Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 Heilsuhælið og nátt- úrulækningastefnan eftir Ásgeir Sigurðsson Undanfarið hafa staðið yfir mikl- ar deilur um Heilsuhæli Náttúru- lækningafélags ísiands í Hvera- gerði. Sú mynd sem fjölmiðlar hafa dregið upp af ástandinu er ákaflega óljós, erfitt fyrir almenning að átta sig á hver hinn raunverulegi ágrein- ingur er. Til að skilja betur mála- vexti er nauðsynlegt að athuga lítil- lega forsöguna og vita fyrir hvað náttúrulækningastefnan stendur. Undir lok fjórða áratugarins stofn- aði hópur áhugafólks Náttúrulækn- ingafélag Islands, undir forystu læknisins og alþingismannsins Jon- asar Kristjánssonar. Um það bil rúmum áratug síðar tóku þessir frumheijar að vinna að stofnun heilsuhælisins sem var þeirra háleita hugsjón, og tókst á undraskömmum tíma að lyfta Grettistaki með fóm- fúsu starfi og fijálsum framlögum fólksins í landinu. Frumkvöðullinn, Jónas Kristjánsson læknir, hugsaði sér hælið fyrst og fremst sem kennslustofnun, þar sem fólk gæti dvalið um tíma og tamið sér nýja lifnaðarháttu. Starfsemi hælisins tók einkum mið af kenningum sænska heilsu- fræðingsins Are Waerlands. Hann kom hingað til lands árið 1947, flutti fyrirlestra í útvarpið og víða um land, enda lært íslensku á undra- skömmum tíma. Ekki má gleyma danska lækninum dr. Kristin Nolfi, sem kom hingað 1950 og flutti fyrir- lestra. Hún hafði læknað sig af ban- vænu krabbameini með strang-nátt- úrulegum aðferðum eftir að læknar töldu að hún ætti ekki nema þijár vikur eftir ólifaðar. Þeir læknarnir Jonas og Björn L. Jonsson voru einn- ig mikið í tengslum við þýska náttúr- ulækna, eins og t.d. dr. Erick Wec- beeker og Bircher Benner. Þessir læknar ráku fræg heilsuhæli þar sem hefðbundnum læknisaðferðum var hafnað, enda höfðu þeir áður langa reynslu af þeim. Þessir læknar áttu það flestir sameiginlegt að hafa háð langa og stranga sjúkdómabaráttu þar sem þeirra eigin list hafði reynst lítils megnug en náttúrulæknisfræð- in gefið þeim nýtt líf. Þau reyndust það gæfunnar fólk að þora að rísa gegn hefðinni, bijóta nýjar leiðir og bera sannleikanum vitni. Hundruð hliðstæðra dæma liggja fyrir og ætti það að nægja til þess að fá vís- indasinnaða menn til að staldra við og íhuga málið. Svo undarlegt sem það kann að virðast hafa svona lækningar sjaldan orðið til að vekja rannsóknarlöngun í bijóstum hinna rétttrúuðu, þeir hafa í besta falli yppt öxlum eða talað um ranga sjúkdómsgreiningu. Þeir læknar sem vikið hafa frá hefð- inni hafa ekki alltaf verið öfunds- verðir, reynt hefur verið að bregða fyrir þá fæti og gera tortryggilega, þeim vikið úr sínum stéttarsamtök- um eins og hótað er nú. Þeim er hrópa hæst eftir sönnunum væri hollt að koma við í bókasafni Jonas- ar Kristjánssonar. Þar er af nógu að taka. Við skul- um minnast þess, að sannleikurinn á ávallt erfitt uppdráttar þegar hann rekst á harðsnúin, rótgróin hags- munaöfl. Hann var ekki bara kross- festur árið 33! Starfsemi hælisins var ákaflega erfið í upphafi því flest skorti, ávext- ir lítt fáanlegir og eftir að byggja upp hina lífrænu ræktun. Fjölmarg- ar tilraunir hafa sýnt að þessháttar ræktun er nauðsynleg til þess að árangur náist. Grænmeti, ávextir og korn, ræktað með gerviáburði og eiturefnum úr þrautpíndri jörð er gagnslaus, þegar lækna skal sjúk- dóma eða bæta heilsuna. Á námsá- rum sínum, fyrir um það bil aldar- fjórðungi, átti undirritaður þess kost að vera umsjónarmaður hælisins í fjóra mánuði og gleymir seint bragð- gæðum hins lífrænt ræktaða græn- metis og