Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 2
§ 9 .... __ ___
HUGLEIÐINGAR
UM HÖNDINA
Frcamlenging heilans
Þýtt og endursagt/Magnús Póll Albertsson
STÓRSTÍGAR framfarir hafa átt
sér stað á sviði læknisfræðinnar
undanfarin ár og áratugi og þá
ekki síst á sviði handarskurð-
lækninga, en þær eru nú viður-
kenndar sem sérgrein í mörgum
löndum, bæði austanhafs og vest-
an. I mörgum löndum er þó hönd-
in enn viðfangsefni lækna úr
mörgum greinum svo sem al-
mennum skurðlækningum, lýta-
lækningum og bæklunarskurð-
lækningum. Hér á landi eru
handarskurðlækningar viður-
kenndar sem undirgrein bæklun-
arskurðlækninga en mér vitan-
lega hafa einungis þrír íslenskir
læknar sérfræðileyfi í þessari
undirgrein. í sænska læknablað-
inu birtist í janúar 1990 grein
eftir prófessor Göran Lundborg,
yfirlækni á Handarskurðlækn-
ingadeild Almenna sjúkrahússins
í Malmö, þar sem hann fjallar
um höndina og þýðingu hennar
frá almennum sjónarhóli. Grein
þessi þótti mér mjög athyglisverð
og vegna sérstöðu handarinnar
í skurðlækningum þótti mér
áhugavert, að fengnu leyfi höf-
undar, að þýða hana og endur-
segja íslenskum starfsbræðrum
svo og leikmönnum.
• •
11 getum við verið sammála
um að höndin sé eitt okk-
ar mikilvægustu verkfæra
og með mjög breitt starfssvið. Við
notum hana við öflun og neyslu
fæðu, við vinnu og í tómstundum.
Hún nýtist bæði sem verkfæri ein
sér og til að stjórna öðrum bæði
stórum og smáum verkfærum við
grófa og fína vinnu. Einnig notum
við höndina sem vopn til árásar og
varnar. Höndin er nátengd sálinni,
því höndina og hreyfingar hennar
notum við til að tjá geðhrif og skap,
ásamt því að miðla m.a. ógnun,
blíðu og ástúð. Af þessu er ljóst
að minnkuð starfshæfni handarinn-
ar getur haft í för með sér alvarleg-
ar læknisfræðilegar og félagslegar
afleiðingar fyrir einstaklinginn.
Þýðing handarinnar virðist hafa
verið ljós forfeðrum okkar. Hellis-
veggir í Venezúela eru þaktir yfir
8.000 ára gömlum lituðum handar-
myndum svo hundruðum skiptir.
Meðal franskra hellismynda eru
útlínur handanna áberandi sem
þáttur í gömlu merkjakerfí, —
„þetta er mitt merki — þetta er
maðurinn". Á sumum myndanna
sjást útlínur fingurstúfa, hugsan-
lega hafa fingurnir tapast í stríði
eða vegna kulda. Á mörgum hellis-
myndum í Tanum eru mikið stækk-
aðar hendur, örugglega til að leggja
áherslu á þýðingu þessa líkams-
hluta fyrir einstaklinginn og af-
komu hans.
Handarmissir — ógnun við
sjálfsímynd einstaklings
Öll höfum við einhvern tíma lok-
að augunum og ímyndað okkur
hvernig væri að vera blind. Svipaða
tilraun er auðvelt að gera til að líkja
eftir handarmissi og niðurstaðan
yrði líklega mjög áhrifarík. Handar-
missir er vissulega ekki lífshættu-
legur, en ógnar sjálfsímynd ein-
staklingsins og möguleikum hans á
sams konar lífi og áður. Mörg okk-
ar þyrftu að breyta atvinnu, tóm-
stundastörfum og íþróttaiðkun og
ýmislegt annað myndi jafnframt
breytast. Upplifun á umhverfinu og
sambandið við það tæki stórfelldum
breytingum og t.d. yrði jafnsjálf-
sögð athöfn og handaband ófram-
kvæmanleg. Sama gildir um þá
þætti mannlegra samskipta sem
byggjast að einhveiju leyti á hönd-
unum, svo sem að veita öryggis-
kennd eða blíðu.
Skyn og snerting —
grundvölTur formskyns
Lítið barn notar næmustu hluta
líkamans til að kynnast umhverfi
sínu, þ.e. hendur og varir. Það
byggir upp i heilanum reynsluheim
sem byggist á upplifun með húð-
skyni, sjón og heym. Hið vel þróaða
skyn handarinnar gerir okkur kleift
að þekkja form lítils hlutar með
fingurgómunum. Við getum t.d.
þekkt litla mynt í vasanum, fundið
ryk á sléttum fleti og fundið mun
á áferð silkis og flauels. Þetta form-
skyn handarinnar er einn þeirra
eiginleika sem skilur að menn og
dýr.
Lykilhlutverk skynjunar í starf-
semi handarinnar er vel þekkt þeim
sem á köldum vetrardegi hefur
kólnað og reynir krókloppinn að
opna hurð með lykli eða hneppa
hnappi. Þannig ætti að vera ljóst
að jafnvel minni háttar handar-
áverki getur valdið verulegum
vandræðum, sérstaklega ef um er
að ræða taugaáverka sem hefur í
för með sér minnkað skyn í hend-
inni. Hönd án skyns er hönd án
starfshæfni. ,
Höndin sér og heyrir
Hæfni handarinnar til að bæta
upp önnur gölluð eða glötuð skyn-
færi er heillandi. Blindir geta lesið
blindraletur með fingurgómunum
og margir heyrnarskertir tónlistar-
unnendur geta upplifað tónlistina
með því að leggja hendurnar á há-
talarana og finna titringinn.
