Morgunblaðið - 30.04.1991, Qupperneq 56
SYKURLAUSff^
NÝTTÁ ÍSLANDI
MATVÆU
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Stefnuyfirlýsing undirrituð í Viðeyjarstofu í dag:
Ríkissljóm Sjálfstæðisflökks
og Alþýðuflokks tekur við
Davíð Oddsson og Jón Baldvin
Hannibalsson undirrita stefnu-
yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar
í Viðeyjarstofu í dag. Þórir
Stephensen, staðarhaldari, hefur
undirbúið undirritunina og haft
til borð, sem var í eigu Skúla
landfógeta Magnússonar og sófa
úr búi Magnúsar Stephensen,
konferensráðs. A bak við Þóri á
myndinni sést „hinn upphaflegi
ríkissjóður", eins og hann orðaði
það, því í þessari járnslegnu kistu
varðveitti Skúlijarðabókasjóð
konungs.
NÝ ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, undir forsæti
Davíðs Oddssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, tekur væntan-
lega við völdum á ríkisráðsfundi klukkan 14 í dag. Síðasti ríkis-
ráðsfundur ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar er boðaður
klukkan 11. Gert er ráð fyrir að þeir Davíð og Jón Baldvin
Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins undirriti stefnuyfirlýs-
ingu nýrrar ríkisstjórnar í Viðeyjarstofu fyrir ríkisráðsfundinn.
Morgunblaðið/KGA
Greiðslumat vegna húsbréfalána:
Matið kostar frá 1.350
krónum upp í 3.600 kr.
Afgreiðslutími frá einum degi upp í 10 daga
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins
samþykkti einróma í gærkvöldi að
-'-ganga til stjómarsamstarfsins á
grundvelli fyrirliggjandi stefnu-
yfirlýsingar og skiptingu ráðu-
neyta. Þingflokkur Sjálfstæðis-
flokks velur ráðherra flokksins á
fundi í dag. Flokksstjóm Alþýðu-
flokksins var enn á fundi þegar
Morgunblaðið fór í prentun í nótt,
en fyrir þeim fundi Iá að taka af-
Dráttarvél-
"arslys í
Sléttuhlíð
ÞAÐ SLYS varð við smábátahöfn
á Lónkotsmöl í Sléttuhlíð í Hofs-
hreppi sl. laugardag að bóndinn
i Glæsibæ, Jón Asgrímsson, varð
undir dráttarvél. Hann nyaðmar-
grindarbrotnaði auk þess að
hljóta önnur meiðsl.
Jón var að sækja dráttarvélina
að umræddri höfn og varð slysið
með þeim hætti að er hann ætlaði
að keyra vélina burt kúplaði hún
ekki saman. Hann fór því út úr
jBf/élinni og var að athuga kúplings-
tengi undir henni en þá fór vélin
skyndilega af stað með þeim afleið-
ingum að annað afturhjól hennar
fór yfir Jón. Hélt vélin síðan áfram
í höfnina og braut þar niður eina
flotbryggju og fór síðan á kaf í sjó.
Jón var fluttur með sjúkrabíl á
Sauðárkrók og þaðan með sjúkra-
flugvél til Akureyrar. Við rannsókn
kom í ljós að hann var mjaðmar-
grindarbrotinn báðum megin og
einnig voru fjögur rif brotin.
Einar
stöðu til stjórnarsamstarfs, stefnu-
yfirlýsingar, skiptingu ráðuneyta
og ráðhemaefna.
Formenn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks náðu endanlegu
samkomulagi um stefnuyfirlýs-
ingu og skiptingu ráðherraemb-
ætta í gærdag. Samkvæmt því fær
Sjálfstæðisflokkurinn forsætis-
ráðuneyti og hagstofu, íjármála-
ráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti,
landbúnaðarráðuneyti, samgöngu-
ráðuneyti dóms- og kirkjumála-
ráðuneyti og menntamálaráðu-
neyti. Auk þess verður forseti Al-
þingis og formaður utanríkismála-
nefndar úr Sjálfstæðisflokki. Ekki
lá fyrir í gærkvöldi hveijir myndu
skipa þessi embætti, utan forsæt-
isráðherraembættið.
í hlut Alþýðuflokks koma ut-
anríkisráðuneyti, félagsmálaráðu-
neyti, iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neyti, heilbrígðis- og trygginga-
ráðuneyti og umhverfisráðuneyti.
Að auki fær flokkurinn for-
mennsku í fjárveitinganefnd.
A flokksstjórnarfundinum í
gærkvöldi lagði Jón Baldvin
Hannibalsson það til að hann yrði
utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra, Eiður Guðnason um-
hverfisráðherra og Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráðherra.
Davíð Oddsson fékk umboð til
stjómarmyndunar síðdegis síðast-
liðinn föstudag og sagðist hann
þá ætla sér fjóra daga til að reyna
að mynda stjórn með Alþýðu-
flokki.
Sjá fréttir, viðtöl og stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar á miðopnu.
