Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 íslenskt fiskeldi - þáttur rann- sókna í uppbyggingu fiskeldis eftir Valdimar Gunnarsson Fiskeldi á íslandi fær í dag mjög neikvæða umfjöllun og það er tekið sem dæmi um misheppnaða upp- byggingu á nýrri atvinnugrein. Hægt er að spyija hvað veldur svo miklum breytingum á umfjöllun fjölmiðla og almennings um íslenskt fískeldi. Astæður þess eru mjög margar, og hefur höfundur m.a. bent á mörg atriði í grein sem skrif- uð var í fyrsta tölublað Sjávarfrétta á þessu ári. í stuttu máli má segja að þetta sé sameiginlegt skipbrot stjómvalda, fiskeldismanna og margra annarra sem hafa komið beint og óbeint að uppbyggingu fiskeldisins hér. í þessari grein verður tekinn fyrir þáttur rann- sókna, en sú þekking sem aflaðist með þeim átti að verða einn af homsteinum að uppbyggingu físk- eldisins. Af hverju fiskeldisrannsóknir og fjármögnun þeirra? Því hefur lö|ngum verið haldið fram að til að geta stundað fiskeldi á farsælan hátt þurfi þekkingu og fjármagn. Vegna ólíkra aðstæðna hér á landi samanborið við önnur lönd hefur oft verið bent á að við getum ekki nema að hluta yfírfært reynslu annarra landa yfír á íslensk- ar aðstæður. Einnig var um að ræða lítt þekktar eldisaðferðir eins og t.d. strandeldi og fareldi. Til að þróa eldisaðferðir og auka þekkingu þurfti því mikið fjármagn. Nokkrir milljarðar voru settir í uppbyggingu og rekstur, en þáttur rannsókna gleymdist því miður að mestu. Mik- ið mætti fjalla um þennan þátt, en í þessari grein verða eingöngu tekn- ar fyrir þær takmörkuðu rannsókn- ir sem gerðar hafa verið. Til að auka þekkinguna hefur ríkið lagt til fáein hundruð milljóna króna bæði beint og óbeint síðustu árin til rannsókna og þróunarstarfa. Árangur fiskeldisrannsókna Ef skoðað er hvernig fjármagni hefur verið varið til rannsókna og þróunar í fískeldi verður að segjast að fjármunirnir hafa nýst fremur illa og komið að litlu gagni. Rann- sóknaráð ríkisins hefur verið um- fangsmesti styrkveitandi fiskeldis- rannsókna og hefur stór hluti af þessum fjárveitingum sem sjóður- inn hefur veitt til rannsókna á eldi laxfíska farið forgörðum, sérstak- lega þær styrkveitingar sem veittar voru á árunum 1985-1988. Nokkur dæmi um rannsóknir sem hafa fengið styrki og litlar eða engar upplýsingar hafa verið birtar um má nefna ýmsar rannsóknir fram- kvæmdar af starfsmönnum fiskeld- isfyrirtækja og ráðgjafarfyrirtækja, m.a. Eldisráðgjöf sf. Hinar ýmsu stofnanir Háskóla íslands, t.d. Rannsóknastofa háskólans í lífeðlis- fræði og Rannsóknadeild fisksjúk- dóma, hafa ekki komið á framfæri eða að litlu leyti upplýsingum, þetta á t.d. við um rannsóknir á aðferðum til að draga úr kynþroska laxfiska og tálknaveiki, en þessi atriði hafa valdið miklum vandamálum í fisk- eldi hér á landi. Veiðimálastofnun hefur tekið að sér mörg rannsókn- arverkefni á síðustu árum og hefur Rannsóknaráð ríkisins styrkt flest þeirra. Því miður verður að segjast að í allt of mörgum tilvikum geng- ur mjög hægt að vinna úr gögnum og koma upplýsingum til greinar- innar. í þessu sambandi má benda á rannsóknarniðurstöður úr svoköll- uðu stórseiðaeldi og ýmsum rann- sóknum sem tengjast hafbeit. Hér mætti telja upp mun fleiri rann- sóknarverkefni og ríkisstofnanir, en þetta er látið nægja að sinni. Ef upplýsingar úr þessum rannsóknum og mörgum fleiri eru til er bara að koma þeim á framfæri, t.d. í Eldis- fréttum sem er málgagn fískeldis- manna, rannsóknaniðurstöður eru ekki einkamál rannsóknaraðila. Hveijar eru ástæðurnar? Ástæðurnar eru margar. I fyrsta lagi hefur illa verið staðið að upp- setningu ög framkvæmd margra þessara verkefna og í allt of mörg- BÁRUSTÁL KLÆÐIR HÚSIÐ ÞITT VEL! Sígilt form. Litaö eöa ólitað. Afgreitt í lengdum aö ósk kaupenda. Hagstætt verö. 55 HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 um tilvikum hefur sá aðili sem að þessum rannsóknum hefur staðið ekki haft nægilega þekkipgu og getu. Vegna þessa hafa niðurstöður rannsókna