glettinn og tók öllu sem
að höndum bar með jafnaðargeði.
Hann hafði fallega söngrödd og oft
raulaði hann fyrir munni sér eða
tók lagið hvort sem var heima eða
heiman og þá gjarnan falleg ætt-
jarðarljóð, en á þeim hafði Ingveld-
ur móðir hans einnig mikla ást,
enda söngelsk eins og hann og Dísa
systir hans. Hann naut þess að
spjalla og vera samvistum við fólk
og marga stundina sá maður þá
vinina í Austurbæjarskólanum,
pabba, Valgeir, Jóhannes Kolbeins,
Eyjólf Eyfells og fleiri í áköfum
samræðum uppi á gangi.
Lífshlaup mannanna er jafn
margbreytilegt og þeir eru margir,
sömuleiðis lundarfar og skapgerð,
en engan mann hef ég þekkt sem
hugsaði jafn lítið um eigin þarfir
og hann faðir minn. Allt hans líf
snerist um aðra, fyrst um móður
sína sem hann umvafði ást og hlýju
til hinstu stundar, síðan um fjöl-
skylduna, börnin, konuna. Jafnt í
smáu sem stóru vakti hann yfir
þörfum okkar, stjanaði við okkur í
orðum og athöfnum. Hver beið við
bíóið, skátafundina, skólann í
bernsku minni með upphitaðan bíl-
inn svo ég þyrfti ekki að híma í
kuldanum eftir strætó? Hver lædd-
ist inn með harðfisk og smjörklípu
eða epli á diski í próflestrinum?
Hver fylgdi mér sem handlangari í
prófverkefnum háskólans í íslensku
mýrunum heilt sumar? Hver studdi
við bakið á mér þegar ég flutti
heim til íslands með börnin mín tvö
fyrir átta árum og varð þeim í senn
faðir og afi? Hver kom daglega
yfir til okkar með bros á vör, glens
og grín og tók nokkur dansspor í
ganginum? Hver þvoði þvottana
mína í átta ár og keyrði og sótti
börnin í endalausa aukatíma? Hver
keyrði og sótti Ólöfu systur? Hver
stóð við gluggann og beið eftir litla
nafnanum sínum koma úr skólanum
eða kíkti inn til stelpnanna með
ofurlítið nammi í poka og spurði
um prófin og skólann? Hver kom
daglega með fisk til kisu litlu og
spjallaði við hana á máli sem þau
tvö ein skildu? Hann mátti ekkert
aumt sjá og hann munaði aldrei um
að gefa þeim sem minna áttu, þótt
engin væri auðlegðin í eigin garði.
í starfi sínu sem baðvörður í Aust-
urbæjarbarnaskólanum minnti
hann mig oft á lífsreglur Pálma
heitins Hannessonar, rektors, sem
sagði: „Það er í lagi að vera harður
við hópinn en vertu alltaf mildur
við einstaklinginn." Faðir minn var
ótrúlega mannglöggur og aldrei fór
hann svo á mannamót að hann hitti
ekki og þekkti strákana sína úr
skólanum og ótalmargir þeirra urðu
vinir hans og hann fylgdist með
þeim vaxa úr grasi og verða full-
orðna menn.
Reykjavík var honum ákaflega
hjartfólgin og hér þekkti hann
hvern stein og hveija þúfu. Hann
syrgi Kolbeinshausinn sem hvarf
og túnin sem fóru undir malbik og
byggingar, um leið og hann gladd-
ist yfir hinni vaxandi borg. Hin
gamla Reykjavík varð honum sífellt
kærari eftir því sem árin liðu og
hann naut þess að ræða við gamla
Reykvíkinga og rifja upp gamlar
minningar. Þar sem saman fór af-
burða minni, áhugi og mikil þekking
á staðháttum varð það til þess að
hann árið 1985 sem heimildarmað-
ur tók þátt í útgáfu bókarinnar
„Lífshættir í Reykjavík 1930—40“,
sem gefin er út af Sagnfræðistofn-
un Háskóla íslands, en höfundur
hennar er Sigurður G. Magnússon.
Þar bjargaðist mikill fróðleikur um
lífskjör þeirra sem uxu úr grasi í
hinni vaxandi borg á kreppuárun-
um.
