Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 11. JÚNÍ 1991
Við eigum öll sömu framtíð
eftir Einar Val
Ingimundarson
Regnskógarnir eru mannkyninu
lífsnauðsynlegir. Þeri þekja nú um
6% af föstu yfírborði jarðarinnar
og þar lifir helmingur þekktra líf-
tegunda hennar. Þar vaxa til dæm-
is langflestar mikilvægustu iæknin-
gaplönturnar, sem t.d. hjartalyf,
gigtarlyf og krabbameinslyf eru
unnin úr. Þarnar verður nýtt lífefni
til með meiri hraða en annars stað-
ar þekkist á plánetunni Jörð. Skó-
garnir sjúga I sig gríðarlegt magn
koldíoxíðs við tillífunina, en hafa
samt ekki undan iðni mannskepn-
unnar við að umbreyta gömlu og
nýju lífrænu efni aftur í frumeining-
ar sínar.
Ef skynsemin réði, væru herir
manna að planta nýjum skógum til
að taka við auknu koldíoxíði í and-
rúmsloftinu. En því er nú ekki að
heilsa. Á minútu hverri er rutt burt
20 hektara spildu regnskóga í hagn-
aðarsjónarmiði. Á hveijum degi er
því verið að útrýma tegundum úr
vistkerfi jarðarinnar, jafnt þekktum
sem óþekktum. Þetta er orðinn einn
svartasti bletturinn á samvisku
mannkynsins.
Ef annað dæmi er tekið, þá hafa
Bandaríkjamenn einir brennt meira
kolefni og notað af málmum á síð-
ustu 50 árum en allt mannkynið
samanlagt frá örófí alda. Jörðin
þolir ekki önnur 50 ár rányrkju og
græðgi mannskepnunnar. Hag-
fræði heimsins verður að finna ný
svör við þessum voða sem við blasir.
Tvö skilyrði verður að uppfylla
áður en alþjóðleg efnahagsþróun
getur komið öllum til góða. Tryggja
verður að vistfræðin sem hagfræðin
'byggist á standi undir sér sjálf. Auk
þess verða þeir er fást við efnahags-
mál að vera sáttir við grundvöllinn
til jafnrar skiptingar. Mörg þróun-
arlandanna standa ekki undir þess-
um væntingum. Úr vexti margra
þeirra dregur vegna of lágs vöru-
verðs, verndaraðgerða, óþolandi
skuldabyrða og minni þróunarað-
stoðar. Ef tilraun á að gera til að
útrýma fátækt og auka velferð
verður að snúa þessu við. Sérstök
ábyrgð hvílir á Alþjóðabankanum
og Alþjóðaþróunarmálastofnuninni
en þaðan liggur straumur margs
konar fjárhagsaðstoðar tii þróunar-
landanna. Vegna aukins fjármagns
getur Alþjóðabankinn styrkt verk-
efni og ákvarðanir sem stuðla að
betra umhverfi. Með aðlögun innan
kerfisins, ætti alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn að styrkja þróunarmark-
mið á breiðari grundvelli og til
lengri tíma, betur en nú. Félagsleg-
ar endurbætur og aðgerðir í um-
hverfismálum, eru þannig verkefni.
Álag vaxta og afborgana, eink-
um í Afríku og Suður-Ameríku,
hefur náð marki sem samræmist
ekki sjálfbærri þróun. Lántakendur
verða að nota allan hagnaðinn af
viðskiptum sínum til þess að standa
við lánaskuldbindingar sínar. Til að
geta þetta, ganga þeir á auðlindir
sem ekki er hægt að endurnýja.
Réttlátari skipting á ábyrgð og
byrðum milli lántaka og lánar-
drottna, er nauðsynleg til að létta
á skuldabyrðunum.
í kjölfar Genfarsáttmálans frá
sl. hausti um að dregið skuli úr
losun koldíoxíðs á jörðinni, skipaði
íslenski umhverfisráðherrann enn
einn starfshópinn sér til ráðuneytis
í þessu vandasama máli.
Þarna þurfti að koma til sérstök
hugkvæmni, því áður en íslendingar
færu að hreinsa til hjá sér, þyrftu
þeir að smeygja inn í landið nýju
álveri, sem í fyrstu atrennu mundi
losa 380.000 tonn af koldíoxíði út
í íslenska fjallaloftið á ári hveiju.
