Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 24

Morgunblaðið - 26.05.1991, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1991 24 C Ottó J. Gunnlaugs- son - Minning Fæddur 24. júní 1922 Dáinn 20. maí 1991 Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þijóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo rikt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Þegar ég hugsa til baka og minn- ist frænda míns Ottós Gunnlaugs- sonar koma fyrst upp í huga mér orð sem tengjast myndlist, tónlist og heimsmenningu, og þar næst heilsurækt, dulrænum málefnum, sælgætisgerð, dýrum og börnum. Ef lýsa á Ottó í einni setningu þá var hann rómantískur listamaður af „gamla skólanum“. Hann var „kúnstner" sem ekki hafði við- skiptavit eða áhuga á þeirri sölu- mennsku sem þarf að iðka til að koma list á framfæri í þjóðfélagi okkar. Ottó gaf myndirnar sínar, eða gleymdi að verðleggja þær þeg- ar hann hélt sýningar. Sum skáld yrkja fyrir fjöldann, önnur yrkja sér til ánægju og fyrir vini sína og lífið. Ottó tilheyrði síðari hópnum, þó vissulega héldi hann sýningar sem vöktu athygli. Ottó frændi minn var hlédrægur maður, en þó félagslyndur, léttur og hress þegar við átti. Hann talaði mikið um sjálfan sig og sín sköpun- arverk, en einungis í vinahópi. Hon- um var illa við að trana sér fram á öðrum vettvangi. Ég kynntist Ottó á Lynghaga 28, hornhúsinu við Ægisíðuna í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem hann bjó lungann úr ævi sinni, frá 1954 til 1990. I einu horni stofunnar voru málaratrönur og þar sat hann oft og málaði, ýmist olíumálverk eða pastelmyndir. Mer er minnisstæð lyktin af málningu og terpentínu og skrautlegt málningarbrettið sem hann notaði til að blanda litina. Á veggjunum voru myndir eftir hann og eftirprentanir eftir meistarana, Renoir, Lautrec, eða ,,Túlla trekk“, Constable og fleiri. Ég sat oft hjá Ottó og hann sagði sögur af málur- um eða söngvurum, því hann var söngelskur og sjálfur góður tenór og si'ðar barýtón. Oft tók hann ar- íur, a la „Ó sóle míó“ svo glumdi í íbúðinni og langt út á götu. Um helgar komu vinir Ottós í heimsókn og var þá mikið rætt um tónlist og plötur settar á fóninn. Mér eru helst minnisstæðir þeir Bjami Stefánsson smiður í Þjóðleikhúsinu og Halldór Halldórsson glergerðarmaður, eða „Hallórann C. Halldórann". Bjarni hafði þann kæk að segja: „Tja, sko, tja, sko, sko“ og var sérlega gaman að heyra Ottó herma eftir honum. Einn vinur Ottós enn var Maríus Blomsterberg kjötiðnaðarmaður, Blommi er einnig tónlistarunnandi, en eftir honum hef ég þau fleygu orð, í frásögn Ottós, með viðkomu hjá Bjarna: „Tja, sko Blommi, sko Blommi, segir um íslendinga: Þeir eru nokkrir saman á söngæfingu og stjórnandinn segir, jæja allir samtaka nú, einn og einn í einu.