Morgunblaðið - 26.05.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 26.05.1991, Síða 14
51 0 14 —e- IGGI IAJ 9S HUOAQUMVIU6 » ftAMUAftTðftAOI/llgAI/ MORGUNBJuAÐIÐ MENNING ARSTRAUM AR SUNNUDAGUR 2.6. JVLAI 1991 Jólk WLeikstjórinn góðkunni, Roman Polanski, var for- seti dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cann- es og lét þess getið að dóm- nefndin, sem í sátu m.a. Alan Parker og Whoopi Goldberg, hefði verið ein- róma samþykk því að veita Coen-bræðrum aðalverð- launin fyrir Barton Fink. Vandræði hefðu hins vegar skapast þegar velja átti aðra sigurvegara. MDanski leikstjórinn Lars von Trier deildi sérstökum dómaraverðlaunum með lí- bönskum leikstjóra að nafni Maroun Bagdadi en mynd hans, Beirút, segir frá frönskum ljósmyndara sem rænt er í Líbanon. Mynd Triers, sem áður hefur hreppt verðlaun á Cannes, heitir Evrópa og segir frá Bandaríkjamanni sem flæ- kist með skæruliðum nas- ista eftir að hann kvænist aristókrata í Þyskalandi. 6.000 á Palace Alls höfðu rúmlega sex þúsund manns séð ró- mantísku gamanmyndina „White Palace“ á fyrstu tíu dögunum í Laugarásbíói. Grétar Hjartarson sagði að hrollvekjan Bamaleikur 2, sem ijallar um dúkku and- setna af fjöldamorðingja, hefði „ekkert gert“ en hins vegar var hann ánægður með aðsóknina á Dansað við Reg- itze sem komin er upp í 3.700 manns. Stærstu sumarmyndir Laugarásbíós verða gaman- myndin „King Ralph“ með John Goodman og Peter O’Toole en hún byrjar núna um mánaðamótin, hasar- gamanmyndin„The Hard Way“ með Michael J. Fox og James Woods og „Back- draft" með Kurt Russell, Scott Glenn, Jennifer Jason og „Airplane" og „Top Secr- et“ (hinir tveir meðlimirnir, Jerry Zucker, leikstjóri Drauga, og Jim Abrahams leikstýra reyndar ekki með honum í þetta skiptið). Nýja myndin hefst í hát- íðarmálsverði hjá Bush for- seta þar sem Drebin er heiðr- aður fyrir að hafa skotið nið- ur þúsundasta dópsalann á gæfuríkum ferli. Áður en varir er forsetafrúin farin að elta Drebin með kjötsaxi. Hann sleppur þó lifandi úr Hvíta húsinu og tekur til við að fletta ofan af samsæri er snertir valda- mestu menn Bandaríkjanna. í nýju myndinni er haldið áfram ineð marga brandar- ana úr þeirri fyrri, t.d. er ísskápur Drebins jafn mork- inn og áður og O.J. Simpson, sem bundinn var við sjúkra- rúm alla fyrri myndina, er ennþá verulega ólánsamur. Stóru tíðindin eru þau að nú giftast ástar- fuglarnir Drebin og Jane Spencer (Priscilla Presley) en hvort hjóna- baiídið stefni beint á ská verður tíminn að skera úr um. Leslie Nielsen end- urtekur hlut- verk sitt sem Frank Drebin í Beint á ská 2'A. Kurt Russell berst við eld- ana í „Backdraft" Leigh og William Baldwin. Myndin sú fjallar um slökkvi- liðsmenn í Chicago en með aukahlutverk fara tveir val- inkunnir sæmdarmenn: Don- ald Sutherland leikur brennuvarg og Robert De Niro leikur rannsóknarlögg- una á hælum hans. Laugarásbíó hefur einnig samið um sýningarréttinn á rokkheimildarmyndinni „Ma- donna: Truth or Dare“. KVIKMYNDIR-™™ Hver erpessi Barton Fink? Ásdís Thoroddsen við upptökur á mynd sinni í Hlé- garði í Mosfellssveit. TÖKUR HAFNAR ÁINGULÓ Sólveig Amardóttir og Ingvar Sigurðsson fara með aðalhlutverkin í