Morgunblaðið - 30.04.1991, Side 42
42
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) (P*
Hrúturinn er í góðu formi til
að sinna skapandi störfum í
dag. Hann fer í stutt ferðalag
og á ánægjulegt kvöld með
ástinni sinni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þó að nautið verði fyrir
óvæntum skakkafollum í sam-
skiptum sínum við annað fólk
rætist úr vandræðunum áður
en dagurinn er allur. Það ætti
að bjóða til sín gestum í kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Maki tvíburans er óútreiknan-
legur um þessar mundir. Sölu-
hæfileikar hans njóta sín vel
um þessar mundir. Hann er
aðlaðandi og kraftmikill og
hefur góð áhrif á annað fólk.
Krabbi
(21. júni - 22. júlí) >“iB
Krabbinn vekur undrun ein-
hvers þegar hann færir hon-
um gjöf. Hann verður að fara
með peningamál sín sem trún-
aðarmál.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þó að ýmsar áætlanir ljónsins
breytist er heppilegt fyrir það
að láta að sór kveða á félags-
málasviðinu núna og taka
þátt í hópstarfi.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Meyjan vinnur ötullega á bak
við tjöldin. Hún á í viðræðum
út af starfí sínu og er upp á
sitt allra besta um þessar
mundir.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Vogin heyrir frá vinum sínum
í fjarlægð. Kurteisi og per-
sónutöfrar gera hana að eftir-
sóknarverðum félaga. Hún
ætti að fara út að skemmta
sér í kvöld.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það er tilvalið fyrir sporðdrek-
ann að leita sér að atvinnu
núna. Hann er ekki sammála
maka sínum um ráðstöfun
sameiginlegra fjármuna
þeirra.
Bogmaóur
(22. nóv. -21. desember) m
Þó að bogmaðurinn vilji vinna
einn að sínu núna ætti hann
einnig að leitast við að vera
samvinnufús. Hann á róm-
antískan tíma framundan og
tekur þátt í menningarvið-
burðum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er ánægð með ár-
angur sinni í starfí. Hún er
afkastamikil og leitast við að
styðja við bakið á öðru fólki.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Vatnsberinn tekur það ekki
nærri sér þótt vinur hans láti
hann bíða. Rómantík og sam-
vera setja svip sinn á líf hans
um þessar mundir.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) !£k
Fiskurinn vinnur að einhvetju
úrlausnarefni heima fyrir eða
tekur verkefni með sér heim
úr vinnunni. Hann er alveg á
kafí í því sem hann er að gera.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vtsindalegra staöreynda.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
r- . ■' i":—i 1 "■ 'f" i' "? r—:1 .■1 ■ i : ■’4—1 "r ——- 1 ■;■■■■
DÝRAGLENS
LJÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
Fljót, Magga ... hvert er svarið Ég veit það ekki sjálf, herra... Tíminn er búinn!
við þriðju spurningunni?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Fyrsta afkast í sönnuðum
langlit ætti alltaf að gefa ein-
hverjar upplýsingar um litina til
hliðar. Stundum er það eina leið-
in til að hjálpa makker.
Vestur gefur; ÁV á hættu.
Norður ♦ G9432 V D109 ♦ 9 + ÁKG10
Vestur Austur
♦ ÁD7 4K105
V Á85 V3
♦ D872 ♦ KG10653
♦ 653 + 982
Suður + 86 ¥ KG7642 ♦ Á4 ♦ D74
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull Dobl 3 tíglar 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil: Tígulsjö.
Spilið kom upp í tvímenningi
hjá BR fyrir skömmu. Vörnin á
bersýnilega þrjá slagi, en samt
voru menn að gefa þetta upp í
11 slagi út um allan sal. Með
nákvæmri vörn ætti það þó ekki
að gerast.
Suður drepur tígulkóng aust-
urs með ás og spilar trompi.
Vesturi dúkkar réttilega, þá
trompar suður tígul og spilar
aftur trompi. Austur hefur nú
fengið tvö tækifæri til að tjá
sig. Fyrst þegar sagnhafi tromp-
aði tígul og aftur þegar trompinu
var spilað úr blindum. í fyrri
slaginn á hann að láta tígul-
gosa, sem sýnir góðgæti í hærri
litnum eða spaða. Síðan er
kannski hreinlegast að vísa lauf-
inu frá. Þá ætti vestur að hafa
kjark til að leggja niður spaðaás.
Annar athyglisverður punktur
er trompíferð sagnhafa. Hann
ætti að húrra út hjartakóng í
öðrum slag til að reyna að
þvinga vestur til að taka slaginn
strax — áður en austur getur
sent skilaboð yfír borðið.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Finnlandi
um páskana, kom þessi staða upp
í lægri flokknum í viðureign
finnska alþjóðameistarans Raaste
(2.370) og landa hans Manninen
(2.310), sem hafði svart og átti
leik.
27. — Bxf3! og hvítur gafst upp,
því 28. gxf3 er svarað með 28. —
Hxh2 og 27. Dxf3 - hxg4, 28.
De4 — Dh4 er ekki hótinu betra.
Úrslit í efri flokknum urðu þessi:
1.-2. Oll, Eistlandi, og Vaiser,
Sovétríkjunum, 6 v. af 9 möguleg-
um, 3. Rantanen 5‘A v. 4.-5. Pia
Cramling, Svíþjóð, og Westerinen
5 v. 6.-7. Bellon, Spáni, og Yijölá
4'/2 v. 8. Jón L. Árnason 4 v. 9.
Máki 2'A v. 10. Pyhálá 2 v.