“ Ottó var stríðinn og hafði gaman af því að draga upp skoplegar myndir af lífinu og tilverunni. Hann horfði oft á ísland og íslendinga með augun þess sem hefur dvalist erlendis. „Landinn, hann kann ekki mannasiði," var setning sem oft heyrðist þegar honum mislíkaði eitthvað í umferðinni. Ottó lærði sælgætisgerð í Kaupmannahöfn og var við myndlistarnám í Kensington School of Art í London, líkast til veturinn 1952-53. Hann fór einnig til Parísar og skoðaði söfn þeirrar borgar. Samt sem áður var hann íhaldssamur sem kannski sést best á því að hann yfirgaf aldrei móður sína og bernskuheimili. Mér er minnisstætt þegar Ottó sagði að sér hefði verið boðinn styrkur til að halda áfram námi í London en hann afþakkað. „Ég var með heimþrá. Ég man alltaf hvað mér leið vel þegar bíllinn keyrði eftir Hring- brautinni og ég var að koma heim til mömmu.“ Ottó var tilfinningamaður. Hann var barngóður og oft sögðum við frændfólk hans að það væri synd að hann skyldi ekki -eiga börn. í staðinn tók hann öllum yngri með- limum fjölskyldunnar sem sínum eigin börnum. Hann var einnig dýravinur og oft kom það fyrir að fuglar, kettir eða hundar leituðu á náðir hans. Ottó gaf okkur sem bjuggum á Lynghaga margar gjafir. Hann gaf okkur innsýn í myndlist, tónlist og erlend menningarsamfélög, sér- staklega Englands, Ítalíu og Frakk- lands. En það sem kannski var mikilvægast fyrir okkur, var smit- andi áhugi hans á heilsurækt og hollu mataræði. Á þessu sviði var Ottó í hlutverki predikara. „Þú átt að sofa við opinn glugga. Það er gott að borða hrátt grænmeti. Laukur er hollur. Krúska er gott fyrir hægðirnar. Sykur og hvítt hveiti eru óholl. Sjóböð eni holl. Það er gott að ganga úti.“ Enda var það svo að Ottó synti oft í köld- — um sjónum við Ægisíðuna og göngugarpur var hann mikill. Það kom þvi mörgum á óvart að hann skyldi verða bráðkvaddur, aðeins tæpra 69 ára gamall. Lífshlaup hans styður hins vegar þá kenningu sem segir að líkamsrækt lengi ekki lífið, heldur auki gæði þess. Það er alla vegna víst með Ottó að honum varð ekki misdægurt og aldrei hafði hann legið á spítala fyrr en daginn er hann var fluttur þangað örendur. Þó Ottó væri rómantískur kúnstner og stundum barnalegur, ekki síst þegar peningar voru ann- ars vegar, var hann skarpur og oft gagnrýninn á mannlegt eðli. Hann var einlægur maður og vildi um- gangast þá sem voru sannir í sinni iðn. Ég man að stundum voru hon- um send boðskort á sýningar. „Ætl- ar þú ekki að fara á sýninguna?" spurði ég. „Nei, aldeilis ekki hnuss- aði í Ottó. „Afhveiju ekki?“ spurði ég. „Þetta er fúskari," svaraði hann. Og fleiri voru þau orð ekki, því hann talaði ekki illa um nokkurn mann. Ottó var sæll með hlutskipti sitt. Hann sagði mér að oft þegar hann gengi með Ægisíðunni kæmi yfir sig sælutilfinning og að sér liði undursamlega vel. Hann var trúað- ur og hafði sérstakan áhuga á dul- rænum málefnum, en taldi sig ekki hafa hæfileika á því sviði. Að sumu leyti var hann sérvitur og einrænn, en gerði aldrei á hlut annarra. Hann var stálheiðarlegur eins og allt hans fólk, hlýr og trygglyndur. Það voru litir og tónar í kringum Ottó Gunn- laugsson. í mínum huga var hann gefandi og spennandi maður. Hafi hann þökk fyrir.allt. Gunnlaugur Guðmundsson í hinni ágætu bók Elínar Pálma- dóttur um frönsku íslandssjómenn- ina segir frá því að árið 1922 setti Alþingi lög, sem bönnuðu erlendum skipum að athafna sig inni á fjörð- um, en það hafði í för með sér að frönsku skúturnar gátu ekki fært fiskinn yfir í flutningaskip í maímánuði