Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 25

Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 25 Ingveldur Yr syngrir í Operunni INGVELDUR Ýr Jónsdóttir, mezzósópran, syngur verk eftir Handel, Strauss, Duparc, Weil, Hallgrím Helgason, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson og Jón Asgeirsson, á tónleikum í Islensku Operunni í kvöld klukkan 20. Undirleikari verð- ur Kristinn Orn Kristinsson. Tónleikarnir eru fyrstu ein- söngstónleikar Ingveldar á íslandi en hún hóf nám hjá Guðmundu Elíasdóttur 15 ára gömul. Sama ár hóf hún nám í Söngskólanum í Reykjavík. Tveimur árum seinna hélt Ingveldur tii Austurríkis þar sem hún sótti tíma til Svanhvítar Egilsdóttur og tók lokapróf frá Tónlistarskóla Vínarborgar. í vor lauk Ingveldur mastersgráðu frá Manhattan School of Music í New York. Hún vann til verðlauna í keppni söngvara og hljóðfæraleik- ara á vegum „92nd Street Y“ samtakanna í marsmánuði á þessu ári. Kristinn Örn Kristinsson, pían- óleikar, tók lokapróf frá Tónlistar- skólanum 1977 og var síðan einn vetur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hann stundaði fram- haldsnám við Southern Illinois University Edwardsville og St. Louis Conservatory of Music. í Þing Landssambands sjálfstæðiskvenna í Vestmannaeyjum; Honda Accord er búinn miklum góðum kostum. Kostagripir liggja ekki alltaf á lausu, en þessi er það og til- búinn til þinnar þjónustu. Bíll fyrir alla og við allra hæfi. Grciðsluskilmálar fyrir alla. Vcrð frá kr. 1.432.000,- stgr. jiHONDA /1CCORD HONDA AISLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÆB9300 Ingveldur Ýr Jónsdóttir. vetur hefur Kristinn Örn starfað sem píanóleikari og skólastjóri við Tónlistarskóla íslenska Suzuki- sambandsins. Arndís Jónsdóttir á Sel- SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Arndís Jónsdóttir, nýkjörinn for- maður Landssambands sjálfstæð- iskvenna. vill sitt hveijum um kvenfélög Sjálf- stæðisflokksins, og sumir halda því fram að eigi að leggja þau niður,“ sagði Arndís. „Við erum hins vegar þeirrar skoðunar að staða kvenna sé enn ekki nógu traust til þess að slíkt sé raunhæft. Hins vegar vorum við sammála um það á þinginu að vel mætti endurmeta stöðuna og leggja ef til vill áherzlu á aðra þætti í starfinu en við höfum gert. Það er um að gera að sofa ekki á verðin- um. Verkefni hreyfingar á borð við Landssamband sjálfstæðiskvenna hljóta að breytast á 35 árum, en á þeim tíma hafa lög Landssambands- ins til dæmis ekki verið endurskoð- uð,“ sagði Arndís. Hún sagði að meðal landsbyggð- arkvenna á þinginu hefði komið fram vilji til þess að meira yrði gert af því að halda fundi út um land, og myndi hún sem formaður beita sér fyrir slíku. „Ég vil stefna að því að Landssambandið nái betri tengslum við þær konur sem starfa í blönduð- um félögum flokksins. Konur á heil- um landsvæðum standa utan Lands- sambandið vegna þess að þar eru engin félög sjálfstæðiskvenna starf- andi. Svo er um Austurland suður um allt að Árnessýslu. Það má bæði stuðla að stofnun félaga á nýjum stöðum og svo virkari tengslum við sjálfstæðiskonur þar sem slík félög eru ekki til,“ sagði Arndís. Arndís sagði að til þess að auka hlut kvenna á framboðslistum Sjálf- stæðisflokksins til sveitarstjórna- og alþingiskosninga þyrfti meðal ann- ars að styðja vel við bakið á þeim konum, sem gæfu kost á sér og þjálfa þær í samskiptum og fram- Leiðrétting í grein Sigurgeirs Jónssonar, „Um Reykjavíkurbréf 2. júní 1991“, sem birtist 8. júní slæddust inn þijár villur. Þessar setningar eru réttar svona: „Iðgjöld vegna þessara trygginga (ekki væntan- legrar ölmusu) voru að nærri 2/3 hlutum greidd af einstaklingunum, vinnuveitendum þeirra og sveitar- félögum.