Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 17

Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 17 „trúna á lygina". Vilmundur Jónsson landlæknir segir í grein í Alþýðublaðinu 18. mars 1933, en hann óttast mjög að læknar misnoti aðstöðu sína sjálfum sér til framdráttar. Hann segir: „Meðan trúin á lygina situr í önd- vegi stendur mér ógn af öllum læk- naskaranum. Má búast við að ýmis- konar spilling komi upp og dafni þeim mun betur sem fleiri bætast í hópinn, og sér þegar deili þess. Læknar eru á kafi í sjúkdómum, læra um þá og helga sig þeim. Þeir spekúlera í sjúkdómum, og rækta jafnvel sjúkdóma og lifa á þeim. Læknar framtíðarinnar munu skipa sér undir merki heilbrigðinnar og verða hennar verðir." Þessi síðustu orð landlæknis tjá einmitt það sem náttúrulæknar hafa barist fyrir og mættu þau rætast sem fyrst. Þetta minnir á hlutverk lækna í Kína á fyrri öldum, þegar læknar fengu engin laun nema þegar sjúkl- ingar þeirra voru heilbrigðir. Athyglisverðar voru tilraunir Þórðar Sveinssonar yfirlæknis á Kleppi með náttúrulegar aðferðir til lækningar á geðsjúkdómum, t.d. langar föstur og böð, en hann naut auðvitað ekki skilnings samtímans, enda þótt hann næði oft góðum ár- angri. I Bandaríkjunum og á Ítalíu t.d. hefur náðst árangur með því að beita náttúrulegum aðferðum við lækn- ingu geðsjúkra, eiturlyfjaneytenda, glæpamanna og vandræðaunglinga, en þá dugar ekkert annað en að beita þeim á róttækan hátt. Itölsk kvikmynd, sem sýnd var nýlega í sjónvarpinu, gaf fólki gott dæmi um þetta. Sjúkdómar ei-u margslungið samspil sálar og líkama. Gleymum ekki, að sjálfur faðir læknisfræðinnar, Hippókrates, var náttúrulæknir eins og kemur fram í ritum hans, t.d. þetta: „Fæðan skal vera ykkar lyf, ykkar lyf skal vera fæðan.“ Þaðan er einnig komið: „Nattúran læknar ekki læknisfræð- in.“ Hlutverk læknisfræðinnar skyldi vera að hlú að hinum sjúku og skapa náttúrunni sem best skilyrði til að vinna sitt verk. Þetta er einmitt grundvöllur náttúrulækningahæla og dapurlegt að vegið skuli að hon- um af þeim er hlífa skyldu. í huga þeirra sem kynna sér sögu náttúrulæknisfræðinnar stendur það oft efst hversu vel hún hefur staðist tímans tönn og safnar stöðugt sönn- unum fyrir gildi sínu. Aúðvitað er ekki unnt að gera þvi nein viðhlít- andi skil í stuttu greinarkorni. Það væri fróðlegt fyrir fólk að lesa fyrstu „áratugina" af Heilsuvernd til þess að átta sig betur á þessu. Náttúrulækningar vara við hinni miklu sérhæfingu, þar sem sjúkling- urinn, dauður eða lifandi, er ekkert annað en samansafn líffæra forvitni- legt til rannsóknar eða krufningar. Hin ómanneskjulega tæknivæðing bætist svo við. Hin vestrænu menn- ingarsamfélög stynja undan stjarn- fræðilegum kostnaðinum sem sífellt eykst. Huggun almennings er helst sú, að reglulega birtast í ijölmiðlum fréttir um að von sé á nýjum lyfjum við hinum og þessum sjúkdóminum. Staðreyndin er sú, að hin „allóp- atíska" læknisfræði er komin í alger- ar ógöngur. Það væri drengskapar- bragð af fulltrúum hennar að viður- kenna þá staðreynd og vera opnari fyrir að reyna nýjar leiðir. í fjölmiðl- um fylgist fólk agndofa með öllum látunum; hótanir um brottrekstur og málaferli, krafíst opinberra af- sökunarbeiðna