Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
49
KNATTSPYRNA
Major heldur með Chelsea
Það hefur komið upp úr dúrnum,
að hinn nýji forsætisráðherra
Bretlands, John Major, er forfallinn
áhugamaður um knattspyrnu og
sérstaklega fylgir hann Lundúnalið-
inu Chelsea að málum. Það kom
því ekki ýkja á óvart þótt ljósmynd-
arar næðu að festa hann á filmu á
knattspyrnuleik fyrir nokkru ásamt
syni sínum James og kærustu hans
Sophie.
Þar sem Major er mikill áhang-
andi Chelsea kom mönnum ef til
vill á óvart að hann væri festur á
filmu á leik Noi-wich og Manchester
United sem fram fór á Carrow
Road. Sonur hans heldur með Ever-
ton, þannig að ekki var ráðherran
að gera syninum það sérstaklega
til geðs. Málið var reyndar að forr-
áðamenn Norwich buðu Major að
vera heiðursgestur á leiknum og
þar sem stund var milli stríða hjá
honum þekktist hann boðið. Hann
sá Manchester-liðið leika sér að
heimaliðinu eins og köttur að mús
og sigra 3-0. Að sögn skemmtu
Major-feðgarnir og Sophie sér
ágætlega, en ekki er víst að forsæt-
isráðherran hefði skemmt sér yfir
leik með Chelsea, því liðinu hefur
gengið hörmulega síðustu vikurnar,
tapað flestum leikjum sínum og
mörgum þeirra með miklum marka-
Harrison Ford
UMFERÐAROHAPP
Harrison
Ford ók
ástaur
Það hafa e.t.v. ekki margir tekið
eftir því, en leikarinn þekkti
Harrison Ford sem þekktastur er
fyrir hlutverk Indiana Jones í ævin-
týramyndum Spielbergs, er með
áberandi ör á hökunni. Þegar hann
er í hinum ýmsu hlutverkum á hvíta
tjaldinu er yfirleitt búið að sminka
yfir örið og fáir utan hans nánustu
vita að hann ber það. I tímaritsvið-
tali í Bandaríkjunum fyrir skömmu
var hann spurður um tilurð örsins.
„Ég átti einn af þessum Volvo-
Amazon bflum á árum áður og lík-
aði út af fyrir sig prýðilega við
hann. En dag einn var ég að teygja
mig eftir öryggisbeltinu, en missti
þá stjórn á bílnum. Hann hrökk
utan í gangstéttarbrun og þeyttist
svo beint á símastaur. Ég barði
höfðinu í stýrið og þá sprakk svona
fyrir á hökunni,“ segir Ford. Er
hann var spurður á hvemig bíl hann
færi ferða sinna nú til dags, svar-
aði hann: „Þetta er allt of persónu-
leg spuming.“
F.v. John, James og Sophie.
COSPER
COSPER
©PIB I
(in»u» I
11700 I
Nei, þá vil ég heldur Sykurmolana.
Fyrstar
Hann er fallegur og rennilegur,
lætur vel að stjóm og þýðist
þig á allan hátt.
Rúmgóður, ríkulega búinn og
ótrúlega spameytinn.
Hann er HONDA CIVIC.
Greiðsluskilmálar fyrir alla.
Verð frá kr. 785.000,- staðgr.
Phoxda
I gapjKsHlBIL. ° a i
HONDA A iSLANDI. VATNAGÖRÐUM 24. S-689900
B.L.T. samloka
m/beikoni, iceberg,tómat og kryddi.
„SÚ BESTASC
Velkomin á Hard Rock Cafe,
'. sími 6898.88
6 vikna
vornámskeið
hefst 2. maí!
UPPLYFTING 06
HEILSUBÓT
í KRAMHfiSINU
DANSLEIKFIMI
Kennarar: Hafdís, Elísabet og Agnes
AFRÓKARABÍSK DANSSVEIFLA
Kennari: Clé Douglas
KLASSÍSKUR BALLETT
Kennari: Haný Hadaya
JASS - BLUES - MODERN
Kennari: Clé Douglas
LEIKSMIÐJA
Kennarar: Arni Pétur og Silvia von Kospoth
LEIKRÆNN DANS OG SPUNI FYRIR BÖRN
Kennari: Harpa Arnadóttir
SUMAR „WORKSHOP"
18.-30. JÚNÍ
Gestakennarar: Christian Polos, Clé Douglas o.fl.
Innritun hafin.
URftm
HÖSI&
Símar 15103 og 17860
UHONDA
Plínrgmwliilillí
Meim en þú geturímyndað þér!