Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 20

Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MEMMiNGARSTRAUMA^syNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 LEIKLISTÆ/gvz konur í leikhúsum ogstjómmálum erjibara uppdráttar en karlmennf Leiksviðin öll ogkonumar UM ÞESSAR mundir er staddur hér á landi bandariski leiklistarfræð- ingurinn Leigh Woods, en hann er dósent við leiklistardeild háskólans í Ann Arbor í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er kvæntur íslenskri konu Agústu Gunnarsdóttur myndlistarmanni og sameiginlega hafa þau á undanförnum mánuðum talað ítarlega við íslenskar konur í leik- stjórastétt og á vettvangi stjórnmála á aldrinum 35-65 ára um reynslu þeirra af að brjótast til áhrifa og valda á þeirra eigin „leiksviðum". Leigh Woods hefur áður skrifað um íslenskt leikhús í bandarísk listatímarit og er því vel kunnugur því. Hann er líka áhugamaður um stjórnmál og kýs að líta á leikhúsið sem spegilmynd þess samfélags sem það sprettur upp úr hveiju sinni. Sjálfur hefur hann víðtæka reynslu af leikhúsi, hlaut leik- aramenntun í New York og lék í nokk- ur ár, en sneri sér eftir Hlín Agnarsdóttur síðan alfarið að leiklistarfræðunum. Á því 'sviði hafði hann mestan áhuga á leilistarsögunni sjálfri og þá aðal- lega á sögu leikarans. Hann skrifaði doktorsritgerð um breska leikarann David Garrick, (1717-1779) einn af höfuðleikurum Breta á 18. öldinni, en hann breytti hefðbundnum og formlegum leikstíl þess tíma í meiri raunsæisátt og átti frumkvæði að mörgum öðrum nýjungum á leikhús- inu. í doktorsritgerðinni, leitast Leigh Woods við að skýra leiklist Garricks út frá þeim félagslegu for- sendum, sem ríktu í ensku samfélagi á hans tíma. Fræðimenn á sviði leik- listar hafa lítið sinnt þessu sviði leik- listarsögunnar, enda ekki um auðug- an garð að gresja í þeim efnum, þar sem skortur ríkir á heimildum frá leikurunum sjálfum um list sína. Leigh Woods lauk nýlega við bók þar sem hann hefur safnað saman heim- ildum um og eftir leikara frá tímabil- inu 1800 til 1920, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa túlkað einhver af stórhlutverkunum í leikritum Shakespeare. Bókin heitir á ensku „On playing Shakespeare" og er undirtitill hennar „ .. .ráð og athuga- semdir frá leikurum og leikkonum fortíðarinnar“. Við sögu koma m.a. Sarah Bemhard, John Barrymore, Ellen Terry, Henry Irving og Edwin Booth. Núna vinnur hann að tveimur bók- um. Onnur þeirra er um þátttöku þekktra amerískra leikara í sögu „vaudevillunnar" í Bandaríkjunum á árunum 1890-1930. Vaudevillan er heiti yfir þá tegund leikhúss, sem býður upp á fjölbreytileg form skemmtunar og líkist revíu eins og við þekkjum hana. Vaudevillan var oftast hálftíma löng sýning og líta má á hann sem fyrirrennara hinna vinsælu skemmtiþátta í bandarísku sjónvarpi. Leigh Woods er staddur hér á landi í rannsóknarleyfi frá háskólanum í Ann Arbor til þess að vinna að hinni bókinni, þar sem hann ætlar að fjalla um íslenskar konur á sviði leikhúss og stjómmála. í Ann Arbor kennir hann leikaraefnum leik- túlkun og leiðbeinir nemendum í doktorsnámi. Hann hefur notað tím- ann hér á landi eins og áður segir til þess að kanna stöðu íslenskra kvenna í leikstjórastétt og vill gjarn- an líta á reynslu þeirra og þróun á undanförnum 10-15 ámm í samhengi við þá uppsveiflu sem verið