Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 6
.MOKaUNmjyjIÐ, SUKN'UDAGUK 26. MAI 1991
EIGINLEGA var Hafsteinn Jóhannsson einn í heiminum þá daga,
sem það tók hann að sigla kringum hnöttinn á skútunni Eld-
ingu. Hann talaði vart við annað fólk í 241 dag, það var hluti
af áætluninni. Hann bjargaði reyndar tveimur mannslífum við
Hornhöfða, en sjálfur þáði hann ekki aðstoð á ferðalaginu og
Iagði aldrei bátnum til að hvíla sig þó oft væri erfitt. Ferðafélag-
ar Hafsteins á siglingunni voru úr ríki sjávarins, risastórar
skjaldbökur, spjótfiskar, sem hann reyndar veiddi til matar,
stórhveli, dauð og lifandi, ógnvekjandi hákarlar, djöflaskata,
stökkvandi höfrungar í hundraðatali og fleiri tegundir, flestar
framandi. Dag eftir dag, viku eftir viku stefndi Hafsteinn að
markmiði sínu og tíminn var fyrir löngu hættur að skipta hann
máli, aðeins ástand staga og segla, veður og vindar.
Hafsteinn Jóhanns-
son kom til Eger-
sund í Noregi
snemma morguns
8. maí síðastlið-
inn. Átta mánuð-
um eftir að hann
lagði upp í hnattsiglinguna og
29.941 mílu eftir að hann fyrst hélt
í ævintýraferðina. Samanrekinn og
ótrúlega sterkur, veðurbarinn og
dökkur með grásprengt hárið, úfið
og saltstorkið, kom hann blaða-
manni fyrir sjónir sem maður er
getur það sem hann vill. Þarna um
nóttina í Egersund tók Hafsteinn á
móti Þorgeiri bróður sínum, sem býr
í Arendal í Noregi, og fréttamönnum
Morgunblaðsins, aðrir vissu ekki af
komu hans, enda Hafsteinn ekkert
fyrir að auglýsa sjálfan sig eða segja
frá afrekum sínum.
Handtakið var þétt og innilegt og
hendurnar nánast eins og. hrammar.
„Þá er þetta búið,“ sagði hann og
þegar blaðamaður spurði hvort það
væri ekki gott að vera kominn heim
til Noregs svaraði Hafsteinn: „0,
ekkert sérstaklega, en það var
reyndar takmarkið að komast heim
aftur. Annars leið mér vei á sjón-
um.“ Hann á erfitt með að finna
orð, talar íslenzku og syngjandi
norsku á víxl á sinn rólega hátt og
þó röddin liggi ekki hátt er ekki
gripið fram í fyrir Hafsteini.
Hann vaggar í göngulagi og þeg-
ar hann var í Southampton í Eng-
landi, þar sem hann lauk hinni eigin-
legu hnattsiglingu, fannst honum
allt hringsnúast þó hann væri á
gangi á steinum lögðu stræti. Hann
rauk upp með andfaelum eftir að
hafa blundað í koju í hálftíma og
fannst eitthvað að enda hreyfíngar
skipsins einkennilegar inni í höfn
eftir 241 dag á hafí úti. Þegar hann
kom tii Egersund hafði hann ekki
sofíð í sólarhring. Hann þurfti stöð-
ugt að halda á sér vöku á erfíðri
siglingu yfir Norðursjóinn. Þar var
umferð eins og á Laugaveginum eins
og einhver orðaði það. Mest vakti
hann í þtjá sólarhringa samfleytt við
Hornhöfða, en í Suðurhafinu gat
hann jafnvel sofið í allt að átta tima
í senn. Vindur var hagstæður þar
og næsta skip í hundraða mílna fjar-
lægð. Allan tímann, frá 12. ágúst í
fyrra, sigldi Hafsteinn með sumri.
Eitthvað sem herðir og stælir
En hvers vegna í ósköpunum að
leggja í þetta erfíði að smíða bátinn
og sigla aleinn um heimsins höf all-
an þennan tíma?
„Ég er þannig gerður að ég verð
alltaf að vera að takast á við eitt-
hvað nýtt, eitthvað sem herðir og
stælir. Þegar ég er búinn að sanna
að ég geti það sem ég ætla mér finn
ég mér eitthvað annað til að glíma
við. Þannig var það með bátinn. Mig
langaði að byggja mér skútu og eft-
ir að hafa hugsað um hana lengi tók
hún á sig mynd í kollinum á mér.
Ég byggði skemmu á lóðinni minni
í Sunde skammt frá Bergen og þar
eyddi ég öllum frítíma mínum í þrjú
ár. Ég vann hvert einasta handtak
sjálfur og byrjaði á því að smíða
mótin, notaði plastmottur og steypti
síðan með polyester. Það er ekki
hægt að lýsa þessu lið fyrir lið, en
smátt og smátt varð þessi
63 feta farkostur tii. Eg sankaði að
mér efni úr öllum áttum. Vélin er
úr gömlum steypubíl og í mastrið,
sem er 22 metrar á hæð og 40 sm
á þykkt þar sem það er gildast, not-
aði ég snúið loftræstirör úr járni og
steypti síðan með plasti utan á það.
Það er örugglega ekkert svona mast-
ur til í heiminum og ég vissi allan
tímann að það myndi halda.
Það var fyrsta áskorunin í þessu
sambandi að kanna hvort ég gæti
smíðað bátinn og þegar það var orð-
ið veruleiki varð ég að nota hann
eitthvað. Því sló síðan niður í haus-
inn á mér að fara í hnattsiglingu í
ársbyijun 1989 og ég lagði af stað
þá um sumarið. Þá bilaði gírinn í
vélinni og ég varð að snúa við, en
í þeirri siglingu, sem ég leit á sem
góða reynslusiglingu, lagði ég 3.000
mílur að baki. Ég var ekki á því að
gefast upp því ekkert gaf sig af
því, sem ég gerði, heldur hlutir sem
ég keypti af öðrum."
