Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 13

Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAI 1991 G 13 lendinga er heldur lægra. Ef allt þetta fólk skilar sér heim að námi loknu er ljóst að það verður ekki skortur á kvikmyndagerðarfólki á Fróni í náinni framtíð. Þegar Kevin Costner tók við Oskarnum fyrir mynd sína „Dances with Wolves“ lét hann þau orð falla að þó svo að einhverjum kynni að finnast allt tilstandið í kringum Oskarsverð- launaafhendinguna hégómlegt og lítils vert miðað við ástand heims- mála, þá væri þessi viðurkenning mikilvæg fyrir sig og sína fjöl- skyldu. Costner hafði lagt allt að veði til þess að geta framleitt þessa mynd og það var ekki síst það framtak sem verið var að verð- launa. Allir sem hafa horft á hina ár- legu afhendingu Óskarsverðlauna kannast við hinar hjákátlegu þak- karræður og nafnarununa sem oftast fylgir. Þó svo að Kevin Costner hafi verið búinn að skrifa þakkarræður fyrirfram þá er ekki nokkur leið að hann hafi vitað fyrir víst að hann myndi vinna. Það eru aðeins örfáir starfsmenn bókhaldsfyrirtækis sem kallast „Price Waterhouse" sem vita nið- urstöðumar áður en athöfnin hefst og þeir eru bundnir þagnareiði. Stytturnar eru aðeins númeraðar en hafa ekki verið'merktar tilvon- andi viðtakendum. Að athöfninni lokinni þurfti Kevin Costner því að skila báðum styttunum sínum til þess að hægt væri að festa á þær skjöld með nafni hans. Mikil- vægi þessara verðlauna er sannar- lega mikið fyrir þá sem að baki kvikmyndanna standa en það er í raun og veru sama fólk sem stend- ur á bak við Óskarsverðlaunin. „Academy of Motion Picture Arts and Sciences“ kallast stofnun sú sem útdeilir þessari eftirsóttu styttu. Þú hefur sjálfsagt aldrei heyrt minnst á Rudi Fehr fyrr en þú lest þessa grein, en hann er einn af þeim 4.940 meðlimum „Akademíunnar“ sem hafa at- kvæðisrétt í þessum umdeildu kosningum. Þó svo að umræddur Rudi Fehr sé orðinn áttræður og hafi ekki starfað við kvikmynda- gerð í nokkur ár, þá hafa atkvæði hans töluvert vægi þegar skorið er úr um það hver hlýtur Óskar- inn. Til þess að komst í þennan útvalda hóp þurfa viðkomandi að hafa starfað við a.m.k. þijár viður- kenndar kvikmyndir, vera til- nefndir af tveim meðlimum og hljóta samþykki inntökunefndar. Það eru því engir aukvisar sem komast þar inn. Allir meðlimir fá að útnefna bestu kvikmyndina en aðrar útnefningar eru bundnar við viðkomandi deildir, leikstjórar tiln- efna besta leikstjórann, hljóðmenn bestu hljóðvinnsluna o.s.frv. í flokki erlendra kvikmynda sér 400 manna hópur um að útnefna fimm myndir af þeim tæplega 40 sem berast. Þeir sem greiða atkvæði mega aðeins - missa af fjórum myndum til þess að halda atkvæð- isrétti sínum. Að vísu þurfa þeir aðeins að sjá þriðjung af hverri mynd en mega þá yfirgefa salinn og fá sér kaffi meðan beðið er eftir næstu mynd. Þegar búið er að útnefna allt að fímm myndir í hverjum flokki hafa allir meðlimir rétt á að kjósa endanlegan sigurvegara. Þegar um erlendar myndir er að ræða þurfa viðkomandi að sanna það að þeir hafi séð allar fimm sem útnefndar voru. Því er ekki þannig farið í öðrum flokkum, enda er um mikinn fjölda kvikmynda að ræða. Framleiðendur, leikstjórar og leik- arar reyna margt til þess að koma sér á framfæri, rétt eins og stjóm- málamenn fyrir þingkosningar. Sumir birta auglýsingar í frétta- blaði Hollywood og aðrir senda myndir sínar á myndbandsspólum heim til félagsmanna í von um að þeir a.m.k. sjái myndirnar áður en þeir greiða atkvæði. FRÁ HITIIR m hou ywood Flestir þeir sem liafa kvikmyndagerð að atvinnu koma fyrr eða síðar til Holly- wood, sumir stoppa stutt, aðrir setjast þar að. Fyrir gyðinginn og Berlínar- búann Rudi Fehr var siglingin til Amer- íku ekki aðeins flótti frá Hitler heldur einnig upphafið að glæstum ferli. Rudi Fehr var tæplega tvítugur þegar hann fékk vinnu við að klippa kvikmyndir í Berlín. Þótt almennir kvikmyndagestir taki yfirleitt ekki eftir því hver klipp- ir tiltekna kvikmynd, þá spyrst það fljótt út meðal kvikmyndagerðarmanna ef nýtt fólk með hæfileika kemur fram á sjónarsviðið. Fyrr en varði hafði Sam Spiegel tekið Rudi upp á arma sína. Spiegel átti síðar eftir að framleiða „Bridge on the River Kwai“ og „Lawrence of Arabia“. Þegar Hitler komst til valda fengu gyðingar ekki lengur að vinna við framleiðslu kvikmynda í Þýskalandi. Skömmu fyr- ir Ólympíuleikana í Berlín 1936 ákvað Rudi að freista gæfunnar í Holly- wopd. Á þessum árum fram- leiddu stóru kvikmynda- verin í Hollywood u.