Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 10
103 C
morgunblaðið MANiMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991
SIÐT^ÆÐ\/Hvemiggetum vib svipt hulunni af innsta
ebli gjafarinnart
Hinn mildi leyndardómur
MEGINHLUTVERK siðfræðinnar er að kanna hið góða og upp-
götva siðalögmál sem ákvarða hamingju og heill einstaklinga og
þjóða. Mikilvægt siðalögmál býr í leyndardómi gjafarinnar:
Hvað er gjöf? Gjöf er það eina
sem við getum gefið. Gjöf
er ekki hlutur í pakka. Gjöf er
hugarfarið sem iiggur að baki
hennar og hugurinn sem þiggur
hana. Gjöf er ekki
gjöf nema það sé
einhver gefandi
o g þiggjandi.
Gjöf byggist á
skorti. Þiggjand-
inn þarfnast gjaf-
arinnar, hann
þarfnast hennar
líkamlega og
andlega eða bæði. Og gjöf er eitt-
hvað sem látið er í té endurgjalds-
laust.
En hvað er hægt að
gefa? Allt sem við eig-
um, en því má skipta í
þijá meginflokka:
1) Gjafir sem lúta
frumþörfum og öryggi.
Til að mynda matur,
drykkur, húsaskjól, föt,
lyf, hjúkrun og ýmislegt
annað sem nauðsynlegt
er til að viðhalda lífinu,
eins og btjóstamjólk. Ein
söguhetjan í bókinni
„Þrúgur reiðinnar", eftir
John Steinbeck, sem átti
ekkert nema mjólkina í
btjóstum sínum, gaf
hungruðum fátæklingi
að drekka.
2) Ástar- og vina-
gjafir. Gjöf umhyggju,
réttlætis, tilflnninga og
félagsskapar. Ást _er
æðsta gjöf lífsins. Ást
sem er þegin er fullkom-
in sæla, en ást sem enginn þiggur
er óbærileg þjáning.
3. Gjafir virðingar- og viður-
kenningar á persónu einstaklinga.
Til að mynda viðmót, bros, kurt-
eisi, tillitssemi og þolinmæði. Gjaf-
ir sem hvetja fólk til að vera það
sjálft og sem sanna að virðing sé
borin fyrir því. Virðingargjafir eru
stundum ómeðvitaðar á milli ein-
staklinga, og_ stundum opinberar
frá forseta íslands (fálkaorðan,
riddarakrossinn).
Gjafir spanna óendanlegan skala
og þessir þrír flokkar eru aðeins
veik tilraun til að lýsa hinum ólíku
gjöfum. En hvernig sem gjöfín er
þá eru allar gjafír góðar í eðli sínu.
Allar gjafír stuðla nefnilega að
vernd og velferð. Ef einhver ætlar
sér að gefa gjöf og vonar um leið
að hún komi þiggjandanum illa, er
ekki um gjöf að ræða. Hugtak gjaf-
arinnar hefur þá verið misnotað.
Fullyrðingin „allar gjafír eru
góðar“, er sönn. Rök tungumálsins
sanna þessa setningu þegar ævi-
saga orðanna gjöf, gáfa og góðsemi
(guð) er athuguð. Það kemur í ljós
að orðin eru af sama meiði og ná-
skyld fyrir vikið.
Orðið gáfa (hæfíleiki sem við
hljótum í vöggugjöf) er skylt orðinu
gjöf. Og orðin gjöf, gæfa og góð-
semi tengjast öll orðinu „gjæft“, á
einn eða annan máta. Þegar tungu-
málið er rannsakað þá sviptum við
oft huiunni af innsta eðli hlutanna,
og leynardómur gjafarinnar birtist
í eftirfarandi kenningu: Gjöf er
gefin af góðsemi og hefur gæfu
að geyma.
Þannig hljómar kenning tungu-
málsins, og ef við leitum að gildri
speki henni til sönnunar, fínnst hún
í áhrifamestu bók sögunnar: Biblí-
unni.
Orðskviðirnir varðveita þessa
speki: „Sumir miðla öðrum mildi-
lega, og eignast æ meira, aðrir
halda í meira en rétt er, og verða
þó fátækari. Velgjörðarsöm sál
mettast ríkuiega, og sá sem gefur
öðrum að drekka mun sjálfur drykk
hljóta."
