Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 12
12 -MÓRGuSbLaðÍð : ÞílIÐJUE)AldíÍR; Tí. ató&l 1 ð91 • I 11.6. 1991 Nr. YAKORT Eftirlvst kort nr.: 4507 4500 0005 3774 4507 4500 0017 8092 4507 4300 0012 4759 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0003 6486 4543 3700 0005 1246 4548 9000 0031 6002 kort úr umferö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- i -'ibmrnm Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík Slmi 91-671700 Huglaus er sá sem hræðist minningar sínar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson í grein í breska tímaritinu Stand Magazine (vorhefti 1991) fjallar Peter Lewis m. a. um bækur nok- kurra rithöfunda sem voru eða eru enn í eins konar útlegð, sumir af illri nauðsyn, aðrir sjálfviljugir. El- ias Canetti, þýskumælandi höfund- ur af gyðingaættum fæddur í Búlg- aríu, flýði til Englands undan nas- istum. Írarnir James Joyce og Samuel Beckett settust að erlendis, lengst í París (Joyce bjó líka í Sviss og á Ítalíu). Lawrence Durrell, höf- undur Alexandría-kvartettsins (kom út á árunum 1957-60 og vakti mikla athygli), lést í fyrra 78 ára. Blomberq námskeið fyrir sjálfboðaliða í byrjun júlí er væntanlegur hópur flóttamanna hingað til lands. Fimmtudagana 13. og 20. júní verður haldið námskeið að Þingholtsstræti 3 frá kl. 20-23 fyrir þá sem áhuga hafa á að aðstoða Rauða kross íslands við að undirbúa móttöku flóttafólksins og styðja það eftir komuna. Fjallað verður um flóttafólk á íslandi, skipulag flóttamannamóttöku, rejmslu af sjálfboðaliða- starfi, ólík menningarsamfélög, starfið framundan og fleira. Skráning fer fram í dag og á morgun á skrifstofu Rauða kross íslands í síma 26722. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Raudarárstíg 18 — Reykjavík — sími: 91-26722 Durrell var írskur að uppruna, en fæddist á Indlandi og þar leið bernska hans. Durrell stundaði nám á Englandi og bjó um skeið í Lon- don þar sem hann vann fyrir sér sem píanóleikari og ljósmyndari. Hann heillaðist af Grikklandi og Grikkjum, dvaldist þar lengi og skrifaði bækur um land og þjóð. Hann var einnig í Egyptalandi. Rit- ferill hans hófst í París og dró í upphafi dám af Henry Miller. Utlegð er oftast sársaukafull. Hinu ber þó ekki að leyna að hún getur verkað þroskandi á rithöf- unda, dýpkað verk þeirra. Það kem- ur sér ekki alltaf illa að sjá föður- landið úr fjarlægð. Hið smálega verður þá ekki eins þjakandi. Eins og Peter Lewis bendir rétti- lega á hefur sköpunarkraftur Can- ettis helst fengið útrás í verkum sem ekki heyra beint undir skáld- skap. Það ber þó. að hafa í huga að skáldsaga Canettis Blindnin (1935) er meðal sígildra sagna þess- arar aldar, mikið verk og eftirminni- legt. Spakmæli Canettis sem hafa komið út í nokkrum bókum eru líka afburðagóð og hann hefur skrifað leikrit með nokkrum árangri. Lengi beindist athyglin helst að Canetti vegna Múgs og valds (1960) þar sem hann berst gegn valdinu í ýmsum myndum og gerir grein fyr- ir lífsskoðunum sínum. En ævisögur hans Tungan sem bjargaðist (1977) og Kyndillinn í eyranu (1980) þykja meðal merkari slíkra verka. Sex ár eru síðan þriðja bindi minninganna kom út á þýsku. Það er nýkomið í enskri þýðingu: The Play of the Eyes, útg. André Deutsch. Canetti er nú hálfníræður. Hann fékk Nóbelsverðlaun 1981. The Play of the Eyes er fram- hald hinna ævisagnanna, nær yfir tímabilið 1931-37. Það endar á dauða hinnar ráðríku móður Can- ettis, en hún er fyrirferðarmikil í hinum bindunum. Það sem einkennir minningar Canettis er ekki síst sá fjöldi frægð- arfólks sem kemur við sögu. Ekki er skortur á slfku fólki í nýja bind- inu. Þannig verða minningar Can- Elias Canetti, hálfníræður Nóbelshöfundur sem skrifar um menningarlífið í Vínarborg fyrir stríð. ettis eins konar menningarsaga Evrópu þar sem sviðið er Vínar- borg, París, Berlín, Frankfurt Zunch og margar fleiri borgir. í The Play of the Eyes lýsir Can- etti einkum lífi bókmennta- og lista- manna í Vín, en þá er farið að halla undan fæti hjá mörgum vegna yfirvofandi ógna. Meðal rithöfunda í bókinni eru Robert Musil og Her- mann Broch, Thomas Mann og James Joyce. Tónskáldið Alban Berg er þar áberandi og ýmsir í fjölskyldu Gustavs Mahlers, einkum ekkja hans Alma. í þessum minn- ingum kynnumst við enn á ný yfir- sýn Canettis, hvernig hann dregur upp sannfærandi myndir tíðarand- ans og hve nákvæmur hann er. í einu spakmæla sinna segir Ca- netti: „Huglaus, raunverulega huglaus, er sá sem hræðist minningar sínar.