Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 9
morgunblaðið MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. MAI 1991 C 9 — SIiÓLAIYIAL/Gœtu ekki fleiri farid ab dœmi Norblendinga? Umhvetfisverkefhi eftir Gylfo Pálsson MEÐ vorinu þegar bóknámið fjarar út er hægt að nota tím- ann til útiverka. Sáning og áburðardreifing voru meðal vorverka sem mörg skólabörn sinntu fyrrum. A Asíðari árum hafa skólanemar í auknum mæli annast gróðursetningu innan skógrækt- argirðingar oft í samvinnu við skógræktarfélög á hvetjum stað. Helst þyrftu skól- arnir að fá af- markaðar skákir þar sem núver- andi nemendur gætu síðar leitt barnabörn sín um græna lundi með höfgar greinar og sagt: „Þetta tré setti ég niður eða þetta er reitur- inn sem bekkurinn minn gróður- setti.“ Skólar á Norðurlandi eystra tóku sig saman í vetur og sömdu drög að verkefnum til að auka áhuga nem- enda á um- hverfísvernd og náttúruskoðun. Ætlun þeirra er að fá skóla ann- ars staðar á landinu til að safna gögnum sem lúta að þessum verk- efnum, sam- ræma þau og senda skólun- um aftur til frekari úr- vinnslu. Boðmiðillinn sem norðlensku skólarnir nota er IMBA, nettengt tölvukerfí með samskiptamiðstöð á Kópaskeri. Verkefnið er unnið í samvinnu við Fræðsluskrifstofu Norður- lands eystra á Akureyri. Tillög- urnar eru þessar: 1. Komutími farfugla. Allir fylgjast með komu fugla og senda tilkynningu um Imbu í hvert sinn sem ný tegund sést. Áhugamenn um fuglaskoðun eru í öllum byggðarlögum og gæti þetta ver- ið kærkomið tækifæri til að tengja skóla og heimili. Verkefn- ið getur tengst ýmsum náms- greinum, náttúrufræði, landa- fræði, íslensku, kortagerð, mynd- list. Auk þess hvetur þetta verk- efni til útiveru og almennrar nátt- úruskoðunar. Ævar Petersen segir að svona hafí aldrei verið staðið að fuglaskoðun áður og að þessi vinna geti haft fræðilegt gildi. 2. Mælingar á sýrustigi regnvatns. Komið verði upp sýru- stigsmælum á ólíkum stöðum á landinu, í þéttbýli þar sem meng- unar gætir af umferð ökutækja eða mengandi stóriðju — út til stranda, inn til fjalla. 3. Sorpbrennsla við iágt hita- stig. Gerð verði á því könnun hvernig gengið er frá sorpi á Umhverfismál varða alla — ekki síst uppvaxandi kynslóð. ýmsum stöðum á landinu. 4. Hvað viijum við sýna'ILýs- ing á byggðarlagi þar sem kostir þess eru dregnir fram. Gæti ver- ið ferðamannabæklingur. 5. Neysiuvenjur. Gerð verði könnun á því meðal nemenda hvers við gætum verið án. Hér er átt við óþarfar umbúðir, skað- leg efni o.fl. í þeim dúr. Einnig má spyija: Hveiju mætti breyta í skólanum? 6. Svona gerum við. Tæki- færi til að koma á framfæri upp- lýsingum um fjölbreytt starf að umhverfisvernd i skólum. Víða fer fram margvísleg umhverfis- fræðsla og væri tilvalið að safna upplýsingum um hana á einn stað. 7. Áhrif ferðamennsku á landið. Verkefnið væri fólgið í því að skoða fjölfarna ferðamann- astaði fyrir og eftir „ferðamanna- tímann“; 8. Úrgangur — frárennsli. Athugað verði ástand frárennslis- mála, t.d. fiskiðjuvera og slátur- húsa og hvernig þau losa sig við úrgang._ Hvert fer skolpið? 9. Áburðarnotkun bænda. Könnun gerð' á notkun lífræns og ólífræns áburðar. Hugsanlega Qallað um „lífræna ræktun". 10. Veðurathuganir. Hvenær hverfur síðasti snjór vetrarins af skólalóðinni? Fylgst með hækkandi sól, skráning. Veð- urmælingar af ýmsu tagi, ríkj- andi vindáttir, vindstyrkur o.fl. 11. Hug- myndasam- keppni. Hvern- ig geta nem- endur stuðlað að betri um- gengni? 12. Hvað er tii fyrirmyndar? Ritgerðarefni um skól- ann/heima- byggðina. 13. Vorboð- ar. Fuglaskoð- unarverkefnið útvíkkað. 14. Forvarnir. Hvaða vanda- mál eru líklegust til að valda mengun, hvað getum við gert til að koma í veg fyrir hana? Vonandi verður þetta frum- kvæði Norðlendinga öðrum hvatning til að fella umhverfis- málin meira inn í skólastarfíð en gert hefur verið. • • KORÍUSKOR Verð 795,- Litir: Rautt - hvítt - svart og dökkblátt. Stærð: 36-38. Ath.: Lítil númer. > > ' á , ,. > > rf. > v % ■ ' 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum. TOPpJ^ SKORINN VELTUSUND11 21212 Myndlistarnám- skeið fyrir börn Mjög skemmtilegt myndlistarnámskeið eru að heijast fyrir börn á aldrinum 7-12 ára. Farið verður í eftirfarandi: KERAMIK MÁLUN BLANDAÐA TÆKNI TEIKNINGU OG FLEIRA Hvert námskeið stendur yfir í 2 vikur, 2 klst. á dag (20 klst.), í júní, júlí og ágúst. Leiðbeinendur verða: Guðlaug Halldórsdóttir, grafískur hönnuður Helga Jóhannesdóttir, leirlistarkona - Báðar hafa veitt barnastarfi forstöðu - Innritun verður dagana 26.-31. maí frá kl. 14-l 7 í húsnæði Tónskóla Eddu Borg í Hólmaseli 4-6. Upplýsingar í síma 73452. ❖ r /y \4 g? N •o mm vatterob í iokko X & 0rv"efnaj dra9Hr, blú 'ssur °9 Heir, Glæstteg' úrvol banwei"0 Qallery Sara, Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 651660.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.