Hér stöndum við nú öll sem elsk-
uðum hann pabba minn hnípin eftir
á strönd hinnar miklu móðu og sef-
um sorgina við óendanlega margar
Ijúfar minningar liðinna ára. Eng-
inn gat skilað betra dagsverki né
lifað heiðarlegra eða betra lífi.
Hann lét alls staðar gott af sér leiða.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin
segir Tómas Guðmundsson,
Reykjavíkurskáldið og uppáhalds-
skáldið hans föður míns í kvæðinu
„Hótel Jörð“. „Hver á nú að koma
í staðinn fyrir afa hjá mér?“ spurði
sonur minn með harm í hjarta dag-
inn sem afi hans dó. „Enginn,“ svar-
aði ég. Það kemur enginn í staðinn
fyrir afa, en minningin um hann
og allt það góða sem hann hefur
kennt þér, sagt þér og sýnt þér
mun verða þér leiðarljós í framtíð-
inni. Því þótt stöðugt bætist nýir
hópar í skörðin kemur aldrei neinn
í stað þeirra sem við elskum og
missum. En minning þeirra lifir í
hjörtum okkar. Guð geymi hann
pabba minn.
Guðfinna Ragnarsdóttir
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug
þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna
þess sem var gleði þín.“
(Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran)
Það var mikil sorg í hjarta mínu
þegar ég heyrði lát vinar míns
Ragnars Jónssonar og mig langar
í fáum orðum að minnast hans. Eg
kynntist honum fyrst barn að aldri
er ég var í pössun hjá þeim hjónum
Ragnari og Björgu og þau kynni
áttu eftir að dýpka og verða að
innilegri vináttu er ég fyrir þremur
árum kom suður til náms í mennta-
skóla. Mér var boðið að búa á heim-
ili dóttur þeirra á Laugateigi en var
alla tíð jafn velkomin á Hofteigs-
heimilið þar sem mér fannst ég
vera eins og eitt barnabarnanna.
Ófáir voru snúningar Ragnars við
okkur og alltaf kom hann heim til
að vita hvernig gengi og hvað væri
framundan í skólanum.
Hann kom daglega yfír til okkar
á Laugateig til þess að athuga hvort
allt væri ekki í lagi eða bara með
fisk handa kisu. Hann var alltaf
vakandi yfir velferð annarra, hann
var tryggur fjölskyldumaður og
þegar fjölskyldunni leið vel, leið
honum vel. Hann var ætíð boðinn
og búinn til þess að hjálpa, styðja
og hvetja. Ragnar var afar starfs-
smaður maður og vinnan var honum
mikils virði. Hann var glaðastur
þegar hann hafði nóg að gera.
Frá honum streymdi aðeins góð-
vild og létt lund. Hann var mjög
glettinn maður og þær eru ófáar
minningarnar sem ég á með Ragn-
ari þar sem við hlógum saman og
hann sló á létta strengi. Þau voru
einnig ófá danssporin sem hann tók
fyrir okkur og þau sýndu svo vel
lífsgleði hans og bjartsýni.
Þau Ragnar og Björg hafa ekki
aðeins stutt mig og reynst mér vel
þessi námsár mín hér í Reykjavík,
heldur á móðir mín þeim einnig
mikið að þakka. Þegar hún ung að
árum stundaði nám í Fósturskólan-
um tóku þau hjónin hana upp á
arma sína og hjá þeim bjó hún sín
námsár og fékk að kynnast þeim
kærleika og því trygglyndi sem þar
ríkir. Á Hofteignum steig Kristín
Björg systir mín einnig sín fyrstu
spor umvafin ástúð og umhyggju
þeirra beggja.
Það tekur tíma að átta sig á að
Ragnar er ekki lengur meðal okk-
ar, þar sem hann var svo stór hluti
af lífi okkar. Ég þakka Guði fyrir
þessi ár sem ég fékk að kynnast
honum svo vel. Ég og fjölskylda
mín vottum Björgu, Erlu, Guðfinnu,
Ólöfu, Hrönn, Björgu og Ragga
Kalla okkar dýpstu samúð. Megi
góður Guð styrkja þau og blessa á
þessari erfiðu stund. Guð blessi
minningu vinar míns, Ragnars
Jónssonar. Hvíli hann í friði.
Melkorka Matthíasdóttir
Fæddur 28. október 1921
Dáinn 23. apríl 1991
í dag, 30. apríl, verður jarðsung-
inn frá Bústaðakirkju í Reykjavík
Páll V. Sveinsson, Miðleiti 3. Hann
andaðist þriðjudaginn 23. apríl sl.
eftir langvarandi veikindi.