ánægju sjúklinga með það. Viðurkennd merki eins og t.d. Heli- os, Demeter og la Vie Claire krefj- ast að minnsta kosti fímm ára lif- rænnar ræktunar áður en matvæli fá merki þeirra. Jörðin þarf líka sinn tíma til þess að verða heilbrigð. Jónas læknir lagði áherslu á að fá ógerilsneydda mjólk, enda sannar hún alltaf yfirburði sína, einkum ef hún kemur úr kúm öldum á lífrænu fóðri og lausar við lyf og hormóna. Bandarískur læknir hefur sýnt frammá með staðtölum, hve hjarta- áföllum fjölgaði eftir að farið var að fitusprengja mjólk. Sumstaðar erlendis er fólki gefinn kostur á Taijiquan Kínversk leikfimi Taijiquan náraskeií) - Alla virka daga í Hreyfilistahúsinu Námskeið að hefjast . Léttir tímarfyrir börn Sérstakir tímar fyrir vaktavinnufólk fyrri hluti ogseinni hluti Morgun- og hádegistímar í Kramhúsinu. § M VESTURGÖTU 5 SÍMI 62 94 70 I 8 LEITSAPA Jyrirviðkvœma húð Ungbörn hafa viðkvæma húð sem verður fyrir mik- illi ertingu, t.d. á bleiusvæði. Þvottur með Lactacyd léttsápunni dregur verulega úr kláða og sviða ■ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH- gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því eðlilegar varn- ir hennar ■ Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki ■ twacýd ■-'adS*'- Ásgeir Sigurðsson „Kjarni deilunnar um náttúrulækningarhælið er sá, að fulltrúar hinn- ar hefðbundnu læknis- fræði vega að þeirri grundvallarhugsj ón sem það stendur fyrir.“ ómeðhöndlaðri mjólk í stórverslun- um. í rannsókn sem gerð var í Frakklandi kom í ljós, að hún hafði mun minna gerlainnihald, t-d. saur- gerla, en sú gerilsneydda auk þess að varðveita mun betur fjörefnin og nýtanleika kalksins. Gaman væri ef hlutlausir aðilar fengjust til að gera hliðstæða tilraun hér á landi. Fróðlegt var að heyra bónda nokkurn á Suðurlandi segja frá því í útvarpinu fyrir nokkrum árum, hversu heilsufar búpeningsins batn- aði mikið þegar hann hætti að nota gerviáburðinn. Eftir það gat hann sparað sér lyf og lækniskostnað. Þarna virðast vera bjartari tímar framundan vegna aukins skilnings almennings. Hæli Náttúrulækningafélagsins getur ekki talist ströng stofnun mið- að við mörg erlend, einkum þýsk, þar sem ríkir nánast heragi, föstur oft langar og strangar og ekki um það að ræða að fara út í sjoppu eða búð, kaupa það sem hugurinn girn- ist eða stunda reykingar. Náttúru- lækningar krefjast verulegrar ögun- ar og hugarfarsbreytingar. Þarna kemur fram umtalsverður munur við „allópatíuna“, þar sem sjúklingurinn er „passíft" tilfelii sem er skorið, geisiað eða gleypir kemísk efni. Heiisan er ekki hlutur sem hægt er að kaupa á fyrirhafnarlausan hátt. Þekkingin er mikilvæg, en hún er samt aðeins fyrsta skrefið á langri leið sem fáum tekst að ganga áfalla- laust til enda. Þetta er auðvitað mikill Akkillesarhæll á hreyfingunn’ sem andstæðingar hennar hafa nýtt sér óspart. Róttækur uppskurður venjanna hlýtur að vera margra kynslóða verk. Það var mikil gæfa hreyfingunni þegar einn af frumkvöðlunum, Björn L. Jonsson, hóf læknanám fimmtug- ur að aldri, til þess að geta hafið upp merkið að Jónasi gengnum. Hann lauk náminu á mettíma, með hárri einkunn en vann samt lengst af fulla vinnu sem veðurfræðingur. Það kom fram í viðtölum undirritaðs við þá Björn og Áma Ásbjarnarson forstjóra, að þeir höfðu miklar áhyggjur af framtíð hælisins eftir sinn dag, ef þangað réðust læknar, er lítinn skilning hefðu á hugsjónum náttúrulækningastefnunnar. Nú virðist sem ótti þeirra hafi ekki ver- ið að ástæðulausu. Það gegnir reynd- ar furðú, ef ekki eru til