Morgunblaðið - 26.05.1991, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.05.1991, Qupperneq 11
3 com eftir Vernharð Linnet Myndir: Margrét Aðalsteinsdóttir HÆSTU peningaverðlaun sem veitt eru í djassheiminum eru „The Jazzpar Prize“ og fær vinn- ingshafinn í hendur jafnvirði tveggja milljóna íslenskra króna auk þess sem honum er sýndur sómi með ýmsum öðrum hætti. Þessi verðlaun hafa verið nefnd „djassóskarinn" og til þeirra var stofnað árið 1989. Maðurinn sem kom þeim á var danski trompet- leikarinn og eldhuginn Arnvid Mayer, forstöðumaður Dönsku djassmiðstöðvarinnar, sem drekkur rautt gos eins og undir- ritaður drekkur bjór. Hann fékk- „Skandinavisk tobakskompagni" til að fjármagna verðlaunin og allt sem þeim tengist í þijú ár. erðlaunin hafa verið veitt tvisvar. Árið 1990 fékk tónskáldið og píanistinn Muhal Richard Abrams þau og í ár tenórsaxa- fónleikarinn David Murray. Til verðlaun- anna 1992 voru fimm nefndir: pía- nistinn Tommy Flanagan, bassa- leikarinn Charlie Haden, altósaxa- fónleikarinn Lee Konitz, söngkonan Abey Lincoln og básúnuleikarinn Albert Mangelsdorf. Nú hefur verið tilkynnt hver hljóti verðlaunin: Lee Konitz. Það er mikið gleðiefni fyrir íslenska djassgeggjara því Lee var fyrsti bandaríski stórdjássistinn er hingað kom, en hann lék í Austur- bæjarbíói 1951 ásamt básúnuleik- aranum Tyrre Glenn og ýmsum ís- lenskum hljóðfæraleikurum. Til eru hljóðritanir með Lee Konitz, Árna Elfar, Jóni Sigurðssyni og Guð- mundi R. Einarsyni og munu þær án efa vekja heimsathygli verði þær gefnar út. Ég hef verið viðstaddur í bæði skiptin sem Jazzpar-verðlaunin hafa verið afhent, en það hefur verið gert á miklum tónleikum í Falconer Center í Kaupmannahöfn. Það er alþjóðleg dómnefnd sem velur verðlaunahafana, en Danir hafa lag á því að nota þennan stór- viðburð í djassheiminum til að koma sínum mönnum á framfæri. Þannig stjórnaði Muhal Richard Abrams stórsveit danska ríkisútvarpsins á fyrstu hljómleikunum, Gary Burton lék með tríói Thomasar Clausens og Paul Bley með Fredrik Lundin/ Joakim Milder-tríóinu. Á þeim seinni, í mars sl., lék verðlaunahaf- inn David Murray ásamt píanistan- um Horace Parlan með New Jungle Orchestra gítarleikarans Pierre Dörges, Hank Jones með kvartetti saxafónleikarans Jesper Thilos og A1 Foster með sveit Jens Winthers. Jens Winther er íslendingum að góðu kunnur. Hann hefur komið hingað þrívegis. I fyrsta skipti til að leika með Mezzoforte á tíu ára afmæli Jazzvakningar og í seinni tvö skiptin til að hljóðrita plötur með Tómasi R. Einarssyni. Pierre Dörge er væntanlegur á búa í New York og þeir er sátu í salnum voru fyrst og fremst komn- ir til að hlust á David Murray. Jesp- er Thilo hélt sig innan tímamar- kanna og það var unun að hlusta á hann og Hank, Doug Raney og Hugo Rasmussen — kammersveifla af bestu gerð. New Jungle Orchestra er rétta hljómsveitin fyrir David Murray. Hann er framsækinn blásari sem þekkir djasshefðina og sama má segja um Pierre Dörge. Tónlist þeirra rann saman í eina heild og hvers getur maður óskað sér betra á tónleikum? Nú er Pierre að koma til íslands með tríó sitt, Morten Olsen á saxafóna og ýmis önnur blásturshljóðfæri og Irene Becker á hljómborð. Það verður mikið fjör að hlusta á þau og á lokatónleikum RÚVRAK-djasshátíðarinnar í Reykjavík mun hann stjóma sam- norrænni frumskógarsveit og norð- maðurinn Per Husby samnorrænni stórsveit, sem Karin Krog syngur með. Hér er haldið áfram verkinu frá því á djasshátíðinni í fyrra þeg- ar Jukka Linkola, Ole Kock Hansen og Gugge Hedrenius stjórnuðu sam- norrænni stórsveit í Borgarleikhús- inu. Sama hugsunin og hjá Arnvid Mayer og Dönunum, að nota er- lenda snillinga landanum til fram- dráttar. í miklu samkvæmi eftir hljóm- leikana í Falconer Center ræddi ég við David Murray. Fyrst ræddum við dulítið um ísland, en Dave hefur margoft millilent í Keflavík á flakki sínu um heiminn: „Það var ódýrast að flúga með Flugleiðum hér áður fyrr,“ sagði hann. Þá spurði ég um verðlaunin. „Það er auðvitað gott að fá þessa pen- inga. Ég fékk Grammy-verðlaun 1988 og ég hef fengið Guggenheim- styrk, en áður en það gerðist hafði ég bara unnið verðlaun í körfu- bolta.