ÞÓKNUN sem bankar, sparisjóð-
ir og verðbréfafyrirtæki taka
fyrir að annast mat á greiðslu-
getu vegna húsbréfalána er mis-
munandi. íslandsbanki tekur
1.350 krónur fyrir þjónustuna,
Landsbanki íslands 1.650 krón-
ur, Búnaðarbankinn, sparisjóðir
og Kaupþing 3.600 krónur.
Stofnanirnar áskilja sér allt að
tíu daga frest til að vinna
greiðslumatið eftir að öll gögn
hafa borist, en þar sem Morgun-
blaðið leitaði upplýsinga í gær
töldu talsmenn að það ætti ekki
að taka meira en einn til tvo
daga við núverandi aðstæður.
Að sögn Erlendar Davíðssonar
hjá húsbréfaþjónustu Landsbank-
ans ætti að vera hægt að afgreiða
greiðslumatið daginn eftir að öll
gögn hafa borist. Sama sögðu tals-
menn Búnaðarbanka og íslands-
banka. Komi eitthvað upp á, til
dæmis ef gögn vantar, er hringt í
viðkomandi umsækjanda og hann
látinn vita.
Gögn þau sem skila þarf eru stað-
fest afrit af skattaskýrslu, launa-
seðlar síðustu þriggja mánaða, nýj-
ustu greiðsluseðlar lána, veðbókar-
vottorð og brunabótamatsvottorð
ef umsækjandi á íbúð fyrir sem
selja á til að fjármagna ný íbúða-
kaup. Ef nota á sparifé eða hiutafé
sem ekki kemur fram á skatta-
skýrslu þarf að skila staðfestingu
um það, sé það varðveitt í annarri
stofnun en greiðslumatið fer fram í.
Úlfar Indriðason hjá Búnaðar-
banka segir að með þjónustugjald-
inu, sem er 3.600 krónur í Búnaðar-
bankanum og sparisjóðunum, sé
ætlunin að þessi þjónusta standi
undir sér sjálf. Hann segir að hér
sé um sérfræðiþjónustu að ræða og
fylgi henni all nokkur kostnaður.
Til dæmis þurfi að taka á milli 40
og 50 ljósrit vegna hverrar umsókn-
ar, sem skýri hluta kostnaðarins.
Hann segir jafnframt að bank-
‘arnir verði að geyma öll gögn
greiðslumatsins í 24 mánuði og það
nýmæli var tekið upp þegar banka-
stofnanir tóku við greiðslumatinu
af Húsnæðisstofnun ríkisins að
greiðslumatið gildir í 12 mánuði í
stað fjögurra mánaða áður. Bank-
arnir tóku við þessari starfsemi í
gær, mánudag.
Blikastaðir:
Gengið að
kauptilboði
EIGENDUR Blikastaða í Mos-
fellssveit hafa samþykkt, að
ganga að 244,9 milljóna króna
tilboði Reykjavíkurborgar í
landið.
Davíð Oddsson borgarstjóri,
undirritaði samkomulagið fyrir
hönd borgarinnar í gær, með fyrir-
vara um samþykki borgarráðs. í
samningnum er fyrirvari um að
Mosfellsbær falli frá forkaupsrétti
að jörðinni og samkomulag takist
milli sveitarfélaganna um breytta
lögsögu. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar
hefur fjórar vikur til að ákveða
hvort forkaupsréttur verður nýttur.
W-
V estmannaeyj ar:
Maður fórst í eldsvoða
V estmannaeyj um.
36 ARA skipveiji & Berg VE 44 fórst er eldur kom
upp í skipinu þar sem það lá í Vestmannaeyjahöfn
á sunnudagsmorgun.
Slökkvilið Vestmannaeyja var ræst út kl. 7.46 á
sunnudag. Reyk lagði þá frá Berg þar sem hann lá
við bryggju framan við Skipalyftuna. Talsverður eldur
og reykur var í brú og vistarverum skipsins og gekk
slökkviliðsmönnum erfiðlega að komast að eldinum í
fyrstu. Þeir hófu slökkvistarf í gegnum kýraugu á
síðum skipsins en reykkafari fór niður í skipið. Slökkvi-
starfi var lokið um kl. 10.
Vitað var að skipveiji hafði farið um borð í skipið
fyrr um nóttina og fundu reykkafarar manninn í klefa
sínum og var hann látinn.
Miklar skemmdir urðu á vistarverum og í brú skips-
ins. Talið er að allar innréttingar séu ónýtar auk þess
sem öll siglinga og fiskileitartæki í brú eru talin ónýt.
Ekki liggur fyrir hversu hátt tjónið er metið en talið
er að það skipti tugum milljóna.
Rannsókn á eldsupptökum stendur enn yfir en talið
er að kviknað hafi í út frá vatnshitakönnu í eldhúsi.
Morgunblaðið/Sigfurgeir
Frá slökkvistarfi á sunnudag.
Maðurinn sem lést hét Bjarni Víglundsson, til heimil-
is að Foldahrauni 40 í Vestmannaeyjum. Hann lætur
eftir sig eiginkonu, tvo syni og fósturdóttur. Grímur