Morgunblaðið - 30.04.1991, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1991
■ ÞÝSKI píanistinn Elfrun
Gabriel heldur tónleika á Vest-
fjörðum á næstunni. Elfrun er
mikill Chopin túlkandi og hefur
haidið tónleika víða um heim. Hún
fer að þessu sinni í tónleikaferð um
Vestfirði og mun leika á eftirtöldum
stöðum: Á Flateyri miðvikudaginn
-w 1. maí klukkan 21, í Bolungarvík
laugardaginn 4. maí klukkan 17 og
á Þingeyri mánudaginn 6. maí
klukkan 21.
Vogar:
Skóflustunga tekin
að nýjum
Vogum.
ALLS 35 börn á leikskólanum
Sólvöllum í Vogum tóku fyrstu
skóflustunguna að nýjum leik-
skóla á Suðurgötu 1-3 í Vogum
á sumardaginn fyrsta að við-
stöddu fjölmenni.
Börnin fengu afhenta skóflu við
Féiagsheimilið Glaðheima og þaðan
var gengið í hóp að Suðurgötu 1-3.
Jón Gunnarsson oddviti flutti ávarp
og sagði að mikil þörf væri á að
fá nýjan leikskóia og að stefnt sé
að því að taka nýjan leikskóla í
notkun í lok ágústmánaðar næst-
leikskola
komandi. Kostnaður er áætlaður
16 milljónir króna, en verktaki er
Vilberg Þór Jónsson, húsasmíða-
meistari.
Að athöfninni Iokinni var gestum
boðið að þiggja veitingar í boði
hreppsnefndar í Glaðheimum.
Þangað mætti fjökli fólks og leik-
skólabörnin skemmtu með söng.
- EG.
Börn úr leikskólanum Sólvöllum
taka fyrstu skóflustunguna að
nýjum leikskóla í Vogum.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Leíkfélag Reykjavíkur
gefa fólki aftur
tækifæri á
50%
afslætti á eftirtaldar
leiksýningar sem
nú eru að kveðja:
Sumartilboði leikfélagsins, síðasta vetrardag var frábærlega
vel tekið og komust færri að en vildu.
Þess vegna höílim
við ákveðið að
1932
föstiu/og/nn J. n/a/
Ég er meistarinn
föslnclag/nn J. /naí
ÆT
Sigrún Astrós
/angarc/agi'nn 4. n/c/i
Fló á skinni
fini/ntuclaginn 2. n/cn og /a/iga/claginn 4. n/aí
LEIKFÉLAG
REYKIAViKUR M
BORGARLEIKHÚSIÐ
Miðasalan cr opin daglcga kl. 14-20, ncma minudaga frá kl. 13-17,
auk þcss cr tckið á móti pöntunum í síma 680680
milli kl. 10-12 alla virka daga. Grciðslukortaþjónusta
Súld og Danny New-
mann á Akureyri
HLJÓMSVEITIN Súld heldur tónleika miðvikudag og fimmtudag,
1. og 2. maí, á veitingastaðnum 1929 á Akureyri.
Hljómsveitin mun m.a. flytja lög
af geisladisknum Bfindflug ásamt
nýju frumsömdu efni.
Með í förinni verður sérstakur
gestur hljómsveitarinnar, breski
blúsgítarleikarinn og söngvarinn
Danny Newmann.
Danny Newmann hefur víða
troðið upp hérlendis á undanförnum
vikum og vakið athygli fyrir góðan
blús. Hann lék hér fyrr á árum með
hljómsveit Manfred Mann og hljóm-
sveitinni Earth Band. Danny mun
m.a. flytja ásamt Súld lög af nýj-
ustu plötu sinni, Bless Tupelo.
Tónieikar Súldar og Danny New-
mann hefjast kl. 22.
UR DAGBÓK
LÖGREGLUIMNAR í REYKJAVÍK:
26. - 28. apríl 1991
Helgin 26.-28. apríl var frem-
ur róleg á vettvangi lögreglu-
starfsins. Bókuð tímasett útköll
voru samtals 472. Vegur þar vafa-
laust þyngst rysjótt veðrátta
ásamt því að mjög er liðið á mán-
uðinn og því víða farið að sjást í
botn á peningabuddum borgar-
anna.
I 63 tilfellum þurfti lögreglan
að blanda sér í mál þar sem sam-
skipti borgaranna og Bakkusar
voru með þeim hætti að óviðun-
andi var. Varð ekki hjá því kom-
ist að vista nokkra af þessum 63
í fangageymslum lögreglu meðan
dómgreindin var að jafna sig.
Árekstrar urðu 25 þar sem ein-
ungis varð eignatjón en aftur á
móti varð eitt umferðarslys (einu
of mikið) þar sem ekið var á gang-
andi vegfaranda á Sæbraut við
Laugarásbíó á föstudagskvöldið
kl. 22.40. Ekki er vitað til að það
hafi verið mjög alvarlegs eðlis.
Kærur vegna umferðarlaga-
brota þessa daga voru 160. Helstu
þættir sem þar um ræðir eru of
mikill hraði, meint ölvun við akst-
ur, stöðvunarskyldubrot, ekið
gegn rauðu ljósi, svo eitthvað sé
nefnt. Verður aldrei of oft kveðin
sú ágæta vísa að umferðarreglur
eru ekki til að brjóta þær heldur
til að greiða fyrir í samskiptum
borgaranna á þessu sviði. Vegna
meintrar ölvunar við akstur voru
12 menn kærðir. Heppilegra hefði
verið að bíða nokkra stund eftir
leigubíl, mínúturnar skipta ekki
svo miklu máli.
í húsi einu í borginni kom til
alvarlegs ágreinings á milli sam-
býlisfólks, sem endaði með því að
húsráðandi greip til skotvopns og
hótaði að nota það. Skelfing greip
um sig á heimilinu og var lögregl-
an kvödd til að skakka leikinn sem
hún gerði og var hættuástandi
afstýrt. Maðurinn var síðan færð-
ur í fangageymslu og málið síðan
til rannsóknar hjá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins.
11 innbrot voru tilkynnt til lög-
reglu og í nokkrum tilvikum náði
lögreglan brotamönnum á vett-
vangi og málin síðan send til frek-
ari rannsóknar með hefðbundnum
hætti.
VORLÍNAN ER KOMIN
Skór [ miklu urvali
Frábær dömu
galla sportfatnaður
VISA-EURO
Laugavegi 62 Sími 13508
SENDUM
IPÓSTKRÖFU