Ráðherrann var í stökustu vand-
ræðum, því að hann átti hagsmuna
að gæta heima í héraði^Eins og
fleiri höfðingjar þar um slóðir hugð-
ist hann baða sig í töfrabjarmanum
frá nýju álveri og freista þess að
leifarnar af týndu borgurunum
rynnu á Ijósið. En hann sat með
þann kross að vera ráðherra um-
hverfismála, sá fyrsti sinnar teg-
undar hér á landi, og því í sérstöku
sviðsljósi fjölmiðla.
Frá formanni starfshópsins um
koldíoxíðssáttmálann, Jóni Gunnari
Ottóssyni, kom hins vegar heilræði
handa ráðherranum: fyrir hvert ál-
ver, sem er plantað niður, skal
planta grænum greinum um dali
og fjöll. Grænukornin skulu virkjuð!
Þótt áhugi Jóns Gunnars á auk-
inni trjárækt á íslandi sé vel þekkt-
ur og allra góðra gjalda verður,
skal honum bent á að hér vaxa
ekki regnskógar. Eins og fyrr segir
í greinarkorni þessu hafa jafnvel
ekki regnskógarnir undan iðni man-
skepnunnar við að menga. Fram-
leiðslutími grænukorna á íslandi er
líka afar stuttur.
Nefndinni til upplýsingar verður
hér endursagður hluti nýlegrar
greinar eftir W.H. Schlesinger úr
breska tímaritinu Nature, nánar til-
tekið síðasta hefti ársins 1990, bls.
679:
Aukin gróðurþekja leysir
ekki málið
Schlesinger vitnar í grein kollega
síns, Adams, í sama blaði, sem fjall-
ar um upptöku gróðurs á CO2 í
gegnum aldirnar, allt frá því fyrir
síðustu ísöld. Allt bendir til þess
að tijáleifar frá þeim tíma hafi inni-
haldið lægra hlutfall kolefnis en við
þekkjum í dag. Á tímabili hækk-
andi hitastigs jókst bæði kolefnis-
innihald tijáviðar og CO2 innihald
andrúmslofts úr 200 í 280 hluta
af milljón. Þessu greinir Barnola frá
í Nature (329), bls 408.
Þegar spáð er í líkleg gróðurkort
af ástandinu frá því fyrir 18.000
arum, virðast eyðimerkursvæði
hafa verið 83% stærri en þau eru
í dag, skv. De Angelis í Nature
(325), bls. 318. Á síðustu 10.000
árum hefði gróðurþekjan átt að
geta fjarlægt allt CO2 úr andrúms-
loftinu og geymt það sem lífrænt
efni, ef ekki hefðu komið til jafn-
vægisáhrif úthafanna, sem líka
geymaC02.
Mat nokkurra vísindamanna á
heildarupptöku kolefnis á allri jarð-
arkúlunni er að hún sé af stærðar-
gráðunni 10,s grömm kolefnis á
ári. Schlesinger metur þetta þannig
(Nature, 348, bls. 232), að það sé
hvergi nándar nærri nóg að grænu-
kornin dugi ein sér til að leysa
gróðuhúsvandamálið. Það sem fyrst
og fremst takmarkar upptökuhraða
CO2 er flæði annarra næringarefna
úr jarðveginum til plantna á jörð-
inni.
Hin tröllaukna regnskógaeyðing
nútímans veitir meira CO2 út í and-
rúmsloftið en- skógamir sjálfir geta
unnið úr, sbr. Houghton í Tellus
(39B) bls. 122 og Woodwell í Sci-
ence (199), bls 199. Samt eru regn-
skógarnir afkastamestu tillífunar-
verksmiðjur veraldarinnar. Niður-
staðan er: á meðan mannfjölgun
verður með veldishraða og jarðaryf-
irborði umbylt áfram eins og gert
er á umræddum svæðum eigum við
enga undánkomuleið.
Þúsundföld plöntun uþp á kalda
íslandi er eins og míga í mel í sam-
anburði við þetta. í því felst engin
lausn.
Ef mönnum væri einhver alvara
í hinu háa ráðuneyti, ættu þeir frek-
ar að legja þróunaraðstoð aukið lið,
eins og margsamþykkt hefur verið
á Alþingi. Það er líka í anda Brundt-
landskýrslunnar, sem er vegvísir
allra annarra umhverfisráðuneyta
en þess íslenska.
Hvað varðar CO2 vandamálið vil
ég leggja til eftirfarandi:
1) Hætt verði við öll áform um
byggingu álvers.
2) Almenningssamgöngur stór-
bættar með aðaláherslu á lagningu
rafbrauta.
3) Horfið frá bruna lífræns
eldsneytis og aðrir orkugjafar þró-
aðir, t.d. vetnisbrennsla hjá íslenska
flotanum.