Að gefa er ekki það sama og
að missa að gefa er að öðlast eitt-
hvað sem við áttum ekki áður. Og
það sem við eignumst í stað gjafar
felur gæfu í sér.
í Markúsarguðspjalli er peninga-
söfnun nefnd. Auðmenn gefa mik-
ið, en fátæk ekkja gefur lítið, að-
eins tvo smápeninga. Þrátt fyrir
það gaf Jesús henni alla dýrðina
þegar hann sagði: „Sannlega segi
ég yður, þessi fátæka ekkja gaf
meir en allir hinir er lögðu í fjár-
hirsluna. Allir gáfu þeir af alls-
nægtum sínum, en hún gaf af
skorti sínum allt sem hún átti, alla
björg sína.“
Fátt er mikilvægara en gjöfín
og er sá maður snauður sem ekki
gefur. Ef við spytjum „hvetjir eru
snaauðir?" þá fínnum við fljótlega
svarið „annars vegar þeir sem eiga,
en gefa ekki og hins vegar þeir sem
öllu hafa glatað". Og þegar við
spyijum „hveijir eru auðugir?"
kemur svarið í ljós, „annars vegar
þeir sem eiga og ósparlega veita,
og hins vegar þeir sem fátt eitt
eiga, en gefa þrátt fyrir það“ (jafn-
vel aleiguna). „Gjafír bera ríkulega
ávexti fyrir þá sem gefa,“ sagði
Páll postuli, „sérhver gefi eins og
hann hefur ásett sér í hjarta sínu,
ekki með ólunct eða nauðung, því
guð elskar glaðan gjafara".
Gjöfin er góðvild og gæfa. Hún
er varanleg og í henni býr hið mikla
lögmál mannlífsins: „Þú skalt elska
náungann eins og sjálfan þig,“ eða
með öðrum orðum, „allt sem þér
viljið að aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra.“
Hvað getum við gefíð? Hvaða
brunn eigum við sem við getum
leyft öðrum að bergja á? Eigum
við mat, klæði, menntun, frið, gott
fordæmi, hjálp eða tungumál til að
vernda? Gjöf er nefnilega fjársjóður
sem hvorki mölur né ryð eyða og
þjófar bijótast ekki inn og stela.
Það besta sem við getum gert er
að gefa. Ekkert er betra en gjöf.
Speki: Því meira sem við gefum,
því gæfuríkari verðum við.
eftir Gunnar
Hersvein
Gjaflr geta verið ósýnilegar, óáþreifanlegar og ómælanlegar öllum
vísindum. — (Eftir baðið, Mary Cassatt.)
TÆKNlÆr ofurleibni tilgagnsf
Orku-
geymirinn
gæti litið
svona út
einfaldaður.
Um ofiirleiðni
AÐEINS fyrir örfáum árum var haldið að ofurleiðni myndi valda veru-
legri tæknibyltingu meðal vor. Þetta kom til af því að efni fundust
með ofurleiðni við æ hærra hitastig, svo að haldið var að við sætum
uppi með ofurleiðara við stofuhita. Nú hefur orðið stöðnun á þeirri
þróun, og enn þarf að kæla hvaða efni sem er duglega til að það verði
ofurleiðandi. Samt sem áður hefur ofurleiðnin unnið sér sess, aðeins
á miklu hljóðlátari máta en fjölmiðlafárið í kringum hana vildi vera
láta. Lítum á nokkra tæknilega nýtingarmöguleika.
Ofurleiðni hafa verið gerð svo
margvísleg skil, að óþarfi er
að gera fyrir henni ýtarlega grein.
Vitaskuld er um að ræða það fyrir-
brigði að leiðarar flytji rafstraum án
viðnáms eða orku-
taps. Þetta hefur
verið þekkt frá ár-
inu 1911, en aðeins
orðið sú þróun síð-
an, að fleiri efni
hafa sýnt eiginleik-
ann og við „hærri“
hita. Enn vantar þó
á að við losnum við
kælingu, jafnvel þótt við legðum vír
eftir köldustu snæbreiðum jarðarinn-
ar, á Suðurskautslandinu að vetri.