Páll var fæddur í Grindavík 28,
október 1921, sonur hjónanna Val-
gerðar Pálsdóttur og Sveins Yngva-
sonar sjómanns. Fjögurra ára gam-
all missti hann föður sinn sem
drukknaði er bátur hans fórst í inn-
siglingunni við Grindavík.
Páll ólst síðan upp hjá móður
sinni og seinni manni hennar Alex-
ander Klemenssyni. Þau bjuggu
fyrstu árin í Grindavík en fluttu
síðan til Ytri-Njarðvíkur þar sem
þau voru um nokkurra ára skeið
en árið 1953 flytja þau til Keflavík-
ur þar sem heimili þeirra var síðan.
Páll fór ungur að taka þátt í
þeim störfum sem til féllu og kom
fljótt í ljós það sem einkenndi hann
alla tíð, einstakur dugnaður og at-
orka að hveiju sem hann gekk.
Ungur varð hann fyrir því böli að
veikjast af berklum sem á þeim
árum var afar skæður sjúkdómur,
hann náði þó heilsu aftur og sást
ekki annað á störfum hans síðan
en að hann hefði unnið fullan sigur
á þeim vágesti.
Páll réðst til starfa hjá Olíufélag-
inu og vann þar um margra ára
skeið einkum á Keflavíkurflugvelli
en árið 1964 hóf hann störf hjá
ungu en vaxandi fyrirtæki, Fríhafn-
arversluninni á Keflavíkurflugvelli,
þar starfaði hann síðan í aldarfjórð-
ung allt þar til starfsævi hans lauk.
Árið 1948 var mikið hamingjuár
í lífi hans. Þann 6. október gekk
hann í hjónaband með Guðrúnu
Sigurbjörgu, fæddri 27. október
1928, í Flatey á Skjálfanda, dóttir
hjónanna Sigríðar Sigtryggsdóttur
og Kristjáns Rafnssonar útvegs-
bónda í Flatey.
Ungu hjónin hófu búskap í Ytri-
Njarðvík en fluttu síðan til Keflavík-
ur þar sem heimili þeira stóð þar
til Páll hætti störfum, þá fluttu þau
til Reykjavíkur.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið, elst er Valgerður Sveinbjörg,
f. 3. janúar 1949, hún er búsett í
Bandaríkjunum, Sigríður Kristín,
f. 8. febrúar 1952, hennar maður
er Guðjón Sigurðsson, þau búa í
Reykjavík, Alexander, f. 25. júlí
1956, kona hans er Rannveig Vern-
harðsdóttir, þau búa á Akureyri.
Einnig ólu þau upp tvö dóttur-
börn sín, þau Jennýju og Gunnar
Pál. Barnabörnin eru orðin tíu og
eitt barnabarnabarn.
Hér gefst ekki ráðrúm til að
greina ítarlega frá lífshlaupi Páls
Sveinssonar, þó margs sé að minn-
ast frá liðnum árum.
Við sem nutum samvista við hann
bæði á vinnustað og utan eigum
honum mikið að þakka. Páll var
einstakur félagi, ætíð léttur í lund,
þó hann þyrfti að beijast við erfiðan
sjúkdóm mörg seinni ár ævinnar
varð þess lítið vart, hans eðlislæga
bjartsýni og lífsgleði varð öllum
þrautum yfirsterkari. Þó oft væri
vinnudagurinn Iangur virtist hann
ætíð geta bætt á sig störfum og
hvert verk var unnið af trúmennsku
og alúð, vinnugleði hans og léttleiki
virkaði á alla sem með honum voru
svo hvert verk gekk betur og létt-
ar. Páll var virtur af þeim er hann
þekktu, drenglyndi og góðvild var
svo ríkur þáttur í eðli hans að öllum
er honum kynntust hlaut að þykja
vænt um hann. Þau hjón Páll og
Guðrún voru samhent um að skapa
fagurt og hlýlegt heimili. Þó starfs-
dagurinn væri oft langur virtist
nægur tími til að lagfæra og halda
heimilinu svo að til fýrirmyndar var.
Heimilið og fjölskyldan var Páli
ætíð hugstæð. Hann var góður fjöl-
skyldufaðir og fannst aldrei nóg
gert til að bæta hag fjölskyldunn-
ar, þau voru sterk böndin sem
tengdu saman foreldra og börn á
því heimili.