hefur meðal kvenna í íslenskum stjómmál- um á sama tíma. Hann segir að meðal bandarískra menntamanna sé töluverður áhugi á árangri kvenna í íslenskum stjómmálum og- þá aðal- lega tilurð kvennaframboðanna. Þann áhuga má fyrst rekja til kvenn- afrídagsins 1975, sem varð stórfrétt í Bandaríkjunum, og síðar til sigurs Vigdísar Finnbogadóttur í forseta- kosningunum 1980. Hvergi annars staðar í heiminum er að finna sér- Leigh Woods stök kvennaframboð til sveitar- stjórna- eða þingkosninga. Þetta er óvenjuleg staða, sem hefur vissulega vakið athygli allra þeirra sem láta sér annt um þátttöku og starf kvenna í þjóðfélaginu. Upphafiega hugmynd Leigh Woods var að rannsaka þátt íslenskra kvenna í leikstjórastétt, áhrif þeirra og ítök í íslensku leik- húsi. Hann telur að líta megi á stöðu þeirra og baráttu innan leikhússins sem spegilmynd baráttu þeirra utan þess m.a. á vettvangi stjómmálanna og þessvegna vildi hann bera saman reynslu þessara tveggja hópa kvenna, sem hvor um sig hefur átt erfiðara með að hasla sér völl á sínu sviði en karlmenn. Þótt of snemmt sé að draga nokkrar ályktanir af viðtölunum, þar sem þeim er enn ekki lokið, hefur margt komið þeim Legh Woods og Ágústu Gunnarsdótt- ur á óvart í viðtölunum t.d. sú til- hneiging kvenna í leikstjórastétt að líta fremur hógværum augum á frama sinn. Þær kannast ekki við að hafa komist áfram með hjálp eða stuðningi frá öðmm konum í sömu stétt og vita tiltölulega lítið um sára reynslu hver annarra af leikhúsinu þótt lík sé. Á stjómmálahliðinni (og þar hefur þess verið gætt að ræða við konur úr ölum stjómmálaflokk- um) virðist ekki vera fyrir hendi nein afgerandi eða skýr hugmynd um hvernig hægt sé að virkja yngri konur til stjórnmálaþátttöku. Meðal eldri kvennanna í báðum þessum hópum virðist meðvitaður ásetningur eða metnaður ekki hafa ráðið ferð- inni í starfsframa þeirra, þær lentu meira á þessum sviðum, vegna þess að þær vora beðnar að taka að sér verkefni, sem síðan mörkuðu upphaf- ið að ferli þeirra. Yngri konurnar hafa aftur á móti leynt og ljóst stefnt að sínum markmiðum. Leikhúsmenn hafa öldum saman líkt heiminum við leiksvið og stjórn- málamenn hafa stundum líkt vett- vangi stjórnmálanna við leikhús. Alls staðar í samfélaginu er fólk að setja sjálft sig og aðra á svið og endur- spegla þannig hugsanir sínar og til- fmningar. Orðið leiksvið hefur hlotið fleiri merkingar í tungumálinu. Á ensku þýðir orðið „stage“ meira en leiksvið, það getur líka merkt þróun, staða eða þrep. Þessvegna hefur Leigh Woods hugsað sér að safna viðtölunum og niðurstöðum sínum um konur, leikhús og stjórnmál á Islandi saman á bók, sem væntanlega verður gefin út á ensku undir heitinu „Political stages“. MYNDLIST/... mikilvœgfyrir trúarbrögbin f KIRKJULIST TRUARBROGÐIN og listirnar hafa átt samleið alla sögu mannkyns. Trúin hefur orðið listunum óþrjótandi uppspretta viðfangsefna, og hefur nýtt sér það á markvissan hátt í gegnum aldirnar, einkum í byggingarlist, tónlist og myndlist. Það samband hefur oftast verið báðum hagkvæmt, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu í gegnum aldirnar — uppbygging og niðurbrot, skin og skúrir. Þessi árin virðist hins vegar uppsveifla í gangi, og kirkjan leitast við að rækta tengsl sín við listirnar sem allra best. Nú stendur yfír í Reykjavík (18. maí-1. júní) Kirkjulistahátíð ’91 á vegum