Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 31

Morgunblaðið - 26.05.1991, Page 31
,GUR 26. MAÍ 1991 ntnAjni'rjoí'icw £JÍJ Boðhlaupssveit Umf. Hrunamanna. Þrjár systur frá Galtafelli, Margrét, Áslaug og Herdís Árna- dætur og Arndís Sigurðardóttir frá Birtingaholti (önnur frá hægri). Bræðumir frá Miðfelli í Hrunamannahreppi, vask- ir íþróttamenn. Frá vinstri: Emil, Karl, Magnús, Sigurður og Skúli Gunnlaugssynir. Frá vikivakasýningu íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Á myndinni sést hversu fjölmennt hefur verið á þessu 40 ára afmælismóti Héraðssambandsins Skarphéðins. SÍMTALIÐ... ER VIÐ JÓHÖNNU ODDGEIRSDÓTTUR íMÓTTÖKU TANNLÆKNADEILDAR HÁSKÓLANS Mikil ásókn íókeypis tannlæknaþiónustu 694850 Tannlæknadeild Háskólans, góðan dag. — Góðan daginn, ég heiti Brynja Tomer og er blaðamaður á Morgunblaðinu. Mig langaði að vita hvort ókeypis tannlækningar væru enn í boði á vegum tann- læknadeildarinnar. Það eru teknar niður pantanir fyrir næsta haust, en deildin starfar jafnlengi og skólaárið, það er að segja frá hausti fram á vor. Þessi þjónusta er ekki ókeyp- is heldur greiða sjúklingar yfir- leitt 10% af gjaldskrá Tannlækn- afélags íslands og að auki greiða þeir efniskostnað. — Það munar nú samt heldur betur um að borga aðeins 10%. Er annars ekki mikil ásókn í að komast til ykkar? Jú, ásóknin er mjög mikil og á hveiju skólaári eru um 500 manns sem óska eftir að komast í meðferð á tannlæknadeildinni. — Og komast allir að? Öllum er boðið að koma í skoð- un og þá er viðkomandi gerð grein fyrir tannheilsu sinni en jafnframt gert ljóst að líkur á að komast í meðferð hér á deildinni fari eftir umfangi viðgerða. Skoð- unargjaldið er um 800 krónur og auk skoðunar er tekið svokallað orthopan, sem er mynd af öllum tönnum. — Hversu margir komast í tannlæknismeð- ferð eftir skoðun? Það má gera ráð fyrir að 150-200 manns komist í einhveija meðferð á ári, en verkefnin eru val- in með tilliti til þess sem. hentar hverjum nemanda. Oft fá sjúkl- ingar aðeins hluta þeirrar með- ferðar hér sem þeir þurfa, en verða síðan að leita annað eftir áframhaldandi meðferð. — Hvenær byija nemendur að vinna með sjúklinga í tannlækna- stól? Á síðari önn þriðja árs. í tann- læknadeiid eru fjöldatakmarkanir og aðeins efstu sjö nemendur á fyrsta prófi halda áfram. Með starfinu á tannlæknastofu er nemendum gert kleift að kynnast öllum helstu greinum tannlæknis- fræðinnar, en þeir stunda verk- lega námið samhliða hinu bóklega þar til þeir ljúka námi eftir alls sex ár. — Það gæti orðið dýrkeypt ef óþjálfaður nemi færi vitlaust að í tannviðgerð. Hvernig er eítirlitið með því sem þeir gera? Sérfræðingar í hverri grein fylgjast nákvæmlega með allri vinnu sem fer fram á deildinni, einmitt til að koma í veg fyrir dýrkeypt mistök. — I fréttum nýlega var sagt að tannlæknanemar væru dýrustu nemendur Háskólans. Hvað segir þú um það? Mér finnst sú Staðhæfing ekki raunhæf því sú mikla vinna, sem uiinin er hér af nemendum á lág- markstaxta, spar- ar þjóðfélaginu