“ Kjarkur Canettis er fólginn í því að segja hiklaust frá erfiðum tfmum og láta ekki smækka sig með því að dæma of hart. Umburðarlyndi er dyggð hjá honum. En valdinu í ýmsum myndum hlífir hann ekki. Frá því segir í Kyndlinum í eyr- anu þegar Canetti hittir tilvonandi konu sina, Vezu, á 300. fyrirlestri gagnrýnandans og skáldspámanns- Hin háfleyga moldvarpa Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Einar Farestveit&co.hf. Borgartuni28 S 622901 og 622900 Hin háfleyga moldvarpa. (48 bls.) Forlagið 1991. Heiti ljóðabókarinnar felur í sér vekjandi þversögn, jafnvel trufl- andi. Lausi greinirinn stendur þétt- ur að baki lýsingarorðinu, upphaf- inn og upphefjandi. En kjarnaorðið, „moldvarpa", eitt það jarðbundn- asta sem hugsast getur. Sannarlega óvenjulegt bókarheiti. Þetta er fimmta ljóðabók Þórar- ins. Á undan eru komnar Kvæði, Disneyrímur, Erindi og Ydd. Sú fyrsta kom út 1974 og sú seinasta áratug síðar. Alllangri ljóðapásu er því lokið með Hinni háfleygu moldvörpu. Ekki er seilst langt til yrkisefna í þessari bók. Hversdagslegt um- hverfi er oft kveikja þankans. Ljóð- in líkjast stundum frumlegu við- bragði við ofuralgengum fyrirbrigð- um. Dæmi um slíkt eru Sviðsmynd, Snjór á laugardagsmorgni og Stytt upp. Síðastnefnda ljóðið hljóðar svo: Gatan er lakkrísborði sem bílamir sleikja Þota spinnur pípuhreinsara á nýbláan himin Hér er málað stórt - sterkum dráttum. Andstæður, myndhverf- ingar og persónugervingar ljá myndinni aukna dýpt. í Hinni háfleygu moldvörpu er yfirbragð ljóðanna öllu þunglyndis- legra en oft áður hjá Þórarni. Glettnin virðist ekki vera eins ná- læg. Jafn áþreifanlegir hlutir og storesar verða eins konar stökkpall- ur inn í tregaheim, (Storesarnir eru að hverfa): Þórarinn Eldjárn henda. Hugkvæmni Þórarins að þessu leyti nær einna lengst í Dægr- alengingu. Eitt erindið er svo: Storesarnir eru að hverfa það sést inn á gafl þegar dregið er frá Þú biður um annað líf dæsir því gamla það líður þér af vörum og liðast út um gluggann eins og bakarí sé að störfum i frosti FIMM EFNIÍ EINU EFNISEM DUGflR Hreinsar og ver Þurrkar raka Losar ryö Þaggar niöur i ískri Öflugt „kontakt spray“ Reynsla þín var úrelt áður en þú fékkst hana fréttir berast eins og póstkort sem segir ég var hér frá einhveijum sem löngu er kominn Einmana tvímana þrimana grær kenndin IÍTSÖLUSTADIR: BENSÍNSTÖÐVAR, BYGGINGAVÖRUVERSLANIR, BÍLAVARAHLUTAVERSLANIR. BEBDOHF SIMI 680404 Fjölmana margmana Oft hefur verið rætt um að orða- leikir séu áberandi í bókum Þórarins (sem og ýmissa annarra skálda af svokallaðri „fyndnu kynslóð"). Þessi bók er engin undantekning að þessu leyti. Mörg dæmi eru um ýmislegt smellið, sjá: Gos (þar er að finna þessar tvíræðu línur: „Querty logandi / gos af fingrum fram“), Far og Tátólógísk stam- Við hituðum naglann og áttum súpuna Átum súpuna og hittum naglann á höfuðið Sitjum í súpunni og fengum naglann í höfuðið Hér er tekin viss áhætta. Orða- leikurinn er á mörkunum að bera hugsunina ofurliði. íþróttin yfir- skyggir inntakið. I heildina er hér um að ræða íhugunarverða ljóðabók sem opin- berar nýja fleti á skáldinu. Áhrifa- ríkust þykja mér ljóðin sem bera með sér ákveðinn sviða - ljóðin sem ýja að því sem hefði getað orðið en varð ekki. Meðal þeirra má nefna Eins við, För, Speglar og Strok. Þessi moldvarpa er háfleyg í góðri merkingu. Að minnsta kosti umbyltir hún jarðnæði hugans. Og skilur eftir slóð. Leiðrétting í ritdómi um bókina Utjaðrar og meginlönd eftir Þorvarð Hjálmars- son (Mbl. 5. júní sl.) var rangt far- ið með útgáfufélag og útgáfuár. Útjaðrar og meginlönd er gefin út af Höfundaútgáfunni 1991. Eru höfundur og útgáfufélag beðin vel- virðingar á þessum mistökuip.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.