þegar best verð fékkst fyrir hann. Það útilokaði að þær gætu fyllt sig tvisvar á einni vertíð. Þessi lög voru afdrifarík. Þau mörk- uðu upphafið að endalokum frönsku skútualdarinnar við íslandsstrend- ur. Þetta sama ár fæddist í Dalhús- um í Skeggjastaðahreppi Ottó Jó- hannes Gunnlaugsson, sonur hjón- anna Oktavíu Johannesdóttur og Gunnlftugs A. Jonssonar, bónda þar og hreppsfejóra. Var Ottó næst- yngstur fimm barna þeirra hjóna sem á legg komust. Elst var Guðrún Friðjóna f. 14. febrúar 1913, þá Jón læknir f. 8. maí 1914, því næst Karl klæðskeri f. 17. desember 1915 og yngst Þorhalla f. 17. nóv- ember 1928. Vorið 1924 fluttist fjölskyldan til Hafnar í Bakkafirði þar sem Gunn- laugúr vat’ ráðinn tii að veita for- stöðu verslun Jakobs Gunnlaugs- sonar og co. Bernskuár Ottós voru því á Bakkafirði, við áhyggjulausan leik í fjörunni, þaðan sem oft gat að líta franskar skútur þó tími þeirra við íslandsstrendur væri nú senn á enda. Hreifst hann af hinum rennilegu frönsku „gólettum" sem með ábúðarmiklum seglbúnaði sínum voru svo einkennandi fyrir fiskveiðar Frakkanna. Ottó tók ungur að fást við myndlist og eru augljós áhrif bernskuáranna í myndlist hans. Ekkert myndaefni var honum eins hugleikið og skút- urnar, jafnvel svo að ýmsum fannst jaðra við þráhyggju. Vafalaust má í hinum fjölmörgu skútumyndum hans greina söknuð og hughrif frá æskuárunum í fjörunni á Bakka- firði. Gunnlaugur, faðir Ottós, var eini maðurinn á staðnum sem gat, „fleytt sér“ við Fransmennina, sem oft komu til Hafnar til að versla. Hafði hann lært dálítið í frönsku á Vopnafirði en var annars óskóla- genginn með öllu þó þessu sæjust engin merki í embættisfærslum hans. Um Gunnlaug sagði Helgi læknir Ingvarsson á Vífilsstöðum, að hann væri einhver gáfaðasti maður sem hann hafði þekkt og vitnaði oft til þess að hann hefði getað lært, hvað sem hann hefði viljað, ef aðstæður hefði leyft. Hann var listaskrifari, eins og dagbækur hans bera vitni um, og þýddi í tóm- stundum skáldsögur úr dönsku. Færsla hans í dagbókina fæðingar- dag Ottós 24. júní 1922 er þannig: „Utan gola fremur köld, sólskin af og til. Konan mín lagðist í jóðsótt kl. 1 í nótt og hafði hana fram að miðnætti. Þá fæddist stór og efni- legur drengur. Gestir: Þórunn á Þorvaldsstöðum, Ingibjörg á Nyjabæ og Þórhallur læknir. Hann kom ekki fyrr en nokkru eftir að fjölgaði. Þau verða öll hjer í nótt.“ Þórhallur Iæknir, sem þama er nefndur, var móðurbróðir Ottós. Hann var héraðslæknir í Þistils- fjarðarhéraði, að allra dómi sérlega vel gerður og greindur maður. Hann lést úr berklum á föstudaginn langa 1924, aðeins 36 ára gamall. „Við fráfall Þórhalls höfum við hjónin og böm okkar sjeð á bak okkar langbesta vini og velgjörðarmanni og munum aldrei eignast slíkan, og syrgjum við hann sárt, en þó með skynsemd í fastri von um sæla sam- fundi hinum megin grafar,“ skrifar Gunnlaugur í dagbók sína á páska- dag 1924 er hann hafði fengið símskeyti, sem hafði að geyma „þá sáru sorgarfregn" um andlát mágs hans. Minningu hans heiðruðu þau Oktavía og Gunnlaugur með að skíra Þórhöllu, yngstu dóttur sína, í höfuð honum. Vorið 1932 fluttist fjölskyldan til