“ Það er hlálegt að hinir miklu bandarísku meistarar sem hlotið hafa Jazzpair-verðlaunin eru ekki gefnir út af bandarískum hljóm- plötufyrirtækjum. Bæði Murray og Abrams hafa verið gefnir út af ít- alska hljómplötufyrirtækinu Black Saint og nú er Dave kominn á samn- ing hjá japanska fyrirtækinu DIW. „Eg var að hljóðrita rosa fönký orgelskífu með Don Pullen fyrir þá um daginn. Samningurinn minn i Japan rennur út í desember og ég hef verið að tala við þá hjá CBS. Það væri dálítið gaman að vera gefinn út af stórfyrirtæki í heima- landinu. Ég veit að ég fæ ekki samning eins og Wynton Marshalis. Ég yrði lítill fiskur í stórri tjörn, en nú er ég stór fiskur í lítilli tjörn.“ Vonandi eigum við eftir að fá menn á borð við David Murray og Muhal Richard Abrams til að vinna með íslenskum hljóðfæraleikurum. Hér er fjöldi upprennandi djassleik- ara og svo er það bara stóra spum- ingin: Hvenær eignumst við stór- sveit á ný? Kraftaverkamaðurinn Arnvid Mayer, með rautt gos í flösku. RÚVREK-djasshátíðina sem hefst í Reykjavík í dag, sunnudag, en Jesper Thilo hefur aldrei komið til íslands, aftur á móti verður félagi hans Bent Jædig, tenórsaxafón- snillingur, á djasshátíðinni. Ég ræddi nokkuð við Jesper Thilo áður en verðlaunakonsertinn hófst i Falconer og rifjaði m.a. upp þegar ég bjó í Kaupmannahöfn á árunum 1973-74 og hlustaði oft á þá félaga og bætti því við að þá hafi þeir verið bestu tenóristar á Norðurlönd- um. „Ég hef dáð Bent Jædig síðan ég heyrði í honum fyrst og það er langt síðan, en þegar þú varst að hlusta á okkur stóð ég honum langt að baki. Bent er nokkru eldri en ég og hann var ein helsta fyrirmynd mín. Kannski stöndum við jafnfætis núna, en síll okkar er ólíkur. Við Bent erum góðir vinir og blásum oft saman og nú er farið að kalla okkur gömlu risana tvo. Það fínnst mér dálítið skemmtilegt." Það var ekkert skrítið að Jesper kysi sér Hank Jones að félaga. Hann stendur föstum rótum í sveifl- unni þó hann spili allskonar djass, en Bent er meiri bíboppari. Ég gleymi aldrei þegar ég hlust- aði á Bent og Dexter Gordon blása saman á vörubílspalli við Grá- bræðratorg í Kaupmannahöfn sum- arið 1974. Þeir léku saman eins og einn maður. Engir stælar þar. Eftir tónleikana spjallaði ég nokkuð við þá og vinur minn, skáld úr Reykja- vík sem var í heimsókn í Höfn, sat við bjórborð á meðan. Að lokum segi ég við Dexter: „Komdu nú og heilsaði uppá íslénskt skáld sem situr hér við bjórborð og látum hann flytja þér ávarp.“ Dexter, sem var nokkuð óstöðugur á fótunum er hér var komið sögu, svaraði að bragði: „Mér er stirt um gang og sendi því Bent Jædig, ambassador minn, á fund skáldsins." Bent kunni vel að meta ávarpið og kannski verður hann ávarpaður aftur á djasshátíðinni í vikunni. Tónleikarnir í Falconer Center í mars, sl. hófust á leik Jens Winther- sveitarinnar með trommuleikara Miles Davis, A1 Foster. Þar var margt laglega gert en Jens lék allt- of lengi. Danir segja að það hafi stigið honum nokkuð til höfuðs að Frumskógartríóið sem heimsækir ísland. Af djassóskars- verðlaunahöfum og fleiii sniilingum, sem sumii verða á RÚVREK-jasshá- tíðinni, ei hefst í Reykjavík í dag MORGUNBLADIÐ ’SCKNUDAGUR. 20/ Mj\1 1991 Djassverðlaun og veisluhðld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.