ef fólk dirfist að láta skoðanir sínar í ljósi og styðst við það sem læknarnir hafa sjálfir látið frá sér fara. Þegar læknastéttin er komin með það haustak á þjóðfélag- inu sem prestastéttin á miðöldum, þá er hinu stjórnarskrárbundna tján- ingarfrelsi hætta búin. Hversu ótölulegan fjölda milljarða væri hægt að spara með því að taka upp hinar einföldu forvarnir og að- ferðir náttúrulæknistefnunnar og stórbæta þannig heilsu og íjárhags- afkomu fólksins í landinu? Foi’varnir eins og þær, að kalla stöðugt inn yngra og yngra kvenfólk til bijósta- og leghálsskoðunar, virðast ekki skila árangri, ef marka skal erlendar rannsóknir, t.d. í Svíþjóð, og birtar hafa verið í fjölmiðlum. Að lokum þetta: Kjarni deilunnar um náttúrulækningahælið er sá, að fulltrúar hinnar hefðbundnu lækn- isfræði vega að þeirri grundvallar- hugsjón sem það stendur fyrir. Þegar hinir brottreknu læknar sýna hjúkrunarfólkinu hroka og nefna aðferðir náttúrulækninganna „kukl og hindurvitni", þá er höggvið að rótum sjálfrar hreyfingarinnar. Brýnt er að allir góðir menn snúi bökum saman um hælið og þann valkost sem það býður. Megi þjóð- inni hlotnast margar slíkar stofnanir í framtíðinni, þar sem víðsýni, mann- kærleikur og fórnarlund frumheij- anna svífur áfram yfir vötnunum. Þá mun heilbrigðismálum hennar verða vel borgið er hún heldur á vit nýrrar aldar. Höfundur er sagnfræðingur. Þráinn Bjarnason „Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag sem státar af hamingju og velferð að láta ein- staklinga afplána dóma mörgum árum eftir af- brot.“ tilætluðum tíma, afplánun þarf að fylgja í kjölfarið. Afengismeðferð fyrir þann sem þarf á henni að halda þarf að fylgja fast eftir með tilboði um styttingu á afplánun- artíma. Fjölskylda hins dæmda þarf að fá stuðning. Nafnið fangelsi þarf að afmást af stofnunum ríkis- ins. Betrunarhús sem standa undir nafni verða örugglega ódýrari kost- ur en núverandi ástand. Ágæti ráðherra, á meðan þjóðfé- lagið ræður ekki við þetta verkefni sitt á það ekki að láta óhamingju- samt fólk sem hefur leiðst út á af- brotabraut gjalda þess þegar það hefur sýnt það í verki að það hefur snúið til betri vegar. Þá erum við ekki einungis að refsa hinum óham- ingjusama heldur líka konu hans og jafnvel börnum sem kannski seint bíða þess bætur. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóðfélag sem státar af hamingju og velferð að láta einstaklinga afplána dóma mörgum árum eftir afbrot. Ágæti ráðherra, ég vona og tre- ysti því að þetta ógæfusama fólk eigi sér viðreisnar von. Ég treysti því að íslenskt dómsvald láti það ekki henda sig oftar að loka inni ógæfumenn mörgum árum eftir dómsuppkvaðningu eða láti þá bíða oft langan tíma eftir dómi. Margir þessara ógæfumanna hafa valið veg áfengismeðferðar, bætt sig, jafnvel stofnað heimili og eru byijaðir að vinna sig aftur til lífs meðal heil- brigðs fólks þegar bankað er á dyrn- ar heima hjá þeim. Það er pláss. Nú hentar kerfinu að setja þá inn. Herra dómsmálaráðherra, Þor- steinn Pálsson, ég treysti þér til þess að gefa þessum ógæfumönnum trú á að þeir byggi réttlátt þjóðfé- lag sem þeir eigi viðreisnar von í nær tvöþúsund árum eftir fæðingu Krists. Höfundur leggur stund á afbrotafræði við háskálnnn í Stokkhólmi. Styrkþegi Lions. Ölgerðin er umhverfissinn- að fyrirtæki! Sérstaða okkar í Ölgerðinni felst meðal annars í því, að við leggjum meiri áherslu á \ n o t k u n margnota fglerflaskna en aðrir fravnlei' [ðenður- ,fetta er ekki 'hatdsseini vííl,íUr 8erum ,ð Þefta af tillits. sem' við íslenska nátt- flöskutnar er ao V aftur og aftut' A „ „ a r l'LsVálaa»"“. 