Þrátt fyrir annasaman starfsdag
tókst Páli að sinna öðrum hugðar-
efnum. Þau hjón höfðu yndi af ferð-
alögum bæði erlendis og hér heima.
Eitt var það áhugamál sem var
sérstaklega ánægjulegt að minnast
á við Pál. Ef nefnt var orðið lax-
veiði, þá ljómaði ásýnd hans, slíkur
var áhuginn. Það voru dýrðardagar
þegar hann gat gefið sér tíma til
að glíma við silfraðan lax.
Nú þegar Páll Sveinsson er horf-
inn héðan er efst í huga þakklæti
frá mér og konu minni fyrir vináttu
þeirra hjónanna á liðnum árum. Við
förum ekki saman í ferð eða lax-
veiði öll fjögur framar en við eigum
kærar minningar um liðnar sam-
verustundir.
Við hjónin vottum Guðrúnu og
börnunum öllum okkar innilegustu
samúð. Missir þeirra er mikill en
minningin um slíkan eiginmann,
föður og afa sem Páll var mun veita
þeim styrk.
Blessuð sé minning hans.
Ari Sigurðsson
Páll Sveinsson, tengdafaðir Guð-
jóns, sonar míns, verður til moldar
borinn í dag. Mér er sérlega kært
að minnast hans með fáum orðum
fyrir góð kynni og þá ljúfmennsku
sem fólst í fari hans. Þegar ég sagði
dóttur minni lát hans voru hennar
fyrstu orð: „Æ, hann 'var svo ind-
æll.“ Ég man þau skipti þegar kom-
ið var erlendis frá með flugvél, að
rætt var um það á leiðinni hvort
Páll væri nú á vakt í Fríhöfninni,
en þar starfaði hann um árabil. Það
var ánægjulega oft sem svo hittist
á að hann birtist og kom á móti
okkur með sínu ljúfa fasi og fallega
brosi og bauð okkur velkomin heim.
Hann var vissulega góður gestgjafi
þeirra sem heimsóttu land okkar
og þjóð í gegnum flugstöðina meðan
hans naut við, og þar var hann landi
okkar til sóma með ljúfm^nnsku
sinni og hjálplegri lipurð. Þau Guð-
rún og Páll voru góðir gestgjafar
og nutu þess að hafa sem mest
fyrir gestum sínum. Margar ljúfar
minningar eru tengdar heimboðum
til þeirra í Keflavík og seinna í
Miðleitið eftir að þau fluttust til
Reykjavíkur.
Páll Sveinsson var fæddur í
Grindavík 28. október 1921 og átti
því aðeins nokkra mánuði í 70 ára
aldursmarkið.
Faðir Páls var Sveinn Ingvarsson
sjómaður og móðir Valgerður Páls-
dóttir húsmóðir, myndarfólk, enda
bera afkomendur þeirra þess merki.
Þau áttu heima að Holti í Grinda-
vík. Páll naut föður síns skamman
tíma því faðir hans drukknaði í
„Sundinu" í Grindavík í mars 1926,
en þá var Páll aðeins á fímmta ári.
Hann var með móður sinni. En
1932 giftist hún Alexander Klem-
enssyni og þau bjuggu áfram að
Holti eða þar til þau fluttu í stríðs-
byijun til Ytri-Njarðvíkur. Þar var
byggður grunnur, gamla Holt rifið
og byggt upp að nýju á grunninum
og húsið hélt gamla nafninu, Holt.
Páll stundaði mest sjómennsku á
þessum tíma, en það hefur eflaust
verið um næga vinnu að ræða á
þessum árum við byggingu „Vallar-
ins“, fjölgun íbúðarhúsa i þéttbýlinu
þarna og útgerð. Það er í Innri-
Njarðvík sem hann hittir verðandi
eiginkonu sína, Guðrúnu Kristjáns-
dóttur frá Flatey á Skjálfanda og
þau fella hugi saman og gifta sig
á haustdögum 1948, á afmælisdegi
Alexanders, fóstra Páls, 6. október.
Þess má geta hér að Alexander
reyndist Páli hin besti fósturfaðir,
og seinna börnum þeirra Guðrúnar
og Páls hinn elskulegasti afí. Þegar
hérna var komið sögu hafði Páll
ekið tankbíl með eldsneyti fyrir
flugvélar fyrir Essó Olíufélagið.
