Morgunblaðið - 26.05.1991, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.05.1991, Qupperneq 29
9c Í&9 1 Halla við sérsmíðaðan skáp þar sem hún geymir um 160 glös og krúsir og eru sumir munirnir langt að komnir. vera vandamál hjá sér en þó kæmi það fyrir að hún bæði um glas án innihalds og á einum barnum fékk hún ellefu vínglös hjá veitinga- manninum þegar hann vissi um þetta áhugamál hennar. Sem dæmi um hversu mikið Halla hefur haft fyrir því að kom- ast yfir glös þá heimsóttu þau hjón- in á ferð sinni um Puerto Rico höfuðstöðvar Baccardi-verksmiðj- anna og fengu þar glös sem Halla telur vera þau einu sinnar tegund- ar hér á landi. Ennfremur sagði Halla að hún ætti vínglas sem ættað væri frá borginni Dubai við Persaflóa, landi múslima þar sem áfengisneysla væri bönnuð. „Það er saga á bak við hvern einasta bolla og glas en mismikil og sumir hlutimir hafa mikinn „karakter" og tæki ég þá með mér í gröfína heldur en að láta öðrum þá eftir“ voru orð Höllu Jökulsdótt- ur um munina sína. Þó svo að í hillum Höllu kenni margra glasa þá á hún ekki glas merkt uppá- halds viskíinu sínu sem er Chivas Regal og segist hún hafa leitað töluvert eftir því. Það komi fram í samtali við fjöl- skyldumeðlimina á Efri-Mýrum að Kolaportið væri kjörinn vettvangur til að kaupa eða skipta á hlutum og eins er það, eins og kom fram hjá Árnýju yngstu dótturinni á bænum, að vinir þeirra og ættingj- ar væru farnir að þekkja áhuga- mál þeirra og héldu til haga þeim hlutum sem þau söfnuðu. Halla sem er í samtökum safnara ætlar að mæta í Kolaportið á sunnudag- inn (í dag) skipta á hlutum og ræða sín hugðarefni við fólk með sömu áhugamál. En þennan dag hafa íslenskir safnarar helgað áhugamáli sínu og ætla að hittast í Kolaportinu. Jón Sig. Góður sjón- varpsþáttur Eg vil þakka sjónvarpinu og Valgeiri Guðjónssyni fyrir þáttinn „Hljómgeislinn titrar“ sem fluttur var í sjónvarpinu 3. mars síðastliðinn til stuðnings Samtök- um um byggingu tónleikahúss. Að hlusta á fallega tónlist (en það fer eftir smekk hvers og eins hvað er fallegt) er eins og að vera í æðri heimi. Þær stundir eru eins og dýrmætar perlur sem hægt er að kalla fram í hugann aftur og aftur þegar manni hentar og þann fjársjóð getur enginn frá okkur tekið. Það voru bláfátækir tónlistar- menn sem tókst á sínum tíma, fyrir nærri hálfri öld, að koma upp Sinfóníuhljómsveit íslands með því að standa saman af áhuga og gefa alla vinnu sína við fyrstu tón- leikana. Þá varð hægt að hlusta á lifandi flutning á klassískri tónlist sér til ánægju og þroska. Það var ómetanleg gjöf sem þessir frum- heijar gáfu okkur. En nú árið 1991 er ekki til tón- leikahús á íslandi og það er ótrú- legt. Nú skulum við öll taka sam- an höndum og leggja okkar af mörkum svo húsið geti risið. Fyrir- tæki, ríki og borg ættu að leggja sitt af mörkum svo ekki sé minnst á velviljaðar konur og menn sem aflögufær eru. Við skulum hafa að leiðarljósi þá fegurð sem í tónlistinni býr. Helga Kettlingar Kettlingarnir á myndinni óska eftir að komast á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 26538. Fílabeinsturninn ísland Umræðan um stöðu okkar ís- lendinga í umheiminum hefur lengst af einkennst mjög af ótta við erlend áhrif. Á þetta ekki síst við um þegar rætt er um íslenska menningu. Þessi umræða hefur oft- ast verið borin uppi af þeim aðilum, sem hafa alið á óttanum eða a.m.k. hafa þær raddir