Eldingin á lygnum sjó við Egersund.
íslenzka fánanum hampað við komuna til Egersund.
ÞADKOMAEKKI
ALLIR HEIM AFTUR
Það hefði farið vel á
með mér og forsetanum
„Upphaflega var hugmyndin að
skrá Éldinguna á íslandi, en það
gekk ekki upp þar sem Siglinga-
málastofnun vildi fá nákvæmar
teikningar af bátnum. Þeir vildu fá
öll mál upp gefin; efni, styrk og
burð í smáatriðum að mér skildist.
Þetta var allt of mikið pappírsvesen
auk þess sem þessar teikningar og
tölur eru mestmegnis í hausnum á
mér, en ekki skrifaðar og útfærðar
á pappír. Ég skil þessa kalla heima
á íslandi svo sem vel, því þeir eru
að íjalla um„skip og báta, sem eiga
að glíma við úthafið í öllu sínu veldi,
en ég hafði bara ekki tíma eða nennu
til að standa í þessu.“
Ef ég hefði fengið bátinn skráðan
á íslandi hefði ég gefið honum nafn
Vigdísar forseta. Ég hef miklar
mætur á henni og hér í Noregi er
hún dáð. Hún er fyrsti kvenforsetinn
í heiminum og ég ætlaði mér að
verða fyrstur Islendinga til að sigla
í kringum hnöttinn á þennan hátt.
Það hefði farið vel á með mér og
forsetanum."
Á, í eða við sjó
En hver er Hafsteinn Jóhannsson?
Hann er Akurnesingur, fæddur árið
1935 og er því 56 ára gamall. Haf-
steinn hefur allan sinn aldur starfað
á, í eða við sjó. I Ijölda ára vann
hann við köfun og er fjölmörgum
íslendingum kunnur ýmist sem Haf-
steinn á Eldingu eða Hafsteinn kaf-
ari. Hann gerði út bát sem hét Eld-
ing og á sjöunda áratugnum aðstoð-
aði hann fjölda skipa og báta, á 11
árum kom hann yfir 1.300 bátum
til hjálpar. Síðasta heila árið sem
Hafsteinn starfaði á íslandi, 1969,
kom hann yfir 100 bátum til aðstoð-
ar. Mest voru það skipstjórar á síld-
arbátum norðanlands og austan og
á vertíðarbátum suðvestanlands,
sem Ieituðu til Hafsteins. Oftast eft-
ir að hafa fengið net í skrúfuna og
þá kom sér vel kunnátta, færni og
harka Hafsteins við köfun.
í lok sjöunda áratugarins lét Haf-
steinn smíða fyrir sig nýja Eldingu
í skipasmíðastöð í Kópavogi. Bátur-
inn var sérstaklega útbúinn sem
kafarabátur og átti að kosta um 6
milljónir króna. Hafsteinn segist
hafa átt peningana nánast undir
koddanum, en margt fer öðru vísi
en ætlað er. Erfiðleikar steðjuðu að
skipasmíðastöðinni og á endanum
var verð Eldingarinnar komið í um
14 milljónir og þurfti því í raun að
greiða tvöfalt verð fyrir bátinn. Fyrst
Hafsteinn og síðan Fiskveiðasjóður.
Hafsteinn þurfti að semja við Fisk-
veiðasjóð og síðan Útvegsbankann
til að koma skipinu á flot, en skipa-
smíðastöðin var þá orðin gjaldþrota.
. Erfíðleikunum var þó ekki lokið,
segir Hafsteinn. Með honum á Eld-
ingunni voru tveir úrvalsmenn, en
samkvæmt samningum og reglu-
gerðum urðu 5 menn að vera á.
Hagsmunasamtök sjómanna stöðv-
uðu Eldinguna í krafti þessara
reglna og víst er að Hafsteinn var
ekki sáttur við það. Sagði að hann
vildi hafa færri kalla en betri með
sér og borga þeim því betur. Kerfíð
gaf sig ekki, en Hafsteini var þó
bent á að sækja um undanþágu.
„Þegar skipstjórinn hjá mér,
Bragi Kristjánsson, var kærður
vegna þess að við værum of fáir
fannst mér nóg komið af þessu
vafstri og ég hafði ekkert lengur að
gera heima. Ég hringdi í Útvegsban-
kann og sagði þeim að ég væri
hættur útgerðinni, ég tæki allt laus-
legt sem tilheyrði mér úr bátnum,
en þeir gætu hirt sjálfan bátinn. Ég
skuldaði engum neitt þegar ég fór.
Þetta var sumarið 1971 og nokkr-
um vikum eftir þetta vorum við
Bragi komnir til Trinidad þar sem
við réðum okkur á rækjubát hjá
amerísku útgerðarfyrirtæki, Bragi
var skipstjóri, ég vélstjóri. Síðan var
ég um tíma á norskum fragtara og
sigldi um öll heimsins höf. Frá árinu
1975 hef ég unnið í álverksmiðju í
Husnes skammt frá Bergen í Noregi
og bý í Sunde. SÖRAL heitir fyrir-
tækið og er í eigu Alusuisse að miklu
leyti. Þessir vinnuveitendur hafa
reynst mér mjög vel. Heim til ís-
lands hef ég ekkert að gera. Þegar
ég flutti hingað fyrir 20 árum hófst
einfaldlega nýr kafli."