þ.b. sextíu myndir á ári og það var mikill skortur á fólki sem kunni til verka. Eftir nokkurra daga veru í höf- uðborg kvikmyndaiðnað- arins var Rudi boðið á fund í MGM-kvikmynda- verinu til að ræða mögu- ieika á vinnu. Það má enn heyra undrun og hrifn- ingu í rödd hans þegar hann segir frá: „Ég gekk inn í lítinn sal þar sem saman voru komnir 12-14 menn sem biðu eftir mér til þess að geta sest að snæðingi. Það var frekar dimmt í herberg- inu svo að ég þekkti engan til að byrja með. Þegar við settumst til borðs sá ég að mér á vinstri hönd sat Clark Gable og mér á hægri hönd sat Spencer Tracey. Það eina sem komst fyrir í huga mér var hvað vinir mínir í Berlín segðu ef þeir sæju mig nú.“ Meistari Hitchcock Fyrsta starfið sem Rudi Fehr hlaut í þeirri borg var að þýða vinsælar þýskar kvikmyndir á ensku fyrir Warner Brothers. Þar átti Rudi eftir að starfa næstu 40 árin og klippa fjölmargar kvikmyndir. „Ég og Jack Wamer, eigandi Wamer Brothers, urðum miklir vinir,“ segir Rudi. „Eitt kvöld- ið hringdi einkaritari hans í mig og sagði mér að það yrði frétt um mig í blöðunum daginn eftir, en vildi svo ekki segja meira. Á forsíðu „Hollywood Reporter" næsta dag mátti sjá fyrirsögnina „Jack Wamer gerir Rudi Fehr að framleiðanda". Ég fór strax á fund með hr. Warner og þakkaði honum fyrir en sagðist um leið hafa vonast til þess að verða gerður að leikstjóra frekar en framleiðanda. „Rudi segist aldrei gleyma svipnum á Jack Warner þegar hann svar- aði: „Rudi, leikstjórar koma og fara, en á meðan ég er hér verður þú hér. Hann stóð við þessi orð og ég var ennþá hjá Warner Brothers tíu árum eftir að Jack seldi kvik- myndaverið.“ Rudi kunni ekki við sig sem framleiðandi og fór því aftur í sitt gamla starf sem klipp- ari. „Heppnin var með mér,“ segir hann. „Ég fékk að starfa með meistara Hitchcock í fyrsta skipti. Ég klippti fyrir hann mynd- ina „I Confess“ og okkur kom það vel sam- an að hann bað mig að klippa næstu mynd „Dial M for Murder“. Það var upplifun að fá að vinna með Hitchcock. Honum llkaði vel við stóru stjörnurnar sem unnu með honum, Jimmy Stewart, Cary Grant og Grace Kelly, en við óþekkta leikara kom hann fram eins og þeir væru skepnur. Eitt sinn leit hann á mig og sagði: „Rudi, leikar- ar eru það- lægsta af öllu lágu,“ en hann kom alltaf mjög vel fram við mig. Frá Warner til Coppola Eftir að hafa klippt kvikmyndir í 20 ár var Rudi gerður að yfírmanni eftirvinnslu- deildar hjá Warner Brothers. í því starfi vann hann meðal annars við kvikmyndir eins og „Giant“, með Elizabeth Taylor, Rock Hudson og James Dean. „My Fair Lady“ með Rex Harrison og Audrey Hepb- um er uppáhaldskvikmynd hans frá þessum tíma og það er ljóst að Rudi er stoltur af því að hafa unnið aðð henni. „Leikstjórinn, George Cukor, og tónlistarstjórinn, André Previn, gátu ekki komið sér saman um hvaða rödd ætti að nota fyrir Audrey Hep- burn í söngatriðunum svo að .Jack Warner hringdi í mig og spurði mig álits. Ég benti á söngkonu sem mér fannst henta vel til þess og Jack svaraði um leið: „Hún er ráðin.