stundum verið þannig að ekki hefur verið fojsvaranlegt að setja þær á blað. í öðru lagi hefur of stór hluti af þeim rann- sóknaverkefnum sem styrkt hafa verið ekki nýst greininni. Ef til vill hafa rannsóknaverkefnin mótast of mikið af áhugasviði vísindamann- anna en ekki þörfum atvinnugrein- arinnar. Dæmi um rannsóknir sem nýtast greininni frekar lítið er kræklingseldi, eldi á hörpudisk, hafbeit með sjóbleikju og ýmsar fóðurtilraunir. I þriðja lagi er mikið um að vísindamenn hafa ekki kom- ið niðurstöðum sínum til atvinnu- greinarinnar, þannig að þær nýttust við uppbygginu hennar. Það má almennt segja um stofn- anir og sjóði ríkisins, sem hafa veitt styrki til rannsókna í fiskeldi, að þær hafí sýnt rannsóknarmönnum of mikla þolinmæði og of lítið að- hald. Hjá Rannsóknaráði ríkisins fá í mörgum tilvikum sömu aðilarnir rannsóknarstyrki og leggja faglegt mat á umsóknir sem berast sjóðn- um, þó svo að viðkomandi leggi ekki mat á eigin umsókn. Oft eru þetta sömu aðilarnir sem sýna ófag- leg vinnubrögð og lítið hafa birt af rannsóknarniðurstöðum. Það er mjög einkennilegt að í landi, sem er þekkt fyrir mikil bóka- skrif í aldir, skuli þrífast svo kallað- ir rannsóknamenn sem ekki geta birt niðurstöður sínar. í löndum þar sem mun meiri samkeppni er um styrki tii rannsókna, eins og t.d. í Noregi, hefðu margir íslenskir vís- indamenn ekki „lifað af“ og ekki Valdimar Gunnarsson * „I stuttu máli má segja að þetta sé sameigin- legt skipbrot stjórn- valda, fiskeldismanna og margra annarra sem hafa komið beint og óbeint að uppbyggingu fiskeldisins hér.“ getað mjólkað rannsóknasjóði ríkis- ins í ijölda ára eins og reyndin hef- ur verið hér á landi. Gæðastjórnun/gæðaeftirlit Hvað kemur gæðastjórnun og gæðaeftirlit fiskeldisrannsóknum við, kunna margir að spyija. Jú, margir þeir aðilar eða fýrirtæki sem stefna að góðum árangri hafa tekið slík vinnubrögð í sína þjónustu. Gæðaeftirlit í fiskeldisrannsóknum er helst framkvæmt með því að skylda alla þá sem fá styrki að birta rannsóknir sínar í vísindatímaritum. Ef ekki er hægt að birta niðurstöð- umar í vísindatímaritum er gæðum rannsóknanna ábótavant og ekki • • HONDIHOND Hljómplötur Oddur Björnsson Septa-7 Utgefandi Septa Til styrktar slysavarnastarfinu í landinu. „Kæri tónlistargagnrýnandi! Við leggjum hér inn hljómplötu, sem kemur út um næstu helgi, sjó- mannadagshelgi. Þessi plata er verk okkar Septa-7, sjö systkina frá Bolung- arvík - og hefur að geyma, eins. og undirtitillinn bendir til, upp- háhaldslög pabba okkar, sem var harmónikuleikari, en hann ásamt tengdabróður okkar (eiginmanni Margrétar) fórst í sjóslysi í desem- ber sl. Þessi plata er til minningar um þá og sömuleiðis ætluð sem fjáröfl- unarleið til Slysavarnafélags ís- lands, en deildir innan þess um allt land sjá um sölu og dreifingu, og allur ágóði rennur til þeirra. Lögin eru gamlir og skemmtileg- ir slagarar, sem flestir þekkja og geta sungið með. Þetta er skrifað í flýti úti í Aust- urstræti, en við skiljum þetta hér eftir og flýtum okkur svo vestur til mömmu í kjöt og karrý!!“ Mér þótt ekki verra að birta bréf- ið sem fylgdi þessum geisladiski, enda er það nokkuð dæmigert um innihaldið — og býsna óvenjuleg uppákoma hjá yfírrituðum. Það vill svo til að mér er sönn ánægja að mæla með hljómdiski þessum, ekki bara vegna málefnisins (sem kem- ur tónlistarumfjöllun ekki mikið við), heldur, fyrst og fremst vegna óvenju músíkalskrar og látlausrar meðferðar á „sígildum“ slögurum, vondum og góðum — en þó mestan- part alveg ágætum, a.m.k. til síns brúks. Og um það snýst málið. Mörg lögin eru mjög vel flutt, og engin illa. Giidir bæði um söngv- ara og hljóðfæraleikara — eigin- lega er þetta yndislegur hljómdisk- ur, til síns brúks. Ég ætla að minnsta kosti að varðveij.a hann — ásamt bréfínu. Diskurinn er fallega gefínn út, með textum og öllu tilheyrandi, sannur gleðiauki, sem vert er að gefa gaum. p % 'Wm 1 JteÉfirr^ Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.