“ „Þegar persónuiðgjöld voru felld niður 1971 var því lýst yfir, að áfram væri um tryggingar að ræða, sá einn væri munurinn, að iðgjöld yrðu greidd af almannafé fyrir hina tryggðu. Það væri sann- gjarnt að menn greiddu eftir efn- um og ástæðum til þessara trygg- inga en ekki allir jafnt.“ „Það er að þeir sem eiga skatt- fijálsar eignir geta fengið svokall- aða tekjutryggingu óskerta hversu ríkir eða tekjuháir sem þeir eru, bara ef það eru skattfijálsar eign- ir og tekjur." fossi kjörin formaður ARNDÍS Jónsdóttir, kennari á Selfossi, var kjörin formaður Landssambands sjálfstæðis- kvenna á 18. þingi sambandsins, sem haldið var í Vestmannaeyjum um síðastliðna helgi. Jafnframt var á þinginu haldið upp á 35 ára afmæli Landssambandsins. Sigríður A. Þórðardóttir, fráfar- andi formaður LS, gaf ekki kost á sér til endurkjörs á þinginu, en hún hefur nú tekið sæti á Alþingi. Nýi formaðurinn, Arndís Jónsdóttir, var varaformaður LS á seinasta kjör- tímabili stjórnar og þar áður ritari. Hún hefur setið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi fyrir tvennar síðustu al- þingiskosningar og starfað mikið að flokksstarfi á Selfossi. Meðal annars hefur hún setið í stjórn fulltrúaráðs og kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins, í stjórn sjálfstæðiskvenfélagsins og var fyrsta konan í stjórn sjálf- stæðisfélagsins Óðins. Ekki tímabært að leggja kvenfélögin niður Arndís sagði í samtali við Morg- unblaðið að mikill hugur hefði verið í sjálfstæðiskonum á þinginu í Vest- mannaeyjum. Þingfulltrúar hefðu verið sammála um að enn frekar bæri að styrkja og efla sambandið. „Hlutverk Landssambands sjálf- stæðiskvenna verður áfram að út- breiða stefnu Sjálfstæðisflokksins, eins og gefur að skilja, og að efla og styrkja konur og hvetja þær tii áhrifa og þátttöku í ábyrgðarstörf- um innan flokksins," sagði Arndís. Hún sagði að leggja þyrfti áherzlu á samstöðu kvenna innan Sjálfstæð- isflokksins og efla kvenfélögin 17, sem mynda LS. „Það sýnist ef til komu í fjölmiðlum. „Til þess að kon- ur nái betri árangri innan Sjálfstæð- isflokksins þurfa þær að standa sam- an um þau mál sem þær leggja áherzlu á og styðja hver aðra til áhrifa. Einbeittur vilji og heilindi í störfum okkar er það sem þarf til þess að við náum árangri í því að ná til sem flestra kvenna í landinu svo að þær geri sér ljóst að þær eiga eirindi til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn," sagðiy Arndís. Stjórnarkjör Auk Arndísar voru þessar konur kjörnar í stjórn Landssambandsins á þinginu: Anna Kristjánsdóttir Reykjavík, varafonnaður, Guðrún Stella Gissurardóttir Kópavogi, rit- ari, Kristín Zoega Reykjavík, gjald- keri, Stefanía Víglundsdóttir Hafn- arfirði, vararitar, Hildigunnur Högnadóttir Isafirði, varagjaldkeri, Oddný Vilhjálmsdóttir Reykjavík, Steinunn Hjartardóttir Sauðárkróki, Jónína Ingólfsdóttir Akranesi, Halla Halldórsdóttir Kópavogi, Björk Ingi- mundardóttir Keflavík, Sigríður Jak- obsdóttir Vestmannaeyjum, Lovísa Christiansen Hafnarfirði og Anna Blöndal Akureyri. Leiðrétting’ í greininni „Lífeyrissjóðir í eldlínurini" sem var í Morgun- blaðinu á sunnudag var vegna misskilnings rangt haft eftir Sigríði Kristinsdóttur, form- anni Starfsmannafélags ríkis- stofnana, varðandi samanburð á örorkutryggingum Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins og starfsmanna á almennum mark- aði. Sigríður sagði að örorkutrygg- ingar opinberra starfsmanna væru ekki eins góðar og á almennum vinnumarkaði og það væri agnúi sem þyrfti að lagfæra. Eru hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. Sumirbílar m Kq?U - oafrvsfitœki ímiklu úrvali! Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS-eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! yjHONDA SIEMENS N O V E L L iTÆKNIVAL SKEIFUNNI 17 • 1 08 R • S. 681665

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.