Ofurleiðnibyltingin var þannig
eins og fleiri byltingar aðallega í fjöl-
miðlum. Samt sem áður má segja
að ofurleiðnin hafí unnið á, og notk-
un hennar hafí farið vaxandi, á sinn
hljóðláta hátt. Hún er notuð á til-
raunastofum eðlisfræðinga, sem
rannsaka hegðun efnis við aðstæður
sem eru algengar úti í himingeimnum
en eru sérstakar hér á jörðu. Þannig
hefur ofurleiðnin verið hjálpartæki
við að rannsaka grunneindir efnisins.
En ofurleiðni er ekki er aðeins raf-
straumur án orkutaps, heldur getur
ofurleiðari flutt margfalt meiri raf-
straum en venjulegur leiðari. Til að
búa til segulsvið er notaður raf-
straumur. Segulsvið er til dæmis
nauðsynlegt í rafölum. Kostur ofur-
leiðninnar er sá að vegna þess að
þræðirnir bera mikinn straum, getur
rafall með ofurleiðandi þráðum verið
miklu minni en venjulegur rafall. í
hveiju tilfelli þarf að meta hvort
ávinningurinn við smæð rafalsins er
meiri en það sem kostar að kæla
útbúnaðinn og halda honum við lág-
an hita. Einkum er talið að þannig
rafalar verði í stórum orkuverum,
sem þyrftu að öðrum kosti rafala af
þess konar þyngd og stærð að erfítt
yrði að koma þeim fyrir. Einnig yrðu
rafalar í skipum þannig gerðir þegar
stundir líða.
Geymsla orku
í öllum iðnríkjum heims er það
vandamál, að orkunotkunin er mis-
stór á hinum ýmsu tímum sólar-
hrings. Orkuverin, hverrar gerðar
sem þau eru, standa tilbúin jafnt á
nóttu sem degi, og þurfa að stand-
ast mesta álagið að deginum til. Á
nóttunni mala þau áfram á hálfu
afli eða minna. Orkuver eru dýr, en
yrðu ódýrari ef hægt væri að full-
nýta þau allan sólarhringinn. Til að
svo sé, þarf að geyma orku sem safn-
ast saman að nóttu til hámarksálags
dagsins. Hér þarf stóra orkugeyma,
og enginn vel heppilegur hefur fund-
ist, sem skilar orkunni að fullu aft-
ur. Reynt hefur verið að dæla vatni
upp á hæðir um nætur. Rafhlöður
eru allar alltof litlar til að rúma hina
miklu orku sem hér um ræðir. Einna
helst er litið til ofurleiðninnar hvað
þetta snertir.
Aðferðin
Segulsvið inniheldur orku. Hún
stendur í öðru veldi við stærð sviðs-
ins, svo að tíföldun segulsviðs gefur
hundraðföldun orkunnar. Með ofur-
leiðandi spólum má búa til segulsvið
sem er allt að hundraðþúsundfalt
sterkara en jarðsegulsviðið. Spólum-
ar og þarmeð rýmið með segulsviðinu
hefðu lögun bílslöngu, af því að með
þeirri lögun er sviðið algerlega lokað
inni. í hveijum rúmmetra með þann-
ig sviði má geyma orkuna eitt hundr-
að milljónir júla, sem er ekki fjarri
því sem Búrfellsvirkjun framleiðir á
einni sekúndu. Sé spólan höfð stór
(ekkert tæknilegt er gegn því að hún
rúmi hundruð eða þúsundir m* 1 2 3) þá
fæst þarna orkugeymir sem nemur
t.d. stundarfjórðungs meðalorkuþörf
stórborgar. Það fer langt með að
jafna sólarhrings sveiflur orkuþarf-
arinnar. Sveiflujöfnun felst í að hefla
ofan af toppum og fylla með þeim í
lægðir. Heildarflutningur er ekki
nema ofurlítill hluti af heildarorku-
þörf. Og það skiptir verulegu máli,
að þessi orkugeymsla er nærri ger-
samlega án taps. Orkugeymirinn
skilar öllu sem hefur verið fyllt á
hann.
eftir Egil
Egilsson
Upplýsingar í síma 690300 (alla 7 daga vikunnar) á söluskrifsttifum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum.
4Stgr. á manninn m.v. 4 í bíl í c-ílokki (2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára).
E3®