Svo gæti virst að þessar tillögur
séu óraunhæfar, en þá vil ég benda
mönnum á að þarna er reynt að
líta til lengri tíma en eins kjörtíma-
bils.
Alver er óþarft
Hvað fyrsta atriðið varðar held
ég að þróun síðustu 10 mánaða
ætti að draga úr mestu hrifningu
manna af nýju álveri. Að verulegum
fæðingarhríðum loknum, hefur
Landsvirkjun loks endurskoðað
framleiðslukostnaðarverð sitt á raf-
orku, sem selja á til stóriðju. í stað
18 mill/kWst er nú verið að tala
um 21 mill/kWst. Er þetta mjög í
takt við gagnrýnispunkta prófess-
ors Ragnars Árnasonar, Jóhanns
Rúnars Birgissonar þjóðhagfræð-
ings og Einars Júlíussonar eðlis-
fræðings frá sl. hausti.
Páll Pétursson hefur líka upp-
lýst, að kostnaðarverð Blönduvirkj-
unar verði 29 mill/kWst, svo mikið
mega nú hinar virkjanirnar verða
ódýrar, eigi meðaltalið 21 mill að
nást! Myndræn túlkun raforku-
samningsins við Atlantal samsteyp-
una, sem miðar við sennilegt meðal-
tal álverðs á næstu árum, fylgir hér
með.
Einar Valur Ingimundarson
þæginda hlýtur að vera skynsam-
legi-a að ferðast áreynslulaust á
milli þéttbýlisstaða á R-svæðinu
með nýtískulegri rafbraut en að
bæta endalaust vð hraðbrautum til
að fylla af bílum með einn mann
Samningsdrög við Atlantal
24------------------------------------
r-Orkukostnaður
22------------------------------------
Forsendur Landsvirkjunar
Orkukostnaður: 21,0 mill
Orkuverð: m.v. 1700 $ áltonn
1994 ’96 '98 2000 '02 ’04 '06 ’08 '10 ’12 '14 ’16 '18
DV hefur líka eftir Landsvirkjun,
að sala raforku um sæstreng til
Evrópu verði æ vænlegri kostur.
Stundum getur borgað sig að
bíða. Um þessa leið til að njóta
arðsins af fallvötnunum hygg ég
ða allir landsmenn gætu orðið sam-
mála. Áhættan í lágmarki og orku-
verðið tryggt.
Rafbraut á Reykjavíkursvæðið
Á tímum hraðans og nútíma
innanborðs hver. Hin stóra spurning
hlýtur því að vera hversu kostnaðar-
samt slíkt kerfi væri fyrir stór-höf-
uðborgarsvæðið. Ég hafði því sam-
band við stórt og virt fyrirtæki á
þessu sviði í Bern, Sviss, von Roll
transsport systems, sem var nú síð-
ast að setja upp einteinungskerfi
fyrir Sydneyborg í Ástralíu. For-
sendurnar voru þessar:
50 kílómetrar teina, 10 aðal-
stöðvar, 20 sjö vagna lestar, sem
Kvennahlaup, ganga,
skokk í Garðabæ 22. júní
eftir Laufeyju
Jóhannsdóttur
Laugardaginn 22. júní næstkom-
andi verður haldið kvennahlaup í
annað sinn hér á landi. Kvenna-
hlaupið í Garðabæ er atburður sem
engin kona má láta fram hjá sér
fara í ár.
Kvennahlaupið er hvatning til
samstöðu kvenna tengda útivist og
hollri hreyfingu allra kvenna án til-
lits til aldurs. Vegalengdin er 2 km
eða 5 km allt eftir getu og áhuga
hvers og eins þátttakanda.
Nú á tímum breyttra lifnaðar-
hátta, þegar hraði og streita sitja
í fyrirrúmi verður gildi útivistar og
hreyfmgar ekki nógsamlega metið.
Kvennahlaupið er einmitt góður
viðmiðunarpunktur til að hefja nú
reglubundnar göngur eða skokk.
Fyrir hlaupið er gott að koma sér
í svolitla æfingu. Vegalengdin 2 km
er upplögð vegalengd fyrir byijend-
ur. Það er því tímabært að draga
fram góða skó og drífa nú vinnufé-
lagana, vinahópinn, nágrannana
eða ættingjana með í göngu.
Rétt er að vekja sérstaka at-
hygli á að það eru æfingar sem
fara fram við íþróttamiðstöðina í
Garðabæ á laugardögum kl. 11
fram að hlaupinu sem gott er að
taka þátt í.