mynd Ásdísar Thorodds- en, Ingaló á grænum sjó, en tökur á henni hófust fyrir skömmu. að er kvikmyndafélagið Gjóla hf. sem er fram- leiðandi myndarinnar en kvikmyndafyrirtækin Filmnoir í Finntandi og Fuz- zi Film í Þýskalandi taka þátt í gerð hennar. Áætlað er að tökum ljúki að mestu leyti 6. júlí en myndin getur orðið tilbúin fyrir áramót þótt ekki sé ennþá farið að tala um frumsýningardag- inn, að sögn Hlyns Óskar- sonar framkvæmdastjóra myndarinnar. Alls koma um 40 leikarar fram í myndinni, að sögn Hlyns, en áætlað er að hún komi til með að kosta á bil- inu 55 til 60 milljónir. Sól- veig, sem er dóttir Arnars Jónssonar og Þórhildar Þor- leifsdóttur, leikur titilhlut- verkið, Inguló, sem er stelpa norður á Ströndum, sem vinnur í upphafí myndarinn- ar á trillu hjá pabba sínum. Ásdís skrifar handritið auk þess að leikstýra en hún hefur stundað nám í lcvik- myndagerð við Þysku kvik- mynda- og sjónvárpsakade- míuna í V-Berlín. „Ingaló" er fyrsta bíómynd Ásdísar en hún lék á sínum tíma titil- hlutverkið i Skilaboðum til Söndru. Framleiðandi myndarinn- ar er Martin Schluter, kvik- myndatökumaður er Tahvo Hirvonen, Anna Th. Rögn- valdsdóttir er leikmynda- hönnuður, Marin Steyer sér um hljóð, Geir Óttarr Geirs- son sér um búninga og klipp- ari er Valdís Óskarsdóttir. „Ingaló“ er ein af þremur íslenskum bíómyndum sem teknar verða í sumar en hin- ar tvær eru Sódóma, Reykja- vík, sem Óskar Jónasson leikstýrir, og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jó- hannesdóttur. LYKT AF METSÖLU Pálminn hjá Coen-bræðrum ENN kemur Cannes á óvart. Fyrst var það kynlíf, lyg- ar og myndbönd eftir Steve Soderbergh, þá Tryllt ást eftir David Lynch og nú er það Barton Fink eftir Et- han og Joel Coen, sem hlýtur Gullpálmann. Kvikmynda- hátiðin í Cannes hefur haft sérstakt dálæti á bandarisk- um bíómyndum undanfarið. Um síðustu helgi, þegar allir héldu að evrópsk mynd hreppti aðalverðlaunin, setti hún pálmann í hendur Bandaríkjamanna í þriðja sinn í röð. Fáir bjuggust við banda- rískum sigri og enn færri við því að Barton Fink, sem Sigurjón Sighvatsson fjármagnar að hálfu og hef- ur dreif- wmmmmmm^mm ingarré- ttinn á utan Bandaríkj- anna, mundi vinna. Fjórar banda- rískar myndir voru í 20 mynda hópnum sem keppti til úr- slita og áður en úrslitin voru kunngerð veðjuðu menn á mynd Spike Lees, „Jungle Fever", ef mynd frá Banda- ríkjunum hreppti pálmann á annað borð. Helst varveðjað á að Pólveijinn Krysztof Kieslowski fengi pálmann eftir Arnald Indriðason fyrir mynd sína Tvöfalt líf Veroniku, sem fjallar um stúlku er kemst að því að hún á tvífara, en Kieslowski er íslendingum að góðu kunnur fyrir boðorðamynd- irnar, sem Sjónvarpið hefur sýnt í vetur. Og frönsk mynd þótti líka koma sterk- lega til greina, Fallegi vand- ræðagemlingurinn eftir Jac- ques Rivette. Hún var reyndar fjórir tímar að lengd og dómsforsetinn, Roman Polanski, hafði sagt að sigurmyndin ætti að vera mjög aðgengileg og áhorf- anleg. Þar kannski liggur svarið við því af hveiju Barton Fink hreppti ekki aðeins Gullpálmann heldur einnig verðlaun fyrir leikstjórn og John Turturro var valinn besti karlleikari í aðalhlut- verki. Hann leikur