Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991
23
’Tviumfih
VORLINAN
NÝBÝLAVEGI 12, KÓPAVOGI.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
CAT 438 Sería II — Ný og betri traktorsgrafa
Nú þegar CATERPILLAR hefur framleitt yfir 25.000 traktorsgröfur kynna þeir nýja og enn betri
traktorsgröfu undir heitinu Sería n
Reynslan af fyrri vélunum hefurveriö sérstaklega góö en lengi má gott bæta og Seríall
uppfyllir enn frekar þær kröfur sem gerðar eru til allra CAT véla.
Á þeim árum sem CAT traktorsgröfur hafa verið fáanlegar hafa þær sýnt og sannað að fáar
vélar státa af meira rekstraröryggi.
Eigum fyrirliggjandi vélor til afgreiðslu strax
Helstu breytingar:
27% stærri eldsneytistankur, 106 I.
Stærri rafgeymakassi, sem jafnframt er geymsluhólf fyrir verkfæri.
Minni snúningsradíus, framhjól hafa25% meiri snúningsgetu.
Auðveldari aðgangur að smurkoppum, allir slitfletir smurðir.
Aukinn lokunarhraði á afturskóflu.
Aukin hljóðeinangrun, hávaðamörk aðeins 83 dBA.
Nákvæmari stjórnstangir.
Aukið vélarafl.
m
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S(MI 695500
T veggj akóng’avandr æði
eftir Þorgeir
Þorgeirson
Undanfarið hefur ríkt Sturlunga-
öld í leiklistarmálununi. Þetta ví-
greifa skeið hófst með embættis-
töku nýs Þjóðleikhússtjóra, Stefáns
Baldurssonar, síðan hefur mátt sjá
ættarhöfðingja leikhúsvaldsins
skaka bitur söx og breið spjót að
féndum sínum og ættmenna sinna
á síðum dagblaðanna. Og ljósvak-
amiðlar hafa verið með reglulegar
fréttir af leikhúsmálum.
En álengdar situr Þalía og græt-
ur.
Andspænis þessu skríður maður
inní þögn sína og undrun og gefst
þá næði til að spyrja svo sem eins
og: hvernig stendur á þessum
ósköpum? Allir helstu forráðamenn
á leiídistarsviðinu saka hver annan
um hin verstu afglöp. Þjóðleikhús-
stjóri I kveðst halda að Andskotinn
sé hlaupinn í Þjóðleikhúsráð og
lætur á sér skilja að sá Andskoti
sé enginn annaren Þjóðleikhússtjóri
II, en Þjóðleikhússtjóri II segir ilt
eitt af reynslu sinni og samskiftum
við Þjóðleikhússtjóra I. Þjóðleikhús-
ráð slettir úr öllum sínum klaufum.
Flestar mundu ásakanir þessa heið-
ursfólks varða embættismissi ef
mark væri á þeim tekið. En það er
ekkert mark á þeim tekið — sem
betur fer. Enginn vill efast um það
að þetta séu allt saman bresta-
lausar sómamanneskjur sem láta
svona.
En hvað er þá brostið?
Kanski stjórnkerfið. Sjálft stjórn-
arfar Þjóðleikhússins er brostið.
Hvaðan skyldi hún annars vera
komin þessi þingbundna konung-
stjórn sem íslensk atvinnuleikhús
sýnast telja sér skylt að vinna und-
ir? Væntanlega úr Konunglegu leik-
húsi, kanski • dönsku. Því um það
bil sem danir voru að skapa sér
þjóðarleikhús var þingbundin kon-
ungstjórn einmitt sú nýstárlegasta
fijáislTyggja sem hugsanlegt var að
framkvæma. Þegar stjórnarfar
Þjóðleikhússins íslenska var ákveðið
hafa menn vafalaust sótt til Kaupin-
hafnar þá hugmynd að setja must-
eri Þalíu undir þingbundna konung-
stjórn og andmælendur þess munu
hafa verið fáir, ef nokkrir. Þetta
sama þingbundna einveldi er líka
haft á Ríkisútvarpinu. Raddir hafa
að vísu heyrst um að það sé ekki
við hæfi að pólitískir fulltrúar sitji
Þjóðleikhúsráð og Útvarpsráð. En
einvaldsformið sjálft hefur, mér vit-
anlega, aldrei verið gagnrýnt. Enda
var Leikfélag Reykjavíkur sett und-
ir samskonar einvaldstjórn bundna
af kjörnum fulltrúum leiklistarijöl-
skyldanna undireins og það varð
atvinnuleikhús. Síðan fylgdi Leikfé-
lag Akureyrar á eftir, þannig að
Þorgeir Þorgeirson
nú höfum við fern þingbundin ein-
veldi hér á sviði lista og mennta.
Allt þykir þetta eins sjálfsagt og
að drekka vatn í gegnum nefið.
Einvaldar og ijölskylduráðgjafar
þeirra eiga áð móta stefnuna, finnst
mönnum, og velja viðfangsefnin.
Listamenn að hlýða ef þeir eru
kallaðir að sinna ráðandi stefnu.
Hvað er til ráða?
Mér virðist nokkuð einsýnt að
Sturlungaöld hin nýja í leikhúsinu
sé til marks um brest í einvaldskerf-
inu — það hafa verið sett lög þar
sem tveim einvöldum er gert að
stjórna samtímis um hálfsárs skeið
eða svo. Uppum þessa glufu gægist
þá strax inntakið, þ.e.a.s. átök og
Höfundur er rithöfundur.
veldi leikhúsættanna. Því ættar-
veldið lifir ekki bara að tjaldabaki
viðskifta og stjórnmála nútímans,
heldur einnig á sviði lista.
Bresti áferðarfallegt yfirborðið
vellur Sturlungaöldin fram.
í laugardagsblaði Morgunblaðs-
ins má sjá liðsafnað til hins nýja
Örlygstaðabardaga leikhússins á
vorum dögum. I sama blaði gengur
þríkrýndur listeinvaldur, Sveinn
Einarsson fyrrum leikhússtjóri LR,
fyrrum Þjóðleikhússtjóri og núver-
andi dagskrárstjóri RÚV, framfyrir
skjöldu og sussar á liðið. Hann vili
lappa upp á einvaldskerfið gamla
og setja nákvæmari reglur um sam-
skifti listeinvalda á því skeiði sem
þeir eiga báðir að ráða húsum, tví-
kóngatímabilinu.
Tillaga hans dugar vonandi til
bótar á einvaldskerfið. Þá linnir
væntanlega Sturlungaöld leikhús-
mála þangað til næsti brestur kem-
ur í þingbundna konungstjórn Þjóð-
leikhúss eða annars atvinnuleik-
húss.
Og Þalía mundi láta huggast á
meðan.
En til eru þeir sem hafa efasemd-
ir um þvílíkar úrbætur á einvalds-
kerfinu. Og til eru nokkuð vel grun-
daðar tillögur um annað stjórnarfar
handa Þjóðleikhúsi með dreifðara
og mildara valdi sem vel gæti orðið
tilað búa nýjum straumum listarinn-
ar betri aðstöðu en nú fæst. Það
gæti orðið tímabært að hreyfa þeim
tillögum í annari grein bráðlega.
Hver veit?