Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.1991, Blaðsíða 28
28 jC ..MQRGyNBlABJÐ ?6.,MAÍ ,1,901 /y Mán 3e.tiar ty&GU /ZOO krónunum, sem Skatturínn. enaUirg r&dcl 'i mer^ L ZS bús.kc ká,pu. Við förum hingað um hverja helgi, til að hvíla okkur frá stöðugum klið borgar-ómenn- ingarinnar! Ertu með símann í búðinni sem þú keyptir brauðrist- ina...? Á FÖRNUM VEGI Safnarafjölskyldan á Efri-Mýrum heimsótt: Saga á bak við hvern hlut Blönduósi. ÞAÐ ER EKKI óalgengt að fólk safni að sér allskonar hlutum á lifsleiðinni bæði meðvitað og ómeðvitað. Nokkrir kalla þetta drasl en í sumra augum eru þessir hlptir ómetanlegir og þess verðugir að varðveitast. A bænum Efri-Mýrum í Engihl- íðarhreppi í Austur-Húnavatns- sýslu býr einmitt fjölskylda sem hefur þessa lífssýn. Þar búa hjónin Halla Jökulsdóttir og Gísli Grímsson ásamt börnum sínum þrem og stunda hænsna- búskap og aðal tómstundaiðja þeirra allra að heimilisföðurn- um undanskildum er söfnun ýmiskonar. Halla Jökulsdóttir, húsmóðirin á bænum, er upphafsmaðurinn að þessum söfnunaráhuga innan fjölskyldunnar og safnar hún ein- göngu bollum og merktum vínglös- um og ölkönnum. Safn hennar tel- ur nú um 130 bolla og 160 glös og krúsir. Þrettán ára dóttir henn- ar Árný safnar barmmerkjum og nælum og hefur hún safnað á stutt- um tíma um 110 merkjum. Sonur- inn á bænum Jökull Snær tólf ára safnar að sér merktum lyklakipp- um og pennum og er safn hans orðið rúmlega 200 pennar og 160 lyklakippur. Elsta dóttirin sem enn er heima Rannveig Lena 16 ára gömul hefur safnað um nokkurt skeið merktum einnota kveikjurum og tómum áfengisflöskum og á nú um 100 vínflöskur og 60 kveikjara. Þó svo að heimilisfaðirinn Gsli Grímsson bæri af sér í upphafi alla söfnunaráráttu kom í ljós að hann ásamt eiginkonu sinni hefur í gegnum tíðina safnað að sér rúm- Þessu myndarlega lyklakippu- safni hefur Jökull Snær komið sér upp og í því eru um 160 mis- munandi kippur. lega 1.500 bókum mest allt íslensk ritsmíð, og er nú svo komið að allt geymslurými er sprungið og mikið af bókunum er geymt í köss- um. Halla Jökulsdóttir sagði að skip- uleg söfnun hjá sér hefði byijað fyrir þremur árum. Pyrst voru þetta bara nokkur glös á hillu inn í stofu en sðan fór hillunum að „ijölga“ og í dag eru bollar hennar og glös geymd í smekklegum sér- smíðuðum glerskápum sem eru tryggilega veggfastir. Það lá beint við að spyija Höllu hvort hún stundaði ekki barina nokkuð stíft til að komast yfir sem flest vínglös. Halla sagði það ekki Árný safnar barmmerkjum og nælum og á um 110 slík þrátt fyrir að stutt sé síðan hún hóf söfnunina. Jökull Snær safnar einnig penn- um og hér má sjá hluta þeirra en alls á hann rúmlega 200 penna. HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar Síðastliðinn sunnudag segir í blaðinu frá litlum dreng í Vest- mannaeyjum, sem var á reiðhjóli og lenti í bílslysi. í fyrstu var talið að meiðsl hans hlytu að vera alvar- leg þar sem drengurinn skall fyrst á bílnum, kastaðist síðan yfir hann og hentist í götuna. En hér fór betur en á horfðist og því er þakk- að að snáðinn var með hjálm á höfðinu. Höggið á hjálminn var svo mikið að hann sprakk í sundur, þannig að auðvelt er að geta sér til um hvernig faríð hefði, ef óvarið höfuð drengsins hefði orðið fyrir slíku höggi. xxx Frétt þessi vakti þegar athygli Víkveija og svo hefur orðið um fleiri. Staðfesting á því barst m.a. frá Umferðarráði, þar sem sí- malínur þar voru rauðglóandi sl. þriðjudag. Spurst var fyrir um þessa hjálma og hvar þeir fengjust. Fylgdu gjarnan frásagnir þar sem fyrirspyijendur röktu raunir sínar í sambandi við reiðhjólaslys. Upplýst skal að mjög auðvelt er að nálgast hjálmana þar sem þeir fást m.a. á flestum bensínstöðvum. Fulltrúi Umferðarráðs lagði áherslu á í samtali við Víkveija að hjálmarnir kæmu ekki aðeins að notum þegar um umferðarslys væri að ræða, ótrúlega mörg slys yrðu þegar börn féllu af hjólum eða lentu í öðrum óhöppum. Á hveiju ári skipta þau hundruðum börnin, sem gera þarf að meiðslum vegna slysa á reiðhjólum. Slysið í Vestmanna- eyjum staðfestir hvílík öryggistæki hjálmarnir eru. Það kom einnig fram í fréttinni að drengurinn var um tíma tregur til að nota hjálminn vegna þess hve fáir krakkar voru með slíka hjálma en móðir hans var mjög stíf á að hann væri alltaf með hann. Von- andi verður foreldrum auðveldara að fá börn sín. í hóp hjálmbera, þegar hægt er að benda þeim á hveiju Vestmannaeyjapeyinn á líf sitt að launa. xxx Umferðarráð hefur gefið út marga bæklinga um nauðsyn þess að börn noti öryggishjálma, en áður hefur fólk þar ekki orðið vart við jafn sterk viðbrögð og nú við þessari frétt. Fjölmiðlum hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að skýra of nákvæmlega frá slys- um. Áuðvitað getur verið um svo viðkvæm mál að ræða, ef slysin eru alvarleg, að fara verði með sér- stakri gát, en hitt er jafnvíst að frásögn af slysi — hlut sem orðinn er — getur forðað öðrum frá sömu hörmungum. Alltaf fer ekki jafnvel og að þessu sinni — og gott að hugleiða hveiju það er að þakka. Víkveiji vill að lokum gera orð móðurinnar í Vestmannaeyjum að sínum: „Ég vil beina þeim orðum til allra foreldra að þau hugi að öryggi barna sinna og láti þau nota slíka hjálma þegar þau eru úti að leika sér á hjólum, hjólabrettum, hjóla- skautum eða öðrum slíkum leik- tækjum. Það getur skipt sköpum fyrir líf þeirra og heilsu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.