Akureyrar og þá dró ský fyrir sólu. Gunnlaugur var þá orðinn veikur og andaðist vorið eftir, 56 ára gam- all og eftir stóð ekkjan með fimm börn í miðri kreppunni. Erfíður tími fór í hönd. Þtjú eldri systkinin fóru öll að vinna fyrir heimilinu en stund- um var enga vinnu að fá, en fjöl- skyldan komst þó í gegnum þreng- ingarnar. Ottó gekk í barna- og unglingaskóla á Akureyri, en flutt- ist til Reykjavíkur árið 1942 ásamt móður sinni og systkinum. Þar starfaði hann ýmist við verslunar- eða verkamannastörf en lengst við sælgætisgerð. Ottó kvæntist aldrei og lifði ekki margbrotnu lífi. En hann hafði auga fyrir hinu listræna í tilverunni, var mikill tónlistarunnandi og mörgum tómstundum varði hann við mynd- listariðkun og hélt nokkrar mál- verkasýningar. Þar hafði hann ekki langt nám að baki, var þó einn vetur við myndlistamám í London. Hann bjó lengst af á fullorðinsárum með móður sinni, bróður og systur á Lynghaga 28 þaðan sem stutt var í fjörðum við Ægissíðu. Sumar bestu myndir hans eru einmitt mál- aðar við sjávarsíðuna. Fjaran hafði alltaf aðdráttarafl fyrir hann og þar komst hann auðveldlega í stemmn- ingu, Mér er sérstaklega minnis- stæð skemmtileg mynd er hann málaði í fjörunni á Eyrarbakka og önnur frá Ægissíðu. Ottó var reglumaður og lagði mikla stund á heilbrigt líferni. Frá bernskuárum mínum koma í hug- ann heimsóknir á Lynghaga þar sem Ottó kpm okkur systkinunum oft á óvart með skrýtnu hátterni, ejps og að þorða kál og lauk þegar aðrir neyttu kjöts. Síðan átti hann það til að standa á höfði við opnftr svaladyrnar og synda í sjónum við Ægissíðu á góðviðrisdögum, Þó Ottó væri ekki meðal þekktari barg- ara þessa lands, enda alltaf heldur t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, FJÓLU ÁGÚSTU ÁGÚSTSDÓTTUR, Langholtsvegi 114, fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 28. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurður Runólfsson, Vilhjálmur R. Sigurðsson, Vilborg Sigurðardóttir, Björn Sigurðsson, J.ón Sigurðsson, Ásta María Þorkelsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Guðmundur Óskarsson, Erna Sigurðardóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GfSLI BENJAMÍNSSON múrari, Logafold 26, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 27. maí kl. 13.30. Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir, Eðvald Einar Gíslason, Sigrún Jóhannsdóttjr, Andrea Ingibjörg Gísladóttir,Ólafur Jóhannesson, Lára Margrét Gísiadóttir, Halldór Guðmundsson, Dagný Ólafía Gisladóttir, Ragnar Tómasson, Helga Jenný Gisladóttir, Sigurgeir Sigurjónsson og barnabörn. hlédrægur, þá munu margir Reyk- víkingar minnast þess að hafa séð hann á göngu því fáir hafa gengið jafn mikið um götur Reykjavíkur- borgar og hann. Ég ímynda mér að hann hafí sjaldan gengið minna en 10 kílómetra á dag. Það var dæmigert að daginn áður en hann lést hafði hann gengið úr Garðabæ og inn á Háleitisbraut þar sem hann bjó hjá Berki bróðursyni sínum síðustu mánuði. NÚ þegar Ottó er allur minnumst við frændsystkini hans velvildar og vináttu í gegnum árin, og látum í ljós vonina honum til handa um „sæla samfundi" við ástvini sína, eins og faðir hans forðum. Slík von rúmast vissulega innan kristinnar trúar. Gunnlaugur A. Jónsson „Mikið eru fallegir litir í náttúr- unni og óskaplega er veðrið gott. Eg held ég fái mér annan göngu- túr.