töluverðar upp- hæðir. — Að vísu, það er að segja þeim sem komast að hjá ykkur, en þakka þér kær- lega fyrir spjallið. Vertu blessuð. Bless og takk sömuleiðis. Jóhanna Oddgeirsdóttir Torfi Bryngeirsson. TORFI Bryngeirsson var einn af okkar bestu frjálsíþrótta- mönnum á árunum 1949 til 1951. Á þessu tímabili varð hann Norðurlandameistari í stangartökki, Evrópumeistari í sömu grein og árið 1951 vann hann stangarstökkið á Breskú heimsveldisleikunum. Hann komst við það á forsíðu tíma- ritsins World Sports og mun eini íslendingurinn sem slíkt hefur tekist. En hvar ætli Torfi ali manninn í dag? Torfi er nú forstjóri verktaka- fyrirtækisins Búa og hefur verið það síðan hann stofnaði fyrirtæk- ið fyrir einum tuttugu árum. Hann er að vísu að hugsa um að draga HVAR ERU ÞAU NÚ? TORFIBR YNGEIRSSON EgRÓPUMEISTARI í STANGARSTÖKKI1950 Stjómar verktaka- fynrtæki í keppni í stangarstökki hér á árum áður. SPORTS INIERNATIONAI SP0RIS MAGWINE Á forsíðu World Sports tímaritsins. aðeins úr þeirri starfsemi á næst- unni enda að komast á eftirlauna- aldurinn. Þegar Evrópuleikarnir í fijáls- um íþróttum voru haldnir í Bruss- el í Belgíu árið 1950 var Torfi 22ja ára gamall. Hann segir að hópurinn sem hann fór með utan hafi náð einstökum árangri á þessum leikum en meðal íslensku keppendanna voru Clausen-bræð- urnir og Gunnar Huseby sem varð Evrópumeistari í kúluvarpi. Sem dæmi um árangur íslendinganna á þessum leikum má nefna að þeir hlutu tvo Evrópumeistaratitla meðan hin Norðurlöndin til sam- ans jilutu þijá titla. „Ég tel að ekkert íslenskt fþróttalið hafi náð jafnglæsilegum árangri á alþjóðavettvangi og þarna fyrr eða síðar enda skart- aði hópurinn afburðamönnum á þessari tíð,“ segir Torfi. í máli hans kemur fram að mikill íþróttaáhugi hafi verið til staðar í fjölskyidu hans og olli það miklu um að hann fór að æfa keppnisíþróttir. Og börn hans hafa ekki farið varhluta af áhuga þessum. Torfi og kona hans, Jó- hanna heitin Pétursdóttir, eignuð- ust fjögur börn, þar á meðal Guð- mund Torfason sem hefur verið landsliðsmaður í fótbolta og kepp- ir nú með St. Mirren í Skotlandi. Torfi hefur ávallt fylgst með íþróttum af áhuga og hefur gam- an af því að fara á völlinn. Hann segist vera KR-ingur að uppruna en eftir að synir hans, Guðmundur og Bryngeir, fóru að keppa með Fram hallaðist hann fremur að því félagi í fótboltanum. Helsta áhugamál Torfa þessa dagana er sumarbústaður sem hann hefur komið sér upp í Kjó- sinni. Þar dvelur hann flestum frístundum sínum við ýmislegt dútl. Annað er að hann hefur stöð- ugt í gegnum árin fengið bréf frá útlöndum með beiðnum um eigin- handaráritanir og mynd af sér. „Þetta eru bréf frá söfnurum og grúskurum sem vilja fá myndir af mér úr keppni hér á árum áð- ur,“ segir Torfi. „í fyrra fékk ég þannig bréf frá Júgóslavíu þess efnis og árið þar áður tvö bréf frá Italíu svo dæmi séu tekin. En þessum bréfum hefur farið fækk- andi í gegnum árin og spurning hvort. eitthvað komi i ár.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.