“ Rudi var síðan sendur til Evr- ópu til þess að gera þýska, franska og ítalska útgáfu af „My Fair Lady“. Þegar myndin var til- búin til sýningar bað Jack Warner mig um að koma með til London til þess að vera viðstaddur frum- sýninguna og ég gerði það. Þegar sýningunni var lokið ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna. Warner varð hálffeiminn og spurði mig hvað hann ætti að géra. Ég sagði honum að hann yrði að standa upp og hneigja sig og hann gerði það. Fólkið hélt áfram að klappa og nú leit Wamer á mig og sagði: „Rudi, nú stendur þú upp og hneigir þig, þetta er skipun." Eg gerði það og fólkið klappaði ákaft án þess að hafa hugmynd um það hver ég var.“ Jack Warner seldi kvikmyndaverið og Rudi lét af störfum fyrir aldurs sakir tíu árum síðar. Þegar það fréttist að hann væri að hætta hjá Wamer Brothers hringdi leikstjórinn Francis Ford Coppola í hann og bauð hanum vinnu. Coppola hafði þá nýlega fest kaup á kvikmyndaveri og þar starfaði Rudi í tvö ár en sneri sér þá að því að setja enskt tal inn á erlendar kvik- myndir, þ. á m. „Fanny og Alexander" eftir Ingmar Bergman. Með þrjá óskara í höndunum „Fariny og Alexander“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndatöku, hönnun sviðsmyndar, hönnun búninga, sem og í flokki erlendra kvikmynda, og sigraði hún í öllum fjórum flokkum. Rudi hafði verið tilnefndur fylgdarmaður Svíanna og fór því með þeim á dansleik að athöfninni lokinni. „Þijú þeirra áttu bókað flugfar til Svíþjóðar morguninn eftir og höfðu því ekki tíma til að skila „Óskamum" inn til áletmnar, svo að þau báðu mig að gera það fyrir sig. Ég hafði ekki hugsað út í það að fyrir utan beið stór hópur af ljósmyndur- um og forvitnum áhorfendum og þegar ég gekk út með þijá „Óskara" í höndunum klappaði fólk ákaft og tók myndir í gríð og erg. Einhver sneri sér að konunni sinni og spurði hver þessi maður væri. Hún sagð- ist ekki hafa hugmynd um það, hún hefði aldrei séð mig áður.“ Einn daginn leikstjórinn John Huston sem þá var að vinna að myndinni „Prizzi’s Honor“ með Jack Nicholson og Kathleen Tumer. Rudi og Huston höfðu unnið saman mörgum ámm áður að myndinni „Key Largo“ með Humphrey Bogart í aðalhlut- verki. John Huston var í vandræðum með klipparann sem hann hafði ráðið og fékk Rudi til að taka við starfinu. Þetta var sið- asta myndin sem hann klippti og sjálfur gerir hann ekki ráð fyrir því að klippa fleiri enda er hann orðinn áttræður, hefur snúið sér að kennslu við „California Institute of the Arts“. Góðar víkingamyndir Rudi Fehr er nú formaður nefndar sem Rudi Fehr: „Það er virðingarverf aö ís- iendingar skuii sendn inn mynd ó hverju ari • • • Óskarinn. Tókn veigengni í Hoilywood. velur þær 5 erlendu kvikmyndir sem til- nefndar eru til Óskarsverðlauna og hann hefur um margra ára skeið verið meðlimur „Academy of Motion Picture Arts and Sciences", en það er stofnunin sem veitir Óskarsverðlaunin. Undanfarin ár hefur hann því séð þær kvikmyndir sem íslending- ar hafa tilnefnt og í flestum tilfellum hefur honum líkað vel við þær. „Það er í sjálfu sér virðingarvert að íslendingar sendi kvik- mynd á hveiju ári þegar litið er til þess hversu fáar myndir þið framleiðið,“ sagði Rudi og var hugsi um stund. „Ég man sérs- taklega eftir góðum víkingamyndum sem frá íslandi hafa komið, en að þessu sinni varð ég fyrir vonbrigðum.“ Framlag íslendinga að þessu sinni var barnamyndin um Pappírs Pésa og það er ljóst að Rudi hugsar sig vel um áður en hann heldur áfram. „Barnamyndir geta verið ágætar, en þessi var ekki nógu fag- mannlega unnin. Margir veltu því fyrir sér af hveiju þessi mynd var send 'og þó að það sé í sjálfu sér ekki skaðlegt að senda mynd sem ekki stenst samanburð við aðrar myndir þá hlýtur að vera kostnaður því samfara og þann pening mætti spara. Mög- uleikar íslendinga eru jafn góðir og ann- arra, því það skiptir litlu máli hversu mikl- ir peningar voru lagðir í myndina, aðalatrið- ið er að sagan sé góð og myndin sé fag- mannlega unnin.“ Rudi Fehr flúöi Þýskaland þeg- ar Hitler komst til valda og freí- staði gæfunnar í FHollywood. FHann er nú einn af þeim meðlim- um „Akadem- íunnarý sem hefur atkvæðis- rétt þegar valið er til Oskars- verðíauna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.