“ Með þessum orðum kvaddi Ottó Jóhannes Gunnlaugsson þenn- an heim 20. maí, bjartasta dag sum- arsins. Kynni okkar Ottós hófust þegar bróðursonur hans og æskuvinur minn bauð mér heim í fyrsta skipti, gagngert til að hitta þennan frænda sinn sem tæki sjö ára gutta eins og okkur upp með annarri og lyfti fyrirhafnarlaust upp undir tjáfur. Eftir nokkrar fortölur fékkst Ottó til að lyfta mér, og þetta var alveg rétt, maður nam við loft, en í niður- leiðinni fóru allar tölur úr axlabönd- um mínum - og það varð til þess að Ottó opinberaði leyndardóminn. Hann opnaðqstofuna, - betri stof- una á Lynghaga 28 - fyrir mér stráknum og sýndi mér málverk og allar græjur sem þurfti til listmálun- ar, og útskýrði fyrir mér, hvað þurfti til að gera málverk tækni- lega, og ekki skemmdi það að list- málarinn var líka sælgætisgerðar- maður og dældi í mig ómælt af bijóstsykri. Þetta þóttu mér og þyk- ir enn góð skipti fyrir fáeinar tölur, því uppfrá þessari stundu varð ég heimagangur á Lynghaga 28 og eignaðist hlutdeild í heimi listmálar- ans. Sá heimur samanstóð af listum og aftur listum. Málaralistin var þar í öndvegi og mikið um hana spjallað, meðan ítalskir hetjutenór- ar sungu óperuaríur af plötum, og voru hækkaðir uppúr öllu valdi þeg- ar komu há C að maður tali nú ekki um D. Saman við þetta bland- aðist hrifnæmi af fallegum skáld- skap í bundnu og óbundnu máli: Þetta var þroskandi umhverfí og rétti manni upp í hendurnar sýnis- hom af heimsmenningunni fram- borinni á einkar skemmtilegan hátt, því listmálarinn var húmoristi og ekki spillti fyrir þegar hitti á þá óskastund að þeir félagar Bjami, Halldór og Blommi „diskútemðu" hvaða tenór færi best með þessa eða hina aríuna, eða veltu fyrir sér impressíonistum í franskri málara- sögu. Snemma lærði maður það að Renoir var uppáhald Ottós númer eitt, síðan Tumer, Manet og fleiri, og oft heyrði maður hann segja þegar tunglið speglaðist í Sketja- firðinum, eða ljós og skuggar léku sér á þiljum grásleppuskúranna við Ægisíðuna: „Þeir hefðu náð þessu, þeir frönsku." Ottó náði mörgu í málverkinu mjög vel sjálfur og var heiðarlegur í sinni listsköpun. Hann stældi eng- an og hafði sinn persónulega stfl, Ottó sýndi málverkin sín nokkmm sinnum. í Bogasalnum í Þjóðminja- safninu hafði hann fallega sýningu sem meistari Kjarval skrifaði um í Morgunblaðinu. Þar fór hann lof- samlegum orðum um listmálarann og hvatti hann til að halda áfram'. Oft var þessi blaðagrein meistarans þrifin fram og sagt: „Já skOj hann bara meistarinn sjálfur." Þo Ottó gæti aldrei verðlagt málverkin sín og ætti erfitt með að koma sjálfum sér á framfæri, eigum við sem höf- um list hans fyrir augunum ómetan- legan minnisvarða um heiðarlegan og góðan mann, sem leyfði öðrum að njóta með sér þess sem honum þótti fallegast í jífinu, Megi fegurð náUúrunnar og fallegt veður verða til að heiðra minningu hans. Guð blessi hann. Karl Kristensen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.