Listvinafélags Hall- grímskirkju og Reykjavíkurprófasts- dæmis. Af dagskrá hennar má sjá ■■■■■■■ að leitað er fanga hjá öllum listgrein- um, ogþó aðtónlist gegni þar stærstu hlutverki, koma leiklist og myndlist sterkt inn í þá um- fjöllum um tengsl efo' Eirík Hsta og kirkju, sem Þorlóksson er helsta viðfangs- efni hátíða af þessu tagi. En áhuginn er mikill, og þetta er ekki fyrsta hátfðin af þessu tagi á þessu vori, því í aprílmánuði var haldin samsvarandi hátíð á Akur- eyri, fýrir frumkvæði Akureyrar- kirkju. Þar var fjölbreytt dagskrá í . vikutíma, og er ekki að efa að hún varð til þess að opna augu margra fyrir þeirri ríkulegu listmenningu, sem kirkjan býr að. Á Akureyri var m.a. efnt til pall- borðsumræðna, þar sem fjallað var um tengsl kirkjunnar við hinar ýmsu listgreinar, hvernig staða þeirra er nú, og hvemig má treysta þau enn betur í framtíðinni. Er ekki að efa að umræður að þessu tagi era mjög gagnlegar til að opna augu beggja aðila, bæði listamanna og kirkju- fólks, fyrir þeim möguleikum sem aukið samstarf gæti gefið báðum aðilum. Slíkum vangaveltum er haldið áfram á Kirkjulistahátíðinni í' Reykjavík. Þar verður m.a. efnt til leiklestra og ljóðaflutnings, og mál- stofu um kristna trú og bókmenntir. Einnig ber að nefna að sænskur sér- fræðingur um kirkjulist flytur tvö erindi um tengsl byggingarlistar og og myndlistar við kirkjuna nú á dög- um. Loks standa nú yfir tvær listsýn- ingar er tengjast hátíðinni; önnur er yfírlitssýning á verkum Sigrúnar Jónsdóttur, sem er að finna í fjöl- mörgum kirkjum um allt land, en hin fjallar um arkitektúr og kirkju- list undir titlinum „Form og fram- vinna". Kirkjan á sér langa menningar- sögu, og því er sjálfsagt fyrir hana að minnast þess, um leið og horft er til framtíðar. Varðandi samstarf myndlistar og kirkju hér á landi er vert að benda á, að eftir að ríkuleg- ur menningararfur hinna kaþólsku miðalda var að mestu lagður í rúst á tímum hreinsunaráráttu siðskipt- anna, ríkti gagnkvæm tortryggni um langt skeið, sem aðeins hefur rénað nú á síðustu áratugum. Kirkjur hafa lítt verið skreyttar, og altaristöflur að mestu verið formúlumyndir eftir eriendum fyrirmyndum. En það er gróska í kirkjulist hér á landi um þessar mundir; nýstárlegar kirkjur rísa um allt landi, og listafólk er fengið til samstarfs um hvernig þær eigi að vera frágengnar til að þjóna sem best listrænu hlutverki sínu ekki síður en trúarlegu. Sýningin „Form og frumvinna“ sýnir í hnotskurn hvernig samstarf listamanna og kirkju er nú háttað. Kirkjan setur upp verkefnin, og lista- mennimir koma með tillögur um hvernig mögulegt er að leysa þau. Það sem helst ætti að vekja athygli hins almenna kirkjugests er á hvern hátt viðfangsefnin era sett upp; það er ýmist gert út frá ákveðnu rými eða efni, eða þá ákveðnum tilvitnun- um í Biblíuna. Það er einnig skemmt- ilegLað sjá hversu ijölbreyttar lausn- imar geta verið, þó að forsendur þeirra séu þær sömu. Þarna fá list- Kirkjan setur upp verkef nin — listafólkið gerir tillögur um úr- lausnir. rænir hæfíleikar einstaklingsins að njóta sín, og um leið ná verkin að vekja áhorfendur til umhugsunar um grundvöll þeirrar trúar, sem þeir hafa kallað sína frá barnæsku. Það er skemmtilegt að verða vitni að því að áhuginn á hlutverki list- anna innan kirkjunnar er aftur tek- inn að blómstra. Byggingarlist og