titilhlut- verk myndarinnar, Barton Fink, sem'er leikritaskáld frá New York sem flytur til Hollwyood á fjórða áratugn- um. Hann finnur sig hvergi í Los Angeles og alls ekki sem handritshöfundur. Hann fær verulega ómerki- legt verkefni til að skrifa, glímumynd reyndar, en vandræðin byija á hótelinu þar sem hann býr og kynn- ist tryggingasölumanni og sálsjúkum morðingja. Myndinni hefur verið lýst sem gamanþriller með sama spennuþrungna andrúms- loftinu og fyrsta mynd bræðranna, „Blood Simple“, sem sýnd var í Tónabíói á sínum tíma, en húmorinn er meiri í nýju myndinni. „Barton“ er aðeins fjórða mynd bræðranna Ethans og Joels Coens (þeir skrifa handritin og leikstýra sam- an). Myndum þeirra hefur verið hrósað mjög af gagn- rýnendum en aðsókn á þær hefur aldrei verið mjög góð. Þeir eiga til að blanda sam- an gamni og alvöru á mjög sérstakan en bráðfyndinn hátt og hafa með sínum fáu myndum skapað sér algera sérstöðu í bandaríska kvik- myndaheiminum fyrir skemmtilegan frumieika, hugmyndaauðgi og vönduð vinnubrögð. Tvær mynda þeirra hafa verið sýndar hér á landi. s v o O .b o So i-s _a> ® s 42 <X> CT1 q cn *S bo g,- 9' s: Hinn dökki og drungalegi þriller „Blood Simpie“ og hin gerólíka gamanmynd, „Raising Arizona", er fjallar um barnlaust par sem rænir fimmburum. Þriðja mynd- in,„Miller’s Crossing", sem skartar Albert Finney og Gabriel Byrne ásámt Turt- urro og fjallar um irska mafíósa á bannárunum, hef- ur verið á leiðinni í Bíóhöl- lina/Bíóborgina um nokkurt skeið og Laugarásbíó hefur samið um sýningarréttinná- „Barton“ en að sögn Grét- ars Hjartarsonar bíóstjóra býst hann ekki við að mynd- in komi til landsins fyrr en í haust. Hún verður frum- sýnd í Bandaríkjunum í júní. Ein af fáum framhalds- myndum komandi sumar- vertíðar vestur í Banda- ríkjunum er gamanmyndin Beint á ská 2Vi: Lyktin af hræðslu, sem segir af enn frekari klaufaskap lögre- gluforingjans knáa Frank Drebins, sem Leslie Niels- en leikur. Myndinni er spáð töluvert góðu gengi í sumar enda var fyrri myndin, Beint á ská, mjög vinsæl og leik- stjórinn, David Zucker, vel sjóaður í þeirri fáránleika- fyndni sem er aðaleinkenni ZAZ-gengisins svokallaða sem á að baki myndir eins IBIO tT vikmyndahúsið -l»-Regnboginn hyggst láta setja íslenskt tal á danska teiknimynd, sem bíóið ætlar sýna með haustinu, að sögn Andra Þórs Guðmundssonar rekstrarstjóra þess. Mun myndin seinna verða gefín út á myndbandi með ís- lensku talsetningunni. Danska myndin, sem heitir Fuglastríðið („Fug- lekrigen i Kanöflesko- ven“) og er gerð á vegum framleiðandans Per Holst, verður ekki fyrsta myndin í bíó með íslenskri talsetn- ingu. Teiknimyndin Val- höll í Laugarásbíói var sýnd með íslensku tali fyr- ir um þremur árum og árið 1986 var leikna barnamyndin Ronja ræn- ingjadóttir sýnd í Nýja bíói með íslensku tali. Allir geta verið sam- mála um að talsetning á bamaefni er þarft og gott framtak en hún hefur sannað mjög gildi sitt í sjónvai-pinu. Minna hefur borið á henni í bamaefni bíóanna og því ber að fagna þegar þau sjá ástæðu til að bæði gera efnið aðgengilegra böm- um og leggja um leið áherslu á íslenskt mál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.