ungir lækn- ar sem eru tilbúnir að reyna nýjar leiðir undanbragðalaust. Hvað er það þá sem dvelur orminn langa? Er heilaþvotturinn í lækna- deildinni svona geigvænlegur? Hót- anir læknafélagsins svona skelfileg- ar? Það þarf jafnvel af leita allt aft- ur til fyrri hluta aldarinnar, til þess að rekast á lækna sem reglulega þorðu að segja kollegum sínum til syndanna. Koma þá fyrst í hugann afburðamennirnir Guðmundur Hannesson læknaprófessor. Vil- mundur Jónsson landlæknir og Þórð- ur Sveinsson yfirlæknir á Kleppi. Fróðleg em orð Guðmundar í Skírni 1913: „Allur fjöldi sótta batn- ar af sjálfu sér. Náttúran læknar sjúklinginn ef hún fær að ráða og mennirnir taka ekki í fávisku sinni fram fyrir hendur hennar. Aftur á móti verða fæstir sjúkdómar teknir burt með lyfjum, af því að slík lyf þekkjast ekki og hafa aldrei þekkst. Lyfjatrúin er því hjátrú ein og ekk- ert annað:“ Þessi orð læknaprófess- orsins og yfirlæknisins þættu hörð ef þau kæmu úr penna einhvers náttúrulæknisins. Guðmundur segir í sömu grein að læknar viðurkenni þetta sín í millum og kaili lækningar sínar „kák og húmbúkk", en að opin- bera þennan sannleika sé af og frá því fólkið sé sælast í sinni trú. Þenn- an hugsunarhátt kallar Guðmundur Opið bréf til dómsmálaráðherra: Hvers á dæmdur maður að gjalda? eftirÞráin Bjarnason Ágæti ráðherra. Ég vil byija á að óska þér velfarnaðar í starfi í vandasömu embætti. Ég bind mikl- ar vonir við að nú muni ferskir vind- ar blása um þetta embætti svo dæmdir menn rnegi upp rísa til nýs og betra lífs. Ég vonast til þess að fangelsi okkar muni aflögð en upp muni rísa betrunarhús sem standi undir nafni og geri fólk betra fyrir sjálft sig, fjölskyldu sína og þjóðfé- lagið. Dæmdur maður er ekki hund- ur sem aliir geta sparkað í. Dæmd- ur maður á líka sína von um rétt- læti. Og nú spyr ég, ágæti ráðherra. Er það réttlætanlegt að maður sem hefur kallað yfir sig ógæfu og af- brot sakir ofdrykkju fyrir tæplega fimm árum og hlaut þá dóm sé lát- inn bíða með afplánun hans þar til nú? Er það réttlætanlegt að þessi sami maður sé nú lokaður inni í fangelsi nær fimm árum síðar en í millitíðinni hafi hann farið í áfengis- meðferð og ekki brotið af sér síðan? Ágæti ráðherra, því miður er þetta ekki eina dæmið. Menn hafa farið í áfengismeðferð, stofnað fjöl- skyldur og fundið sér farveg meðal heiðvirðra borgara þegar bankað er á dyrnar hjá þeim, þeir sóttir og stungið inn í fangelsi kerfisins. Ég spyr, ráðherra, er þetta réttlæti hins íslenska dómkerfis árið 1991, tvö þúsund árum eftir fæðingu Krists? Hvers á dæmdur maður að gjalda? Ágæti ráðherra, það er stað- reynd að fangelsisvistun sem byggð er á óvirkri innilokun hefur í flestum tilfellum neikvæð áhrif á hinn dæmda. Hún gerir ekkert annað en að vernda þjóðfélagið utan fangels- ismúranna fyrir þessum einstakl- ingi. Þegar hann kemur síðan út aftur hefst sama lífsmunstrið í flest- um tilfellum. Ég spyr því, ráðherra, er þetta leiðin sem við Islendingar höfum valið okkur? Seinagangur og tregða í dóms- kerfinu er mannskemmandi fyrir afbrotamanninn, niðurbijótandi fyrir aðstandendur og oft til tjóns fyrir þjóðfélagið. Kerfi sem ekki geta lokið málum sínum á mann- sæmandi hátt á tilætluðum tfma verður að breyta. Ágæti ráðherra, ég er sannfærð- ur um að þú getur breytt þessu. Ég trúi því að þú eigir til réttlæti fyrir þetta fólk. Ég trúi því að þú viljir sjá sóma þinn í því að láta þetta fólk ekki líða meir en nauð- synlegt er. Dómum þarf að ljúka á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.