Vegna lasleika sem hijáði hann um
tíma var honum ráðlagt að hætta
því starfi um sinn. Þegar hann
hresstist eignuðust þeir Páll og
fóstri hans vörubifreið og ók honum
um hálfs árs skeið, en hóf svo aftur
akstur hjá Essó og var við þann
starfa adlt. til 1964. Um 1952
byggðu þeir tvíbýlishús á Hólabraut
39
16 í Keflavík. En 1960 fellur Alex-
ander frá. En 1964 er hafin var
bygging á húsinu við Háaleiti 24
dó Valgerður, en henni hafði verið
ætluð íbúð niðri í því húsi. Þar
bjuggu þau, Guðrún og Páll allt til
þess að þau fluttust til Reykjavík-
ur. Um það leyti sem þau voru að
byggja að Háaleiti hóf Páll störf í
Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og
starfaði þar uns hann fyrir nokkrum
árum varð að hætta vegna veikinda
og lasleika. Hann vann þó hálft
starf um tíma, en þoldi það ekki.
Guðrún og Páll eignuðust þijú ^
mannvænleg börn, Valgerði, Sigríði
og Alexander. Þau eignuðust 10
barnabörn og eitt barnabarnabarn.
Valgerður hefur búið í mörg ár í
Bandaríkjunum við ábyrgðarmikil
störf í verslun og skrifstofustjórn.
Tvö eldri barna Valgerðar hafa alist
að mestu upp hjá ömmu og afa,
þ.e. Guðrún og Páll. Sigríður er
húsmóðir í Reykjavík og er gift
Guðjóni Sigurðssyni, innkaupa-
stjóra hjá Sambandinu. Alexander
býr á eða við Akureyri og er um-
dæmistæknir hjá Pósti og síma ;í*^
Norðurlandi. Hann er kvæntur
Rannveigu Vemharðsdóttur hús-
móður. Það er áhugavert að af þess-
um 11 barnabörnum og barna-
barnabömum er aðeins ein stúlka.
Allt em þetta hraust og mannvæn-
leg böm. Þau hjónin Guðrún og
Páll unnu börnum sínum af alúð
og báru hag þeirra framar öllu öðru
og hafa hjálpað og aðstoðað þau í
einu og öllu eftir því sem þau hafa
getað. Fyrir tæpum tveimur árum
fluttu þau til Reykjavíkur og eign-
uðust ljómandi fallega íbúð í Mið-
leiti 3, þar sem þau hafa unað hag
sínum eftir ástæðum en sakna að
sjálfsögðu kunningjanna suðurfrá
og umhverfísins þar. Það var ekki^
síst lasleiki Páls og raunar Guðrún-
ar einnig, sem ýtti undir það að
vera nær krefjandi læknisþjónustu
og skyldmennum. Enda hefur Sig-
ríður dóttir þeirra, að öðrum ólöst-
uðum, verið þeim betri en engin.
Páll unni náttúru lands okkar og
naut þess að ferðast um landið, en
hugurinn stóð mest til stangaveiða
og hann talaði mikið um þá íþrótt
og veiðiskap í ám og vötnum. Og
sem endranær var hugurinn við
komandi sumar og fyrirhugaðar
veiðiferðir.
Um leið og ég kveð þennan ind-
æla dreng og þakka honum góða
kynningu bið ég Guð að taka hann
í faðm sinn, þar sem hann fær
næðis njóta og getur fylgst með^
fiskum þræða ámar og stökkva
flúðir og fossa, líkt og forðum í
Þómfossi.
Guðrúnu, börnum þeirra og
bamabörnum og aðstandendum
færi ég innilegar samúðarkveðjur
mínar og fjölskyldu minnar.
Sigurður Ágústsson
Við eigum erfitt með að trúa því
að afi sé farinn frá okkur. En það
er nú samt satt og við verðum að
hugga okkur við minninguna um
hann sem gaf sér tíma, var blíður,
góður og naut þess að vera afi.
Við þökkum honum fyrir árin
sem við áttum saman og fyrir það
að vera einmitt afi okkar. Hann er
farinn en minningin lifir hjá okkur.
Þegar sál þín vegur gull og silfur á metaskál-
um, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara.
(Kahlil Gibran)
Guð blessi afa.
Barnabörn og bamabarnabörn