KVENNAHLAUP
GARÐABÆR
1991
Á síðastliðnu ári tóku 3.000 kon-
ur þátt í kvennahlaupinu. Það er
von mín og trú að það verði sama
þróunin hér á landi eins og t.d. í
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi en þar
hefur þátttakan margfaldast á milli
ára. Sem dæmi.um þátttökuna í
Finnlandi, en þar er hlaupið orðið
að árvissum atburði, eru margir
viðburðir svo sem sýningar og opn-
anir á listviðburðum tengdar
kvennahlaupinu. Væri það vel ef
sá árangur næðist hér á landi að
þátttakan markaði tímamót og rás
atburðanna miðaðist við fyrir og
eftir kvennahlaup.
Markmið kvennahlaups er fyrst
og fremst að eiga eftirminnilegan
dag tengdan heilbrigðri útivist í
góðum félagsskap og hollri hreyf-
ingu.
I kvennahlaupinu er enginn sig-
urvegari, það að taka þátt er sigur-
inn þinn hvort heldur sem er gang-
andi, skokkandi eða hlaupandi.
Konur, sýnum nú samstöðu, tök-
um þátt, fáum klúbbfélaga, vinnu-
ferðast að meðaltali á 60 km hraða
á klukkustund. Get var ráð fyrir
að hið erlenda fyrirtæki sæi um
alla tæknihliðina, svo og uppsetn-
ingu. Niðurstöðutölur þeirra voru
að slíkt kerfí mundi kosta 10 millj-
arða króna. Hins vegar tóku þeir
fram að alls konar samstarf við
innlenda aðila (t.d. verkefnalausar
skipasmíðastöðvar) um ýrrisa þætti
smíðinnar, svo og innlend tækni-
þekking mundi að sjálfsögðu geta
lækkað þessar tölur verulega.
Þarna gæti því verið um nýja tækni
að ræða í landinu, sem um leið
gæti verið atvinnuskapandi.
Vetnisframleiðsla er raunhæf
innan 10 ára
íslenskir raforkukaupendur hafa
að langmestu leyti greitt bygging-
arkostnað Búrfells- og Sigölduvirkj-
ana með háu raforkuverði til heim-
ilisnota. Ef ekki kæmi til Blöndu-
virkjun eða nokkrar stóriðjuhu-
grenningar, þá væri hægt að stór-
lækka verðið til almennings innan
fárra ára, begar Landsvirkiun verð-
ur orðin skuldlaus við erlenda
lánardrottna.
Það er alls ekki óeðlilegt í stöð-
unni að reyna að skapa fleiri atvinn-
utækifæri hér innanlands fyrir
þennan ávinning, sem íslendingar
hafa á hendinni og hafa þegar greitt
fyrir með vinnu sinni.
Ég tel vænlegasta kostinn að
landsmenn sjálfir njóti þessarar
orku til innlendrar iðnaðaruppbygg-
ingar í smærri stíl. Má m.a. nefna
framleiðslu á vetni, sem nota mætti
t.d. fljótlega sem eldsneyti á flot-
ann.
Við þýska háskóla fara þegar
fram prófanir á vetnisnotkun á stór-
ar aflvélar, hliðstæðar skipavélum.
Þar er áhugi á samstarfi við íslend-
inga, og kannski er von til að svo
megi verða í framtíðinni.
Snúum okkurþá aftur að „vanda-
málinu“ Blönduvirkjun. Orkan það-
an er talin verða um 600 GWst og
fáanleg á markaðinn á þessu ári.
Ef hún væri nú öll nýtt til að fram-
leiða vetni, dygði það til að knýja
helming bílaflotans með þeirri
tækni, sem til er í dag. Ef orku-
kostnað má reikna á „núlli“, hlýtur
rafgreint vetni innanlands að verða
samkeppnisfært við innflutta olíu.
Ef vetni væri framleitt við ofan-
greindar aðstæður, væri verð þess
5,0 $/GJ, en bensínverð liggur nú
nálægt 7,5 $/GJ.
Höfundur er
umhverfisverkfræðingur.
Laufey Jóhannsdóttir
„Markmið kvenna-
hlaups er fyrst og
fremst að eiga eftir-
minnilegan dag tengd-
an heilbrigðri útivist í
góðum félagsskap og
hollri hreyfingu.“
félaga, dætur og frænkur með okk-
ur í kvennahlaupið 22. júní í
Garðabæ.
Höfundur er forseti bæjnrstjórnar
í Garðabæ.