í bókinni „The story of my life“,
sem út kom í byijun aldarinnar,
lýsir Helen Keller því, hvemig hún
gat með aðstoð og þrautseigju dug-
legrar kennslukonu lært að ná sam-
bandi við umheiminn með höndun-
um þrátt fyrir bæði heyrnarleysi
og blindu. Ákveðin mynstur þrýst-
ings í lófann voru merki orða eða
fyrirbæra í umhverfinu. Helen Kell-
er lauk síðar prófum við Harvard
háskólann.
Höndin miðlar geðhrifum
Hlutverk handarinnar í sálarlíf-
inu sést vel í hæfni hennar til að
tjá geðhrif og skap. Við spennum
greipar í bæn og tilbeiðslu, kreppum
hnefana í reiði og núum hendumar
í örvæntingu. Hendurnar eru vopn
okkar í átökum, en líka verkfæri
okkar við blíðuhót og gælur.
Við getum lagt áherslu á tiltekinn
boðskap með höndunum og skipað
fyrir. Þær má líka nota til merkja-
sendinga og þannig var „þumallinn
niður“ forðum merki rómverskra
keisara þess efnis að fanganh skyldi
taka af lífi, en „þumallinn upp eða.
í lófann“ var merki þess að lífí fang-
ans skyldi þyrmt.
Höndin — áberandi í listum
Höndin miðlar sköpunargáfu og
andlegum krafti. Fingur Guðs í
verki Michelangelos í lofti Sixtínsku
kapellunnar í Róm eru tákn um
sköpunarsögu heimsins. Hendur
hafa alltaf heillað listmálara og
myndhöggvara og gegna t.d. áber-
andi hlutverki í verkum eftir Pic-
asso og Rodin. í mörgum högg-
myndum eftir Carl Milles er staða
og lögun handanna stór þáttur í
tign og hreyfikrafti listaverkanna.
í sjálfsmynd af Munch málar lista-
maðurinn einn fingurinn grænan.
Áður hafði einn keppinauta hans
skotið af honum fingurinn og eftir
það þjáðist Munch af slæmum
draugaverk.
Fullkomin samhæfing handa og
eyma sýnir sig í fagurri tónlist.
Paganini tókst með fingrafimi sinni
að hafa slík áhrif á áheyrendur að
hann var talinn standa í nánum
tengslum við djöfulinn og var hon-
um því neitað um greftrun í vígðri
mold. Sumir fremstu píanóleikarar
veraldarinnar eru eða voru blindir.
Þurft hefur að leiða þá að hljóðfær-
inu, en um leið og fingur þeirra
hafa snert nótnaborðið hafa þeir
náð fullkomnu og algeru valdi á
umhverfi sínu.
Höndin — tákn Guðs föður
Höndin hefur sterka táknræna,
trúarlega merkingu. í kristinni list
táknar hönd, sem teygir sig út úr
skýi nálægð og almætti Guðs föð-
ur, og ljósgeislar út frá fingrunum
sýna Guð sem uppsprettu ljóssins.
Höndin er oft sýnd með litla- og
baugfingur kreppta, sérstaklega í
kristinni list frá 11. öld. Hugsanlega
hefur þetta djúpa táknræna merk-
ingu, en þeirri hugmynd hefur líka
verið varpað fram að fyrsti páfinn
hafi verið með lófakreppu (Dupu-
ytrens kontraktur). í sænsku kirkj-
unni er þessi staða fingranna sögð
tákna boðorðin og fagnaðarerindið.
í helgimyndum Búddatrúar-
manna má sjá Búdda snerta jörðina
með hönd sinni sem merki um vald
hans yfir jörðinni. í búddisma og
hindúisma eru til flókin kerfi hand-
arhreyfmga og -stellinga til að ná
sambandi við æðri máttarvöld. I
Múhameðstrú táknar þumallinn
spámanninn en hinir fingurnir fylg-
isfólk hans: Fatima (vísifingur), Ali
maka hennar (langatöng) og syni
þeirra Hassan og Hussein (baug-
og litla fingur).
Höndin hefur lækningamátt
í þjóðtrú og hefð hefur höndin
mikla þýðingu, t.d. getur handa-
band í viðskiptum verið áreiðan-
legra en skrifaður samningur. Búfé
má ekki slá með höndinni því slíkt
hefur í för með sér mikla ógæfu.
Hönd hengds manns var sögð hafa
lækningamátt, sérstaklega gagn-
vart vandamálum í baki og herðum.
Þá var hún einnig sögð vera bót
við ófijósemi og því munu margar
óhamingjusamar ungar konur hafa
heimsótt gálgann að næturlagi.
Höndin — tengsl líkama
og sálar?
Tengsl líkama og sálar hafa lengi
verið læknum og heimspekingum
hulin ráðgáta, en áður fyrr trúðu
menn að þau væru í heiladinglinum.
Ef til vill gætum við allt eins sagt
að tengslin séu í höndinni, því aug-
ljóst er hvernig hún og hreyfingar
hennar endurspegla geðhrif okkar
og sálarlíf á margan hátt.
Með allt áðurnefnt í huga er
ekki að undra þótt áverkar og sjúk-
dómar handarinnar séu oft marg-
brotnir og erfiðir viðfangs. Mörg
sálræn vandamál geta birst í mynd
langvarandi verkja-vandamála í
hönd og handlegg. Nagaðar neglur
eru merki um streitu og til eru sjúkl-
—
I
I