Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 15

Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 | < : ; i | p i rr 15 „Þessar tillögur eru settar fram í trausti þess að þegar nýr menntamálaráðherra fer að endurskoða grunnskólalögin séu þær almenningi kunn- ar.“ ur í aukinni dreifingu á verkefnum og valdi til landshlutanna, og sér- stakur starfshópur settur í málin. Eftirfarandi frumtillögur samdi ég að beiðni fyrir starfshóp landshluta- samtakanna. 1. í hverju fræðsluumdæmi skal vera fræðsluráð, sem kosið er af samtökum sveitarfélaga í fræðslu- umdæminu, og skal það skipað sveit- arstjórnarmönnum. Fræðsluráð fer með yfirstjórn fræðslumála og fræðsluskrifstofu. Fræðsluráð ræður fræðslustjóra. Fræðslustjóri er fram- kvæmdastjóri fræðsluskrifstofu, undir yfírstjórn fræðsluráðs, og er jafnframt framkvæmdastjóri fræðs- luráðs. 2. Fræðsluráð skal hafa yfírstjórn framkvæmda á sviði grunnskóla- stigs, framhaldsskólastigs, endur- Áskell Einarsson menntunar og fullorðinsfræðslu hvert í sínu umdæmi að því leyti, sem þessi verkefni eru ekki að lögum falin skólastjórnendum, skólanefnd- um og fræðslustjóra eða er varðar eftirlitshlutverk menntamálaráðu- neytisins. Fela má fræðsluráðum önnur verkefni, með ákvörðun menntamálaráðuneytisins eða með lögum. 3. Fræðsluráð gerir tillögur tii ráðuneyta og Alþingis um fjárveit- ingar til þeirra verkefna, sem eru á verksviði þess. Fjárveitingar til skóla, einstakra verkefna og sameiginlegr- ar stárfsemi sem eru skilgreindar í fjárlögum greiðast beint til fræðslu- umdæma. Fræðsluráð felur fræðslu- skrifstofu í umboði þess að annast greiðslur til viðkomandi aðila. Fræðs- luráð skiptir sameiginlegum fjárveit- ingum. Sé í fjárlögum kveðið á um heildarfjárveitingu til fræðsluum- dæmis skal fræðsluráð skipta henni milli þeirra verkefna, sem eru í um- sjá þess. Menntamálaráðuneytið hef- ur eftirlit með fjárreiðum fræðsluum- dæmanna. 4. Fræðsluskrifstofur annast lau- nagreiðslur til starfsmanna skóla og annarra verkefna, sem taka laun af fjárveitingum Alþingis til umdæ- manna. Fræðsluskrifstofa annist málefni starfsmanna, sem ekki eru starfsmenn sveitarfélaga. Fræðslu- stjóri ræður kennara og skólastjóra að fengnum tillögum skólastjórnenda og skólanefnda. Fái umsækjandi samhljóða stuðning heimaaðila er fræðslustjóra skylt að staðfesta ráðningu hans. Verði ágreiningur milli skólanefndar og fræðslustjóra, Raunhæf tilfærsla verkefna til fræðsluskrifstofa og fræðsluráða * eftir Askel Einarsson í ráðherratíð Bjarna Benedikts- sonar sem menntamálaráðherra, var sá hátturtekinn upp að fjármálaeftir- lit var fært undir sérstaka stofnun og námsstjóm fékk aukið vægi, námsstjórar voru umsjónarmenn skólastarfs hver í sínu umdæmi. Undanfari þessa var stofnun fræðslustjóraembættisins í Reykja- vík. Með þeirri nýbreytni tók Reykja- víkurborg til sín nokkurn hluta þeirra starfa, sem annars staðar laut for- ystu fræðslumálastjóra. Þessi ný- breytni var upphaf þess að færa þennan málaflokk nær sveitarfélög- unum, með það að stefnumiði að bamafræðslan færðist til sveitar- félaganna. Á ráðherraárum Gylfa Þ. Gíslason- ar var fræðslumálaskrifstofan lögð niður í sinni gömlu mynd, og starf- semi hennar sameinuð ráðuneytinu. Hins vegar hélt skrifstofa fræðslu- stjórans í Reykjavík áfram sjálfstæði sínu, með auknu forræði og sem fyr- irmynd um nýjar fræðsluskrifstofur. Með því að dreifa búsetu náms- stjóra út um landið mynduðust aukin tengsl á milli þeirra og einstakra skóla. Námsstjórar voru að verða einskonar erindrekar landsbyggðar- innar gagnvart ráðuneyti mennta- mála. Þessi þróun var mjög áberandi á Norðurlandi. Það kom til álita að gera þáverandi námsstjóra að fræðsl- ustjóra fyrir Norðurland. Hugmyndir um að skipta landinu í fræðsluum- dæmi með heimakjörnum fræðs- luráðum kom fyrst fram í lagafrum- varpi á síðustu árum Gylfa í ráðherr- astól. Þessar hugmyndir voru _ því til staðar, þegar Magnús Torfi Ólafsson kom í ráðuneyti menntamála. Hann skipaði sérstaka nefnd í að semja frumvarp um grunnskóla. Megin- kjami tillagna nefndarinnar var að jafna aðstöðu nemenda til náms, án tillits til búsetu í landinu, einnig að auka áhrif heimamanna, og þá eink- um sveitarstjómanna, á stjórnun skólanna. Svo langt átti að ganga að hver fræðsluskrifstofa og fræðsluráð fengi sínar fjárveitingar beint í hend- ur. Það slys varð í meðferð nefndar- innar, að