1 nær öllum matvöruverslunum og solutumum landsins. Rannsóknir hafa sýnt að glerflaska getur hlíft umhverfinu við allt að 40 dósum eða öðrum einnota umbúðum. Við viljum þannig koma til móts við þann hóp neytenda sem hefur umhverfissjón- armið í huga við val sitt á neyslu- vörum. Hvað. snértir umhverfisvæna dósaframleiðslu hefur Ölgerðin einnig verið í fararbroddi þar sem við vorum fyrstir til að setja á markaðinn dósir með áföstum upp- takara. Ölgerðin léggur því ekki aðeins metnað sinn í gæðaframleiðslu heldur einnig í hreint umhverfi, í þágu allra fslendinga. Maltextrakt á gömlum merg Nú eru liðin nær áttatíu ár frá því maltölið, þessi þjóðkunni og vinsæli drykkur, leit dagsins Ijós. Það var árið 1913 sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð, af Tómasi Tómassyni. Þann 17. apríl 1913 ók Tómas fyrstu flösk- unum af framleiðslu sinni, Malt- extrakti, út til kaupenda. Fyrir- tæki sitt nefndi hann eftir Agli skáldi á Borg, þeim mikla öl- kneyfara íslendingasagnanna. Enn þann dag í dag er maltölið bruggað eftir gömlu uppskriftinni. Við ölgerð er notað maltkom og er það unnið úr byggi. Maltkornið er malað og síðan blandað vatni og soðið og hitað á marga vegu. Hlut- föll malts og vatns eru ákveðin af bruggmeistaranum. í maltöl er not- að bæði ljóst maltkorn (pilsnermalt) og dökkt maltkom (karamellumalt). Að lokinni blöndun og hitun er maltvökvanum hellt í stóran hita- ketil þar sem hann er soðinn og bætt í hann humli. Þessu næst er vökvinn kældur. Loks er gerinu bætt saman við og ölið sett á tanka. Þegar ölið er fullgerjað og lagerað, þ.e. þegar gerið hefur unnið úr þeim maltsykri sem til er ætlast, er því tappað á flöskur. Enn er gerið lif- andi og sér um að mynda þá kol- sýru sem nauðsynleg er til þess að ölið freyði þegar flaskan er opnuð og innihaldsins neytt. Á lokastiginu, eftir að ölið er komið í flöskurnar, er það gerilsneytt. Óhætt er að segja að Malt- extraktið, sem fyrst var lagað árið 1913, hafi haldið sínum sessi meðal fslendinga, þrátt fyrir miklar breyt- ingar í þjóðlífinu. Það lifir góðu lífi og er löngu orðinn sígildur hress- ingar- og heilsubótardrykkur, fyrir unga sem aldna. Egils Malt margfaldar kraft! llf. Olgcriiin Egill Skallagrímsson, Grjóthálsi 7-11, Heykjavík. Næringargiltli í eintii flösku af Egils maltöli (33 cl) er u.ji.h.: Orka_________80» kj (190 kcal) Fita_________________________0 g Prútein___________________2g Kolvetni____________________46 g }>ar af sykur------------25 g %RDS* Bi-vítarnín____0,04 ing____2,8 Bi-vítamín____0,15 mg_______9,3 Bo-vítamín_____0,21 mg - - 10,7 Níasín---------3,50 nig _ - 19,4 Fólasín________24,4 pg----6,1 Magníuiu_________33 nig______9,4 Natríum-------.15,2 nig Kulíum----------195 mg ♦Hlutfall af ráðlögðuin (lagskaminti. ISLENSK ORKULIND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.