Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 52
52 MORGy>IBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30, APRÍL 1991 „ Og þú -fatré dfLsttjrí ef teonan. þtn. eJcur." ... oft á vinnustað. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved © 1991 Los AngelesTimesSyndicate ... " Réttlætir eitthvað að ég Var Lilli erfiður? fari á lappir í dag? Að mörgn þarf að hyggja í DV þriðjudaginn 9. apríl er grein um vatnsútflutning og er þar rætt iim vatnsútflutning í tankskip- um. í sömu grein bendir Davíð Sc- heving Thorsteinsson á að slíkt sé þjóðhagsleg glapræði. Það þarf að taka tillit til fleiri hluta en fiskimið- anna þegar verið er að ræða um inngöngu í Evrópubandalagið, kannski er framtíðarsýnin sú, að það eigi eftir að liggja vatnsleiðslur héðan frá íslandi tii Bretlands og annarra þjóða, fyrir kalda og heita vatnið, og jafnvel að virkja alla fossa í landinu, þannig að héðan eigi líka eftir að liggja leiðslur með rafmagni til annarra landa. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef við gáum ekki vel að okkur strax í upphafi þegar fyrstu samn- ingarnir eru gerðir gætum við alveg eins misst öll tök á samningsgerð- um. Eitt er augljóst að samruni þjóða er framtíðin, og ef við þijósk- umst við að viðurkenna að það er helst með góðum samningum strax í upphafi sem við getum verndað sjálfstæði okkar og sérstöðu, að þá kemur sá tími að við verðum ekk- ert að spurð um neitt. Því það er mikil hætta á að aðrar þjóðir vilji nýta sér þær auðlindir sem við eig- um. Og ef við athugum ekki okkar gang strax í upphafi heldur látum reka á reiðanum, að þá verði ísland láglaunasvæði til þjónustu við aðrar þjóðir. Það á örugglega eftir að ijölga innflytjendum hingað til landsins og er það af hinu góða, ef við fylgjumst vel með hvers kon- ar fólk kemur. Leyfum ekki öðrum þjóðum að komast upp með það sem þær gerðu áður fyrr á öldum þegar þær sendu hingað að íslandsströnd- um ýmiskonar óþjóðalýð á farkost- um þegar þær hreinsuðu til hjá sér og fyrir utan alla sjóræningja sem óðu hér uppi samanber Tyrkjaránið, við getum ekki horft framhjá svört- um kollum og brúnum augum þó að allar íslenskar ættartölur séu ljósar og norrænar. Það er ef til vill ekki bara sjónvarpinu að kenna öll sú mikla ofbeldishneigð sem sýnir sig hjá meiri part íslensku þjóðarinnar. Kannski er eitthvað af öllu þessu ættlægt. En einelti er ekki bara hjá börnum það er ekki síður hjá fullorðnum og í þeim til- fellum ennþá skaðlegra heldur en hjá börnum, því þar er mannorð og æra fólks drepin og fólk verður að halda áfram að lifa ef líf skyldi kalla. Þetta er líka drápshneigð og sterk glæpahneigð, því þeir sem eineltið fremja eru yfirleitt virt fólk sem á slunginn hátt er að fá útrás á ofbeldishneigð sinni án þess að hægt sé að sanna neitt, og yfirleitt er þetta fólk áberandi gott og slær mikið um sig sem slíkt svo allir sjái. Eins og allt ofbeldi sýnir er það yfirleitt framkvæmt af valdafýsn eða afbrigðilegheitum nema um geðveiki sé að ræða, kannski hafa einmitt þeir fullorðnir sem sýna þessa ofbeldis- og valdafýsn einmitt verið að hrekkja leikfélaga sína á grimmdarlegan hátt sem börn. Þetta á að sjálfsögðu ekki við þá sem eru fæddir leiðtogar því þeir eru eðlislægir framapotendur. En það getur verið mikill vandi að þekkja þetta allt í sundur, eins og lífið er yfirleitt það er mikill vandi að lifa því þannig að öllum líki vel alltaf er eitthvað hægt að finna að og enginn er gallalaus._ Bjarney Kristín Ólafsdóttir, sjúkraliði. í»essir hringdu . . , Greiðviknir brunaliðsmenn Kona hringdi: „Það hljóp lítill köttur upp í tré í garðinum okkar og þorði ekki niður aftur. Við hringdum í Brun- aliðið og komu þeir strax og björ- guðu kisa úr prísundinni. Ég vil þakka brunaliðsmönnunum fyrir hversu fljótt þeir komu og hvað þeir voru skemmtilegir við okkur.“ Slæða Silki slæða tapaðist í byijun apríl. Finnandi er vinsamlegst beðinn að hringja í síma 15268. Jakki Dökkur mosagrænn jakki glat- aðist á veitingastaðnum Duus síð- asta vetrardag, hefur hugsanlega verið tekinn í misgripum í fatag- eymslu. Vinsamlegast hringið í síma 629008 eða síma 685337 ef hann hefur fundist. Kettlingar Kassavandir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 674241. Veski Svart veski með lyklum í tapað- ist síðasta vetrardag og er finnandi vinsamlegast beðinn að skila því til lögreglunnar. Kápa Gráblá kápa er í vanskilum hjá Dvalarheimlili aldraðra í Löngu- hlíð 3. A sama stað fannst taska með íþróttabúningi og skóm fyrir ári. Upplýsingar í síma 24161. Gleraugu Gleraugu í rauðu leðurhulstri sem glötuðust á kosningadaginn í Skeifunni eða við Langholtsskól- ann. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Kol- brúnu í vinnusíma 621177 eða heimasíma 72368. Hæpið málfar Yndislega ylhýra málið okkar er stöðugt að breytast. Ný orð verða til af nauðsyn og ný orðasambönd myndast í talmáli. Abyrgð Ijölmiðl- amanna er mikil, því menn hafa það oft ósjálfrátt eftir sem þeir heyra og tungumálið okkar heldur ekki velli, nema menn vandi málfar sitt. Verra er þegar einhver ambaga heyrist í t.d. fjölmiðlunum og áður en varir tekur hver eftir öðrum og sumt af því er vissulega ofnotað í talmáli. Dæmi er „Búið að vera“. Menn segja t.d. hver í kapp við annan: „Það er búið að vera gam- an“, „það er búið að vera gott veð- ur“ o.s.frv. Hvers vegna ekki segja eins og tungunni er tamast: „Það var ...“, eða „það hefur verið ...“ Annað sem er undarlegt í máli Ijölmiðlanna, einkum í yfirlætislegu máli þeirra sem eru búsettir fyrir norðan og tala til okkar „þarna fyrir sunnan heiðar“. Útvarpsmenn hér í Reykjavíkur eru jafnvel farnir að segja sem svo: „Við skulum vita hvað þeir segja þarna fyrir norðan heiðar!“ Ég spyr hver er þessi Heið- ar, sem er svo óheppinn að eiga heima á milli okkar „þarna fyrir sunnan heiðar" og „þeirra fyrir norðan heiðar“? SJS HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Fyrir nokkru var sýnd í sjónvarp- inu heimildarmynd, sem nefndist Inukmaðurinn, mynd um sýningu leikhóps fyrir u.þ.b. einum og hálfum áratug, sem fjallaði um eskimóamenningu og áhrif Norður- -Evrópumenningar á hana. Leik- hópur þessi starfaði á sínum tíma undir stjórn Brynju Benediktsdóttur og var sýningin svo vel heppnuð, að leikararnir fóru með hana víða um lönd. Inuk var áreiðanlega sýnt í fleiri leikhúsum og í fleiri löndum en nokkurt annað verk, sem íslenzk- ur leikhópur hefur sett upp. Heimildarmyndin er mjög vel gerð og vönduð, á það bæði við um mynd og texta. Myndin sýnir, að leikverk þetta á ekki síður erindi til okkar nú en á þeim tíma, þegar J>að var sýnt og jafnvel fremur. Ástæðan er sú, að þótt leikritið fjalli um eskimóamenningu og þau áhrif, sem menningaráhrif frá hinum stóra heimi hafa haft á hana, sýnir það okkur alveg eins í hnotskurn hver geta orðið örlög menningar smáþjóðar á borð við okkur íslend- inga og raunar hvaða smáþjóðar sem er. Nú þegar holskeflur erlendra menningaráhrifa ríða yfir samfélag okkar í gegnum alþjóðlega fjölmiðla og gervihnetti, á sýning af þessu tagi mikið erindi til okkar. Víkveiji vill því eindregið hvetja sjónvarpið til þess að sýna þessa heimildar- mynd á ný. XXX Annars vakti það undrun Vík- veija, að kvikmyndabútar skyldu vera til af æfingum leikhóps- ins á sínum tíma og ferð hans til Grænlands. Þessar gömlu myndir sýndu á skemmtilegan hátt, hvernig leiksýningin varð til. Alveg sérstak- lega var gaman að sjá myndir frá Grænlandi og samskiptum leikar- anna við íbúana þar og þau beinu áhrif, sem ferðin þangað hafði á sýninguna, bæði í hreyfingum leik- aranna, hljóðum og dönsum. En hvers vegna voru þessar myndir frá æfingum á Inuk til? Ástæðan mun vera sú, að leikstjór- inn, Brynja Benediktsdóttir, skrif- aði á sínum tíma, fyrir tæpum tveimur áratugum, bréf til sjón- varpsins, þar sem hugmyndinni að leikverkinu var lýst og jafnframt áhuga á að semja kvikmynd um vinnubrögð og ferðalag þessa starfshóps til Grænlands. í bréfinu, sem er frá 1973, segir m.a.: „í sýningunni (en í kvikmynd- ina yrði fléttað köflum úr sýning- unni, æfðum í Grænlandi) sýna leik- arar ferðalag og lifnaðarhætti esk- imóasamfélagsins, fyrst líf þeirra í fullkomnum tengslum við náttúru- öflin og síðar rof þessara tengsla. Sýndur verður dans eskimóa, sem byggist á hreyfingum dýra, sungnir söngvar og seyðir framdir. Leiktjöld verða engin, leikararnir sjálfir leika jafnt menn sem dýr - sjálfan ísinn - snjóhúsið - kajakinn og flest það, sem sýna þarf ...“ Þessi hugmynd leikstjórans er nú orðin að veruleika með eftir- minnilegum hætti. Myndin ætti að vekja okkur til enn frekari umhugs- unar um þau örlög, sem geta verið búin okkur ekki síður en eskimóun- um á Grænlandi, ef við gætum ekki að okkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.