ekki fékkst samþykkt sama fyrirkomulag um ráðningu fræðslu- stjóra, og viðgengist hafði í Reykja- vík. Það varð ofan á, að fræðslu- stjóri skyldi vera ríkisstarfsmaður, en ekki starfsmaður heimamanna. Grunnskólalögin voru afgreidd rétt fyrir stjórnarslitin 1974. Þau voru að veltast í Alþingi á þriðja ár og er óvíst að þau hefðu nokkurn tíma fengist afgreidd frá Alþingi, nema vegna þess að þáverandi ráðherra menntamála var í oddaaðstöðu á Alþingi. Margt tapaðist í bardaganum við að fá grunnskólalögin afgreidd 1974. Bæði fýrr og síðar hefur verið vegið að grunnskólalögunum. Mest hefur verið sótt í þá veru að minnka áhrif heimamanna á stjórn skólanna. Vald- ið skyldi dregið úr höndum fræðslu- skrifstofu og fræðsluráða. Skóla- stjórar skyldu verða smákóngar í ríki sínu, sem sæki mál sín beint í ráðu- neytið framhjá fræðsluskrifstofu. Þetta var kölluð valddreifíng. Með lögum um breytta verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem kostnaður við fræðsluskrifstofur var færður yfir á ríkið, tók loks stein- inn úr. Verksvið fræðslustjóra var verulega þrengt og fræðsluskrifstof- umar eru að verða nánast deildir frá menntamálaráðuneytinu. Við endur- skoðun grunnskólalaga nú í vetur munaði minnstu að fræðsluráðin yrðu gerð með öllu áhrifalaus. Þessu tókst að varna í þetta sinn, hvað sem síðar verður. Þetta sýnir að í stað þess að sækja á um aukna valdatilfærslu, er um varnarbaráttu að ræða, sem þá eða þegar getur tapast, eins og litlu munaði nú í vetur. Það var af þessum ástæðum að málið var tekið upp á vegum lands- hlutasamtaka sveitarfélaga, sem lið- er skólanefnd heimilt að leita úr- skurðar fræðsluráðs. Fræðslustjóri ræður starfslið fræðsluskrifstofu og sameiginlegt starfslið vegna verk- efna í fræðsluumdæminu, í samræmi við tillögur frá fræðsluráði. 5. Samhliða tilfærslu fræðslu- verkefna ti! fræðsluumdæmanna verði gerð markviss um áætlun að flytja til þeirra, frá menntamálráðu- neyti, önnur viðfangsefni, sem að- hæfíst skiptingu landsins í fræðslu- umdæmi s.s. leiklistarstarfsemi, þjónustu við söfn, íþrótta- og æsku- lýðsstarfsemi og aðstoð við margvís- lega fijálsa menningarstarfsemi. Þessi starfsemi verði hluti verkefna fræðsluskrifstofu og fræðsluráðs, og verði til þeirra veittar sjálfstæðar fjárveitingar. Fræðsluráð skal vinna að öllum þeim verkefnum, sem um- dæminu eru falin og hlutast til um skiptingu fjárveitinga á milli ein- stakra aðila eftir því sem því er fal- ið. Fræðsluráð skal beita sér fyrir tengslum við áhugaaðila um menn- ingarmál í umdæminu. Engu máli má ráða til lykta er varðar þau verk- efni, sem fræðsluráðum eru falin, án umsagnar þeirra. Þessar tillögur hafa ekki fengið afgreiðslu hjá samstarfshópi lands- hlutasamtakanna, en hafa verið kynntar nýlega á fundum með sveit- arstjómarmönnum á Norðurlandi. Þessar tillögur eru settar fram í trausti þess að þegar nýr mennta- málaráðherra fer að endurskoða grunnskólalögin séu þær almenningi kunnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. RÐRD HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVfK SÍNII 91-670000 OG 674300 í FÖÐURLANDIJEPPANNA ERU MENN EKKI í VAFA! IFYRSTA SÆTI ÞRJÚÁR í RÖÐ Komdu með Ijólskylduna með þér m okkar og reynsluaktu þessum trábœra btr, sem menn meta svo mlkils I tóðurtandl jepponna! ••• jþrjúáríróðhefurhið heimsþekktabílablað FOURWHEELER metið að bestu og hagkvœmustu kaupin í 5 dyra jeppum séu i Isuzu Trooper, af 10 sem blaðið prófaði. isuzu Trooper er nú mest seldi erlendi jeppinn í Bandaríkjunum. Reynslan afþessum bil hériendis er frábœr, enda koma hingað bílablaðamenn frá mörgum löndum Evrópu til þess að prófa hann í umhverfi sem á við hann. Isuzu Trooper er ekki bara góðs fólksbíls. jeppi hann hefur líka alla elginleika Verð á þessum frábœru bílum er aðeins frá 2.075.000 kr. fyrir 5 dyra bíl (staðgreiðsluverð). BÚNAÐUR fl? MEÐAL ANNARS: Zólog llóba aómikil og spameytin bemínvólmeðbelnnl innspýtingu eða2,8l 100 ha díselvél með torþjóppu og beM innspflingu • AHslfrl • Aóhomlar með læsingavara • Framdrltslokur • IregðulCBSIng ó aHurdritl • Samlœslng áhurðum • Paldntnar rúðuvindut • Sporttelgur • Ralhltuð tromsœll • Útvarp með segu/bandi • Hóþrýsllþvottur tynr aðalljós • Dagljósobúnaður. NÚ EINNIG FÁANLEGIR SJÁLFSKIPTIR ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ. ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.