Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991
19
hægt að treysta þeim. Með því að
fylgja eftir birtingum rannsóknan-
iðurstaðna í erlendum vísindatíma-
ritum myndu erlendir fagmenn vera
með gæðaeftirlit á íslenskum rann-
sóknum jafnvel okkur áð kostnaðar-
lausu. Með þessu móti væri hægt
að veita íslenskum vísindamönnum
faglegt aðhald og auka gæði vís-
indarannsókna hér á landi, nokkuð
sem hefur verið ábótavant. Margir
benda á að mikill kostnaður og tími
fari í að skrifa slíkar vísindagrein-
ar. Vísindagreinar eru hornsteinn
allrar vísindastarfsemi og því eðli-
legt, að mikill tími fari í slík skrif.
Benda má á að betra er að gera
aðeins minna af rannsóknum og
vanda betur til þess sem gert er
þannig að hægt sé að treysta rann-
sóknarniðurstöðum.
Mjög lítið af þeim fiskeldisrann-
sóknum sem gerðar hafa verið hér
á landi hafa verið birtar í erlendum
vísindatímaritum. Verður þetta sér-
staklega að teljast mikið áhyggju-
efni fyrir Haskóla íslands þar sem
fagleg og vísindaleg vinnubrögð eru
eitt af aðalsmerkjum háskóla og
hæfni starfsmanna er að mjög stór-
um hluta metin eftir því hvernig
viðkomandi vísindamanni tekst til
við birtingar í vísindatímaritum.
Lokaorð
Höfundur hefur verið kennari við
fiskeldisbraut Holaskóla undanfarin
ár og eitt af hlutverkum hans hefur
verið að kynna niðurstöður fiskeld-
isrannsókna fyrir nemendum skól-
ans. Slíkt hefur verið erfitt þar sem
mjög treglega hefur gengið að fá
upplýsingar um fiskeldisrannsóknir
sem hafa verið stundaðar hér á
landi síðustu árin.
Eins og sagt hefur verið hér á
undan hefði þáttur rannsókna átt
að ’vera einn af hornsteinum fyrir
uppbyggingu fískeldis. Aftur á
móti má ekki gleyma því að við
uppbyggingu fiskeldis var lang-
mestum fijárveitibgum varið í
ótímabærar fjárfestingar og horft
fram hjá rannsóknum. Það er því
ekki nema að litlu leyti hægt að
kenna vísindamönnum um hve lítill
þáttur rannsókna hefur verið í upp-
byggingu fiskeldis hér á landi og
hvernig fór fyrir laxeldinu.
Fiskeldisrannsóknir hafa í allt of
litlum mæli verið til að styrkja og
auka framþróun fiskeldis hér á
landi. Rannsóknir hefðu skipað veg-
legri sess ef ríkið hefði veitt meira
fjármagni til fiskeldis og þeir sjóð-
ir/stofnanir sem sáu um að útdeila
því hefðu séð um að ávaxta það
betur. Full ástæða er til að taka
upp faglegri vinnubrögð hjá Rann-
sóknaráði ríkisins og öðrum sjóðum
ríkisins sem veita styrki til fiskeldis.
Það kann að virðast erfítt að
stunda fiskeldisrannsóknir hér á
landi, ef miðað er við það sem sagt
er hér fyrir ofan. En hafa skal í
huga að þrátt fyrir allt eigum við
marga góða vísindamenn. Nu á
seinni árum hafa bæst við margir
ungir vísindamenn sem hafa oft og
tíðum sýnt mjög fagleg vinnubrögð.
Árangur af starfi þeirra hefur verið
meiri en margra þeirra er stunduðu
rannsóknir á uppgangstímum fisk-
eldis hér á landi. Efniviðurinn er
því fyrir hendi. Velja þarf rétta
menn og veita þeim síðan eðlilegt
aðhald og fjármagn til að fram-
kvæma rannsóknir í þágu fískeldis.
Höfundur er
sj&varútvegsfræðingur og kennari
við Hólaskóla.
Ólafsvík:
Fimmtán ár liðin frá stofn-
un útibús Landsbankans
Ólafsvík.
HINN 30. apríl sl. var haldið upp
á það að þá voru 15 ár liðin frá
stofnun útibús Landsbanka Is-
lands í Ólafsvík.
Af því tilefni kom Landsbanka-
kórinn í heimsókn og söng fyrir
viðskiptavini bankans. Einnig hélt
kórinn stutta en ánægjulega tón-
leika fyrir starfsfólk Hraðfrystihúss
Ólafsvíkur í kaffístofu fyrirtækis-
ins. Þá var viðskiptavinum bankans
boðið upp á kaffi að gömlum sið.
Útibússtjóri Landsbankans í Ól-
afsvík er Hjörvar Ó. Jensson.
- Helgi.
Hádegisverður á Hótel Holti
Á Hótel Holti verður í sumar tilboð í hádeginu. sem
samanstenduraf forrétti, aðalrétti ogeftirrétti. sem hver
ogeinn veluraf seðli dagsins.
Uval skemmtilegra fiskrétta.
HOLTSVA GNINN
Úr Holtsvagninum bjóðum við
grísahrygg með puru
ásamt forrétti og eftirrétti
Verð kr. 995,-
Forréttur, aðalréttur og eftirréttur á
viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á í gæðum.
Bergstaðastræti 37, Sími 91-25700
CHATEAUX.
iMÍ Nii Æ tfc' • oag T * ii
i ■ - ii wm iiiíri 'uiíáÉSS : 1
m. ■ 111 í ;jt /Mu1 ' ,>* »t * V | 1
> >,'* V'. . r,i » pí ' ■•
amf'wr ' • í 'ð | ' ' 'V Á. IjJPP . " • Æ&a
IV í Im § ' wÆ BFJI’
h.. (wc* ■
Full búA af nýjum fötum fná EXIT.
Hettupeysun, hvít gallaföt,
blá gallaföt, nauð gallaföt
ÞIO eiglð von á óvæntum
glaOnlngi á EXIT-dögum í
Knökkum Kninglunni.
KRAKKAR
Kringlan 8-12, sími 681718