myndlist tileinkuð kirkjunni eru allt í kringum landsmenn, einkum borg- arbúa, í daglegu lífi, en hlýtur því miður sjaldnast þá athygli sem vert væri. Ef til vill er þetta nú að breyt- ast. En það eru fleiri stofnanir samfé- lagsins, sem mættu efna til listahá- tíða, og athuga sinn hlut í listum og menningu þjóðarinnar. ísland var bændasamfélag í gegnum aldirnar (og er að talsverðu leyti enn); hveij- um stendur það næst að sýna hlut þess samfélags t.d. í myndlist og bókmenntum á þessari öld? — Borg- arsamfélag hefur risið á landinu á örskömmum tíma, með öllum þeim félagslegu og efnahagslegu vanda- málum, sem því fylgir. Væri ekki verðugt verkefni að fjalla um hlut félagslegra vandamála í menningu samtímans? Þannig mætti telja áfram. Mynd- list og önnur menningarstarfsemi er öflugust, þegar hún fjallar um sam- tíma sinn á gagnrýnin hátt - og út- tekt á þeirri list er nauðsynleg til að opna augu almennings fyrir fé- lagslegu hlutverki listanna, á sama hátt og kirkjulistahátíð opnar augu fólks fyrir trúarlegu gildi þeirra. BLÚS /Hver er konungurinnf FangamæÖa RILEY Blues Boy King en án efa fremsti blústónlistarmaður seinni tíma. Hann hefur kynnt blúsinn öðrum fremur um heim allan með 250—300 tónleikum á ári í nærfellt 40 ár. Sem söngv- ari er hann ekki langt frá því í dag sem var á sjötta áratugnum þegar leið yfir stúlkúr á tónleikum þegar hann sveif upp í fal- settuna. Sem blúsgítarleikari hefur hann og sýnt að hann er í fremstu röð, þar sem andinn sigrar efnið næsta auðveldlega. eftir Árna Matthíasson Riley King, sem flestir þekkja sem B.B. King, hefur sent frá sér grúa af plötum á árunum frá því fyrsta platan kom út 1951. Með fremstu plötum Kings ^^mmmmmmm eru tónleikaplöt- ur hans, enda hann frægur fyrir þau tök sem hann nær á áheyrendum. Fremsta tónleik- plata hans, og af mörgum talin með bestu blús- skífum sögunnar, er platan Live at the Regal, sem tekin var upp í Chicago 1964, en ekki Iangt undan er önnur tónleikaplata, Blues is King, sem tekin var upp á svipuðum slóðum 1956. Síðan hefur King gert fleiri tónleikaskífur, t.a.m. Live and Well (helming- ur af tónleik- um) og Live in Cook County Jail. Fyrir stuttu kom svo frá honum breiðskífan Live at San Quentin, þar sem B.B. leikur í því fræga fangelsi. Hlutskipti bandarískra fanga hefur Blúskonungurinn 250- leikar á ári. löngum verið B.B. hugstætt, enda hafa svartir Bandaríkja- menn margir lent í fangelsi (meiri líkur eru á að svart ungmenni fari í fangelsi en háskóla). Hann stofnaði á sínum tíma með öðrum samtök sem barist hafa fyrir því að hjálpa forðum föngum að koma undir sig fótunum á ný og fjölmargir tónleikar hans í fang- elsum hafa tengst því. Tónleik- amir í San Quentin voru hljórit- aðir fyrir rétt rúmu ári og á þeim fer B.B. á kostum í lögum, sem sum hver hafa fylgt honum allt frá því á sjöunda áratugnum. Hann leikur lög eins og Every Day I Have the Blues, Sweet Little Angel, The Thrill is Gone, Sweet Sixteen og Rock Me Baby. Einnig er á disknum. lagið Peace to the World, sem tek- _ið var upp í hljóðveri. Fan- gamir virðast kunna vel að meta blúsinn, ef marka má viðtökumar, enda B.B. og félagar í bana- stuði eins og jafnan. B.B. King hefur ver- ið kallaður kon- ungur blúsins og á téðri tón- leikaskífu má glöggt heyra hvers vegna. ■300 tón-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.