verið háværastar og mótað umræðuna. Oft hefur hún þó verið mótsagnakennd því annars vegar hafa menn viðurkennt, að á þeim tímaskeiðum, sem íslensk menning hefur blómstrað mest hafi samskipti landsmanna við erlenda menningarstrauma verið hvað mest en hins vegar eigi menn að gjalda varhuga við ásókn erlendra menn- ingarstrauma nú á tímum, sem séu hættulegir íslenskri menningu, eða beinlínis menningarfjandsamlegir. Þessi hræðsluáróður færist svo gjarnan yfir á öll svið samskipta Islendinga við erlendar þjóðir og tekur þá oft á sig hinar furðuleg- ustu myndir. Maður hlýtur því að staldra við þegar rætt er um þessi mál af for- dómaieysi og fullri hreinskilni. Hér er vísað til viðtals, sem birtist í menningar- og listablaði Morgun- blaðsins laugardaginn 18. þ.m., undir yfirskriftinni „Opnum dyr Fílabeinsturnsins!" og er viðmæl- andinn Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld. Hér talar einn af fremstu listamönnum þjóðarinnar af slíkri hreinskilni og skarpskyggni um hin viðkvæmustu mál, sem snerta ekki aðeins listamennina heldur alla ÞAKKIR etta er þakkarávarp til Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra og fjölskyldu hans. Þessari góðu fjöl- skyldu vildi ég þakka dvöl okkar sex kvenna sem vorum í Frum- skógum 5 frá 11. maí til 21. maí og verður dvölin þar okkur öllum ógleymanleg. Fyrir þetta og alla vinsemd við Mæðrastyrksnefnd vil ég þakka fyrir hennar hönd. Jóhanna Stefánsdóttir, varaformaður Mæðrastyrks- nefndar. þjóðina, að hlýtur að vekja menn til umhugsunar um á hvaða vegi við erum stödd í þessari umræðu. Þessar línur eru skrifaðar til að vekja athygli á þessu einstæða við- tali, sem verður að teljast eitt hið markverðasta innlegg inn í þessa umræðu og hvetja menn til að lesa það gaumgæfilega. Davíð Ólafsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru Abendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki vcrða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Við skulum íjalla um velgengni: ALÞJÓÐLEG STOFNUN UM FERÐAMÁL OG STJÓRNUN Austurriki ★ Krems ★ Semmering Fuví, - frægasta alþjóða stofnun í Evrópu TTM, - fagmennska i þjólfun - fyrirlesarar sem gegna æðstu stöðum innan austurrískrar ferðoþjónustu EIM, - opinberlega viðurkennd af austurrískua menntamólaróðuneytinu mw, - bestu möguleikar ó framhaldsmenntun í USA tTTvt, - nemendur og gistiprófessorar fró meira en 20 löndum Komið og tengist i - Fjárfesting þín leiðir til frekari ávinnings fyrir þig. Nánari upplýsingar: , Piaristengasse 1, A-3500 Krems - Sími 43/2732/84633. Nafn:......................... Staða:......................... Fyrirtæki:.................................................... Heimilisfang:................................................. Borg:......................... Land:.......................... TIL SÖLU Á MIÐJARÐARHAFI Jeanneau, Sun-Dream 29,6“ 9m. 3ja ára seglskúta, skráð á íslandi. Er á Mall- orka. Tvær káetur og borðstofa. Mjög vel tækjum búin. Til sölu 50% eða 2x25% eignarhlutur. Upplýsingar í símum 91-611406 og 91-41197. FÁNASTENGUR SNARI Starrahólum 8-111 Reykjavík - sími 72502 - Fax 72850 Upplýsingar alla daga frá kl. 9-22. Verð á SISIARA FÁNASTÖNGUM með jarðfestingum, línu og hún. 6 metra fánastöng kr. 25.870,- m/vsk. 8 metra fánastöng kr. 31.270,- m/vsk. 10 metra fánastöng kr. 43.600,- m/vsk. GREIÐSLUSKILMÁLAR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.